Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1992 AÐGERÐIR RÍKISSTJÓRNARINNAR í EFNAHAGSMÁLUM SKIPTAR SKOÐANIR UM AFNÁM AÐSTÖÐUGJALDS FÉLAG íslenskra iðnrekenda fagnar mjög afnámi aðstöðugjalds sveitarfélaga en tals- menn Sambands sveitarfélaga segja að um bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða. Markús Örn Antonsson borgarstjóri segist harma niðurfellinguna. Mikil óánægja er með að- gerðir ríkisstjórnarinnar meðal forystumanna launþegahreyfingarinnar sem gagnrýna fyrst og fremst að jöfnunaraðgerðir fylgi þeim breytingum sem ákveðnar hafa verið. Samband sveitarfélaga Bráðabirgðaráðstöfun sem litlu raskar AFNÁM aðstöðugjalds mun ekki hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfé- laga á næsta ári, að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sljómarform- anns Sambands sveitarfélaga. Ríkissjóður bætir sveitarfélögum tekju- missinn í tólf mánuði 1993 og unnið verður að undirbúningi annars fyrirkomulags. Markús Orn Antonsson segir að sér þyki afar miður að aðstöðugjald hafi verið fellt niður, en hugnanlegra sé þó að upp- bót þess komi frá ríkinu en með auknu útsvari. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að afnám aðstöðugjalds sé ekkert reiðarslag, það hafí skekkt sam- keppnisstöðu margra fyrirtækja og hækkað verðlag. Stefna ríkisstjómar- innar um afnám þess hafí lengi legið fyrir. Hann leggur áherslu á að um bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða og telur að ekki veiti af næsta ári til að fínna nýtt fyrirkomulag á tekjuöfl- un sveitarfélaganna. í því skyni verð- ur skipuð samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga sem skila á tillögum næsta haust. Vilhjálmur kveðst telja skynsamlegast að sveitarfélögin fái aukna hlutdeild í staðgreiðslu skatta og hafí áfram tekjur af gjöldum á atvinnulífíð. Hann segir markmiðið að þau hafí sjálfstæða tekjustofna. Ríkissjóður mun á næsta ári bæta hveiju sveitarfélagi missi aðstöðu- gjalds mánaðarlega, sem nemur 80% af álögðum aðstöðugjöldum. Það er hlutfall meðalinnheimtu gjaldsins hjá sveitarfélögum. Heildarupphæðin sem vegna þessa rennur frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári er nemur 4.130 milljónum og að auki bætast 120 milljónir við þær 1.350 sem renna til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði. Það jafngildir 1,4% af skatttekjum ríkis- sjóðs. Þama er miðað við núverandi gjaldstofn, upphæðin kemur endan- lega í ljós við álagningu í júlí á næsta ári. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að með afnámi aðstöðugjalds sé skattbyrði ekki alfarið velt af fyrir- tækjum á einstaklinga, heimilin hafí í raun greitt gjaldið að hluta í vöm- verði. Hann telur að áhrifín kunni að felast í lækkuðu vömverði þegar til lengri tima er litið, en í fyrstu muni draga úr tapi fyrirtækja. Markús Öm Ántonsson borgar- stjóri segir að Reykjavík hafí haft 20% tekna sinna af aðstöðugjaldi og mörg fyrirtæki geti vel greitt áfram í borgarsjóð. Þótt víða gangi erfíð- leika séu ýmis fyrirtæki aflögufær. Markús segir að í ár hefðu fullar heimtur skilað 2,6 milljörðum til borgarinnar, en útlit sé fyrir 2,2 millj- arða heimtur. Þrátt fyrir mikla bar- áttu gegn afnámi gjaldsins sé það nú staðreynd og hann búist fastlega við lækkun vöruverðs í kjölfarið. Það sé í sjálfu sér jákvætt og einnig hitt, að missi aðstöðugjalds hafí ekki verið mætt með hækkuðu útsvari. Þjóðhagsleg áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar Hér er sýnt yfirlit um breytingar á ýmsum þjóðhagsstærðum, annars vegar samkvæmt þjóðhagsáætlun og hins vegar miðað við efna- Fyrir aðgerðir / Eftir aðgerðir hagsaðgerðir rikisstjórnarinnar 1993 1994 lin 1993 1994 Einkaneysla -1,5% -1,2% l / -4,1% -2,2% Samneysla 2,0% 2,0% j 7 1,7% 1,4% Fjárfesting -4.4% 1.2% / L -6,0% 2,7% Þjóðarútgjöld alls •1,5% 0,0% h '/ -3,5% -0,5% Útflutningur vöru og þjónustu 0,0% -0,2% / / 0,2% -0,1% Innflutningurvöru og þjónustu -2,7% 0,1% h 1 -5,9% -0,6% Verq landsframleiðsla -0.6% -0,1% / / -1,4% -0,3% Viðskiptajöfnuður (% af landsframl.) -3,1% -2,8% / / -2,1% -1,5% Morgunblaðið/Sverrir Sjávarútvegsráðherra hlustar á Ásmund Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fylgist með sjónvarpsfrétta- viðtali við Ásmund Stefánsson forseta ASI skömpnu fyrir ríkisstjórn- arfundur í stjómarráðinu á sunnudagskvöld. Ásmundur tók þátt í viðræðunum með ráðherrum á sunnudag en flaug svo síðdegis til Akureyrar vegna Alþýðsambandsþingsins sem hófst í gærmorgun. Félag íslenskra iðnrekenda Afnámi aðstöðu- gjalds fagnað GUNNAR Svavarsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, fagn- aði mjög afnámi aðstöðugjalds og sagði að það hefði verið sérstakt baráttumál samtakanna í mörg ár. „Það er sérstakt fagnaðarefni að það skuli vera horfið og það fyrir fullt og allt,“ sagði Gunnar. Á síðasta ári greiddi almennur iðnaður og byggingariðnaður um einn milljarð í aðstöðugjöld, að sögn Gunnars. „Það eru jákvæð atriði í aðgerðum ríkisstjómarinnar, sér- staklega afnám aðstöðugjalds. Geng- isbreytingin er kannski ekki það mikil að ekki sé hægt að hugsa sér að halda stöðugleikamarkmiðinu. Ef það tekst getum við ekki annað en metið það svo að aðgerðimar hafa bætt stöðu atvinnugreinarinnar," sagði Gunnar. Hann sagði að það hefði verið stefna FÍI að vinna að lækkun raun- gengis eingöngu með kostnaðar- lækkunum, en það hefði ekki tekist að fullu leyti og því hefði gengis- breytingin komið til. „Ég held að hún sé skiljanleg í ljósi þess óróa sem verið hefur í gengismálum erlendis og þess óróa sem ég held að sé fram- undan í gengjsmálum. í raun er varla hægt að tala um gengisfellingu held- ur erum við að aðlagast öðrum Evr- ópumyntum," sagði Gunnar. Hann sagði að gengislækkunin tæki að hluta til til baka þá gengis- lækkun sem hefði orðið á nokkrum innflutningsmyntum áður og að hluta til bætti hún stöðu innlends iðnaðar gagnvart innflutningi hvaðan sem hann kæmi. Mikil óánægja með aðgerðir ríkisstjónmrínnar meðal forystumanna laimþegahreyfingarímiar Vantarjöfmmarsyonarmiðið í tillögumar MIKIL óánægja er innan verkalýðshreyfingarinnar með þær aðgerðir í efnahagsmálum sem ríkisstjórnin kynnti í gær, að því er fram kom í samtölum sem Morgunblaðið átti við nokkra verkalýðsleiðtoga á 37. þingi Alþýðusambands íslands sem hófst á Akureyri í gærmorgun. Segja forystumennirnir að í aðgerðimar vanti telq'ujöfnun. Þær komi of mikið niður á Iágtekjufólki og þeir sem betur megi sín sleppi bet- ur, öfugt við það sem ráð hafi verið fyrir gert með þeim hugmyndum sem verkalýðshreyfingin hafði kynnt í efnahagsmálum. Veruleg vonbrigði Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands Islands, sagði að hann hefði orðið fyrir verulegum vonbrigð- um með aðgerðir ríkisstjómarinnar, því hann hafði vonast til að ríkis- stjómin færi eftir þeim hugmyndum sem verkalýðshreyfingin hefði lagt fram. „Það sem fyrst og fremst grein- ir á milli er að við gerðum ráð fyrir að aðgerðum yrði hagað þannig að fólk sem hefði 160 þúsund krónur í tekjur sem einstaklingar og 320 þús- und ef um hjón væri að ræða yrði ekki fyrir skakkaföllum vegna að- gerðanna heldur héldi sínum kaup- mætti og raunar ívið betri ef aðgerð- irnar væru skoðaðar einar sér. Það vantar jöfnunarsjónarmiðið í tillög- umar. Þama er hátekjuskattur af- markaður við mjög háar tekjur og það er ljóst að hann skilar litlu fé og þess fjár verður því að afla ann- ars staðar. Það er líka ákveðið að afla ekki fjár með fjármagnstekju- skatti og í staðinn er nánast eingöngu um almenna skattheimtu að ræða og það fínnst mér vera miður,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að margt í tillögunum væri óljóst og ylli áhyggjum eins og til dæmis niðurskurður bamabóta og vaxtabóta og það virtist eiga að skatt- leggja húshitun án þess gera nokkrar gagnráðstafanir á þeim svæðum þar sem húshitun væri dýrust. Að auki ylli boðaður niðurskurður áhyggj- um.„Ég er ekki í neinum vafa um að það verður mikil reiði meðal okkar fólks vegna þessara aðgerða. Ég held hins vegar að niðurstaðan sýni jafn- framt að það var skynsamlegt af okkar hálfu að fara í viðræður við stjómvöld vegna þess að með því sýndum að það var hægt að taka á málinu öðru vísi en hefur verið gert. Það er pólitísk ákvörðun ríkisstjómar að fara aðra leið. Hins vegar höfum við líka þrátt fyrir allt haft áhrif á það hvemig línan er. Það er hátekju- skattur inn í myndinni þó hann skili ekki því sem ég hefði talið eðlilegt. Það er ekki stór gengisfelling eins og væntanlega hefði verið fyrsta Verðbólga Meöalhækkun milli ára skrefið ef ekki hefði verið farið af stað með viðræður og það er ekki ráðist á þau félagslegu atriði samn- inga sem sumir ráðherrar hafa talað mest um á undanfömum vikum,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að kjaraskerðingin væri miklu meiri en hann teldi ásætt- anlegt og þó.fyrst og fremst það að byrðunum hefði ekki verið dreift á það fólk sem hefði burði til að bera þær. Verkalýðshreyfíngin hlyti að mótmæla þessu og hann teldi rök fyrir því að leita eftir því við ríkis- stjómina að breyta þessum aðgerð- um. Aðspurður hvort fremur hefði verið hægt að afstýra þessum aðgerðum Kaupmáttur ráð stöfunartekna á mann Að meðaltali milli ára ef meiri samstaða hefði verið innan verkalýðshreyfíngarinnar um aðgerð- ir, sagði hann að erfítt væri um það segja. Það kynni að hafa verið mögu- legt að hafa meiri áhrif á málið hefðu þeir komið fyrr fram með afdráttar- lausar tillögur. Hins vegar teldi hann að það sem helst hefði staðið í vegin- um væri ekki samstöðuleysi innan verkalýðshreyfingarinnar heldur póli- tísk afstaða þeirra sem sætu í ríkis- stjóm og mynduðu þá þingflokka sem að henni stæðu. Það væri pólitísk ákvörðun að fara þessa leið. Ásmundur sagði mun skemur væri gengið í atvinnumálum en hann hefði talið að ætti að gera og tillögur í vaxtamálum væru mjög óljósar og sama gilti um það sem sagt væri um hert eftirlit með skattsvikum. Til við- bótar gerði gengisfelling sér engan mannamun og kæmi í sama hlutfalli á alla hvort sem þeir hefðu há eða lág laun. Kjaraskerðingin fyrir lág- tekjurfólk yrði því mun meiri. í tillög- um Alþýðusambandsins hefði ekki verið gert ráð fyrir gengisfellingu og þær hefðu getað komið í einu og öllu í staðinn fyrir þessar aðgerðir. Þær hefðu treyst atvinnulífíð og stöðu rík- issjóðs betur en þessar aðgerðir að hans mati. Komin út úr þjóðarsáttinni Bjöm Grétar Sveinssón, formaður Verkamannasambands íslands, sagði að ríkisstjórnin hefði gefíst upp á því ná samkomulagi við aðila vinnumark- aðarins um aðgerðir í efnahagsmál- um með þessum ákvörðunum og hún hefði farið að ráðum einhverra ann- arra en verkalýðshreyfíngarinnar, því sáralítið væri gert í því að leggja álögur á þá sem betur mættu sín í þjóðfélaginu. Hátekjuskattur væri lágur og þeir sem hefðu tekjur af fjármagni væru látnir eiga sig. Síðan hefði gengisfellingin þau áhrif að afnám aðstöðugjaldsins myndi ekki koma fram I lækkuðu vömverði eins og ráð hefði verið fyrir gert. „Við erum komin út úr stöðugleikanum. Við erum komin út úr því sem ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.