Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 35
35 kemur vor, en þannig er mannssál- in, annars gætum við ekki lifað. Ég veit að elska guðs vakir yfir ungu ekkjunni og litlu drengjunum. Og ég veit að sorgarkrumlan losar tak sitt af hjartanu. Elsku Hidda, Ragnar, systkini og aðrir ættingjar, þjöppum okkur fastar saman og bíðum eftir að sólin skíni á ný. Hvar sem lítið kærleikskom, kann að festa rætur, þar fer enginn út í horn, einmana og grætur. (R. Gröndal) Jakobína Gröndal. Seinnipart dags 23. janúar sl. hringdi síminn. Ragnar vinur minn Franzson var í símanum. Mér flaug fyrst í hug að nú fengi ég að heyra frá Ragnari syni hans og vini mín- um í Chile. Hvernig ferðin hefði gengið til Chile, eða hvemig fyrsti túrinn eftir jólafríið heima á íslandi hefði gengið. Ég get ekki lýst því með orðum hversu mér brá þegar ég heyrði erindið. Ragnar Ragnars- son, sonur hans og vinur minn, hafði látist af skotsárum úti í Chile. Ég var sem lamaður, hvernig gat slíkt gerst? Hvað hafði komið fyrir? Það var vorið 1989 sem ég kynnt- ist Ragnari, þá vorum við að útbúa togarann Karlsefni sem halda átti til Chile. Þetta var skemmtilegur tími með miklum vangaveltum um hvað biði okkar á þeim ókunnu slóð- um sem meiningin var að hefja veiðar á. Ragnar var tillögu góður og er óhætt að segja að þær tillög- ur sem hann og Ragnar faðir hans lögðu til hafi skilað góðum árangri á þessum fjærlægu miðum, sem veiðar við Chile strendur er. í júní 1989 komu þeir feðgar svo til Chile. Mikið gladdi það mig að sjá þessa heiðursmenn á flugvellinum í Sant- iago. Strax var haldið af stað til Puerto Chacabuco þar sem útgerð- arfélagið Friosur er staðsett, en hugmyndin var í fyrstu að Ragnar starfaði þar næstu sex mánuði. Ferðin gekk ekki átakalaust og vorum við veðurtepptir vegna snjóa á flugvellinum í Puerto Montt, sem var síðasti áfangastaður fyrir flugið til Chacabuco. En einmitt í Puerto Montt stofn- aði Ragnar heimili sitt og bjó hann þar ásamt konu sinni Maríu og tveimur sonum, þegar hann var kallaður burt frá okkur. En síst af öllu hvarflaði slíkt að okkur á þess- um tíma í júlí 1989 þar sem við biðum eftir flugi til að halda áfram lengra suður, á vit óvissunnar. Ekki var fyrsti tíminn auðveldur í Chile, lítið gekk í útgerðinni. En smátt og smátt unnu íslensku skip- stjórarnir á og _að lokum unnu þeir algeran sigur. Ég gæti sagt margar sögur frá þessum tíma en fyrir okk- ur í fjölskyldu minni er minningin um Ragnar hvað mest lifandi þegar við hugsum um hann í litlu stofunni okkar í Chacabuco, þar sem við feng- um okkur kaffi eða bjór, sögðum sögur og hlustuðum á regnið falla. Ragnar skipstjóri var stuðnings- maður þeirra sem fóru halloka í hinu stéttskipta chileanska samfélagi, hann var dáður af skipsveijum sín- um og fylgdu þeir honum í bíðu jafnt Þegar Brynjar var fimm ára flutt- ist fjölskyldan til Spánar í eigin íbúð. Þá hófu Mikael og Sigurjón, þá tólf ára, störf á hóteli í Benid- orm. Þau fluttu sig síðan um set yfir vetrartímann til Pay Porta þar sem þau síðan áttu heima. Þar kynntist Siguijón dreng, Antonion Femandez, og urðu þeir miklir mátar. Var hann viðloðandi heimili þeirra þaðan í frá. En við andlát Francos einræðis- herra vildi Mikael til íslands, hann óttaðist upplausn og vegna biturrar reynslu í æsku taldi hann fjölskyldu sinni betur borgið á íslandi. Þegar hann stóð í flutningum heim komu Siguijón og vinur hans Antonío að máli við Mikael, því að Toni vildi með til íslands. Var það auðsótt mál. Ég kynntist Tona eftir heim- komuna. Hann talaði aðeins spænsku, en í dag er þessi piltur góður vinur minn, giftur og þriggja barna faðir, talar lýtalausa íslensku. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 sem stríðu. Ég sá mörg dæmi um það. Ég minnist síðustu veiðiferðar- innar sem við fórum saman, þá sá ég Ragnar sýna listir sínar sem skipstjóri og veiðimaður. Við vomm á togaranum Friosur I., komnir með nýtt troll frá íslandi og nú átti að byija að vinna á vöktum um borð en það hafði ekki verið gert áður. Nú var heiður íslands sem fiskveiði- þjóðar í veði að okkur fannst og nauðsynlegt að vel tækist til. Ragn- ar tók þessu rólega fyrst í stað, hann var alltaf i brúnni, talaði í stöðina ensku og spænsku við skip- stjórana á hinum Friosur skipunum. Allan daginn dólaði hann um þar sem hin skipin höfðu verið að veiða. En þegar líða tók á kvöldið og dimmt var orðið hélt hann lengra út á fjöllin, sem kallað var. Þar hafði aldrei varið dregið fiskitroll og talið ódragandi. Alla nóttina var Ragnar í stólnum, horfði á dýptar- mælinn og fylgdist með staðsetn- ingartækjum. Um morguninn, þeg- ar fór að birta, lét hann trollið fara og nú fékk ég að sjá hvernig fag- maður, listamaður sem skipstjóri, vann. Hann lét trollið klífa fjalla- tinda, fara niður í dali og rétt stijúka fjallatoppa allt á réttum stað og tíma. Chileanski skipstjór- inn var sannfærður um að allt troll- ið væri ónýtt, en svo var ekki og er skemmst frá því að segja að við fiskuðum á viku helmingi meira en næsta skip. Ragnar var ekki bara í brúnni, heldur út um allt skip að fylgjast með hvemig gengi í aðgerð- inni, hvemig væri ísað o.fl., ofl. Þegar þessu verkefni var lokið og chileanski skipstjórinn gat sjálfur farið að reyna var farið með okkur í land á smáeyju fyrir utan strönd- ina og biðum við þar eftir togaran- um Friosur II og hélt þá sami leikur- inn áfram þar um borð. Ragnar var sonur hjónanna Loft- hildar Loftsdóttur og Ragnars Franzsonar skipstjóra. Við fjöl- skyldan á Heiðarbæ 2 vottum fjöl- skyldu Ragnars okkar dýpstu sam- úð. Megi Guð blessa minningu hans og styrkja ykkur í sorginni. Jens, Laila, Súni og Björg. Á síðari ámm hefur umræða um hlutverk fmmkvöðla farið vaxandi, en þar hafa einkum verið taldir til menn sem hafa náð langt í viðskipt- um. Minna hefur farið fyrir umræð- um um þá menn sem hafa náð góð- um tökum á sínu starfi og hafa haft kjark til að fara út í hinn stóra heim og bjóða starfsþekkingu sína við framandi aðstæður, sem ef til vill geta reynst mönnum ofviða. Ragnar var einn þeirra manna sem ótrauður lagði til atlögu við framandi aðstæður, er hann var ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu FRIOSUR. Ráðningin kom í kjölfar þess að FRIOSUR keypti héðan togara er þá kallaðist Karlsefni. Ragnar var einn fjögurra íslendinga sem vom ráðnir í áhöfn skipsins. Með í för var einnig faðir hans, Ragnar Fransson. Arangur af starfsemi fjórmenn- inganna var góður, skipið reyndist vel og afli var góður. Heimamenn skynjuðu að þarna fóru menn er þekktu til verka og tókst milli þeirra og starfar sem löggiltur rafvirki á Fáskrúðsfirði. Fyrir fáum árum síð- an fór ég til Spánar með Mikael og fjölskyldu í heimsókn til Onteni- ente. Þar kynntist ég systur hans og hennar fjölskyldu og því um- hverfí sem Mikael ólst upp við, menningu, siðum og skoðunum. Það var dýrmæt reynsla og ótrúleg upp- lifun annarrar menningar. Það var eins og ísland gleymdist um stund. Ég upplifði fótbolta, menhingu Mára og Spánveija, borgarastríðið og beiskju fólks í garð Francos. Mikael sagði mér eitt sinn er við rææddum þessi mál og önnur, að ef faðir hans hefði verið skráður meðlimur kommúnistaflokksins hefði hann og öll fjölskylda hans verið drepin og kötturinn líka. Eftir heimkomuna hóf Mikael störf við Vöruflutningamiðstöðina og síðan Landflutninga. Einnig kenndi hann spænsku í Námsflokk- um Reykjavíkur. Þegar hann vann góð samvinna og gagnkvæm virð- ing. Mér segir þó svo hugur að sú samvinna hafi ekki alltaf gengið hávaða- eða þrautalaust fyrir sig þegar þeir feðgar voru að innleiða vinnubrögð sín um borð, enda báðir kunnir atorku- og ákafamenn. Þegar ráðningartíma hjá FRIOS- UR lauk,^ sneru þeir fjórmenningar aftur til íslands. Fljótlega sýndi sig að Ragnar hafði tekið ástfóstri við það fallega land, Chile. í samein- ingu tókst okkur að finna nýtt fyrir- tæki, sem vildi nýta sér starfs- krafta Ragnars, en eftir stuttan ráðningartíma fór hann aftur til FRIOSUR. Síðast hitti ég Ragnar, er ég var á ferð í Santiago í desember síðast- liðnum. Það var létt yfir honum, fengsælu ári var að ljúka og hann vár í för með fjölskyldunni á leið í jólafrí til íslands til að heilsa upp á ættingja og vini. Við ræddum um framtíðina og sagðist hann hafa afráðið að setjast að í Chile. Helst vildi hann kaupa sér jörð þar. Það er mín skoðun að störf Ragn- ars í Chile hafi verið mjög mikil- vægt framlag til þess að staðfesta þá skoðun að tækinþekking í ís- lenskum sjávarútvegi eigi erindi til annarra sjávarútvegsþjóða. Störf Ragnars í Chile voru um margt störf frumheijans. Ég vil hér að leiðarlokum þakka Ragnari fyrir ánægjuleg samskipti, um leið og ég votta aðstandendum hans samúð mína. Páll Gíslason. Ég fékk bróður. Ég var glaður, of glaður. Hann fór. Ég sé hann aldrei framar. Hvem hef ég misst? Einhvem sem mér þykir vænt um, einhvem sem ég elska, einhvem sem ég treysti. Okkur setti hljóð eftir að síminn hringdi 23. janúar sl. og okkur til- kynnt að mágur minn og bróðir Ragnar Ragnarsson hafði látist með válegum hætti í Chile þá um morg- uninn. Ekki hefðum við trúað því að það yrði í síðasta sinn sem við sæjum hann er hann kom ásamt fjöískyldu sinni heim um jólin. Eftir- tektarvert var hversu hamingjan og lífsgleðin geislaði af þessum nýbakaða föður. Ragnar var alltaf atorkumikill, einlægur og barngóður. Því fengu systkinabörn hans og fóstursonur að kynnast. Ragnar lauk prófi úr Stýri- mannaskólanum og var hér til sjós í nokkur ár. Síðar lágu leiðir hans og föður hans til Chile, þar sem Ragnar kynntist seinni eiginkonu sinni og settist þar að. í ágúst á síðasta ári eignuðust þau hjónin yndislegan dreng og létu skíra hann Ragnar Stefán hér heima 6. janúar og var því stutt samvera þeirra feðga og konu hans. Eiginkona og synir eiga nú um sárt að binda í fjarlægu landi og biðjum við góðan guð að styrkja og varðveita þau og fjölskyldu hans. Blessuð_ sé minning góðs drengs. Ólöf Stefánsdóttir og fjöl- skylda. á Vöruflutningamiðstöðinni kynnist hann Gissuri Þorvaldssyni og stóð þeirra vinátta til hinstu stundar. Mikael var dugnaðarforkur og ósérhlífinn. Það var því mikið áfall fyrir hann þegar hann missti heils- una og varð að hætta að vinna vegna veikinda. Að missa heilsuna var eitt, en að geta ekki unnið var annað og meira. Mikael var fæddur kaþólskur, en var aldrei sáttur við kaþólskuna. Hann las Biblíuna oftar en einu sinni og ræddum við þau mál í þaula. Við komumst að niður- stöðu, hann að sinni, ég að minni. Hvor hafði rétt fyrir sér mun eilífð- in leiða í ljós. Þegar ég lít yfir farinn veg sé ég fyrir mér mann sem ég bar mikla virðingu fyrir, mann sem stóð fast við bakið á sínum og sinni fjöl- skyldu. Hann var maður sem hægt var að leita til er vanda bar að höndum. Blessuð sé minning hans. Elvar Berg Hjálmtýsson. t Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, ÖRN SIGURÐUR AGNARSSON, Miðvangi 99, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 17. febrúar sl. Agla Bjarnadóttir, Agnar Sigurðsson, Magnúsfna Guðmundsdóttir, Bjarni Arnarson, Sigurlaug H. Sverrisdóttir, Agnar Helgi Arnarson, Ásdís Arthúrsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. t Eiginkona mín, SVEINFRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Skapti Ólafsson. t Eiginmaður minn, FINNBOGI G. KJELD forstjóri, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Jóna Þórðardóttir. t Bróðir minn, mágur og frændi, INGVARGUNNLAUGSSON bóndi, Syðra-Kolugili, Víðidal, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ása Gunnlaugsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Guðlaug Ragnarsdóttir, Kristinn Helgi Gunnarsson og börn. t Ástkær bróðir okkar, RÚNAR SKÚLASON, sem lést þann 6. febrúar síðastliðinn af slysförum í Bandaríkj- unum, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardagirm 20. febrúar kl. 14.00. Sigurjón Skúlason, Ingólfur Skúlason, Guðrún Kristín Skúladóttir, Ólafur Theódór Skúlason, Valdís Skúladóttir, Eirfkur Skúlason, Kolbrún Skúladóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTMUNDAR GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi bílstjóra á Hótel Borg. Kristín Kristmundsdóttir, Guðjón Bergsson, Guðlaugur Kristmundsson, Jónina Þórðardóttir, Halla Kristmundsdóttir, Magnús Þórðarson, Sigriður Kristmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Hugrún Kristmundsdóttir, Lárus Birgisson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför SIGURBERGS BENEDIKTSSONAR skipasmíðameistara. Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan Jörgensen, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.