Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 —rnrr-HT-wiai'iM ,9f BUOAa'JTSoi'í"QiaAJir^uonoM M : TUrauna- dýr frjálshyggjunnar? eftir Einar Gunnar Guðmundsson Hagsmunamálin hafa algeran forgang Það fer varla hjá því að stúdent- ar við Háskóla íslands hvað þá al- menningur í landinu verði hvumsa nú þessa síðustu daga þegar fulltrú- ar stjómmálaafls í HÍ kveðja sér hljóðs hvað eftir annað á síðum þessa blaðs og annarra og vilja að sú rödd heyrist ein sem telur skipu- lagsbreytingar í Stúdentaráði mál málanna á þessum síðustu og verstu tímum. Brýnni málum og betri á borð við bættan lánasjóð, eflingu Háskóla íslands og nauðsynlegt átak í atvinnumálum stúdenta er síðan einfaldlega hnýtt aftan við þetta formsatriði og látið í veðri vaka að þetta kippist líkt og sjálf- krafa í liðinn allt saman nái fijáls- hyggjan fram að ganga. Ríkis- stjórnin gleðst yfir þessari áherslu- breytingu stúdenta og sér sem von- legt er fram á náðugri tíma ef umræðan í HÍ fer fram í hugmynda- fræðilegu hugarflugi í stað raun- verulegrar hagsmunabaráttu. Rík- isstjómin hefur þessa dagana mik- inn áhuga á alls kyns skipulags- breytingum, leggur áherslu á fé- lagafrelsi þegar verkalýðsfélögin fara að ybba gogg, vill beina verk- efnum í auknum mæli til sveitarfé- laganna og vill fækkun alþingis- manna. En þurfa stúdentar þá að hlaupa á eftir því og gera sín aðal- mál ftjálsa aðild að SHÍ, færslu verkefna yfir til deildarfélaga og fækka stúdentaráðsliðum? Nei, sameinumst heldur í raunverulegri hagsmunabaráttu okkar í stað þess að drepa henni á dreif með alls óskýldúm málum. Útúrsnúningur fijálshyggjumanna Eins og flestir vita stendur Stúd- entaráð fýrir hagsmunabaráttu allra stúdenta og hefur gert það af miklum dug síðustu tvö ár. Með- limir ráðsins em kosnir af nemend- um skólans og meirihlutinn fer þar með forystu í baráttumálum stúd- enta. Þetta kallast fulltrúalýðræði og tíðkast víða með þeim þjóðum sem setja frelsi og lýðréttindi þegn- anna ofar öðmm hagsmunum. Kos- inn meirihluti ráðsins hveiju sinni hefur því umboð til að koma fram í nafni stúdenta, þó svo hver einn og einasti nemandi skólans sé ekki fullkomlega sammála því sem ráðið stendur fýrir. Þetta er lýðræði. Fólk getur ekki hlaupist undan merlqum samfélagsins þó svo að einhver til- tekinn þáttur henti því ekki. Málið snýst því ekki um það hvort ein- staklingnum finnist hann þurfa á öllum þáttum þjónustu SHÍ að halda. Málið snýst ekki um brot á mannréttindum. Málið snýst ekki um það hvort sérhver einstaklingur hagnist á þjónustu SHÍ í krónum talið. Með áherslu á þesslags við- snúning er verið að rugla fólk í rím- inu og slæva raunsæismat hvers og eins. Málið snýst einfaldlega um það hvort einstakir meðlimir stúd- entasamfélagsins geta lýst sig stikkfrí þegar kemur að því að greiða framlag í sameiginlegan sjóð sem nýttur er til málefna sem koma öllum stúdentum við. Skýtur það ekki skökku við að stúdentar sem njóta góðs af framlagi allra skatt- greiðenda til háskólans og LÍN skuli skorast úr leik þegar greiða á fyrir þjónustu sem öllum stúdentum stendur til boða, hvort sem um er að ræða byggingu stúdentagarða, rekstur atvinnumiðlunar, ráðgjöf lánasjóðsfulltrúa eða baráttu gegn niðurskurði í háskólanum? Snúum okkur að aðalatriðunum Það síðasta sem stúdentar þurfa á að halda nú er sundrung. Hart er vegið að okkur úr öllum áttum. „Málið snýst einfald- lega um það hvort ein- stakir meðlimir stúd- entasamfélagsins geta lýst sig stikkfrí þegar kemur að því að greiða framlag í sameiginleg- an sjóð sem nýttur er til málefna sem koma öllum stúdentum við.“ Við þurfum nauðsynlega að standa saman, öðruvísi verður ekki á okkur hlustað. Ástandið í þjóðfélaginu er slíkt að öllum ætti að vera ljóst mikilvægi þess að stúdentar beijist sameinaðir fyrir rétti sínum. Við teljum augljóst að hagsmunamálin eigi að hafa algeran forgang í starf- semi Stúdentaráðs. Utborgun námslána þarf að koma í fýrra horf, samræma þarf kröfur LÍN að kröf- um deildanna og vexti verður að fella niður. Öflug atvinnumiðlun er nauðsynlegri en nokkru sinni fýrr, koma þarf á nemendafýrirtækjum og nýsköpunarsjóðinn þarf að efla. Því kemur það spánskt fýrir sjónir að nú skuli viss hópur fólks skyndi- lega vilja leggja mesta áherslu á formbreytingar Stúdentaráðs og gera það þannig að hugmynda- Nautasteik (innralærisvöövi) sveppir- laukur- hris nytt grænmeti- £■* . TjSxlýrari en peir sem næst 595* Einar Gunnar Guðmundsson fræðilegu tilraunadýri. Snúum okk- ur frekar að aðalatriðunum og stöndum saman, þannig gerum við fleiri hluti betur. Höfundur les líffræði við Háskóla íslands ogskipar 7. sæti & framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs. isalat- isósa- Lambasteik (glbftarsteikt Cilet) laukur- sveppir-hrásalat- nytt graenmeti- 'iransttar- bearnaiscsósa •dýrari en peir sem næst lægstir! 595* Svínasteik >n- hrásalat- tsa- sveppir- (ranskar „v ý V ödýrari en peir sem :4'' í eru næst laegstir! 595.* BÓNUSBORGARI Armúla 42 ^8129 90 ffyfur... A næstu dögum flytur Málarinn í nýtt húsnæði. Þess vegna veitum við afslátt af öllum vörum verslunarinnar dagana 17-20 febrúar. Opið laugardag frá kl. 10-16 Aðeins nýjar hágæða vörur; málning, lökk, viðarvörn, gólfdúkar, gólfteppi, gólfdreglar, parket, list- málaravörur, rimlagluggatjöld, baðteppi, rósettur, kverklistar ofl ki b &SJLU Grensásvegi 11 Reykjavík Sími 813500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.