Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 -------------------------------------■■ --------— —— —-f ^ V/--------------- Fjármálaráðherra um niðurskurð á fríðindum stj ór nmálamanna á Vesturlöndum Höfum þeg’ar hreinsað til í flestum kostnaðarliðum „EF ísland væri með í þessari samantekt sæist að við höfum þegar hreinsað til í flestum kostnaðarliðunum sem þarna eru nefndir. Við höfum líka tekið meira á í ríkisfjármálunum en flestar nálægar þjóðir,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra þegar borin var undir hann frétt úr Morgunblaðinu í gær þar sem fram kemur að ýmis ríki á Vesturlöndum hafa verið knúm til sparnaðar í ríkisrekstri og hefur niðurskurðar- hnífnum ekki síst verið beint að munaði ýmsum, fríðindum og réttindum stjórnmálaleiðtoga, aðstoðarmanna þeirra og starfs- fólks í ráðuneytum. Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaga- nefndar Alþingis, sagði að á síðasta ári hefði verið sparaður IV2 milljarður króna í rekstri stofnana ríkisins. „Menn mega ekki gleyma því sem gert hefur verið.. í tíð þessarar ríkis- stjórnar hefur náðst verulegur spam- aður í rekstri ríkisstofnana. Það gerðist meðal annars með flötum niðurskurði í nýrri mynd. Ég tel að svo langt sé búið að ganga að ef menn ætla að gera betur þurfi að meta það hvort hægt sé að leggja niður einhveijar stofnanir,“ sagði Karl Steinar þegar hann var spurður hvort ekki væri hægt að lækka um- rædda kostnáðarliði hér á landi. Friðrik sagði að útilokað væri í opinberri stjórnsýslu að fella niður liði eins og risnu og ferðakostnað. Slík samskipti væru lífsnauðsynleg. Hins vegar væri mikilvægt að hafa skýrar og gagnsæjar reglur um þá viðkvæmu kostnaðarliði sem hér er aðallega raptt um og að öllum væri ljóst hvaða reglur giltu og hvaða heimild menn hefðu til að ákveða útgjöld. Bílakostnaður lækkaður Karl Steinar sagði að vissulega væri bifreiðakostnaður ríkisins mikill eða 1,8 milljarðar króna. „Fjárlaga- nefnd fór yfir skýrslu Ríkisendur- skoðunar og í nefndinni var þessi kostnaður gagnrýndur. Við höfum komið því á framfæri að nauðsyn væri á að taka þetta föstum tökum,“ sagði Karl Steinar. Friðrik sagði að ríkisstjómin hefði ákveðið að fela fjármálaráðuneytinu og Bílanefnd ríkisins, í samvinnu við önnur ráðuneyti, að útfæra tillögur til lækkunar á bílakostnaði ríkisins um 5-10% frá árinu 1991. Fjármála- ráðuneytið hefur nú skrifað ráðu- neytunum bréf þar sem óskað er eftir tillögum yfirmanna allra ráðu- neyta og stofnana um það hvernig þeir geti náð þessum spamaði í akst- urskostnaði. Eru þeir beðnir um að skila tillögum fyrir 1. apríl. Bílanefnd og ráðuneytið ætla síðan að gera skýrslu um árangur aðgerðanna. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að risna og ferðakostn- aður ríkisins hafí numið 1,7 milljárði króna á árinu 1991. Karl Steinar sagði að ýmislegt hefði verið gert til að minnka þennan kostnað og meira en nokkm sinni áður. Nefndi hann að dagpeningar ráðherra hefðu verið lækkaðir um 20%. Fjármálaráðherra sagði að samningur ríkisins við Flug- leiðir skilaði jafnvel 6-10% lækkun ferðakostnaðar og samningur við ferðaskrifstofurnar tryggði það að Kris Kristofferson söngvari í samtali við Morgunblaðið Ég mun semja lög allt tíl dauðadags KRIS Kristofferson, bandaríski lagasmiðurinn, sveitasöngv- arinn og kvikmyndaleikarinn, er væntanlegur til landsins í dag, en hann heldur tvenna tónleika á Hótel Islandi, í kvöld og annaðkvöld. Kristofferson sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann hefði ekki áður komið til Islands og vissi fátt um land og þjóð. Hann sagði að hann myndi syngja ný og gömul lög á tónleikunum á Hótel íslandi. Kristofferson sagði að tónleik- amir hér á landi væru hluti af tón- leikaferðalagi hans um Evrópu. Hann kom fram á tónleikum ásamt leikkonunni Vanessu Redgrave í Hamborg í lok janúar og á öðrum tónleikum með sveitasöngvaranum Johnny Cash. I gærkvöldi hélt hann tónleika í Dublin á írlandi. „Ég veit afar fátt um ísland. Þó veit ég að þar er mikill jarðhiti og þar var leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs haldinn.“ Býr á Hawaii „Ég á ættir að rekja til Svíþjóð- ar f föðurætt. Ég á ættingja í Sví- þjóð og hitti marga þeirra fýrir einu ári þegar ég var í Stokkhólmi ásamt híjómsveit minni, Highway band,“ sagði Kristofferson. „Ég bý núna á Hawaii og á §ög- ur böm sem ganga í skóla þar. Við búum í litlum bæ og þar er gott að ala upp böm. Ég á fjögur böm; tveggja ára stúlku og þijá stráka; fimm ára, sjö ára og níu ára gamla. Þeir ganga berfættir í skólann og þarna er yndislegt að vaxa úr grasi. Stórborgirnar í Bandaríkjunum, sérstaklega Los Angeles, eru illa staddar hvað eit- urlyf og ofbeldi varðar og þar er erfitt að ala upp böm. Ég held að Lagasmiðurinn KRIS Kristofferson er mörgum að góðu kunnur úr fjölmörgum kvikmyndum og hann hcfur samið mörg lög sem hafa orðið vinsæl. Hann kemur fram á Hótel íslandi í kvöld og annað- kvöld. ö rætur ofbeldisins sé ekki að fínna í útbreiðslu eiturlyfja. Þegar svo- kallaðir leiðtogar þjóðarinnar sýna enga virðingu fyrir mannslífum á jörðinni er varla hægt að búast við því að fólk sem býr við ómannúð- legar að§tæður í stórborgunum beri virðingu fýrir lífinu. En ég sé vonarglætu nú þegar demókratar eru komnir í Hvíta húsið,“ sagði Kristofferson. Sem lög til dauðadags „Ég mun líklega semja lög allt til dauðadags. Með því að semja lög get ég best tjáð mig og það veitir mér ánægju." Aðspurður um hvort veitti honum meiri ánægju, að semja lög eða leika í kvikmynd- um sagði Kristofferson: „Ég hef leikið í mörgum myndum með góð- um leikstjórum og hef verið lán- samur með samstarfsaðila. Ég leik ekki í svo mörgum myndum núorð- ið, hvort sem lífsskoðun mín er ástæðan eður ei. En ef ég semdi ekki lög þá kæmi ég ekki fram, því ég er ekki söngvari í sama gæðaflokki og Frank Sinatra eða Ray Charles, en ég á auðvelt með að túlka eigin lög.“ Þegar hann var spurður hvort hann væri millj- ónamæringur á bandaríska vísu, sagði Kristofferson og hló: „Nú veit ég ekki, þú verður að spyija aðra að því, vegna þess að ég sé aldrei peningana streyma inn. Ég hef ekki þénað neinar stórupphæð- ir síðustu árin, en það hafa fáir gert í efnahagslægðinni. En við drögum einhvern veginn fram líf- ið,“ sagði Kristofferson. LANCASTE R HYGEA HÚÐGREINING í DAG KL. 14-19 Kringlunni alltaf yrði leitað að besta og ódýr- asta ferðamáta. Friðrik sagði að íslenskir stjóm- mála- og embættismenn notuðu aðal- lega áætlunarflug. Hann sagði að það kæmi fyrir að menn notuðu flug- vélar ríkisins, til dæmis flugvél Flug- málastjómar, en eingöngu vegna þess að það væri talið ódýrara en áætlunarflug, til dæmis vegna þess að margir færu. saman. Þá sagði hann að ferðir til útlanda væru yfir- leitt svo stuttar að ekki væri hægt að nota afsláttarfargjöld. Karl Stein- ar sagðist vita til þess að þingmenn reyndu alltaf að fá sem allra ódýrast- ar ferðir og flygju á almennum far- gjöldum þegar þeir ættu þess kost. Risna minnkuð Fjármálaráðherra sagði að risna væri ákveðin fyrirfram í fjárlögum. Yfirmenn stofnana ákvæðu sjálfir hvernig fjárveitingin væri nýtt en þeir yrðu að fara eftir ákveðnum reglum í því efni. Karl Steinar benti á að fjárveitingar til risnu í aðalskrif- stofum ráðuneyta hefðu verið lækk- aðar um 20% við síðustu fjárlaga- gerð. Það hefði haft í för með sér að dregið hefði verulega úr boðum sem algengt er að ráðherrar séu beðnir um að halda ýmsum samtök- um í þjóðfélaginu. Varðandi kostnað við ýmis önnur fríðindi sem minnkaður hefur verið á Vesturlöndum sagði Friðrik að margt af því ætti ekki við okkur því þau fríðindi væru ekki hér. Nefndi hann sem dæmi kostnað við veiting- ar í embættisbústöðum ráðherra sem engir væru hér. Þá sagði hann að bifreiðanotkun ráðherra til eigin nQta hefði verið skattlögð í fyrsta skipti á síðasta ári og bílafríðindi ráðherra skert. Þá sagði hann að laun ráð- herra hér væru hlutfallslega lág og nefndi sem dæmi að enginn ráðherra væri meðal 100 launahæstu starfs- manna ríkisins. Þá minnti hann á að ekki væri um að ræða hækkun launa því ríkisstjómin hefði sett bráðabirgðalög á kjaradóm og ráð- herrar því ekki fengið þær kaup- hækkanir sem dómurinn kvað á um. Loks nefndi fjármálaráðherra að tímaritum sem ríkið keypti hefði far- ið fækkandi og dagblöðunum hefði verið fækkað úr 500 í 150. Við það síðamefnda hefðu sparast verulegar fjárhæðir. TILBOÐ Skautaskíði á tilboðsverði kr. 5.500 Takmarkað upplag ÚTILÍFP GLÆSIBÆ. SÍMI 812922 SKATABUÐIN -SMMR, FRiAMUK SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 (D 4 RAÐGREJÐSLUR PÓST5ENDUM SAMDÆGURS!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.