Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 Vinnuhópur vegna vaxtalækkunar skipaðm- á næstunni Markaðsaðgerð Seðla- banka dugar lítið ein VIÐRÆÐUR um samræmt átak til að ná niður raunvöxtum eru enn á byrjunarstigi en óformleg samtöl hafa þó átt sér stað, einkum milli ráðherra og Seðlabankans og fundur var haldinn með aðilum vinnumarkaðar um vaxtamál í síðustu viku. Lífeyrissjóðasamböndin hafa engan þátt tekið í þessum viðræð- um en þeim hefur borist erindi frá fjármála- og viðskiptaráðu- neyti þar sem óskað er eftir fundi í næstu viku, samkvæmt upplýsingum Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra Sam- bands almennra lífeyrissjóða. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdasljóri Vinnuveitendasambands Islands, segir að VSÍ sé ekki þátttakandi í viðræðum um vaxtamál í dag og menn eigi enn eftir að koma sér niður á form slikra viðræðna. Rætt hefur verið um að Seðla- bankinn beiti markaðsaðgerðum á verðbréfamarkaði til að hafa áhrif á vaxtastigið. Er þá átt við að hann kaupi ríkisverðbréf til að draga úr framboði þeirra á markaði. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar seðla- bankastjóra dugar slík aðgerð skammt ein og sér og benti hann á að Seðlabankinn ætti nú þegar í verulegum viðskiptum á Verðbréfa- þingi með kaupum og sölu ríkis- verðbréfa. Seðlabanki á 6 milljarða í ríkisverðbréfum Nemur heildareign Seðlabankans í ríkisverðbréfum rúmlega sex millj- örðum króna. Þar af á bankinn spariskírteini fyrir um 1,6 milljarða, ríkisbréf að andvirði 488 milljóna og ríkisvíxla að upphæð tæplega fjórir milljarðar. Þannig keypti Seðlabankinn til dæmis ríkisvíxla fyrir 1,2 milljarða á tímabilinu 8. til 16. febrúar og og seldi spariskírteini ríkissjóðs fyrir 112 milljónir kr. á sama tíma- bili. Ríkisstjómin hefur með höndum frumkvæði að viðræðunum sem fyr- irhugaðar eru og mun vera áformað að setja á fót fámennan vinnuhóp um vaxtamálin á næstu dögum en óvíst er hvenær formlegar viðræður hefjast eða hveijir koma að þeim með beinum eða óbeinum hætti. Því er talið útilokað að niðurstaða liggi fyrir á næsta vaxtaákvörðunardegi bankanna, 21. febrúar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 19. FEBRUAR YFIRUT: Skammt austur af landinu er 973 mb lægð, sem hreyfist aust- ur. Lægð við Hvarf hreyfist austnorðaustur. f nótt kólnar en á morgun hlýnar, fyrst suðvestaniands. SPÁ: Sunnanstrekkingur og snjókoma eða slydda um vestanvert landið en hæg suðvestanátt og léttskýjað um austanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Norðvestanstrekkingur með éljum eða snjó- komu verður norðaustanlands, en nokkru hægari og úrkomulítið i öðrum landshlutum. Frost 1-5 stig norðantil, en um eða rétt yfir frostmarki syðra. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Reikna má með suðvestlægri átt, nokkuð hvassri norðvestantil á landinu. Vætusamt verður sunnan- lands og vestan, en þurrt og nokkuð bjart á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti 3-9 stig. Nýir vefturfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 18.30, 19.30, 22.30.Svarsími Veðurstofu fslands — Vefturfregnir: 890600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r r r r r r Rigning * / * * r / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V Ý V Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka itig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Ekkert ferðaveður er á vegum austan Hafnar í Hornafirði og allar heiðar á Austurlandi ófærar. Vegir á Suður- og Vesturlandi eru flestir færir, nema Brattabrekka er ófær, en fært um Heydal í Dali og Reykhólasveit. Á sunnanverðum Vestfjörðum er Kleifaheiði þungfær, en ófært um Hálfdán. Á norðanverðum Vestfjörðum eru allar leiðir ófærar en víðast fært á láglendi. Töluverður skafrenningur er á Norðurlandi, en fært um Holtavörðuheiði og aðalleiöir í Húnavatnssýslum og Skagafirði og Eyja- firði, nema Siglufjarðarieiö úr Skagafirði er þungfær. Austan Húsavíkur eru flestir vegir þungfærir eða jafnvel ófærir. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilínu 99-6316. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tima hitl veður Akureyri 0 snjókoma Reykjsvik 1 léttskýjað Bergen s rigningogsúld Heislnki +3 léttskýjað Kaupmannahöfn 4 alskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk f14 skafrenningur Ósló 0 alskýjað Slokkhólmur 2 alskýjað Þórehöfn 1 (shaglél Algarve 16 heiðskfrt Amsterdam 7 súld Barcelona 16 mistur Berlín 4 skýjað Chicago vantar Feneyjar 6 þokumóða Frankfurt 6 skýjað Glasgow 7 rígning Hamborg 6 skýjað London 9 súld LosAngeles vantar Lúxemborg vantar Madrid 12 heiðskfrt Malaga 16 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Montreal vantar NewYork vantar Oriando vantar París 7 skýjað Madelra 16 skýjað Róm 14 heiðskfrt Vín vantar Washington vantar Winnipeg vantar / DAG kl. 12.00 Heimikl: Veöurstofa isiands (Byggt á voðurapá ki. 16-15 t gær) — Kiðlingur að vetri EITT af því sem markar komu vorsins er sauðburður í sveitum landsins en flestir bændur þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum fyrr en í maí. Öðru máli gegnir um geitabændur því huðnur bera oft í lok aprQ. Svo geta þær tekið upp á því að bera enn fyrr eins og Freyja á Núpi á Berufjarðarströnd. Um miðjan febrúar átti hún tvo kið- linga en annar þeirra dó skömmu seinna. Hinn virðist hins vegar vera við bestu heilsu og hefur fengið nafnið Mjöll. Björgvin Gunnarsson á Núpi Hann sagði að yfirleitt væru sagði að þau 20 ár, sem geitur geiturnar í kringum 10 en nú hefðu verið á bænum, vissi hann væru 6 geitur á bænum, þar af ekki til þess að þær hefðu borið einn stór og vígalegur geithafur. jafn snemma og Freyja eða 14. Geiturnar er gæfar og lítið nýttar febrúar. Vanalega bæru þær í lok öðruvísi en kjöt fæst af þeim á apríl. haustin. Morgunblaðið/Indriði Margeirsson Freyja og Mjöll FREYJA, 9 vetra, með Mjöll litlu en hitt kiðið dó stuttu eftir að það kom í heiminn. Geiturnar eru að sögn fremur gæfar en þó ekki svo að hægt sé.að ganga að þeim úti. Lögmadur dæmd- ur fyrir fjársvik HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt konu til níu mán- aða fangelsisvistar, þar af sex mánuði skilorðsbundið, fyrir að hafa notað fé, sem hún innheimti sem lögmaður fyrir skjól- stæðinga sína, heimUdarlaust og til eigin þarfa. Þá var hún svipt málflutningsleyfi fyrir héraðsdómi í 2 ár og gert að greiða 100 þúsund króna sekt tU ríkissjóðs. Konan starfaði sem sjálfstæður héraðsdómslögmaður í Reykjavík og hafði m.a. á hendi innheimtu á skaðabótakröfum umbjóðenda sinna á hendur vátryggingafélög- um, auk innheimtu á bótagreiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Henni var gefíð að sök að hafa í mörgum tilvikum á árunum 1988, 1989 og 1990 látið verða óhæfileg- an drátt á því að gera fólkinu fulln- aðarskil á innheimtum bótum og að hafa notað þann hluta, sem hún hélt eftir af innheimtufénu, heimild- arlaust til eigin þarfa í langan tíma. A meðan leyndi hún umbjóðendur sína upplýsingum um heildarfjár- hæðir innheimtra bóta með því að afhenda þeim hvorki skrifleg, sund- urliðuð uppgjör né útskýra á annan hátt greiðslur til þeirra og hafa þannig misfarið með innheimtuum- boð sitt. Innheimtuféð, samtals tæpar 4 milljónir, gerði hún ekki upp við fólkið fyrr en I júlí til októ- ber 1990. Þá var konan einnig ákærð fyrir brot á skattalögum og lögum um bókhald, þar sem hún hefði m.a. skilað inn röngum sölu- skattsskýrslum, vantalið rekstrar- tekjur lögfræðistofu sinnar og ekki haldið lögskipað bókhald. Ekkert samræmi milli fjárhæða og vinnu Konan bar, að mestur hluti þeirr- ar fjárhæðar sem hún greiddi síðar 25 tilgreindum umbjóðendum, hafi verið þóknun fyrir önnur lögmanns- störf en við bótamál viðkomandi aðila. Ekkert hefði verið skráð um vinnu hennar og hún hafi talið þóknunina hæfilega. Dómurinn taldi hins vegar að ekkert samræmi væri milli þeirra fjárhæða, sem konan hélt eftir og hins vegar þeirr- ar vinnu sem hún kynni að hafa leyst af hendi fyrir utan vinnuna við sjálft slysamálið. Sú vinna hafi verið óveruleg og oft engin. Fjárhæðin, sem hún hafi haldið eft- ir, hafi numið rúmum 3,6 milljón- um, eða mun hærri fjárhæð en innheimtulaunin vegna bótamál- anna. Konan var fundin sek um fjár- drátt, brot á lögum um söluskatt, tekjuskatt og eignarskatt og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, auk brota á reglum um bókhald. I niður- stöðu dómsins segir að brot hennar séu stórfelld. Refsing hennar sé talin hæfileg 9 mánaða fangelsi, en sex mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til tveggja ára. Vegna brota á söluskattslögum var hún dæmd til greiðslu 100 þúsund króna sektar til ríkissjóðs. Þá greið- ir hún 250 þúsund krónur í máls- varnarlaun til Viðars Más Matthías- sonar, hæstaréttarlögmanns. Dóminn kváðu upp Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari, og meðdómsmennirnir Halldór Arason og Stefán D. Franklín, löggiltir endurskoðendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.