Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ANDRÉSPÉTURSSON,
Smáraf löt 41,
Garðabæ,
lést sunnudaginn 22. nóvember.
Svanhvít Reynisdóttir,
Magnús Andrésson, Þórdís Eiriksdóttir,
Sverrir Andrésson,
Margrét Andrésdóttir,
Pétur Andrésson,
Ingibjörg Andrésdóttir,
og barnabörn.
Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Sigurjón Leifsson,
Bergþóra Hákonardóttir,
Björn Björnsson
t
Elskulegur sonur minn, bróðir og móðurbróðir,
INDRIÐI EINARSSON,
lést 21. nóvember á Möltu.
Stella Jóhannsdóttir,
Arndís Einarsdóttir,
Einar Vilhjálmsson.
t
ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON
vélstjóri,
Laugavegi 35,
Siglufirði,
andaðist i Landspítalanum 22. nóvember.
Margrét Árnadóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.
+
Sonur minn.
SKÆRINGUR EYDAL SIGURÞÓRSSON
frá Rauðafeili,
Reykjabraut 8,
Þoriákshöfn,
lést 10. nóvember sl. Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aöstandenda,
Sigurþór Skæringsson.
+
Fósturmóðir mín og frænka okkar,
ANNA EGGERTSDÓTTIR
frá Sauðadalsá,
verður jarðsungin frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 26. nóv-
ember kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti Krabbameinsfélagið njóta
þess.
Fyrir hönd systkina hinnar látnu og annarra vandamanna,
Sólveig Sigurbjörnsdóttir,
Kristin María Jónsdóttir,
Eggert Karlsson,
Guðmunda Eggertsdóttir.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
AXEL ÞORKELSSON,
Unufelli 31,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn
25. nóvember, kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jóhanna Axelsdóttir, Kristján Ingimundarson,
Axel Axelsson, Eva Pétursdóttir,
Valdimar Axelsson, Anna Ágústsdóttir,
Tryggvi Axelsson, Ingibjörg Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar og amma,
HERDÍS SIGFÚSDÓTTIR
GUSTAFSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
miðvikudaginn 25. nóvemberkl. 10.30.
Davið Pétursson,
Linda Gustafson,
John Gustafson,
Ólöf Klemensdóttir,
Þórunn Halldórsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir.
Minning
Ragnar Jónsson
frá Amanesi
Fæddur 26. apríl 1905
Dáinn 16. nóvember 1992
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V,. Briem)
Ragnar fæddist í Árnanesi í
Hornafirði. Foreldrar hans voru þau
hjónin Jón Benediktsson og Guðrún
Amadóttir. Jón var tvíkvæntur.
Fyrri konu sína, Guðnýju Stefáns-
dóttur, missti hann, en þau eignuð-
ust tvo syni, en þau Guðrún eignuð-
ust 10 böm sem upp komust og var
Ragnar þeirra langyngstur. A lífi
er nú aðeins Steinunn. Forfeður Jóns
Benediktssonar bjuggu mann fram
af manni í Ámanesi. Guðrún Áma:
dóttir var frá Holtum á Mýmm. í
föðurætt má rekja ættir hennar að
Skálafelli og Hofi í Öræfum. Langa-
langafi hennar var eldpresturinn Jón
Steingrímsson.
Ámanes var um langa hríð í
bændaeign og oftast setin tveim
bændum. Hornafjörður var áður fyrr
matarbúr byggðarlagsins. Á sumr-
um gekk í hann lúra og silungur,
æður og kría urpu í eyjar. í fjörðinn
gekk selur, hnísa, hákarl og hvalur
og á vetrum fyllti fjörðinn af síli sem
þorskur fylgdi á eftir. Jón Benedikts-
son bjó í Ámanesi í 42 ár, en hann
lést árið 1929, en Guðrún kona hans
árið 1953.
Jón og synir hans, Vilmundur,
Guðjón og Páll voru frumkvöðlar í
ræktun hrossa í Homafirði í upp-
hafi þessarar aldar.
Ég skynjaði strax þessi sterku
áhrif frá náttúrunni, fljótinu og dýr-
unum er ég kom til Hornafjarðar í
fyrsta sinn. Hann fóstri minn hafði
varðveitt sveitina sína innan í sér og
í sálinni. Það var sérstakt bragð af
silungnum, fegurð ijalla og jökla
engu lík, mýkt og gangur hestanna
hans var öðruvísi. Fólkið og dýrin
komu úr sömu uppsprettu jarðarinn-
ar.
Hann fóstri minn var einstakt ljúf-
menni. Hann og hans fólk var bros-
milt og kímni augnanna sérstök en
fyrir innan var alvara og viðkvæmni.
Erfidrykkjur
(iláísileg liíiffi-
ÍiladlMirð íiiffegir
salir og mjog
g(Wl þjónusia.
llpplýsingár
í síina 2 23 22
0
FLUGLEIDIR
Fólk af hans kynslóð byijaði
snemma að vinna fyrir sér. Eiginleg
skólaganga var ekki fyrir hendi.
Farkennarar komu á heimilin og
uppfræddu bömin. Það var allt og
sumt, þótt hugurinn stefndi annars
til mennta.
Hann fór ungur að heiman og fór
til sjós og var á ýmsum verstöðvum.
Hann pabbi kunni líka frá ýmsu
að segja þegar við vorum að fara
hringveginn og á marga staði hafði
hann einmitt komið frá sjó. Hann
var ákaflega vandvirkur og verklag-
inn og hefði gjaman viljað læra ein-
hvetja iðn. En eftir að hann settist
að í Reykjavík vann hann ýmsa
verkamannavinnu. Hann vann lengi
hjá Eimskip og síðar í bygginga-
vinnu hjá Þórði Jasonarsyni, og voru
þeir mjög góðir félagar. Þeir fóru
líka margar eftirminnilegar ferðir
vestur á Snæfellsnes.
Ég kynntist honum ekki fyrr en
hann er kominn um fertugt er hann
tekur mig að sér rúmlega árs gamla.
Þá hafði minn elskulegi Ragnar
þremur árum áður, 1943, gengið að
eiga föðursystur mína, Margréti
Guðjónsdóttur frá Eyrarbakka.
Sjálft uppeldið kom kannski meira
í hlut mömmu en pabba vegna þess
hve vinnudagur hans var langur og
oft vann hann um helgar. Aftur á
móti var hann mér ómetanlegur fé-
lagi. Hann hafði óskaplega gaman
af bömum og var alltaf tilbúinn að
leika við mig eða spila, hvort heldur
á spil eða tefla. Hann hafði yndi af
lestri góðra bóka og íslendingasög-
umar las hann aftur og aftur, og
fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum
innlendum sem erlendum.
Ragnar var sjálfum sér nógur.
Hafði gaman af að ferðast enda fór-
um við þijú í margar ferðir bæði í
Homafjörðinn eftir að hringvegurinn
opnaðist og eins til útlanda nokkmm
sinnum. Þá kom menntun mín þeim
að góðu gagni þar sem ég reyndi
bæði að vera þeim góður leiðsögu-
maður og túlkur.
Allar okkar góðu stundir vil ég
nú þakka honum pabba mínum fyrir
og hvað hann vildi mér alltaf allt
hið besta.
Fyrir allmörgum ámm fékk Rag-
anr Parkinsonveiki sem smátt og
smátt dró úr þreki hans. Þannig að
1989 varð Ragnar að fara á Kumb-
aravog en 1990 komst hann á hjúkr-
unarheimilið Skjól þar sem hann lést.
Á þessum stöðum báðum eignaðist
hann marga vini bæði meðal starfs-
fólks, vistmanna og aðstandenda
þeirra. Vil ég þakka öllu þessu fólki
fyrir ómetanlegan hlýhug og lækn-
um og starfsfólki frábæra umönnun.
Megi góður Guð blessa minningu
míns elskulega fósturfoður.
Bára Brynjólfsdóttir.
Iqrrtstránt,
< Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EVA SIGURÐARDÓTTIR,
Austurbergi 20,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 24. nóv-
ember, kl. 15.00.
Sígurður Vilhjálmsson,
Ólaf ur Vilhjálmsson,
Már Vilhjálmsson,
Ari Vilhjálmsson,
tengdabörn og barnabörn.
Samtímis deyja
ekki sumarsins grös og iauf.
Allt deyr
að eigin hætti.
Alit deyr
en óviss er dauðans tími.
(Hannes Pétursson.)
Er vetur gengur í garð með
skammdegi og kulda er lífi gamals
manns lokið. Það hófst á björtu vori,
á sumardaginn fyrsta 26. apríl 1905.
Þá fæddist Ragnar Jónsson í Áma-
nesj í Nesjahreppi.
Ég var ekki margra daga gömul
þegar ég kom fyrst í heimsókn til
Ragnars og konu hans Margrétar
Guðjónsdóttur frá Litlu-Háeyri, Eyr-
arbakka. Þau bjuggu þá á Eiríks-
götu 35 og var stutt fyrir mömmu
að fara til systur sinnar beint af
Landspítalanum, með frumburðinn.
Hjá Grétu og Ragga var bömum
ekki í kot vísað. Eg var ekki há í
loftinu þegar ég vissi hvem ég átti
að leita uppi þegar farið var til
þeirra. „Aggalá" átti alltaf „gotti-
lakk“ handa Völu. Ragnar varðveitti
sitt barnshjarta og vissi hvað litlum
krökkum þótti gott og var alltaf til-
búinn í leik.
Þeim Ragnari og Margréti varð
sjálfum ekki bama auðið en tóku í
fóstur bróðurdóttur Grétu, Bám
Brynjólfsdóttur, og umhyggja þeirra
fyrir henni var ætíð eins og hún
væri þeirra einkadóttir. Þá um-
hyggju hefur Bára endurgoldið for-
eldrum sínum, fyrst Margréti í henn-
ar veikindum en hún lést árið 1989
og nú Ragnari, en hann hafði átt
við erfíða heilsu að stríða allmörg
undanfarin ár.
Um 1962 festu Gréta og Ragnar
kaup á nýrri íbúð í Hvassaleiti, í
sama húsi og foreldrar mínir. Uppfrá
því varð ætíð mikill samgangur á
miili þessara tveggja fjölskyldna.
Þegar við Pálmar fluttum svo í sama
hús áratugum síðar, tóku Gréta og
Ragnar að sér hlutverk „dagömmu
og dagafa". Þau gættu Sigurðar
sonar míns frá þriggja mánaða aldri
og þegar Sigríður bættist við var
líka pláss fyrir hana. Vom Gréta og
Ragnar þá „komin á aldur“ eins og
sagt er og hætt að vinna úti. Þama
leið krökkunum vel og aldrei þurftu
foreldramir að hafa áhyggjur af
þeim. Þegar við komum að sækja
þau vildu þau oftast vera lengur hjá
Ragga og Grétu, og vom síðan þot-
in aftur niður eftir skamma stund.
Ef bömin báðu um eitthvað sem
okkur foreldmnum fannst óþarfi var
viðkvæðið alltaf hjá Ragga: „Æ,
leyfðu þeim það bara.“ Enda fundu
þau fljótt út hvem átti að biðja um,
t.d. að koma að spila. Þar var Raggi
í essinu sínu. Man ég eftir mörgum
jólaboðum þar sem hann var manna
fyrstur til að hvetja til þess að taka
nú eina vist.
Ragnar var hæglátur maður en
sá alltaf spaugilegu hliðarnar á
málunum og var oft ansi stríðinn.
Þau Gréta byggðu sér sumarbú-
stað upp við Vatnsenda og undi
, Ragnar sér þar hið besta á sumrin.
Þegar hann hafði misst heilsuna og
gat ekki lengur farið upp í „sumó“
var hugurinn samt þar og þráði að
komast uppeftir.
Nú fer Ragnar ekki framar upp
í sumarbústað. Við vonum að hann
verði hvíldinni feginn og þökkum
honum kærlega samfylgdina og allt
sem hann gerði fyrir þessa fjöl-
skyldu. Báru frænku sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Vala og fjölskylda.
4
i