Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 43 Hann hét fullu nafni Willy Franz Olav Arnet, en tók sér nafnið Vil- hjálmur Ríkharðsson er hann fékk íslenskan ríkisborgararétt. Hann fæddist í Rússlandi árið 1915 í bæn- um Kainsk austan Úralfjalla og var skírður í bænum Tobolsk sem stend- ur við fljótið Tobolsk. Móðir hans var Matthilde Olavssen danskrar ættar, en faðir hans var Richard Adolf Georg Arnet þýskrar prússneskrar og franskrar ættar, sútari og skinna- kaupmaður hjá Kgl. dönsku skinna- verksmiðjunum, en ástæða þess að þau dvöldu í Rússlandi var að þar var bestu skinnin að fá. Árið 1917, í nóvemberbyltingunni þegar keisaranum var steypt af stóli, flúði móðirin með son sinn frá Rúss- landi til Danmerkur, en Richard Ar- net týndist og kom ekki heim fyrr en löngu seinna. Willy ólst upp í Danmörku og líka í Þýskalandi að hluta, fetaði í fótspor föður síns og lærði sútun og varð að sögn flinkur í sínu fagi og náði víst frábærum árangri við sútun á steinbítsroði. Hann kvæntist í Danmörku danskri konu og bjuggu þau á Jótlandi þar málakunnáttu og afréð í miðri heims- styijöldinni að fara til London til enskunáms og Öðlast réttindi sem löggiltur skjalaþýðandi. Hún lét ekki sprengjuárásimar á stórborginni aftra sér. Utan hélt hún og lauk því námi sem hún hafði stefnt að. Braeð- umir Jakob og Þorsteinn fylgdust með fréttum utan úr hinum stríðs- hijáða heimi og biðu bréfa frá litlu systur, oft vikum saman. Umhyggja þeirra var mikil. Alla ævi var María mikill tónlist- amnnandi. Hún stundaði tónlist, naut hennar og samdi lög. Mörg laga Maríu hafa verið flutt opinberlega, bæði af karlakórum og einsöngvur- um. Sjaldnast birtust lög hennar undir eigin nafni; Kolbrún frá Ár- bakka er höfundur nokkurra og á unga aldri greip hún til karlnafna — taldi það vænlegra til viðurkenning- ar. í fyrravetur var lag Maríu, Litli fossinn, við ljóð Páls Ólafssonar flutt á samkomu í Lönguhlíð 3. Hún hafði þá nýyfirfarið útsetningu lagsins. Þegar heilsan fór að gefa sig sótti hún tónleika í hjólastól. Ljóðatónleik- ar voru henni hugstæðastir síðari árin, heymin hafði gefið sig og tón- amir þar skiluðu sér best. Listasýningar voru Maríu mikill fengur. Muggssýningin í Listasafni íslands var minnisstæð. Sagan að baki myndarinnar af dansmeyjunni sem hékk fyrir ofan píanóið var þá Gísli Eiríksson tók þátt í því ævin- týri að gera heiðloftið tæra og feg- urð og frelsi óbygðanna að eign og yndi íslenskra og erlendra borg- arbúa, ef þeir vilja njóta þess, og koma þeim í snertingu við ógn og unað hreggbarinna íjalla og djúpra dala. Þess minnast nú áreiðanlega margir af hlýjum hug í hans garð. Fjarri öðmm heimildum en brigð- ulu minni treysti ég mér ekki að rekja ætt og uppmna Gísla Eiríks- ■ sonar fram yfir það að Lilja móðir * hans var Skagfirðingur, systir hins þjóðkunna merkismanns, séra Sig- I urbjamar Á. Gíslasonar. Hana man * ég aldraða konu í Reykjavík og virt- ist hún bera með sér að hafa ekki Iverið físjað saman. Faðir Gísla, Ei- ríkur Kolbeinsson, var hins vegar Ámesingur, enda átti Gísli fjöl- mennan frændgarð í Hreppunum, og skulu aðeins nefnd tvö bæjar- nöfn: Stóra-Mástunga og Hamars- heiði. Foreldrar Gísla bám ekki gæfu til langra samvista, og hefur það sjálfsagt mótað uppeldi hans að einhveiju leyti, en á yngri ámm var hann alllengi hjá Bergsteini föð- urbróður sínum sem borist hafði norður á land og íslenst þar, löngum kenndur við Kaupang í Kaupangs- sveit. Frá Akureyri og úr Eyjafírði átti Gísli þess vegna margar minn- ingar frá því skeiði ævinnar sem hann ferðaðist oftar á hestum en | bílum. Eitt sumarkvöld á æskuámm mínum fyrir norðan heyrði ég hann og Stefán Steinþórsson póst rifja | upp sögur af mönnum og skepnum og mörgu öðru af þeim slóðum. Það var í kjallara lítils húss við Brekku- k götu, og dálítilli bijóstbirtu hafði verið lætt í kaffíbollana. Nú dettur mér í hug, þótt seint sé, að ekki hefði verið með öllu ónýtt að eiga þetta tveggja manna tal á segul- sem hann vann að iðn sinni og átti sitt eigið fyrirtæki. Þar eignaðist hann tvö böm, Flemming Amet, f. árið 1942, og Birgit Amet, f. 1943. Þau hjón slitu samvistir. Það var á ámnum eftir stríð sem Willy kom tij íslands til að vinna við og kenna íslendingum sútun. Þá kynntist hann Evu, þau felldu hugi saman og giftu sig. Willy vann einn- ig í mörg ár við verslun tengdaföður síns sem hét Versl. B.H. Bjamason og var búsáhaldaverslun í Aðalstræti 7. Árið 1963 var Willy svo boðið starf við sútunarverksmiðjuna á Akureyri og flutti þá öll fjölskyldan þangað og bjó þar til ársins 1968 er þau urðu fyrir því mikla áfalli að Willy veiktist er hann var í veiðitúr og lést hann í faðmi sonar síns er heim var komið langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára gamall. Flutti þá Eva með drengina sína aftur til Reykjavíkur og hóf störf í Útvegsbankanum. Því miður urðu samvistir okkar ekki eins miklar og við vildum báðar hin síðari ár, en við hugsuðum hvor til annarrar og ég hafði spurnir af „strákunum mínurn". Ég vil þakka sögð: María og vinkona - hennar bjuggu saman á Gmndarstíg. Mugg- ur var góðvinur Maríu og kom oft í heimsókn. Vetrarkvöld eitt ætluðu þær vinkonur að halda grímuball og vom ekki búnar að gera upp við sig hveiju þær skyldu skrýðast. Muggur settist þá niður og málaði tvær mynd- ir af dansmeyjum. Þetta var önnur þeirra. Þjóðmálaumræðan, jafnréttismál- in og stjómmálin — allt vakti jafnm- ikinn áhuga Maríu. Mér er minnis- stætt að hún reiddist ákvörðun borg- arstjómar Reykjavíkur um staðsetn- ingu Ráðhússins og tveir hringir vom keyrðir í kringum Tjömina til að hún gæti fullvissað sig um að mat henn- ar á rangri ákvörðun borgarstjómar væri rétt. Perlan vakti líka efaáemd- ir. En útsýnið þaðan hlyti að vera stórbrotið. Þaðn yrði að fara í vett- vangskönnun. Hin umdeilda bygging var nývígð þegar 95 ára afmæli Maríu bar upp. Hún bauð okkur tveimur vinkonum sinum til afmælis- verðar í Perlunni — útsýnið var stór- brotið! Brot minninganna em mörg. Mar- ía var lífskúnstner. Hún tókst á við lífið og enginn kunni betur en hún að mæta ellinni. Það gera eingöngu sannir listamenn. Blessuð sé minning Maríu Thor- steinssonar. Guðrún K. Þorbergsdóttir. bandi, svo fjörlegt sem mér finnst það hafa verið í endurminningunni. Sá Gísli Eiríksson sem ég kynnt- ist var víllaus maður og góðgjam. Hveiju verki sem hann tók að sér var vel borgið í hans höndum. Dugn- aður og seigla vom honum í blóð borin. Hann fékk margt að reyna á langri leið, en lét hvorki basl hvers- dagslífsins smækka sig né þung áföll ræna sig lífsgleðinni. Angur sitt og áhyggjur bar hann ekki á torg, en var lengst af glaðbeittur á svip og glettinn í orðum við vini sína og kunningja. Langt er nú síðan Gísli og Krist- ín fluttust af Hraunteignum í Boga- hlíð 20 þar sem hún á enn heimili ásamt yngri dóttur sinni. Eftir að Gísli hætti akstri og öræfaferðum mætti segja mér að æði oft hafi honum orðið hugsað út fyrir höfuð- borgarmörkin og hann hafí þá stundum getað sagt eins og Halla í þjóðsögunni: „Fagurt er á fjöllum núna!“ Oðm hveiju dvaldist hann þá sér til ánægju og tilbreytingar norður 5 Reykjadal hjá dóttur sinni eða í sumarbústaðnum í landi Ásólf- staða þar sem tijáplöntumar sem hann gróðursetti setja æ meiri svip á umhverfið og Heklutindur blasir við og sýnist furðu nærri þegar gott er skyggni. Síðasta árið var Gísla Eiríkssyni erfitt vegna heilsubrests, enda gat hann þá ekki lengur verið heima. Nú þegar hann er allur og hafin sú eina ferð sem ráðin er frá upphafi fylgja honum þakkir og kveðjur margra sem lengur eða skemur urðu honum samferða á lífsleiðinni. Krist- ínu frænku minni, börnum þeirra öllum, bróður Gísla og öðmm sem honum stóðu nærri votta ég samúð mína úr fjarlægð. Hjörtur Pálsson. henni samfylgdina. Blessuð sé minnig hennar. Ég votta ykkur, elsku Siggi, Olav, Már, Ari og Eva litla og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskor- in. Hann er brauð þitt og arineld- ur. Þú kemur til hans svangur og • í leit að friði. (Kahlil Gibran.) Sigríður Kristjánsdóttir. Með nokkmm orðum langar mig til að minnast ömmu minnar, Evu Sigurðardóttur. Alltaf var gott að hitta ömmu og vera nálægt henni. Þegar við Harpa systir komum í heimsókn til hennar vomm við miðja alheimsins sem hún snerist í kringum. Það var sama hvað hún var að fást við, alltaf lagði hún það til hliðar og gaf okkur alla sína athygli. Hún málaði með okkur mjmdir, málaði á okkur neglumar og við fengum að skreyta ökkur með skartgripunum hennar. Meira að segja fengum við að handfjatla brot- hætta skrautmuni og vegna óendan- legs trausts hennar á okkur skemmdu klaufskar krakkahendur aldrei neitt. Allt sem við bjuggum til handa henni hengdi hún upp og dáðist að, þannig að okkur fannst við vera hin- ir mestu listamenn og uxum í eigin augum. Þegar ég svo saumaði púða í skólanum í fyrravetur saumaði ég stórt E í hann, því ég vissi að henni myndi þykja vænt um að fá hann frá mér. Sjálf var amma listamaður í sér og kom það best í ljós í fatasaumi. Öll fötin sem hún saumaði á okkur systur þegar við vorum litlar voru meistaraverk og hátískuvara. Hún L gat fundið frumlegustu efni og sett saman af mikilli smekkvísi. Ef hún saumaði útigalla fylgdi honum a.m.k. taska og húfa í stíl, jafnvel vettling- ar og allt var einstaklega vandað og mikið í það lagt. Já, amma var dug- leg kona og listræn. Mikið var erfitt fyrir hana að horfast í augu við tilver- una þegar kraftamir minnkuðu og hún gat ekki sinnt áhugamálum sín- um eins og hún vildi. Síðustu tvö árin kom hún heim til okkar systra einu sinni í viku og sat hjá okkur kvöldstund á meðan mamma skrapp út. Ekki kveikti hún á sjónvarpinu, heldur spjallaði við okkur eða las fyrir okkur og kenndi okkur bænir. Ég vil fyrir mína hönd, Hörpu systur og mömmu, Hjördísar Fenger, þakka ömmu fyrir samfylgdina í líf- inu. Blessuð sé minning hennar. Vaka Másdóttir. |V«L V. HAYMAN BEVERLY HILLS snyrtivörulínan er komin til íslnnds ■BfVfRIV HlffS' PERFUME • MRKE-UP • SHIN CRRE • BRTH Heiðar Jónsson kynnir Gale Hayman í snyrtivöruversluninni Spés, Háaleitisbraut, fdag milli kl. 14og18. Reykjavik: Spés, Hóaleitisbraut. Tískuhús Heiöars lónssonar, Vesfurgötu, kynning 26. nóv. kl. 14-18. Garöabær: Snyrtihöllin, kynning 3. des. kl. 14-18. 6 íi S vr í;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.