Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 25 Gasolía hækkar í dag um tæp 9% og bensín umv3,5% Verðhækkun Bandaríkjadals eina ástæða hækkunarínnar Hækkun eldsneytisverðs Bensín 92 okt. Verð f gær í dag kr. Hækkun Olíufélagið 56,70 58,70 2,00 Skeljungur 56,90 58,80 1,90 OLÍS 56,80 58,80 2,00 ÚTSÖLUVERÐ á gasolíu hækkar í dag um 8,9% hjá öllum olíufélög- unum og bensín um 3% til 3,7%,'Lítrinn af bensíni hækkar um rúm- ar tvær krónur og vegna hækkunar vegagjalds, svokallaðs bensín- gjalds, mun bensínlitrinn hækka um 4,5 til 5 krónur til viðbótar á næstu dögum og vikum. Þá gæti lítrinn af 92 oktana bensíni farið í 63,50 kr. og 98 oktana í 70,50 kr. Miðað við núverandi forsendur gæti því orðið 11—12% hækkun á útsöluverði bensíns á hálfum öðr- um mánuði. Forsvarsmenn oliufélaganna segja að hækkun á gengi Bandaríkjadals frá þvi að verðið var síðast ákveðið sé eina ástæða verðhækkunarinnar. Skulda allar olíubirgðirnar Olíufélögin ákváðu í gær nýtt út- söluverð á bensíni, gasolíu og svart- olíu í kjölfar gengisfellingar íslensku krónunnar. Verð á 92 oktana bensíni var í gær á bilinu 56,70 til 56,90 kr. lítrinn en verður í dag á 58,70 og 58,80. Lægsta verðið er hjá Olíu- félaginu hf. (ESSO). Hækkunin er 1,90 til 2 kr. lítrinn eða á bilinu 3,3 til 3,5%. Verð á 95 oktana bensíni hækkaði um 2,10 til 2,20 kr. lítrinn, eða um 3,5 til 3,7%. Lítrinn kostaði á bilinu 59,50 til 59,70 kr. en kostar nú 61,70 til 61,80 kr. og er ódýrast- ur hjá Olíufélaginu Skeljungi hf. (SHELL). Verð á 98 oktana blýbens- íni hækkar úr 63,50 til 63,80 kr. lítr- inn í 65,70 til 65,80 kr. Verðið er lægst hjá Olíuverslun íslands hf. (OLÍS). Hækkunin er á bilinu 1,90 til 2,30 kr. á lítrann eða á bilinu 3 til 3,6%. Öll olíufélögin hækka útsöluverð á hveijum lítra gasolíu um 1,60 kr. eða um 8,9%. Lítrinn kostaði 17,90 í gær en 19,50 í dag hjá öllum félög- unum. Sömu verðbreytingar eru hjá þeim á svartolíu. Tonn af svartolíu kostaði 12.900 en hækkar í 13.900 kr., sem er hækkun um 1.000 kr. eða 7,8%. Talsmenn olíufélaganna segja að eina ástæða hækkunarinnar sé hækkun á gengi Bandaríkjadals. Bent er á að þegar gasolía var síð- ast verðlögð 6. nóvember síðastliðinn hafi gengi dalsins verið 58,51 íslensk kr. en sé nú 63,60 og nemi hækkun- in 8,7%. Bjarni Bjarnason, markaðs- stjóri Olíufélagsins hf., segir að ein forsenda verðákvörðunar sé gengi Bandaríkjadals á hveijum tíma. Hann segir að olíufélögin skuldi í erlendri mynt allar þær bensín- og olíubirgðir sem til séu í landinu og raunar eitthvað meira, það er and- virði olíuvara sem þegar sé búið að selja, og því þurfi þau að verðleggja vöruna samkvæmt gengi Bandaríkja- dals. - Verðhækkun umfram gengisfellingu Um ástæðu þess að olíufélögin hækkuðu gasolíu meira en næmi gengisfellingunni í gær segir Krist- inn Bjömsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs hf., að Bandaríkjadalur hafí fyrir gengisfellingu verið búinn að hækka án þess að tekið hafí ver- ið tillit til þess í útsöluverðinu. Telur hann líklegt að verðinu hefði verið breytt um næstu mánaðamót ef gengisfellingin hefði ekki komið til nú og hún hafi þvi einungis flýtt fyrir þeim hluta verðbreytingarinnar. Kristinn segir að á sama hátt og félögin hækki verðforsendur sínar miðað við gildandi gengi og heims- markaðsverð lækki þau verðið þegar aðstæður gefi tilefni til eins og gerst hafí fyrr á árinu. Hann segir að þau þurfi að tilkynna Verðlagsstofnun um verðbreytingar og séu undir stöð- ugu eftirliti útgerðarinnar þannig að þeim komi ekki til hugar að hækka verðið meira en nauðsyn bæri til. Forsvarsmenn olíufélaganna segj- ast ekki hafa samráð um verðákvarð- anir. Bjami Bjarnason segir að for- sendur þeirra séu þær sömu og því ekki að undra þó að útsöluverðið sé svipað. Bensín hækkar um 11-12% Bensínverð á eftir að hækka á næstunni vegna hækkunar vega- gjalds, svokallaðs bensíngjalds. í aðgerðum ríkisstjómarinnar er boðað að gjaldið verði hækkað Um 1,50 krónur og rennur sú hækkun í ríkis- hvem tímann var kallað þjóðarsátt," sagði Bjöm Grétar. Aðspurður hvort þetta kallaði á aðgerðir hjá verkalýðshreyfíngunni benti hann á að samningar væru laus-' ir 1. mars næstkomandi og sú dag- setning yrði mönnum stöðugt hug- stæðari. Þá ætti eftir að koma í ljós hvort ekki kæmi önnur gengisfelling í kjölfar þessarar en það væri hefð- bundið á Islandi. Hann hefði talið að það væri samstaða um að veija þá sem lægst hefðu launin og hefði heyrt stjómmálamenn lýsa því yfir að ekki mætti leggja meira á láglaunafólk, en reyndin væri svo sannarlega önn- ur. Það versta við þessar aðgerðir væri hvað það væri lítið gengið fram í tekjujöfnun. Gengisfellingin kemur mjög á óvart Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, sagði að sér kæmu þessi tíðindi um gengisfellingu mjög á óvart, því allan þann tíma sem rætt hefði verið um aðgerðir í efna- hagsmálum hefðu verið gefín skýlaus loforð um að gengið yrði ekki fellt og gengisfall pesetans gæfí ekki til- efni til þessarar gengisfellingar. Til- lögurnar um millifærslu hefðu ein- mitt verið hugsaðar til þess að forð- ast grundvallarbreytingu í verðlags- málum eins og gengisfelling auðvitað væri. Miklu erfíðara yrði fyrir vikið að fýlgjast með því hvort hinar ráð- stafanirnar gengju fram eins og ráð- gert hefði verið, t.a.m. hvort lækkun aðstöðugjaldsins skilaði sér í lækkuðu vöruverði. Það yrði ekki nokkur leið að fylgjast með því. Pétur sagði að kjarasamningar yrði lausir fljótlega á næsta ári og sjóð. Það kemur til viðbótar þeirri tveggja króna hækkun gjaldsins sem boðuð er í fjárlagafrumvarpi næsta árs vegna yfírtöku Vegagerðar ríkis- ins á rekstri feija og flóabáta um næstu áramót. Ofan á þessa 3,5 kr. hækkun bensíngjaldsins sem kemur væntanlega til framkvæmda um ára- mót, í síðasta lagi, leggst virðisauka- skattur og fleiri gjöld og mun bensín- lítrinn því hækka um 4,5 til 5 krónur vegna þessa. 92 oktana bensín gæti því farið í um það bil 63,50 kr. lítr- inn og 98 oktana í 70,50 kr. Útlit er því fyrir að útsöluverð bensínlítr- ans hækki um 11-12% á hálfum öðrum mánuði. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að eftir að hann hafí fengið tækifæri til að kynna sér for- sendur verðútreiknings olíufélag- anna geri hann ekki athugasemdir við verðið. Hann segir að FÍB hefði að sjálfsögðu viljað að hækkunin kæmi ekki af fullum þunga þegar í stað en erfítt væri við það að eiga þegar olíufélögin skulduðu allar olíu- birgðirnar í erlendri mynt. Runólfur segist verða að mótmæla því harðlega að áformað sé að láta hækkun bensíngjaldsins renna í ríkis- sjóð en ekki í Vegasjóð. „Það er hart að sífellt skuli vera farið í vasa bifreiðaeigenda þegar afla þarf ríkis- sjóði viðbótartekna. Menn hefðu frekar þurft kjark til að leita ann- arra leiða. Þetta eru ekki annað en álögur á almenning og því má heldur ekki gleyma; fyrirtækin í landinu," segir Runólfur. Bensín 95 okt. Olíufélagið 59,50 61,70 2,20 Skeljungur OLÍS 59,70 61,80 2,10 59,60 61,80 2,20 Bensín 98 okt. Olíufélagið Skeljungur OLÍS Gasolía Qlíufélagið Skeljungur OLÍS Svartolía (tonnið) Olíufélagíð 63,80 65,70 1,90 63,60 65,80 2,20 63,50 65,80 2,30 17,90 19,50 1,60 17,90 19,50 1,60 17,90 19,50 1,60 12.900 13.900 1.000 Skeljungur 12.900 13.900 1.000 OLÍS 12.900 13.900 1.000 Verðþróun á 92 oktan bensíni h|á einu olíufélaganna á árinu 64 kr.----------- 62 60 58 57,70« 56 V. hækkunar bensíngjalds i desember og janúar ’93 V. gengisfellingar 54 55,10 57,90 56,90' J FMAMJ JÁSOND i1 ÐBCU 3 STALGRINDARHUS Getum boðið mjög vönduð stálgrindarhús frá Finnlandi. Húsin eru samþykkt af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og henta m.a. vel sem hlöður, gripahús, vélageymslur, reiðhallirog iðnaðarhúsnæði.. Einnig getum við boðið stálbita ásamt þakjárni á mjög hagstæðu verði. ff menn yrðu að sjá hver framvindan yrði á næstunni. Stjómmálamennimir yrðu að taka afleiðingunum ef þessi ráð þeirra kæmu ekki að gagni. Hann sæi ekki að þessar ráðstafanir, sem bæm flaustri vitni, gætu það. Milljarðar fluttir frá heimilum til fyrirtækja Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem var viðstaddur setningu þings ASÍ, sagði að með aðgerðunum væri verið að flytja milljarða frá heimilum yfír í sjóði fyrirtækja, hvort sem þau væra vel stödd eða illa. „Almenningi er boðin kjaraskerðing á þeirri forsendu að efla eigi atvinnu- líf og draga úr atvinnuleysi, en það slæma er að þessar aðgerðir munu ekki hafa það í för með sér. Þær auka á misskiptinguna í þjóðfélaginu og í stað þess að draga úr vandanum óttast ég að hann muni aukast," sagði Ögmundur. Hann sagði að kaupgetan skertist og það myndi draga úr eftirspurn og hafa lamandi áhrif á efnahagslífið. Þá væri boðaður frekari niðurskurður hjá hinu opinbera til viðbótar og ekki væri ljóst hvar þar væri um að ræða. Sama gilti um vextina og það væri ekki tekið á þeim vanda á sannfær- andi hátt. Það væri því verið að grípa til skattkerfisbreytinga, sem til við- bótar því að vera ranglátar skiluðu ekki því sem að væri stefnt. Þá væri verið að bijóta kjarasamninga, því í þeim væri gert ráð fyrir föstu gengi. Það væri á valdi aðildarfélaganna að segja upp samningum í samræmi við samninga en sjálfsagt myndu menn taka sér tíma til að skoða þá stöðu sem nú væri komin upp. Góðfúsfega leitið uppfýsinga hjá okkur UMBOÐ/SALA: [a HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI695500 VERÐDÆMI: Stærð;; 11.20 x 12.40=138mz Kr. 1.025.000 — 1 1.20x24.40=273m2 Kr. 1.540.000 — 14.20 x 24.40=346m2 Kr. 1.932.000 — 20.20 x 40.40=816m2 Kr. 4.975.000 SALA: Eyrarvegi 37 800 Selfoss Sími 98-22277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.