Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 45 Ingibjörg Sigurð- ardóttir - Kveðja Fædd 16. maí 1906 Dáin 16. nóvember 1992 Ástkær tengdamóðir mín, Ingi- björg Sigurðardóttir, lést í Land- spítalanum að kvöldi 16. nóvember sl. eftir erfíða sjúkralegu. Ingibjörg var sjötta og yngsta dóttir hjónanna Hólmfríðar Gísla- dóttur og Sigurðar Magnússonar, bónda og trésmiðs, að Miklaholts- helli í Hraungerðishreppi. Þau hjónin eignuðust síðar sex syni, en einn þeirra lést skömmu eftir fæðingu. Það var því stór systkina- hópurinn í Miklaholtshelli og sam- heídni einkenndi hann alla tíð. Um fermingu fluttist Ingibjörg með fjölskyldu sinni að Móhúsum á Stokkseyri og bjó þar og á Eyrar- bakka þangað til hún fluttist til Reykjavíkur. Enn lifa þtjú systkina hennar; systurnar Sigrún og Magnea, sem búa á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, og Ingvar bróðir þeirra, sem býr í Reykjavík. Eftir komuna til Reykjavíkur vann Ingibjörg við heimilisstörf um tíma, en flutti þá til Danmerkur með Gíslínu systir sinni þar sem þær unnu á hjúkrunarheimili. Síðar varð hún skipsþema á Brúarfossi, en þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóhannesi G. Jóhannessyni, honum giftist Ingibjörg 3. desem- ber 1929. Þau náðu að halda uppá 60 ára hjúskaparafmæli, en Jó- hannes lést 30. apríl 1990. Ingi- björg og Jóhannes eignuðust 3 böm sem öll lifa foreldra sína. Þau era Júlinus úrsmiður, Jóhanna húsmóðir og Erling flugstjóri. Bamabörnin urðu níu og bama- bamabörnin tólf. Starfsvettvangur Ingibjargar í yfír 60 ár var heimilið og eiginmað- ur hennar og börn nutu þeirra for- réttinda að koma aldrei að tómu húsi. Svo margt hefur breyst á þessum árum að ekki er hægt að bera störf húsmóður um 1930 sam- an við störf húsmóður í dag. Nú- tíma þægindi eins og þvottavélar og kæliskápar vora þá ekki til og allur matur og fatnaður var unninn á heimilinu. Að vísu var Ingibjörg í hópi þeirra kvenna sem fyrst eignuðust þessi heimilistæki, en fátæktin og bjargarleysið sem hún kynntist á unga aldri setti sitt mark á hana og eitt af hennar lífs- markmiðum var að vera ávallt sjálfbjarga. Ingibjörg fór því vel með hlutina og var einstaklega nýtin kona. Það átti ekki við hana að sóa. Eldavélin hennar var kom- in langt yfír fímmtugt og stutt er síðan hún skipti út sínum fyrsta kæliskáp og þvottavél. En hún var einnig stórtæk og gjöful þegar aðrir áttu í hlut og sinn stóra hóp gladdi hún á hveiju afmæli og um hver jól. Tengdamóðir mín var einstak- Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um heigar. lega hjálpfús kona og naut ég þess eins og öll hennar fjölskylda. Alltaf var hún tilbúin að hjálpa mér og þakkir vildi hún engar. Það vora ófá skiptin sem hún tók að sér heimili mitt þegar ég þurfti að bregða mér frá og yngsta sonar míns gætti hún einnig um tíma þegar ég var að vinna. Ég get ekki ímyndað mér að hægt hefði verið að eignast betri tengdamóð- ur; hún átti nóg af hólinu, en í þau rúm þijátíu ár sem við urðum sam- ferða fann hún aldrei að við mig né skipti sér af nokkram hlut á mínu heimili. Síðustu árin vora ekki auðveld fyrir Ingibjörgu. Jóhannes missti heilsuna um áttrætt og hjúkraði hún honum heima án utanaðkom- andi aðstoðar þar til rúmri viku áður en hann lést. Eftir andlát Jóhannesar fór að segja til sín hve hart hún hafði lagt að sér við að hjúkra honum og lífskrafturinn fór þverrandi. Síðastliðið vor greindist hún svo með krabbamein sem læknar hennar töldu að hún hefði haft lengi. Hún dvaldist að mestu á krabbameinsdeild Landspítalans síðustu mánuði og átti það ekki vel við hana að þurfa aðstoð ann- arra, en hún var þakklát starfsfólk- inu á deild 11-E fyrir alla hjálpina sem það veitti henni. Ingibjörg var því hvíldinni fegin þegar hún þreytt fékk að sofna að loknum löngum ævidegi. Að lokum vil ég þakka tengda- móður minni samfylgdina, fyrir alla hennar hjálp, ást og umhyggju. Blessuð sé minning Ingibjargar Sig- urðardóttur. Alfhild Nielsen. Ráðstefna um vörustjóm- un í heilbrigðiskerfinu RÁÐSTEFNA um vöruþjónustu í heilbrigðiskerfinu verður haldin miðvikudaginn 25. nóv- ember í Borgartúni 6 og hefst klukkan 15,20. Átta fyrirlesarar verða á ráð- stefnunni, Þorkell Helgason að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra og prófessor í aðgerðarannsóknum setur fundinn, en síðan heldur Snjólfur Ólafsson dósent við Há- skóla íslands stutta kynningu og heiti ráðstefnunnar og Símon Steingrímsson ræðir um biðlista sjúklinga. Þá flytja Gísli Her- mannsson restrarverkfræðingur og Vala Hildibrandsdóttir næring- arráðgjafí erindi um vörastjómun í eldhúsi Landspítalans og Sindri Sindrason framkvæmdastjóri hjá Pharmaco hf. ræðir um fram- leiðslu og dreifíngu lyfja. Þá ræðir Holberg Másson hjá Netverki hf. um upplýsingatækni í heilbrigðis- kerfínu og í lokin flytir Þórður Harðarson yfirlæknir samantekt ráðstefnunnar. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 + Minningarathöfn um föður minn, INGVAR HALLSTEINSSON frá Skorholti, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líknarstofnanir. Kristín Ingvarsdóttir og aðrir ættingjar. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA BJÖRG ÓLAFSDÓTTIR frá Ketílsstöðum, sem lést 17. nóvember, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Magnús Halldórsson, Halldór Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Þór Magnússon, Steinunn R. Magnúsdóttir, Katrín L. Magnúsdóttir, Nanna G. Henriksdóttir, Erling S. Tómasson, Daina Magnússon, Ragnar J. Ragnarsson, Sigurgeir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, LAUFEY SAMSONARDÓTTIR, Efstasundi 14, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 15.00. Ómar Árnason, Laufar S. Ómarsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Fanney Omarsdóttir. Bróðir okkar, + KRISTINN BJARNASON, Kjartansgötu 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Strönd í Selvogi miðvikudaginn 25. nóvem- ber kl. 14.00. Systkinin. + Eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN BJÖRNSSON loftskeytamaður, Strandgötu 37, Akureyri, sem lést 17. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 25. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Áslaug Jónsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Sævar Ingi Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Atli Örn Jónsson, Jón Már Jónsson. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SNJÓLFSDÓTTIR, Fífuhvammi 25, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Sigurður Jónsson, Guðrún Sigríður Sigurðardóttir og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐRÚNAR Á. S. INGVARSDÓTTUR. Auðunn Snorrason, Jón S. Snorrason, Jónína M. Snorradóttir, Ásbjörn S. Snorrason, Svala Snorradóttir, og barnabörn. Helga Árnadóttir, Einar Guðlaugsson, Kristín Jónsdóttir, Guðlaugur Ingi Guðlaugsson + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar og systur okkar, HALLDÓRU HAFLIÐADÓTTUR, Hraunteigi 10, Reykjavík. Kristjana Jónsdóttir, Ástriður Hafliðadóttir, Helgi Hafliðason. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, INGIBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR. Sérstakar þakkirtil starfsfólks Dalbæjarfyrirfrábæra umönnun. Hafdís Jóhanna Hafliðadóttir, Ingibjörg Hafliðadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.