Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 55
iQGf aaaMMVOVÍ ,{>2 HUDACIULOIíW CH^AJaHUOHOM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 57T Davíð Oddsson forsætisráðherra á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins Hátekju- og fjármagnsskatt- ’ ar vinna gegn vaxtalækkun DAVÍÐ Oddsson, forsætísráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt ræðu á fundi flokksráðs og formanna flokkssamtaka Sjálfstæðis- flokksins síðastliðinn laugardag. Davíð sagði í ræðu sinni í upphafi fundar að fjármagns- og hátekjuskattar, sem kröfur væru uppi um, ynnu gegn markmiðum um vaxtalækkun, auk þess að vera andstæðir stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann lagði því áhérzlu á að slíkar álögur yrðu til skamms tíma. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom fram mikil andstaða við skatta af þessu tagi á fundi flokksráðsins, sem var lokaður blaðamönnum eftír að forsætísráðherra fluttí ræðu sína. Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni að viðskilnaður síðustu ríkisstjómar hefði verið slæmur og ekki allt sem sýndist í þeim efnum, hvorki hvað ríkisfjármálin varðaði né stöðu at- vinnuvega. Fyrir síðustu kosningar hefðu margir í röðum sjálfstæðis- manna viljað lofa skattalækkunum. „Sem betur fer vorum við raunsærri en svo að við færum að lofa slíku. Við sögðumst hins vegar ætla að stoppa af skattahækkanaskriðuna, sem framundan var og boðuð hafði verið, og það höfum við leitazt við að gera,“ sagði Davíð. „Þess vegna hafa úrræði okkar miðað að þvi að fara ekki þá leið að hækka hér skatta upp úr öllu valdi, heldur þvert á móti að fara niðurskurðarleiðina. Það 'má búast við því, og það hefur reynd- ar þegar verið gert, að menn leitist við að sýna fram á að sjálfstæðis- menn séu í þessum efnum að hvika frá stefnu sinni. Þeir ætli sér að hækka skatta í stórfelldum stít. Og það verður hugsanlega auðvelt, eftir þær ákvarðanir, sem teknar verða ákvarðanir um, að setja myndina upp með þeim hætti ef menn kjósa. En meginatriðið í okkar stefnu er og verður að færa ekki skatta frá at- vinnulífi og almenningi yfir til ríkis- sjóðs og leysa þannig ríkissjóðsvand- ann. í öllum þeim umræðum, sem nú standa yfir, er þessi hugsun vak- andi,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að þvert á móti væri rætt um að skattbyrði færðist til, en ríkissjóð- ur fengi ekki meira í sinn hlut. Hann sagðist lítið gera með þá gagnrýni á ríkisstjómina að hún hefði ekki haft frumkvæði eða hug- myndir um lausn efnahagsvandans. „Auðvitað hefði ríkisstjómin getað komið fram með sínar tillögur fyrir tveimur eða þremur mánuðum, áður en forráðamenn í atvinnulífi, beggja megin við borðið, hefðu haft tæki- færi í sínum ranni til að skoða og skilgreina vandann mjög nákvæm- lega og skoða sjálfír hvaða raunveru- leg úrræði myndu duga. Það var sjálfsagt, eðlilegt og skynsamlegt af ríkisstjóminni að gefa þessum aðilum sitt færi,“ sagði Dayíð. Höfum viljað forðast gengislækkun Forsætisráðherra sagði að margir hefðu talið að verið væri að fara flóknar leiðir til lausnar á vandanum, menn ættu gamalkunnugt úrræði, gengisfellinguna. „Við höfum viljað forðast þessa leið, ekki vegna þess að við væmm algerlega blindir á að stundum getur svo verið komið, að íslenzka krónan standist ekki utan- aðkomandi þrýsting. En það hefur ekki verið svo í þessum málum núna, að utanaðkomandi þrýstingur hafí leitt til kröfu um lækkun á gengi krónunnar. Menn hafa viljað leysa innri vanda með gengislækkun," sagði hann. Ráðherrann sagði að allar hug- myndir og vinna ríkisstjórnarinnar hefðu miðazt við að stöðugleikinn héldist. Stöðugleikans vegna væri Morgunblaðið/Sverrir Matthías Á. Mathiesen, Sigurður B. Stefánsson og Arni Grétar Finns- son slá á létta strengi við upphaf flokksráðsfundarins á Hótel Loft- leiðum. staðan í efnahagsmálum nú betri en hún væri ella. „Við byggjum okkar aðgerðir á því að gengisgrundvöllur- inn sé fastur, en við gerum okkur líka grein fyrir að þeir atburðir geta gerzt erlendis, sem valda því að slík- ur grundvöllur haldist ekki. Við göngum ekki með þær grillur, að íslenzka krónan sé sterkasti gjald- miðill í heimi," sagði Davíð. „Við gerum okkur grein fyrir því að þar geta gerzt hlutir, sem verða erfiðir og illviðráðanlegir. Ég vil segja það hér að gerist slíkir hlutir, verðum við auðvitað að endunneta okkar stöðu. Það breytir ekki því að sú vinna, sem við erum að vinna, er nauðsynleg. Þær tillögur og hug- myndir, sem menn eru að vinna að, eru nauðsynlegar." Hugmyndir í andstöðu við stefnu flokksins Davíð Oddsson sagði að það lægi Fjárlögin fyrir árið 1994 verði hallalaus fyrir að ýmsar þær hugmyndir, sem ræddar hefðu verið, væru ekki í sátt við grundvallarsjónarmið Sjálfstæð- isflokksins og í þeim efnum reyndi mikið á flokkinn. „Sjálfstæðismenn geta sagt hver um sig, hver við ann- an og jafnvel út í frá: „Er það, sem þessir menn eru að gera, nákvæm- lega það sem þeir voru kosnir til? Er þetta sá grundvöllur sem við sjálf- staeðismenn höfum byggt á? Er það þess virði að vera í ríkisstjóm ef við þurfum að ganga á svig við ýmsa þá þætti, sem við höfum talið mikii- væga í okkar stefnumörkun?" Þessar raddir munu koma upp og þær munu eiga rétt á sér. Þá verðum við bara að vega og meta hvort við getum leyft okkur til skemmri tíma að ganga þannig fram. Það verður að vera mat okkar í ríkisstjóm, okkar í þingflokknum, okkar hér í flokks- ráðinu, allrar forystusveitar flokks- ins. Menn verða að velta þessu fyrir sér og hugsa þetta mál til enda,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. I þessu sambandi nefndi Davíð sérstaklega kröfur um hátekjuskatt og skatt á fjármagnstekjur, sem kæmu fram á sama tíma og menn krefðust vaxtalækkunar. Vextina væri ekki hægt að lækka með stjóm- valdsákvörðun, en hins vegar mætti skapa skilyrði til vaxtalækkunar og á þann veg töluðu aðilar vinnumark- aðarins nú. „Á hinn bóginn em þeir ekki alveg raunsæir í því að á sama tíma kreíjast þeir þess að gripið sé til ráðstafana, sem vinna gegn þess- um markmiðum. Það er enginn vafi á því í mínum huga að krafan um fjármagnstekjuskatt vinnur gegn markmiðinu um vaxtalækkun, að minnsta kosti í bráð,“ sagði Davíð. „Það er enginn vafi á því, að til skemmri tíma horft er slík ákvörðun fallin til þess að skapa óróleika á vaxtamarkaði, ömgglega ekki til þess fallin að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og miklu frekar til þess fallin að skapa skilyrði fyrir hækkun þeirra. Sama má segja um hátekjuskatt. Hátekjuskattur getur ekki annað en dregið úr spamaði, . og ef dregur úr spamaði er ekki verið að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta." Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir þetta væri skattanna krafíst af miklum þunga. „Menn segja að þó að hægt sé að færa fram efnahags- leg rök f þessu sambandi, sem vel sé hlustandi á, þá sé við núverandi aðstæður ekki hægt að halda þannig á málum að ekki sé sýnt að taka eigi með þessum hætti á þeim, sem betur mega sín. Menn kalla þetta sálfræðileg rök. Það hefur ekki verið rengt að þau séu nauðsynleg og vel má vera að menn verði að lokum að sætta sig við einhveija slíka niður- stöðu. Ef það gerist má það ekki standa í langa hríð,“ sagði Davíð Oddsson. Sjávarútvegurinn taki á sig ábyrgð Hann sagði að þær umræður, sem fram fæm um efnahagsaðgerðir, væm ekki miðaðar við sjávarútveg- inn einan eins og jafnan áður, heldur ættu aðgerðimar að skapa atvinnu- lífínu almennt hagstæðari skilyrði. „Það er ekki vegna þess að við geram lítið úr mikilvægi sjávarútvegs, flarri því. Það er auðvitað grandvallai riði að þar sé.vel að málum staðið. Það er gmndvallaratriði að þeir, sem í sjávarútvegi starfa, standi vel að sfnum málum. Það er gmndvailarat- riði að þeir hugsi ekki sem svo að það skipti ekki máli með hvaða hætti þeir reki sín fyrirtæki, það sé eðli sjávarútvegs að þeim verði alltaf bjargað af stóra bróður. Slík hugsun er óholl. Hún má ekki vera við lýði. Hún hefur sums staðar verið við lýði. Það er ekki hægt að neita því, menn hafa horft á það. Menn verða að axla jafnmikla ábyrgð sjálfir í slíkum rekstri og ríkisvaldið og launþegar," sagði Davíð Oddsson. - segir í ályktun flokksráðs Sjálfstæðisflokksins FLOKKSRÁÐS- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum síðastliðinn laugardag, ályktar meðal annars að stefna skuli að hallalausum fjárlögum fyrir árið 1994. Fundurinn hvetur þingmenn Sjálfstæðisflokksins til að veita aðild að Evrópska efnahagssvæðinu brautargengi á Alþingi og styður aðild að Vestur-Evr- ópusambandinu. Þá er í ályktun flokksráðsfundarins lögð áherzla á áframhaldandi þjóðarsátt um stöðugleika, tryggingu kaupmáttar og eflingu atvinnulífs, í ályktun flokksráðs- og for- mannafundarins segir að ríkisstjórn- in hafí strax er hún tók við völdum gert ýmsar ráðstafanir til að spoma við þeim vanda, sem þá blasti við. Tekið hafí verið til hendinni í ríkis- fjármálum og á peningamarkaði. Nú sé komin meiri festa í útgjaldastjóm ríkissjóðs og skilyrði hafí skapazt fyrir lækkun vaxta. Þjóðarsátt á vinnumarkaði undanfarin ár hafi ásamt aðgerðum ríkisvaldsins orðið til þess að verðbólga sé hverfandi. „Því hafa áföll þjóðarbúsins ekki komið fram í óðaverðbólgu eins og oft áður en við þau skilyrði em það einkum þeir lakast settu sem verða fyrir mestum skakkaföllum. Mjög brýnt er að varðveita þann stöðug- leika, sem skapazt hefur, og byggja aðgerðir á gmndvelli hans,“ segir í ályktuninni. Flokksráðið segir einnig: „Að und- anfömu hafa staðið yfir viðræður milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, aðila vinnumarkaðarins og stjómarand- stöðuflokkanna um aðgerðir í efna- hags- ög atvinnumálum með það fyrir augum að treysta undirstöður atvinnulífsins og stöðugleika í verð- lagi, spoma gegn atvinnuleysi og standa vörð um kaupmátt hinna lægst launuðu. Ennfremur verður að skapa grunn að nýju hagvaxtarskeiði og aukinni atvinnu með aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum aðgang að nýju eigin fé. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins tel- ur höfuðnauðsyn bera til að þessi markmið náist. Stjómmálaflokkar, jafnt sem hagsmunasamtök á vinnu- markaði, verða að leggja sitt af mörkum til að víðtækt samkomulag geti tekizt. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki við lausn þessara mála skorast undan þeirri ábyrgð sem því fylgir að veita ríkisstjóminni for- ystu.“ í ályktun flokksráðsins segir að enn verði að taká fastar á ríkissjóðs- hallanum, lækka útgjöld og endur- meta verkefni ríkisins. „Hallalaus fjárlög og minnkandi lánsQárþörf opinberra aðila em forsendur þess að vextir geti lækkað vemlega og varanlega og að skattbyrði geti minnkað í framtíðinni,“ segir ráðið. „Flokksráðið skorar á þingmenn og ráðherra Sjálfstæðisflokksins að halda áfram viðræðum við ráðherra og þingmenn Alþýðuflokksins um að lækka ríkisútgjöld fjárlagaársins 1993 enn frekar. Markmið Sjálfstæð- isflokksins hlýtur að vera að ekki verði halli á fjárlögum ársins 1994 og helzt tekjuafgangur til að greiða niður skuldir. Reynslan af einkavæð- ingu öpinberra fyrirtækja er góð og hvetur flokksráðið eindregið til þess að haldið verði áfram á þeirri braut.“ í ályktun flokksráðsfundarins er lýst yfír stuðningi við aðild íslands að Vestur-Evrópusambandinu. „Flokksráðið væntir þess að sam- starf ríkja innan þessara samtaka muni verða til að efla hið árangurs- ríka vamarsamstarf innan Atlants- hafsbandalagsins sem eftir sem áður verður homsteinn í öryggismálum íslendinga. Ennfremur fá Islending- ar aukin tækifæri til að fylgjast með og hafa áhrif á mikilvægar ákvarðan- ir á sviði öryggis- og varnarmála í álfunni," segir flokksráðið. Um Evr- ópumál segir ráðið: „Flokksráðið lýs- ir yfír fullum stuðningi við aðild ís- lands að hinu evrópska efnahags- svæði og skorar á þingmenn Sjálf- stæðisflokksins að leggja þessu framfaramáli lið. Bent er á að fjallað hefur verið ýtarlega um allar hliðar þessa máls á Alþingi undanfarin misseri og ekki er eftir neinu að bíða með að fullgilda þann samning sem fyrir þinginu liggur. ítrekað er að aðildin að EES hefur ekki sjálfkrafa í för með sé að ísland gerist aðili að Evrópubandalaginu og er slík aðild ekki á dagskrá ríkisstjómarinn- VANN ÞIN FJÖLSKYLDA? Heildarvinningsupphæðin: 193.434.757 kr. "A7* leikvika - 21. nóvember 1992 Röðin: 2X2-111-1XX-1XX1 13 réttir: 12 réttir: 11 réttir: 10 réttir: 111 raðir á 3.365 raðir á 33.477 raðir á 213.725 raðir á 757.130- kr. 7.570 - kr. 800 - kr. 260 - kr. Alls komu fram 250 þús. vinningsraöir í þessari viku. Þrjár raöir fyndust meö 13 réttum hérlendis, tvær á Akurey ri og ein í Reykjavík. Akureyringar uþþskáru vel enda tipþuðu þeir manna mest á iandinu. 1X2 - ef þú spllar til aö vinnal —týrirþlg og þina fjölskyldu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.