Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 7 Verjendur í málningarfötumálinu segja drátt málsins slikan að refsing yrði andstæð mannréttindasáttmála Stærsta og alvarlegasta mál sinnar tegundar segir sækjandi MÁLNINGARFÖTUMÁLIÐ svokallaða var tekið til dóms í gær eftir málflutning fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Egill Stephensen, saksókn- ari, sagði það stærsta og alvarlegasta sakamál sinnar tegundar sem komið hefði til kasta íslenskra dómstóla einkum vegna þess hve þaul- skipulögð brotastarfsemi sakborninganna tveggja hefði verið. Fíkni- efnainnflutningurinn hafi verið fullt starf beggja í allt að því tvö ár og hagnaðurinn numið milljónum. Veijendurnir, Gísli Gíslason, hdl, og Jón Magnússon, hrl, krefjast sýknu af kröfum ákæruvaldsins en jafnvel þótt dómurinn telji mennina seka verði þeim ekki gerð refsing þar sem meðferð málsins hafi dregist svo úr hömlu að andstætt sé 1. mgr. 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu, sem geri að verkum að hugsanleg brot sem á mennina sannist beri að telja refsilaus. . Egill Stephensen rakti í sóknar- ræðu sinni að mennirnir, Hallgrímur Ævar Másson og Stefán Einarsson, hefðu verið handteknir eftir að mjög umfangsmikil rannsókn, sem staðið hafði í rúmt ár, hafði leitt í ljós stór- felldan innflutning þeirra á hassi til landsins. Mennimir eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til landsins 67-70 kg. af hassi frá því um áramót 1985 til nóvember 1987 er þeir voru hand- teknir og fyrir að hafa dreift allt að 56 kg. af efninu, einkum fyrir milli- göngu ákveðinnar konu. Egill Steph- ensen rakti ítarlega sögu málsins og rannsóknarinnar hér og erlendis. Egill benti á að ýmsir aðilar er- lendis hefðu borið um ferðir ákærða Stefáns Einarssonar erlendis á þeim tímum sem kæmi heim og saman við að tengst gætu þeim níu ferðum sem talið er að hass hafi verið sent til landsins í málningu. Hann hefði sést hafa undir höndum og í bíl sínum erlendis kassa þá sem í ljós kom að innihéldu hasssendingar. Þá rakti Egill að á öllum stigum hefðu mennirnir lagt mikla á herslu á Ieynd, leigt herbergi undir fölskum nöfnum, flutt inn varning í nafni manns sem búið hafði erlendis í 17 ár, og á allan hátt borið sig þannig að erfitt yrði að ná heildarmynd af umfangi starfseminnar. Sækjandinn sagði að ákæra á mennina fengi stoð í endurteknum játningum þeirra fyrir lögreglu og sakadómi í Ávana- og fíkniefnamál- um. Þessar játningar væru marktæk- ar andstætt fráhvarfi ákærðu frá þeim fyrir héraðsdómi og tilhæfu- lausum ásökunum þeirra í garð lög- reglu um þrýsting og hótanir í gæslu- varðahaldi. Sækjandi kvaðst telja að framburður lögreglumanna sem unnu að rannsókninni fyrir dómi hefði eytt vafa sem verið hefði um einstök atriði, styrkt rannsóknina, sýnt fram á að hún hefði verið unn- in með eðlilegum hætti og í samræmi við lög. Þessar ásakanir ákærðu væru jafnlítið marktækar og aðrar algengar viðbárur brotamanna sem setið hefðu í gæsluvarðhaldi og í al- gjöru ósamræmi við gögn málsins. Þá sagði hann ákærða Hallgrím gera óþarflega lítið úr eigin hlut þegar hann lýst sjálfum sér sem viljalausu verkfæri Stefáns Einarssonar. Þótt ýmislegt benti til að Stefán hefði átt stærri þátt í skipulagningu brotanna hefði Hallgrímur ljáð því samþykki sitt með verkum sínum og mennirnir hefðu haft fullkomin verkskipti um aðild sína að málinu. Loks vék sækjandinn að þeim drætti sem orðið hefði á meðferð málsins og ákærðu ættu enga sök á. Hann kvaðst telja dráttinn óhæfi- legan og að þá staðreynd ætti að virða ákærðu til hagsbóta við ákvörð- un refsingar en hins vegar leiddi það ekki til sýknu enda þyrfti þegar meta ætti áhrif slíks á úrslit máls að meta eðli málsins og þá hags- muni sem brot hefði beinst gegn. Hér væri um stórfellt brot gegn mikl- um hagsmunum að ræða. Gísli Gíslason, hdl, veijandi Hall- gríms Ævars Mássonar, krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn. Hann sagði að allur sá dráttur sem orðið hefði á meðferð málsins væri brot á Mannréttindasáttmála Evrópu og ætti að leiða til þess að skjólstæðingi sínum yrði ekki dæmd refsing jafn- vel þótt dómurinn teldi sök sannaða. Hann kvaðst telja að ekki yrði byggt á yfirheyrslum lögreglu í mál- inu. Yafasamt væri að brot þau sem mönnunum væru gefín að sök teljist sönnuð og þann vafa bæri að virða honum í hag. Hann sagði að skjól- stæðingur sinn hefði játað á sig hluta þess sem honum væri gefíð að sök, þ.e.a.s dreifíngu á allt að 10 kg. af hassi til tveggjá kaupenda eftir að hafa í upphafí látið tilleiðast að taka þátt í gjaldeyrisbraski með Stefáni, sem hefði skipulagt brotastarfsemi þeirra á öllum stigutn og hefði leitt Hallgrím í þau afbrot sem hann hefði gerst sekur um í málinu enda haft á honum tangarhald. Þá sagði lögmaðurinn að það magn af hassi sem ákært væri fyrir innflutning á ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Eðlilegt væri að komast að þeirfi niðurstöðu að rétt tala væri um 18 kg af hassi. 10,7 hefði verið lagt hald á við handtöku, en staðfesta mætti magnið að öðru leyti með samanburði við dóma yfír þeim tveimur aðilum sem dæmdir hefðu verið fyrir dreifíngu efnanna. Kona, sem í ákæru í þessu máli sé talin hafa dreift 51-54 kg. af hassi, hafí verið dæmd fyrir dreifingu á 6,5 kg. af hassi frá skjólstæðingu sínum og maður sem í ákæru væri sagður hafa keypt 2 kg. hefði fengið dóm fyrir viðskipti með 1 kg. í þessu sambandi rakti lögmaður- inn að eftirlit lögreglu með Hallgrími og Stefáni hefði hafíst um það bil einu ári fyrir handtöku og með ólík- indum væri ef tveimur mönnum sem væru undir sérstöku eftirliti fíkni- efnalögreglu tækist að flytja inn á þessum tíma allt að 60 kg. af hassi án þess að þess yrði vart hjá lög- reglu með beinum eða óbeinum hætti í auknu magni fíkniefna í umferð. Hann rakti að telja bæri lögreglu- mann þann sem annast hefði yfír- heyrslur yfir skjólstæðingi sínum og hefði ávallt yfírheyrt hann án við- staddra votta, vanhæfan vegna tengsla við fyrrgreinda konu sem dæmd hefur verið fyrir aðild að því. Hann rakti að auðvelt væri fyrir lög- reglu að veijast ásökunum um að óeðlilega væri staðið að yfirheyrslum sem vottar væru ekki að. Lögreglan gæti ávallt haft vott viðstaddan eða ella tekið upp á band allar yfírheyrls- ur. Tímabært væri að dómstólar sendu lögreglu slík skilaboð. Loks rakti lögmaðurinn dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem refsidómar hafa verið ómerktir vegna dráttar á meðferð þeirra og rökstuddi út frá því og áhrifum ný- legra dóma Mannréttidnadómstólsins á niðurstöður Hæstaréttar í ýmsum málum að jafnvel þótt dómurinn teldi skjólstæðing sinn sekan væri ekki unnt að dæma hann til refsingar fyrir þátt sinn í málinu án þess að slík sakfelling yrði andstæð Mann- réttindasáttmálanum. Jón Magnússon hrl, veijandi Stef- áns Einarssonar, krafðist einnig sýknu fyrir skjólstæðing sinn sem hafí staðfastlega neitað ákæruatrið- um ávallt þegar hann hefði borið um þau fyrir dómi. Hann hafi ávallt neit- að vitneskju um aðild að innflutningi fíkniefna þótt hann hefði í eitt skipti haft milligöiigu um að koma send- ingu til fyrirtækis Hallgríms Ævars í skip. Lögmaðurinn mótmælti að skjólstæðingur sinn gæti talist inn- flytjandi fíkniefna því sendingarnar hefðu verið fluttar inn af fyrirtækjum Hallgríms Ævars og benti lögmaður- inn á að þrátt fyrir að lögregla hefði elt skjólstæðing sinn á ferðum hans erlendis og fengið til þess aðstoð erlendra lögreglumanna hefði ekkert sannast á hann um kaup eða með- höndlum eins einasta gramms af fíkniefnum. Þá sagði lögmaðurinn að jafnvel þótt talið yrði að faera mætti rök að því að ýmis gjaldeyris- viðskipti og utanlandsferðir skjól- stæðings og einkaneysla hans væri grunsamleg leiddi það ekki til þess að álykta mætti að eina skýringin væri fíkniefnamisferli. Ákæruvaldið yrði að sanna^sekt en því hefði ekki tekist það fyrir dómi. Lögmaðurinn vísaði á bug tilraun- um veijanda meðákærða til að láta líta svo út að Stefán hefði verið höf- uðpaur og skipuleggjandi afbrota- starfsemi. Lögmaðurinn gerði loks grein fyrir því hvers vegna hann teldi að ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og niðurstaða Mannréttinda- dómstólsins í málum sem dregist hefðu úr hömlu í meðferð réttarkerfa Evrópuríkja ætti að leiða til þess að ákærðu yrðu ekki dæmdir til refsing- ar í máli þessu. Óþarfur dráttur árum saman eins og hér væri um að ræða ætti að leiða til sýknu án tillits til þess hvort sakarefni væri mikið eða lítið. Sverrir Einarsson héraðsdómari lýsti því yfir er hann tók málið til dóms að loknum málflutningi að dóms væri að vænta um miðjan desember- mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.