Morgunblaðið - 29.01.1993, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 29. JANUAR 1993
> jt: ;; il/ji ji-.O'i uiO/.iíí/ í
Myndin er tekin á dansleik í Ástralíu árið
1985 meðan allt lék i lyndi.
Barbara Cartland, sem er „stjúpamma" Díönu prins-
essu telur að skilnaðurinn sé aðeins tímabundinn.
COSPER
— Mig hefur dreymt þig í alla nótt. Það er senni-
lega vegna þess að ég borðaði pækil-síld í gær-
kvöldi.
Heimilisfólk Buckingham-hallar er átalið fyrir að hafa ekki stutt nógu vel við bakið á Díönu. Drottning-
armóðirin er þó sögð vera dyggur vinur hennar.
BRETLAND
Barbara Cartland spáir
sættum Karls o g Díönu
Barbara Cartland heldur því
fram að Díana prinsessa og
* Karl Bretaprins eigi eftir að ná
saman á ný þegar tímar líða og ró
færist yfir landslýð. Sem sagt að
endirinn verði eins og í hennar eig-
in ástarsögum. Barbara, sem
„fósturamma" Díönu segir að þegar
móðir hennar hafi yfirgefið fjöl-
skylduna, hafi Díana ekki bara leit-
að huggunar hjá föður sínum,
Spencer jarli, heldur einnig í ástar-
sögum eftir Barböru. í sögunum
fundu prinsessumar eða fögru kon-
umar sinn heittelskaða í lokin (eða
aftur) og allir erfiðleikarnir sem á
undan höfðu gengið féllu í gleyms-
kunnar dá.
Barbara bendir á muninn á því
uppeldi sem Díana og Karl fengu
í æsku. Á meðan Díana hafi meðal
annars sökkt sér í ástarsögurnar
hafi Karli aldrei verið „pakkað inn
í bómull“. Hann hafi verið sendur
í heimavistarskóla átta ára, þar sem
lögð var rík áhersla á að ala nem-
endurna upp eftir ströngum, þýsk-
um reglum. Þar hafí hann orðið
fyrir grófu einelti, sem kennararnir
létu afskiptalaust, vegna þess að
þeir töldu að það gerði honum auð-
veldara fyrir að verða sterkur,
ósæranlegur konungur. „Það virðist
hafa gengið eftir,“ segir Barbara.
Draumurinn brast þegar
hversdagsleikinn varð grárri
Hún heldur því fram að ástin
hafi blómstrað milli þeirra Karls og
Díönu í fýrstu, en þegar rósrauðir
dagarnir breyttust í hversdagsleika
og skyldurnar kölluðu hafi draum-
urinn brostið - einkum Díönu. Þá
segir hún að enginn í Buckingham-
höll hafi kennt henni hvernig koma
ætti fram í konunglegu umhverfí.
Þrátt fyrir að Díana kæmi frá fínu
(öðluðu) heimili væri ekki við því
að búast að stúlkan kynni allar
samskiptareglumar.
Barbara heldur því einnig fram,
að Karl Bretaprins sverji sig í raðir
þeirra bresku karlmanna, sem hafí
ekki hæfíleika til að tala um tilfínn-
ingar við konur, þannig að hann
hafí verið henni lítil sem engin hjálp.
í lokin bendir Barbara Cartland
á, að því miður komist fólk oft ekki
að raun um hversu ástin eigi djúpar
rætur, fyrr en eftir skilnað. „Sem
betur fer hef ég á tilfinningunni
að Karl og Díana geri sér grein
fyrir þessari hættu. Hvers vegna
skyldu þau annars fara svo varlega
sem raun ber vitni?“ spyr hún. „Eg
hef trú á því að þessar tvær ein-
stöku persónur, þrátt fyrir hversu
ólíkar þær eru, geti fundið saman
aftur. Þau eiga það skilið.“
Létt nudd á magann kemur þarmahreyfingunum af stað. Elektróð-
umar em tengdar tækjum á nóttunni, en á daginn fylgist pabbinn
með líðaninni.
FYRIRBURAR
Náin líkamleg
snerting nauðsynleg
A
Abamadeild nokkurri í vínar-
borg er meira lagt upp úr því
að börn sem fæðast fyrir tímann
séu í nánu líkamlegu sambandi við
foreldra sína — þegar það á við —
en að þau liggi í hitakassa. Yfír-
læknirinn Marina Marcovich, sem
unnið hefur í 16 ár með fyrirbura,
segist nú orðið athuga gaumgæfi-
lega hvort líffæri þeirra geti starf-
að án utanaðkomandi hjálpar. Sé
svo segir hún að þau hafí meiri
þörf fyrir líkamssnertingu en tæki
og vélar.
Hermann Mahlberg og eigin-
kona hans eignuðust Philipp þrem
mánuðum fyrir tímann eftir aðgerð
sem móðirin þurfti að gangast
undir. „Hann var svo agnarsmár,
alveg eins og fuglsungi, sem dottið
hafði úr hreiðri sínu,“ sagði faðir-
inn eftir að hafa séð drenginn í
fyrsta skipti, en þá lá hann í hita-
kassa tengdur við tæki með slöng-
um og leiðslum. Þegar drengurinn
hafði verið færður á fyrirburadeild
annars spítala og verið þar í viku
var hringt í föðurinn, sem var beð-
inn að koma, því litli anginn hefði
þörf fyrir hann.
„Eg ætlaði ekki að trúa mínum
eigin eyrum, því við bjuggumst
alveg eins við að missa hann. En
þegar ég kom á spítalann lá hann
á maga einnar hjúkrunarkonunnar,
og sá hafði braggast frá því ég
sá hann fyrst. Nú var mitt hlut-
verk að vera „hitakassi" hans.“
Faðirinn segist fínna hvernig
Philipp dregur andann rólegar þeg-
ar honum er strokið varlega.
Andardráttur hans og hjartsláttur
geri það að verkum að drengurinn
slappi af og hafi það gott. „Ef ég
hefði heyrt þetta af afspurn hefði
ég alls ekki trúað því,“ segir Her-
mann Mahlberg, sem hlakkar mik-
ið til þegar drengurinn vegur 1.400
grömm, því þá má hetjan litla fara
heim.
Salatskálin er nógu stór þegar
þarf að baða Philipp, en hann
vó aðeins 760 grömm við fæð-
ingu.
Fyrirburar eru látnir hlusta
kerfisbundið á tónlist. Sé barnið
dasað hefur hröð tónlist hvelj-
andi áhrif og róleg tónlist dregur
úr óróleika. Hér hlustar Philipp
á Placido Domingo.