Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 Helgi Jónsson og Helgi Signrðs- son urðu Reykjavíkurmeistarar __________Brids_____________ Arnór G. Ragnarsson FRÆNDURNIR og nafnarnir Helgi Jónsson og Helgi Sigurðs- son urðu Reykjavíkurmeistarar í tvimenningi í 35 para keppni sem fram fór um helgina. Þeir félagar fengu 278 stig yfir með- alskor. Helztu keppinautar þeirra voru Hjalti Elíasson og Páll Hjaltason en 27 stig skildu pðrin að í lokin. Þegar mótið var liðlega hálfnað voru feðgamir Hjalti og Páll með örugga forystu, höfðu hlotið 206 stig en Magnús Ólafsson og Guð- mundur Sveinsson voru þá í öðm sæti með 141 stig og Sveinn R. Eiríksson og Eiríkur Hjaltason þriðju með 112 stig. Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson vora þá í 9. sæti með 77 stig en þeir byijuðu mótið mjög illa. Þeir mættu Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjöms- syni í fyrstu umferðinni og fengu 37 mínusstig og vora í neðsta sæti mótsins eftir nokkrar umferðir. Lokastaðan: Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson 278 Hjalti Elíasson - Páll Hjaltason 251 JónBaldursson-SævarÞorbjömsson 181 SævinBjamason-RagnarBjömsson 176 Sveinn R. Eiriksson - Eirikur Hjaitason 164 BragiHauksson-SigtryggurSiprðsson 156 ÓlafurLárusson-HermannLárusson 153 Keppnisstjóri og reiknimeistari var Kristján Hauksson. Sveit Drafnar Guðmundsdóttur Reylganesmeistari Sveit Drafnar Guðmundsdóttur var öruggur sigurvegari í Reykja- nesmótinu í sveitakeppni sem fram fór í Sanógerði um helgina. Sveitin hlaut 205 stig af 268 mögulegum. Með Dröfn sjiiluðu Lilja Einarsdótt- ir, Ásgeir Ásbjömsson, Friðþjófur Einarsson og Kristjana Steingríms- dóttir, nýbakaður íslandsmeistari kvenna í tvímenningi. Lokastaða efstu sveita: Dröfti Guðmundsdóttir 205 BemódusKristinsson 194 BirgirÖmSteingrimsson 193 Karl G. Karlsson 1882 Siprðurívarsson 181 Jón Þór Daníelsson 164 Sveitir Drafnar, Birgis Amar og Karls G. öðluðust rétt til að spila í undanúrslitum íslandsmótsins þar sem Bernódus og félagar hans til- kynntu fyrir mótið að þeir kæmu aðeins til að keppa um Reykjanes- meistaratitilinn. Sveit Karls G. Karlssonar komst í úrslitakeppnina með nokkuð ævintýralegum hætti. Fyrir síðustu umferðina hafði sveit- in 157 stig en sveit Sigurðar ívars- Morgunblaðið/Amór Reykjanesmeistarar í sveitakeppni 1992, sveit Drafnar Guðmunds- dóttur. Talið frá vinstri: Ásgeir Ásbjörnsson, Dröfn Guðmundsdótt- ir, Liya Einarsdóttir og Friðþjófur Einarsson. Á myndina vantar Kristjönu Steingrímsdóttur. sonar var með 167 stig. Kallamir eins og þeir era oft kallaðir manna í millum unnu síðasta leikinn með 25 stigum á meðan sveit Sigurðar fékk 14 stig. Sveit Karls fór því inn á einu vinningsstigi en þeir komust með sama hætti inn í úrslitin í fyrra. Reykjanesmeistari í fyrra var sveit Heimis Tryggvasonar. Keppn- isstjóri í Sandgerði var Einar Sig- urðsson. MorgunDiaoio/Arnor Frændurnir Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson hampa sigurverðlaun- um sinum í Reykjavíkurmótinu í mótslok. Ný blómaverslun á Selfossi Handboltafólk fær rósir Selfossi. NÝ blómaverslun, Sjafnarblóm, var nýlega opnuð á jarðhæð Hót- els Selfoss, í Ársölum. Eigandi verslunarinnar er Sjöfn Hall- dórsdóttir. í Sjafnarblómum er boðið upp á afskorin blóm, pottablóm, skreyt- ingar úr þurrblómum auk ýmiskon- ar gjafavöra sem tengist blómum og þess háttar vöram. Sjöfn sagði viðtökur hafa verið góðar við versl- uninni. Sjöfn hefur í samvinnu við Hand- knattleiksdeild Selfoss tekið upp þá nýbreytni að færa hverjum leik- manni í handboltaliðum karla og kvenna á Selfossi afskomar rósir í sigurlaun þegar sigur vinnst í íþróttahúsinu á Selfossi. Það hefur mælst mjög vel fyrir sem kom best í ljós 19. nóvember þegar bæði liðin Rabbfundur sjálfboðaliða FYRSTI rabbfundur Sjálfboða- liðasamtaka um náttúrvernd á þessum vetri verður haldinn í kvöld, þriðjudag, kl. 20.30 í húsi Ferðafélags íslands, Mörkinni 6. Á fundinum verða sýndar myndir úr vinnuferð sem farin var í Mý- vatnssveit sl. sumar auk þess sem rætt verður almennt um starfsemi samtakanna á liðnu sumri og í framtíðinni. unnu sigur sama kvöldið og tilkynn- ingunni um rósimar var fagnað í íþróttahúsinu eins og sigurmarki. Sig. Jóns. Sjöfn Halldórsdóttir í verslun sinni. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson ÚR DAGBOK LÖGREGLUNNAR j REYKJAVIK: Tilkynnt var um 29 árekstra frá föstudagsmorgni fram á sunnu- dagsmorgunn og 5 umferðarslys. Skömmu fyrir hádegi á föstudag var bifreið ekið á Ijósastaur á bif- reiðastæði við Kringluna og öku- maður fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Um kl. 14.30 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á Lækjargötu og sá fluttur á slysa- deild. Um kl. 14.30 á laugardag var bifreið ekið á aðra bifreið og sú lenti utan vegar. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Hálftíma síðar var vélsleða ekið á stúlku á skíðum í Bláíjöllum. Meiðsli stúlkunnar vora óveraleg. Um kl. 16.30 var bifreið ekið á 7 ára bam á gatna- mótum Neshaga og Hjarðarhaga, bamið flutt á slysadeild en meiðsli talin minniháttar. 8 ökumenn vora stöðvaðir í akstri grunaðir um að vera undir áfengisáhrifum. 13 ökutæki voru fjarlægð með krana vegna hættu- legrar stöðu þeirra. Lögregla þurfti 59 sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólki'. 26 aðilar gistu fangageymslur lögreglunnar. Lög- regla var tvisvar sinnum kölluð í heimahús vegna ófriðar. 6 líkams- meiðingar vora tilkynntar til lög- reglu, 1 ágreiningsmál, 5 óknyttir bama. Lögregla veitti 8 sinnum aðstoð við að opna bifreiðar. Tilkynnt var um 9 innbrot og 4 þjófnaði. Brot- ist var inn í verslanir, íbúðarhús og fyrirtæki. Þá var tilkynnt um 6 skemmdarverk og 5 rúðubrot. Rúður vora brotnar í fyrirtækjum í Ármúla, Suðurborg við Hólagarð og við Gullinbrú. Einnig í íbúðar- húsi við Bröttugötu og við Njáls- Evrópumótsstaðurinn gamli, Vilhelmsborg Besti stórmótsstaður Evrópu Þegar gengið er inn er komið inn á efsta bekk í sætaröðinni og er síðan gengið niður til að komast að fyrsta bekk. í öðram enda hall- arinnnar er veitingasala og er hægt að stækka veitingasalinn, mögu- leiki er að halda þar 300-400 manna samkomu. Höllin er hituð _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson Þeir íslendingar sem sóttu heim Evrópumótið í hestaíþrótt- um í Danmörku 1989 muna vafa- lítið eftir mótsstaðnum sem vakti ekki sérstaka hrifningu, hvorki íslendinga né annarra sem á mótið komu. Fyrir skömmu átti umsjónarmaður Hesta þess kost að líta við í Vilhelmsborg í fylgd Pouls Madsens og skoða þá upp- byggingu sem þar hefur átt sér stað frá 1989. Byijað var á því að líta á vellina sem voru afar erfíðir og lausir í sér á umræddu móti en nú hafa þeir jafnað sig þannig að telja má þá vel viðunandi. Allt er orðið vel gróið í kringum hringvöllinn og skeiðbrautina. Húsakosturinn í Vilhelmsborg samanstendur af gömlum voldug- um húsum sem flest eru notuð sem hesthús. í aðalbyggingunni eru skrifstofur, veitingastaður og að- setur starfsmanna. Þegar mótið var haldið ’89 var til staðar ein reið- höll þar sem dansleikur mótsins var haldinn en nú er búið að byggja upp með gaslömpum sem beint er niður að áhorfendastæðunum. Byggingin er öll hin vandaðasta og tvímælalaust það mannvirki á staðnum sem vekur mesta athygli. Byggðar hafa verið nokkrar skemmur sem að öllu jöfnu era notaðar sem hey- eða hálmgeymsl- ur, en ef um stórar samkomur er að ræða er hægt að breyta þeim í hesthús og segja umsjónarmenn staðarins að hægt sé að hýsa allt að 1.000 hross samtímis ef mikið liggur við. Þá er skammt frá reið- höllinni miklu völlur einn á stærð við góðan fótboltavöll þar sem má stika út góðan gæðingavöll án mik- illa vandkvæða. Þijú hús hafa Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Glæsileg reiðhöll sem tekur yfir 3.000 manns í sæti hefur verið byggð í VÚhelmsborg. Ef grannt er skoðað má sjá gasleiðslur yfir áhorf- endabekkjunum. aðra höll ennþá stærri og ber hún það vel að vera kölluð reiðhöll svo stór og glæsileg sem hún er. Tekur hún yfir þijú þúsund manns í sæti en áhorfendastæðin era öll niður- grafín ásamt vellinum sjálfum. Reiðhöllin er stór og mikil bygging sem er að hluta til niðurgrafin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.