Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 53 VELVAKANDI 0 Islenskukennsla í Ungverjalandi Hjalti Kristgeirsson: í Morgunblaðinu hafa tvívegis nú í ár birst litlar fréttaklausur um íslenskukennslu við Háskól- ann í Búdapest (almenna háskól- ann sem kenndur er við Lórand Eötvös). í fyrra skiptið, 7. maí í vor, var beinlínis sagt að nú færi í fyrsta sinn fram kennsla í ís- lensku í Ungverjalandi; í síðara skiptið, 17. nóvember í haust, birtist frétt um þessa virðingar- verðu málakennslu með myndum af kennaranum István Schiitz og nemendum hans. Ég vildi biðja blaðið fyrir nokkur orð til leið- réttingar og fyllingar. Sem betur fer eru íslensk fræði ekki jafn óþekkt í Ungveijalandi og ætla mætti af fyrmefndum fréttaklausum. Sannleikurinn er sá að kennsla í íslenskri tungu og um íslenskar bókmenntir og menningarsögu hefir staðið nokkuð óslitið við þennan há- skóla í Búdapest frá því á sjö- unda áratugnum. Fremstur í því starfí að kynna íslensk fræði meðal Ungvetja er þýðandinn og bókmenntafræðingurinn István Bernáth sem mörgum íslending- um er að góðu kunnur. Á útmán- uðum 1990 kom ég í kennslu- stofu Eötvös-háskólans þar sem einmitt István Bermáth var að fræða fólk um uppbyggingu ís- lenskrar tungu, og þar voru staddir ótrúlega margir áhuga- samir nemendur, ég held einir tíu-tólf. Því miður á ég enga ljós- mynd til sannindamerkis. Ég hef ekki sjálfur hitt István Schiitz en það orð fer af honum að hann sé óvenju glúrinn mála- maður af lítt skólagengnum manni að vera; ég veit ekki betur en eintak íslensku orðsifjabókar- innar sem ég hafði með mér til Búdapestar í fyrra hafí lent hjá honum; ég vona hún komi sér vel fyrir hann. En fyrst og fremst held ég að hann njóti þess að István Bermáth hefír rutt ís- lenskum fræðum braut í Ung- verjalandi: með kennslu og há- skólafyrirlestrum, með óþrotleg- um greinaskrifum og ritgerðum um íslenska menningarsögu, með útvarps- og , sjónvarpsefni um ísland, en ekki síst með viður- kenndum þýðingum ýmissa helstu verka íslenskra bók- mennta, fomra og nýrra, á ung- verska tungu. íslandsáhugafólki í Ungverja- landi fer nú fjölgandi og það hefír stofnað fleiri en eitt félag til að sinna áhugamáli sínu. Ástæða er til að óska þeim vel- farnaðar sem úr fjarlægð sjá ísland í björtum hillingum vona og drauma; það getur yljað okk- ur og lýst upp sálarkirnuna þeg- ar köld árstíð og dimm fer í hönd hér á norðurslóðum. HÚSGANGUR Laufey Júlíusdóttir: Kannast einhver við gamlan húsgang sem byijar þannig: „Karlmans hönd og konuhné"? Ég er ekki viss um að ég hafí vísuna rétta og bið þá sem kann- ast við hana að hafa samband í síma 38732 HANSKI Svartur vinstri handar leður- hanski með hvítu fóðri tapaðist aðfaranótt miðvikudags, trúlega á bílastæðinu í Engjaseli. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 72457. ÚR Silfurlitað úr fannst nálægt tónlistarskólanum í Garðabæ. Upplýsingar í síma 656667 eftir kl. 17. EKKITÁLBEITA Elís G. Þorsteinsson Samkvæmt frásögn Morgun- blaðsins 19. nóvember vitnar veijandinn í kókaínmálinu í sög- una um góða dátann Sveijk þar sem hann segir „tálbeitu" hafa setið um að fá kráargesti til að segja eitthvað ólöglegt um Ferd- inand erkihertoga og Frans Jósef keisara. Viðkomandi persóna er kynnt til sögunnar sem lögreglu- maður og gengir hvergi hlutverki tálbeitu. Líking þessi á því alls ekki við. GULLHRINGUR Gullhringur hefur tapast í síð- ustu viku. Hringurinn er með þremur táknum og munstraður að utanverðu en innan í hann er grafið númerið 688. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 75485. Pennavinir Tólf ára þýsk stúlka vill skrifast á stúlkur á svipuðu reki: Maike Wildt, Beckstrasse 11, 4400 Munster, Germany. Frá Ghana skrifar 27 ára kona með áhuga á íþróttum, tónlist, úti- vist, ferðalögum og matargerð: Sara A. Quansah, c/o Mr. Adu, P.O. Box 330, Accra, Ghana. Tékknesk 22 ára gift kona með áhuga á tónlist, íþróttum og bóka- lestri: Ivana Nozickova, 2 Podeste 1865, Ostrava-Poruba, 70800, Czechoslovakia. Sautján ára fínnsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum, tónlist og hundum: Johanna Makela, Kaskistentie, FI-64700 Teuva, Finland. LEIÐRÉTTING Ekki tálbeita VEGNA fréttar í Morgunblaðinu á sunnudag um handtöku eigenda sölutums á Rauðarárstíg skal tekið fram að lögreglan notaði ekki tál- beitu í aðgerðinni eins og skilja mátti á fréttinni. Þar segir að óein- kennisklæddur lögreglumaður hafí keypt áfengi í sölutuminum og síð- an hafí eigandinn verið handtekinn. Er beðist velvirðingar á þessu. S 820 FERMETRAR Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði. Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar. Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til 15 ára, afborgunarlaus í 2 ár. Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj. Nánari upplýsingar í síma 812300. KAUPMIDLUN LÖGGILD FASTEIGNA-, SKIPA- OG FIRMASALA AUSTURSTRÆTI17-SÍMI62 17 00 SALA: PÉTUR H. BJÖRNSSON. LÖGMAÐUR: RÓBERT ÁRNI HREIÐARSSON. Opið laugardag kl. 10-14 Sýnishorn úr söluskrá: Heildverslun með leikföng og tómstundavöru. Mikil velta. Besti sölutíminn framundan. Leikfangaverslun í Reykjavík, mjög þekkt, með útibú í Borgarkringlunni. Mikil velta framundan. Matvöruverslun í austurborginni með góða veltu. Mjög vel skipulögð og með góða afkomu. Efnalaug með nýlegum tækjum í vaxandi hverfi. Vaxandi velta. Miklir möguleikar. Myndbandaleiga - söluturn - skyndibitastaður - allt í senn. Nætursöluleyfi. - Fallegar innréttingar. Fjöldi annarra fyrirtækja á skrá Meim en þú geturímyndað þér!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.