Morgunblaðið - 24.11.1992, Side 9

Morgunblaðið - 24.11.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 9 mm m ® mico ------------\ REIKNIVÉLAR ERU ÓDÝRARI OG BETRI íbÍCO 1232 0 0 0 0 0 12 stafa reiknivél með minni Frábær vél á einstöku verði Strimill og skýrt Ijósaborð Svart og rautt letur Stærð: 210 x 290 x 80 mm Reykjavík: Penninn, Hallarmúia, Kringlunni, Austurstræti. E.TH.MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUN 10 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 651000 TOSHIBA Attþú ekki < örbylgjuofn ? Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja aö það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og fá sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S 622901 og 622900 Eriendar skuldir 1982 og 1993 ÍSDR 2.508 millj. kr. ÍSDR, á verðlagi 1993 2.508 millj. kr. Erlendar skuldir 1982 og 1993 sem hlutfall af útflutningstekjum 1119% "1155% Greiðslubyrði af erlendum skuldum sem hlutfall af útflutningstekjum | 20,7% 129,5% Erlendar skuldir hækka síðan í innlendri mynt um tíu milljarða við 6% gengislækkun krónunnar. Þjóðarútgjöld langt um- fram þjóðartekjur Þjóðarútgjöld 1992 voru áætluð 12 til 13 milljarðar króna umfram þjóðartekjur fyrir gengislækkunina. Erlendar skuldir aukast sem umframeyðslunni nemur. Þær hækka að auki í innlendri mynt um 10 milljarða við 6% gengisfellingu. Samdráttur landsfram- leiðslu og þjóðartekna Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar sagði m.a. á ráð- stefnu Sambands is- lenzkra sveitarfélaga: „Samdrátturinn í þjóð- arbúskapnum stafar ekki sízt af því að útflutningur vöru og þjónustu hefur minnkað. Talið er að út- flutningur vöru og þjón- ustu verði 7,5% minni á næsta ári en hann var 1987. Að talsverðum hluta má rekja þennan samdrátt til minni fiskafia en við bætist hnignun í öðrum útflutn- ingsgreinum, einkum sl. tvö ár. Þrálát óáran í efnahagsmálum í heimin- um hefur hnykkt á þess- ari þróun. Fátt bendir tíl, að út- flutningur vöru og þjón- ustu aukist á næstu miss- erum. Leggst þar margt á sömu sveif. Þyngst veg- ur ástand fiskstofna, einkum þorsks, sem gef- ur ekki tilefni til að ætla að veiðar aukist hér við land á næstunni. Og reyndar má færa rök fyrir því að skynsamjegt hefði verið að takmarka þorskveiðar meira en nú er gert til þess að byggja upp stofninn. Horfur í öðrum útflutningsgrein- um benda ekki til að afl- vaka hagvaxtar sé þar að fínna fyrr en skilyrði skapast til að nýta orku- lindimar i þessu skyni.“ Tvöföldun er- lendra skulda á lOárum „Síðast liðin tiu ár hafa erlendar skuldir þjóðar- innar ríflega tvöfaldast í erlendri mynt. Að raun- gildi hafa þær aukizt um 60%. Á sama tíma hefur útflutningur vöru og þjónustu aukizt mun minna sem kemur fram í þvi að hlutfall erlendra skulda af útflutningstekj- um hefur hækkað úr 119% árið 1982 í 155% á næsta ári samkvæmt áætlunum. Það gefur augaleið að svona getur þetta ekki gengið lengi án þess að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar sé stefnt í tvísýnu. Það hlýt- ur því að vera forgangs- verkefni að stöðva skuldasöfnunina nema i sjónmáli birtist aukning útflutningstekna.“ Síðan segir Þórður að erlendar skuldir hafi hækkað í SDR úr 1.102 milljónum 1982 í 2.508 miRjónir 1993. Greiðslu- byrði erlendra skulda var sem hlutfall af út- flutningstekjum 20,7 af hundraði 1982 en er áætl- að 29,5% 1993. Sjá með- fylgjandi skýringar- mynd. Halliog skuldasöfnun atvinnuvega og ríkissjóðs Forstjóri Þjóðhags- stofnunar segir afkomu útflutnings- og sam- keppnisgreina slæma. Skipulagsbreytingar og hagræðing geti veitt nokkra vöm en aðstæður bendi tíl enn versnandi afkomu á næsta ári. Ekki sé ástæða tíl að spá batn- andi atvinnuástandi á næstu misserum. Orðrétt um stöðu rUds- sjóðs: „Halli rikissjóðs var um 12,5 miUjarðar króna í fyrra, eða 3,3% af lands- framleiðslu, og talið er að hann verði rúmlega 9 nviHjarðar króna á þessu ári. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 6,2 mUyarða króna halla, eða sem svarar tU 1,6% af landsframleiðslu. f þessu efni er einnig rétt að hafa í huga að haUi hneigist oft tíl að aukast frá áætlunum til niðurstaðna. Þessi mynd af ástandi og horfum i þjóðarbú- skapnum er ekki uppörv- andi en hún skýrir hvers vegna nauðsynlegt er að gripa tU róttækari að- gerða í efnahagsmálum en boðaðar em í þjóð- hagsáætlun og fjárlaga- frumvarpi. Hún skýrir jafnframt í hveiju slíkar aðgerðir hljóta að felast. Annars vegar hljóta þær að beinast að því að treysta stöðu atvinnulífs- ins, einkiun útflutnings- og samkeppnisgreina, og hins vegar~að draga úr þjóðarútgjöldum. Þetta er kjami málsins.“ Stöðvum skuldasöfnun- ina 1994! „Þjóðarútgjöld á þessu ári em talin verða 12-13 miUjörðum króna meiri en þjóðartehjumar ... Erlendar skuldir aukast að sjálfsögðu um sömu fjárhæð [innskot: og hækka enn með gengis- lækkun krónunnarj ... í þessu sambandi má nefna að ríkissjóður hef- ur tekið um 10 mil[jarða króna að láni erlendis á þessu ári og nýlega tók Reykjavíkurborg ákvörðun um erlenda lántöku. Að óbreyttu stefnir í svipaðan halla á næsta ári og tilsvarandi aukningu erlendra skulda... 1 þessu felst að óhjá- kvæmUegt er að þjóðin búi við knappari kjör á næstu misserum en hún gerir nú. Hversu miklu knappari fer eftir því hvað menn telja ásættan- legt og hyggilegt að tak- marka skuldaaukning- una við. Við þær horfur sem nú blasa við er að mínu viti óskynsamlegt að setja markmiðið lægra en svo að það náist að stöðva skuldasöfnunina á árinu 1994. Um þetta hlýtur hagstjórnin að snúast á næstu misser- um.“ JÓLATILBOÐ A&B Á STURTUKLEFUM CAPRIstgr. 30.348 Botn fyrir CAPRI stgr. “15.660,- AZUR sturtuklefi m/öryggisglerí, botni, hitastýröu MORA biöndunartœki, sturtustöng og haus, allt á kr. 49.490,- IBIZA sturtuklefi meö botni, biöndunartœki, sturtustöng og haus, allt á kr.33.055.- Rabgreiöslur allt upp í 18 mánubl. Fyrsta grelbsla í febrúar '93. BYGGINGAVÖRUR SKEIFUNNI 11 SÍMI 681570.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.