Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 9 mm m ® mico ------------\ REIKNIVÉLAR ERU ÓDÝRARI OG BETRI íbÍCO 1232 0 0 0 0 0 12 stafa reiknivél með minni Frábær vél á einstöku verði Strimill og skýrt Ijósaborð Svart og rautt letur Stærð: 210 x 290 x 80 mm Reykjavík: Penninn, Hallarmúia, Kringlunni, Austurstræti. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 TOSHIBA Attþú ekki < örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja aö það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Eriendar skuldir 1982 og 1993 ÍSDR 2.508 millj. kr. ÍSDR, á verðlagi 1993 2.508 millj. kr. Erlendar skuldir 1982 og 1993 sem hlutfall af útflutningstekjum 1119% "1155% Greiðslubyrði af erlendum skuldum sem hlutfall af útflutningstekjum | 20,7% 129,5% Erlendar skuldir hækka síðan í innlendri mynt um tíu milljarða við 6% gengislækkun krónunnar. Þjóðarútgjöld langt um- fram þjóðartekjur Þjóðarútgjöld 1992 voru áætluð 12 til 13 milljarðar króna umfram þjóðartekjur fyrir gengislækkunina. Erlendar skuldir aukast sem umframeyðslunni nemur. Þær hækka að auki í innlendri mynt um 10 milljarða við 6% gengisfellingu. Samdráttur landsfram- leiðslu og þjóðartekna Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar sagði m.a. á ráð- stefnu Sambands is- lenzkra sveitarfélaga: „Samdrátturinn í þjóð- arbúskapnum stafar ekki sízt af því að útflutningur vöru og þjónustu hefur minnkað. Talið er að út- flutningur vöru og þjón- ustu verði 7,5% minni á næsta ári en hann var 1987. Að talsverðum hluta má rekja þennan samdrátt til minni fiskafia en við bætist hnignun í öðrum útflutn- ingsgreinum, einkum sl. tvö ár. Þrálát óáran í efnahagsmálum í heimin- um hefur hnykkt á þess- ari þróun. Fátt bendir tíl, að út- flutningur vöru og þjón- ustu aukist á næstu miss- erum. Leggst þar margt á sömu sveif. Þyngst veg- ur ástand fiskstofna, einkum þorsks, sem gef- ur ekki tilefni til að ætla að veiðar aukist hér við land á næstunni. Og reyndar má færa rök fyrir því að skynsamjegt hefði verið að takmarka þorskveiðar meira en nú er gert til þess að byggja upp stofninn. Horfur í öðrum útflutningsgrein- um benda ekki til að afl- vaka hagvaxtar sé þar að fínna fyrr en skilyrði skapast til að nýta orku- lindimar i þessu skyni.“ Tvöföldun er- lendra skulda á lOárum „Síðast liðin tiu ár hafa erlendar skuldir þjóðar- innar ríflega tvöfaldast í erlendri mynt. Að raun- gildi hafa þær aukizt um 60%. Á sama tíma hefur útflutningur vöru og þjónustu aukizt mun minna sem kemur fram í þvi að hlutfall erlendra skulda af útflutningstekj- um hefur hækkað úr 119% árið 1982 í 155% á næsta ári samkvæmt áætlunum. Það gefur augaleið að svona getur þetta ekki gengið lengi án þess að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar sé stefnt í tvísýnu. Það hlýt- ur því að vera forgangs- verkefni að stöðva skuldasöfnunina nema i sjónmáli birtist aukning útflutningstekna.“ Síðan segir Þórður að erlendar skuldir hafi hækkað í SDR úr 1.102 milljónum 1982 í 2.508 miRjónir 1993. Greiðslu- byrði erlendra skulda var sem hlutfall af út- flutningstekjum 20,7 af hundraði 1982 en er áætl- að 29,5% 1993. Sjá með- fylgjandi skýringar- mynd. Halliog skuldasöfnun atvinnuvega og ríkissjóðs Forstjóri Þjóðhags- stofnunar segir afkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina slæma. Skipulagsbreytingar og hagræðing geti veitt nokkra vöm en aðstæður bendi tíl enn versnandi afkomu á næsta ári. Ekki sé ástæða tíl að spá batn- andi atvinnuástandi á næstu misserum. Orðrétt um stöðu rUds- sjóðs: „Halli rikissjóðs var um 12,5 miUjarðar króna í fyrra, eða 3,3% af lands- framleiðslu, og talið er að hann verði rúmlega 9 nviHjarðar króna á þessu ári. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 6,2 mUyarða króna halla, eða sem svarar tU 1,6% af landsframleiðslu. f þessu efni er einnig rétt að hafa í huga að haUi hneigist oft tíl að aukast frá áætlunum til niðurstaðna. Þessi mynd af ástandi og horfum i þjóðarbú- skapnum er ekki uppörv- andi en hún skýrir hvers vegna nauðsynlegt er að gripa tU róttækari að- gerða í efnahagsmálum en boðaðar em í þjóð- hagsáætlun og fjárlaga- frumvarpi. Hún skýrir jafnframt í hveiju slíkar aðgerðir hljóta að felast. Annars vegar hljóta þær að beinast að því að treysta stöðu atvinnulífs- ins, einkiun útflutnings- og samkeppnisgreina, og hins vegar~að draga úr þjóðarútgjöldum. Þetta er kjami málsins.“ Stöðvum skuldasöfnun- ina 1994! „Þjóðarútgjöld á þessu ári em talin verða 12-13 miUjörðum króna meiri en þjóðartehjumar ... Erlendar skuldir aukast að sjálfsögðu um sömu fjárhæð [innskot: og hækka enn með gengis- lækkun krónunnarj ... í þessu sambandi má nefna að ríkissjóður hef- ur tekið um 10 mil[jarða króna að láni erlendis á þessu ári og nýlega tók Reykjavíkurborg ákvörðun um erlenda lántöku. Að óbreyttu stefnir í svipaðan halla á næsta ári og tilsvarandi aukningu erlendra skulda... 1 þessu felst að óhjá- kvæmUegt er að þjóðin búi við knappari kjör á næstu misserum en hún gerir nú. Hversu miklu knappari fer eftir því hvað menn telja ásættan- legt og hyggilegt að tak- marka skuldaaukning- una við. Við þær horfur sem nú blasa við er að mínu viti óskynsamlegt að setja markmiðið lægra en svo að það náist að stöðva skuldasöfnunina á árinu 1994. Um þetta hlýtur hagstjórnin að snúast á næstu misser- um.“ JÓLATILBOÐ A&B Á STURTUKLEFUM CAPRIstgr. 30.348 Botn fyrir CAPRI stgr. “15.660,- AZUR sturtuklefi m/öryggisglerí, botni, hitastýröu MORA biöndunartœki, sturtustöng og haus, allt á kr. 49.490,- IBIZA sturtuklefi meö botni, biöndunartœki, sturtustöng og haus, allt á kr.33.055.- Rabgreiöslur allt upp í 18 mánubl. Fyrsta grelbsla í febrúar '93. BYGGINGAVÖRUR SKEIFUNNI 11 SÍMI 681570.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.