Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.11.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1992 45 NORDIA 92 Séð yfir sýningarsalinn í Gimlehallen. ________Frímerki_____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Dagana 8.—11. okt. sl. stóð yfir í Kristiansand í Noregi samnorræn frímerkjasýning, NORDIA 92. Eins og áður hefur komið fram í þáttum þessum, eru þess konar samnor- rænar frímerkjasýningar á vegum frimerkjasamtaka og póststjóma orðnar fastur punktur í tilveru frí- merkjasafnara á Norðurlöndum. Menn eru minnugir NORDIU 91 hér í Reykjavík í fyrra. Næsta ár verður NORDIA 93 í Finnlandi og árið þar á eftir í Danmörku NORD- LA 94. Nú skal sagt nokkuð frá NORD- IU 92 í Noregi, enda má segja, að mér sé það nokkuð skylt, þar sem ég var umboðsmaður sýningarinn- ar hér á landi og sat auk þess í dómnefnd. Frímerkjasýningin var haldin í Gimlehallen í Kristiansand, en það er mjög stór og rúmgóð íþróttahöll. Svarar hún því til Laugardalshallarinnar hjá okkur. Lýsi ég henni ekki nánar á þessum stað. Mér var það að sjálfsögðu mikið ánægjuefni, hversu vel tókst að fá íslenzka frímerkjasafnara til þátt- töku í NORDIU 92 með hið marg- breyttasta efni. Má segja, að ís- lenzkir safnarar hafi átt efni í flest- um deildum nema í svonefndri mótífdeild og opinni deild. Raunar áttum við tvo fulltrúa í unglinga- deild með mótífsöfn. Alls voru á NORDIU 92 um 1.190 rammar í öllum flokkum. Þar af áttum við sextíu ramma, þegar fimm rammar póststjórnarinnar eru taldir með. Ég held íslenzkir safnarar geti ver- ið ánægðir með þann hlut, en ekki síður þau verðlaun, sem fulltrúar okkar hlutu. í þessum þætti og sennilega tveimur næstu þáttum verður sagt nokkuð frá NORDIU 92 og þá fyrst farið yfír söfn okkar manna í stuttu máli og getið bæði verðlauna og stigagjafar. Tvenn gullverðlaun komu í okk- ar hlut. Hálfdan Helgason átti safn sitt íslenzk bréfspjöld 1879—1920 í svonefndum Meistaraflokki. Þangað fara ekki önnur söfn en þau, sem hafa áður hlotið gullverð- laun á tveimur alþjóðlegum sýning- um. Að líkum lætur, að þau söfn, sem þangað komast, fá sjálfkrafa gullverðlaun. Hins vegar velur dómnefndin svo, hver þeirra hlýtur sérstök heiðursverðlaun sýningar- innar. — Indriði Pálsson sýndi í fyrsta skipti á erlendri grund hið frábæra íslandssafn sitt, sem hann nefndi Klassisk Island 1830—1902. Á liðnu vori hlaut safn þetta gull- verðlaun á afmælissýningu Félags frímerkjasafnara, FRÍMEX 92, hér í Reykjavík. Á NORDIU 92 hlaut það svo sams konar verðlaun, og kom það vissulega engum þeim á óvart, sem sáu safnið hér heima. Ég vil fullyrða, að aldrei áður hafi komið fram jafn vandað og jafn fræðilegt, ég vil næstum segja vís- indalegt íslenzkt frímerkjasafn. Indriði skiptir ofangreindu tímabili eftir ákveðnum reglum. Ekki er unnt að gera þessu mikla efni ná- kvæm skil í þættinum. Einungis verður stiklað á helztu atriðum safnsins. Fyrst sýnir Indriði nokkur forfrímerlqabréf, sem ætla má ör- uggt, að hafi farið eðlilega póst- leið, enda þau með póststimplum eða öðrum merkjum, sem vitna um það. Þá er hér mjög fágætt bréf frá danska tímabili póstsins hér á landi 1870—72 með dönsku skild- ingafrímerki. Eru slík bréf miklu fágætari en íslenzk skildingabréf. Árið 1873 voru íslenzk skildinga- frímerki svo tekin í notkun. Hér eru sýnd ónotuð íslenzk skildinga- merki, bæði stök og í tvenndum, röðum og Qórblokkum. Sérstak- lega má benda á, að í safninu eru notuð skildingafrímerki með stimplum frá öllum þeim póststöðv- um, sem þekktust á þessu tímabili — nema einni, Strandasýslu. Hún var ekki heldur starfrækt nema fáa mánuði í lok skildingatfmans. Sum- ir þessara stimpla eru geysifágæt- ir, a.m.k. í góðu ásigkomulagi. Höfundur safnsins hefur hér sem alls staðar annars staðar, þar sem stimplar eru sýndir, freistað þess að hafa þá eins fallega og framast hefur verið unnt að ná í. Sama verður einnig sagt um þau geysi- mörgu auraumslög og bréfspjöld, sem í safninu eru, en þau eru rúm- lega hundrað. Má hér sjá allar prentanir auramerkja á stökum merkjum, en einnig á bréfum og bréfspjöldum. Sumt af þessu þekk- ist ekki eða tæplega í öðrum söfn- um, nema ef vera skyldi í skjala- söfnum okkar. Í safnið vantar vissulega enn íslenzkt skildinga- bréf og að ég hygg einungis eitt aurafrímerki á bréfi, þ.e. 5 aura blátt. En það er svo fjölmargt ann- að, sem vegur þar vel uppi á móti. Indriði sýnir einungis sýnishom af svonefndum kórónustimplum, en þar má sjá nokkra, sem fá söfn geta hreykt sér af, svo sem SELJALAND. Þeir eru ekki marg- ir, sem hafa áður litið hann aug- um. Þá eru erlendu stimplamir, sem Indriði hefur dregið saman, bæði staka og á bréfu og spjöldum, ekkert trys. Safni sínu lýkur Indr- iði svo með yfirprentununum þrír og í GILDI —02 ------03 á gömlu auramerkin, en þær em í reynd alveg sérstakur kafli í frímerkja- sögu okkar. — Margt fleira mætti segja um þetta fallega safn, en þetta ætti að nægja hér. Ég vona einungis, að Indriði gefi okkur kost á að sjá safnið sem oftast á sýningum hérlendis sem erlendis. Þá á safnið tvímælalaust brýnt erindi á alþjóðafrímerkjasýningar, svo að frímerkjasafnarar og dóm- arar um allan heim eigi þess kost að njóta sömu ánægju og við. Hér verður hætt að þessu sinni og þráðurinn tekinn fljótlega upp aftur. Á EYJU í HEITTEMPRAÐA BELTINU Mikllr tekjHBiögnleikar. Ahigavert starl í góðu andrúmsiotti og oð ouki 6 mónaða dvöl í útlöndum, er það sem við bjóðum. Þú þorft að vera félagslynd/ur og ókveðin/n í oð nó órongri - og tala ensku og/eða skand- inavisku. Pörum er velkomið oð sækjo um. Aldur 25-45 óra. Hringdu í okkur i dog og við hringjum til boko óður en þér gefst timi til oð finna sólgleraugun. Sími 90 351 91 934334 Geggjaðii; dagan Boltamanninum rTTTT 41 i h i {i i 271 nýtt bílastœði í miðborginnil t Stuðlum að eðlilegri þróun borgarsamfélags. Bœtum umferðar- menningu - notum bílhýsin. - OKEYPIS ALLAN JOLAMÁNUÐINN. Þann 1. desember opnum við nýtt bílhýsi í miðborginni. Með tilkomu þessa húss að Hverfisgötu 20 (gegnt Þjóðleik- húsinu) eru bílhýsin í miðborginni orðin 5 talsins með samtals 835 stæðum. Allt frá Ægisgötu í vestur að Vitastíg í austur er nú aðeins hámark þriggja mínútna gangur í næsta bílhýsi eða vaktað stæði. BILASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.