Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992
53
VELVAKANDI
0
Islenskukennsla í
Ungverjalandi
Hjalti Kristgeirsson:
í Morgunblaðinu hafa tvívegis
nú í ár birst litlar fréttaklausur
um íslenskukennslu við Háskól-
ann í Búdapest (almenna háskól-
ann sem kenndur er við Lórand
Eötvös). í fyrra skiptið, 7. maí í
vor, var beinlínis sagt að nú færi
í fyrsta sinn fram kennsla í ís-
lensku í Ungverjalandi; í síðara
skiptið, 17. nóvember í haust,
birtist frétt um þessa virðingar-
verðu málakennslu með myndum
af kennaranum István Schiitz og
nemendum hans. Ég vildi biðja
blaðið fyrir nokkur orð til leið-
réttingar og fyllingar.
Sem betur fer eru íslensk fræði
ekki jafn óþekkt í Ungveijalandi
og ætla mætti af fyrmefndum
fréttaklausum. Sannleikurinn er
sá að kennsla í íslenskri tungu
og um íslenskar bókmenntir og
menningarsögu hefir staðið
nokkuð óslitið við þennan há-
skóla í Búdapest frá því á sjö-
unda áratugnum. Fremstur í því
starfí að kynna íslensk fræði
meðal Ungvetja er þýðandinn og
bókmenntafræðingurinn István
Bernáth sem mörgum íslending-
um er að góðu kunnur. Á útmán-
uðum 1990 kom ég í kennslu-
stofu Eötvös-háskólans þar sem
einmitt István Bermáth var að
fræða fólk um uppbyggingu ís-
lenskrar tungu, og þar voru
staddir ótrúlega margir áhuga-
samir nemendur, ég held einir
tíu-tólf. Því miður á ég enga ljós-
mynd til sannindamerkis.
Ég hef ekki sjálfur hitt István
Schiitz en það orð fer af honum
að hann sé óvenju glúrinn mála-
maður af lítt skólagengnum
manni að vera; ég veit ekki betur
en eintak íslensku orðsifjabókar-
innar sem ég hafði með mér til
Búdapestar í fyrra hafí lent hjá
honum; ég vona hún komi sér
vel fyrir hann. En fyrst og fremst
held ég að hann njóti þess að
István Bermáth hefír rutt ís-
lenskum fræðum braut í Ung-
verjalandi: með kennslu og há-
skólafyrirlestrum, með óþrotleg-
um greinaskrifum og ritgerðum
um íslenska menningarsögu, með
útvarps- og , sjónvarpsefni um
ísland, en ekki síst með viður-
kenndum þýðingum ýmissa
helstu verka íslenskra bók-
mennta, fomra og nýrra, á ung-
verska tungu.
íslandsáhugafólki í Ungverja-
landi fer nú fjölgandi og það
hefír stofnað fleiri en eitt félag
til að sinna áhugamáli sínu.
Ástæða er til að óska þeim vel-
farnaðar sem úr fjarlægð sjá
ísland í björtum hillingum vona
og drauma; það getur yljað okk-
ur og lýst upp sálarkirnuna þeg-
ar köld árstíð og dimm fer í
hönd hér á norðurslóðum.
HÚSGANGUR
Laufey Júlíusdóttir:
Kannast einhver við gamlan
húsgang sem byijar þannig:
„Karlmans hönd og konuhné"?
Ég er ekki viss um að ég hafí
vísuna rétta og bið þá sem kann-
ast við hana að hafa samband í
síma 38732
HANSKI
Svartur vinstri handar leður-
hanski með hvítu fóðri tapaðist
aðfaranótt miðvikudags, trúlega
á bílastæðinu í Engjaseli.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 72457.
ÚR
Silfurlitað úr fannst nálægt
tónlistarskólanum í Garðabæ.
Upplýsingar í síma 656667 eftir
kl. 17.
EKKITÁLBEITA
Elís G. Þorsteinsson
Samkvæmt frásögn Morgun-
blaðsins 19. nóvember vitnar
veijandinn í kókaínmálinu í sög-
una um góða dátann Sveijk þar
sem hann segir „tálbeitu" hafa
setið um að fá kráargesti til að
segja eitthvað ólöglegt um Ferd-
inand erkihertoga og Frans Jósef
keisara. Viðkomandi persóna er
kynnt til sögunnar sem lögreglu-
maður og gengir hvergi hlutverki
tálbeitu. Líking þessi á því alls
ekki við.
GULLHRINGUR
Gullhringur hefur tapast í síð-
ustu viku. Hringurinn er með
þremur táknum og munstraður
að utanverðu en innan í hann
er grafið númerið 688. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 75485.
Pennavinir
Tólf ára þýsk stúlka vill skrifast
á stúlkur á svipuðu reki:
Maike Wildt,
Beckstrasse 11,
4400 Munster,
Germany.
Frá Ghana skrifar 27 ára kona
með áhuga á íþróttum, tónlist, úti-
vist, ferðalögum og matargerð:
Sara A. Quansah,
c/o Mr. Adu,
P.O. Box 330,
Accra,
Ghana.
Tékknesk 22 ára gift kona með
áhuga á tónlist, íþróttum og bóka-
lestri:
Ivana Nozickova,
2 Podeste 1865,
Ostrava-Poruba,
70800,
Czechoslovakia.
Sautján ára fínnsk stúlka með
áhuga á bréfaskriftum, tónlist og
hundum:
Johanna Makela,
Kaskistentie,
FI-64700 Teuva,
Finland.
LEIÐRÉTTING
Ekki tálbeita
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
á sunnudag um handtöku eigenda
sölutums á Rauðarárstíg skal tekið
fram að lögreglan notaði ekki tál-
beitu í aðgerðinni eins og skilja
mátti á fréttinni. Þar segir að óein-
kennisklæddur lögreglumaður hafí
keypt áfengi í sölutuminum og síð-
an hafí eigandinn verið handtekinn.
Er beðist velvirðingar á þessu.
S
820 FERMETRAR
Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði.
Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar.
Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til
15 ára, afborgunarlaus í 2 ár.
Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj.
Nánari upplýsingar í síma 812300.
KAUPMIDLUN
LÖGGILD FASTEIGNA-, SKIPA- OG FIRMASALA
AUSTURSTRÆTI17-SÍMI62 17 00
SALA: PÉTUR H. BJÖRNSSON. LÖGMAÐUR: RÓBERT ÁRNI HREIÐARSSON.
Opið laugardag kl. 10-14
Sýnishorn úr söluskrá:
Heildverslun með leikföng og tómstundavöru.
Mikil velta. Besti sölutíminn framundan.
Leikfangaverslun í Reykjavík, mjög þekkt, með útibú í
Borgarkringlunni. Mikil velta framundan.
Matvöruverslun í austurborginni með góða veltu.
Mjög vel skipulögð og með góða afkomu.
Efnalaug með nýlegum tækjum í vaxandi hverfi.
Vaxandi velta. Miklir möguleikar.
Myndbandaleiga - söluturn - skyndibitastaður - allt í
senn. Nætursöluleyfi. - Fallegar innréttingar.
Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá
Meim en þú geturímyndað þér!