Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 29 Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins um smábáta Deilt um veiðikerfi krókaleyfisbáta ALÞÝðUBANDALAGSMENN mæltu í gær fyrir þingsálykt- unartillögu um að sjávarútvegsráðherra undirbúi tillögur um þróunarfosendur og starfsskilyrði til smábátaveiða með það að markmiði að viðhalda frjálsum aðgangi þeirra inn- an sóknartakmarkana. Vitað er að nokkrir stjórnarliðar eru því fylgjandi að smábátar megi veiða áfram eftir sókn- armarkskerfi. Alþýðuflokksmaðurinn Gunnlaugur Stefáns- son (A-Al) lýsti þessu sem sínum vilja og hann telur sig eiga enn fleiri skoðanabræður í sljórnarliði. Vistvænar veiðar viðhaldist Fyrsti flutningmaður og fram- sögumaður fyrir tillögu alþýðu- bandalagsmanna Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al) gerði grein fyrir því að tillagan gerði ráð fyr- ir að athugað yrði m.a. þjóðhags- legt gildi smábátaveiða í saman- burði við aðrar fiskveiðar, þýðingu smábátaveiða fyrir viðhald byggð- ar og atvinnu, áhrif á vistkerfí sjávar í samanburði við aðrar veið- ar, afkomu þeirra sem hefðu lífs- framfæri sitt af smábátaveiðum og öryggi þeirra sem stunduðu smábátaveiðar. Við gerð tillagn- anna skyldi haft náið samráð við Landssamband smábátaeigenda, Fiskifélag Íslands, Hafrannsókna- stofnun og sjávarútvegsnefnd Al- þingis. Tillagan gerir ráð fyrir að niðurstöður verið kynntar Alþingi fyrir 15. október 1993. Framsögumaður sagði að þegar tillagan hefði verið lögð fram í síðasta mánuði hefði flutnings- menn ekki órað fyrir því sem sem nú væri fram að koma frá svo- nefndri „tvíhöfðanefnd". Tillögur þessarar nefndar hefði verið kast- að út í umræðuna án þess að Al- þingi fengi aðgang að þessum hugmyndum. Ekki hefði verið hirt um lögboðið samráð við sjávarút- vegsnefnd þingsins um mótun til- lagna. Það væri sannarlega kom- inn tími til að Alþingi tæki þetta mál í sínar hendur ef sögusagnir fjölmiðla væru réttar. Þorsteini Pálssyni var tillaga og málflutningur alþýðubanda- lagsmanna nokkurt furðuefni. Sá flokkur hefði í tíð fyrri ríkisstjórn- ar staðið að því að samþykkja núgildandi lög um stjóm fiskveiða. Bráðabirgðaákvæði í þessum lög- um gerði ráð fyrir því að svokallað krókaleyfi yrði afnumið 1. septem- ber 1994. Sjávarútvegsráðherra sagði að ekkert nýtt hefði fram komið síðan þessi lög voru knúin í gegn. Allar staðreyndir hefðu verið ljósar þegar lögin voru sett. Málmiðlun um sambærilegar leikreglur Sjávarútvegsráðherra sagði að hann hefði í október á ársfundi Landssambands smábátaeigenda lýsti því yfir að hann teldi að breyta yrði þessum lögum. Það þyrfti að koma fram með mála- miðlun. Tvíhöfðanefndin héfði greint frá ákveðnum valkosti sem myndi verða ræddur nánar við hagsmunaaðila og sjávarútvegs- nefnd þingsins. Sjávarútvegsráð- herra benti á að málamiðlun til hagsbóta smábátaútgerðum hlyti að verða á kostnað stærri útgerða. Ráðherra sagðist hyggja, að þegar til lengdar léti væri farsælast að við byggjum við stjómskipulag þar sem allir sætu við sama borð og að leikreglurnar væru sem svipað- astar fyrir alla útgerðarflokka. Skyndilokun Sjávarútvegsráðherra var sann- færður um, að þegar sambærileg- ar leikreglur hefur verið tryggðar myndu kostir smábátaútgerðar njóta sín. Hann tók undir það að smábátar kæmu vissulega með gott hráefni að landi. Menn hefðu á orði að línubátarnir kæmu með gott hráefni. En það væri líka nii>inci áhyggjuefni að undanfarið hefði undirmálsflskur verið mjög stór hluti aflans, af 31 skyndilokun í janúarmánuði vegna undirmáls- fisks hefðu 25 verið vegna línu- veiða. Siðar í umræðunum sagði sjáv- arútvegsráðherra, að það væri rangt sem haldið hefði verið fram að hugmyndir tvíhöfðanefndarinn- ar þrengdu kost smábátaútgerða, umfram það sem núverandi lög- gjöf mælti fyrir um. Nú væri bund- ið í lögum að krókaleyfið skyldi afnumið og 4.000 lestum skyldi jafnað milli smábátanna. Tví- höfðanefndin gerði ráð fyrir að slaka á þessari löggjöf. Hugmynd- ir þær sem nefndin hefði sett fram gerðu ráð fyrir að skipt yrði á milli smábátanna afla sem væri þrefalt meiri en núverandi löggjöf mælti fyrir um. Fjölmargir þingmenn héldu ræður og héldu stjórnarandstæð- ingar fram hlut smábáteigenda. Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne) sagðist ekki mótmæla því, að framsóknarmenn bæru mikla ábyrgð á núgildandi lögum en þeir hefðu aldrei haldið því fram að fundin væri lausn sem allan vanda leysti. Hún vitnaði til flokksþings Framsóknarflokksins m.a. um að afli yrði unninn í meira mæli innanlands og að minnstu bátarnir veiddu áfram samkvæmt endurbættu banndagakerfi með heildaraflahámarki. Sóknarkerfi í stjórnarliði Einar K. Guðfinnsson (S-Vf) lýsti þeirri skoðun sinni að við- halda ætti krókaleyfi í einni eða annarri mynd. Hann taldi hins vegar að óbreytt kerfi kæmi ekki til greina. Það væri ákaflega vafa- samt að þessir bátar væru að sækja sjó við erfíðustu aðstæður og líka hitt sem minna væri um talað. Honum hefði verið tjáð að nokkuð væri um það, að reglur um hleðslumörk þessara báta væru ekki fyllilega haldnar. Gunn- laugur Stefánsson (A-Al) gagn- rýndi það að tvíhöfðanefndin hefði smásaman verið að greina frá nið- urstöðum sínum í fjölmiðlum. Þessi nefnd hefði verið kjörin af Smábátaútgerð Ráðherra telur farsælast að við búum við stjórnskipulag þar sem allir sitja við sama borð og leikreglur eru svipaðar fyrir alla útgerðarflokka. þingflokkum ríkisstjómarinnar. Gunnlaugur sagðist eiga erfitt að heyra um niðurstöður þessarar nefndar sem hann bæri ábyrgð á án þess að hafa fengið að sjá nokk- uð skriflegt um það sem nefndin væri að gera. Gunnlaugur taldi þessa þings- ályktunartillögu alþýðubandalags- manna vera gott innlegg þegar sjávarútvegsnefnd tæki til við, að ræða endurskoðun laganna um stjórn fískveiða. Ræðumaður sagði að tveir þingmenn Alþýðuflokksins hefðu séð sig knúna til þess að lýsa því yfír, að þeir myndu leggja sig fram um það að veija fijálsar veiðar; krókaleyfín í þeirri mynd sem þau hefðu hingað til verið. Gunnlaugur lýsti sig þann þriðja. Ræðumaður sagði að tveir eða þrír eða jafnvel fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu einnig séð sig knúna til að gera þetta líka. Bíður með yfirlýsingar um óbirtar tillögur Sturla Böðvarsson (S-Vl) taldi að tæpast væri hægt að bíða eftir niðurstöðum þeirra viðamiklu rannsókna sem tillaga alþýðu- bandalagsmanna gerði ráð fyrir. Hann taldi að það væri óhjá- kvæmilegt að þingið tæki afstöðu til þess með hvaða hætti það vildi að smábátar sæktu á miðin. Sturla kvaðst hins vegar ætla að bíða með allar yfírlýsingar um afstöðu til tillagna tvíhöfða nefndarinnar. Fyrst vildi hann sjá þær. Jóhanna Signrðardóttir félagsmálaráðherra um vaxtahækkun í félagslega íbúðakerfinu Nauðsynlegt var að hækka vextina RÍKISSTJÓRNIN var harðlega gagnrýnd fyrir þá ráðstöf- un að hækka vexti í félagslega íbúðakerfinu úr 1% í 2,4%. Stjómarandstæðingar segja þessa vaxtahækkun vera kalda vatnsgusu framan í verkalýðshreyfinguna. Jóhanna Sigurð- ardóttir félagsmálaráðherra segir að vaxtabreyting hafi verið nauðsynleg, annars hefði orðið að fækka nýbygging- um félagslegra íbúða úr verið gerð í nauðvörn. 500 í 300. Vaxtahækkunin hafi Að beiðni Steingríms J. Sigfús- sonar (Ab-Ne) var til umræðu utan dagskrár ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar að hækka vexti á lánum á félags- legum eignaríbúðum úr 1% í 2,4% frá og með 1. mars næstkomandi. Málshefjandi sagði að þess fyrir utan ættu vextir á almennum kaup- leiguíbúðum að hækka í 4,9% og á seldum félagslegum kaupleiguíbúð- um í 2,4%. Steingrímur sagði að ein af forsendum síðustu kjara- samninga hefði verið að ekki yrði hróflað við vöxtum í félagslega íbúðalánakerfinu. Steingrímur sagði ríkisstjómina ekki hafa getað ögrað verkalýðshreyfingunni með beinni hætti. En þessi vaxtahækkun segði ekki allt um þetta efni. Ríki- stjómin hefði ákveðið í haust að skerða vaxtabætur um 400 milljón- ir frá og með árinu 1994. Honum þótti ábyrgð félagsmálráðherra og ríkisstjórnarinnar mikil með því að ráðast úr tveimur áttum á tekju- lægstu hópanna. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra vísaði ásökunum Steingríms J. Sigfússonar harðlega á bug. Ljóst hefði verið að Bygging- arsjóður verkamanna hefði stefnt í þrot. Það hefði verið skylda hennar að bregðast við þessum vanda. Þrennt hefði komið til greina. 1) Stórauka ríkisframlag til að mæta vaxtamismuninum. 2) Fækka fé- lagslegum íbúðum úr 500 í 300. 3) Breyta vaxtakjörum til að minnka vaxtamuninn. Félagsmálaráðherra sagði það hafa verið ljóst að vaxtabreytingar hefðu verið á döfinni allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar, þótt þær væru nú fyrst að koma til framkvæmda. Valið hefði staðið á milli þess að fækka félagslegum íbúðum um 200 eða breyta vaxtakjörum. Hún hefði talið það mikilvægt að marka þá stefnu að byggja 500 félagslegar íbúðir á ári. Hún sagði að 8-10 umsækjendur væru um hveija fé- lagslega íbúð sem úthlutað væri. Henni var líka spurn, hvort það væri skynsamlegt að draga úr íbúðabyggingum með hliðsjón af atvinnustiginu í landinu. Félagsmálarráðherra sagði að í sumum fjölmiðlum hefði verið dreg- in upp mjög villandi mynd af áhrif- um þessarar vaxtahækkunar. Stað- reyndin væri sú að greiðslubyrði fólks með undir 1,2 milljóna króna árstekjum ykist ekki eftir fyrsta árið, þegar tekið væri tillit til vaxta- bóta. Félagsmálaráðherra lét þess og getið að fjármálaráðherra myndi væntanlega á næstunni skipa nefnd til að endurskoða vaxtabótakerfíð m.t.t. að tekjutengja það meira en gert hefði verið. Stjórnarliði gagnrýnir Þingmönnum stjórnarandstöðu þóttu svör félagsmálaráðherra hvorki góð né fullnægandi. Þeir töluðu um „kalda vatnsgusu framan í fólk“ þetta verk væri „nöturlegt framlag“ í þeirri umræðu sem væri nú um að lækka vexti. Stjómarliðar hins vegar kölluðu vaxtahækkunina nauðvöm og spurðu eftir því hvers virði gjaldþrota sjóður væri félags- legum íbúðabyggingum. Einn stjórnarliði Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vestfjarða, sagðist skilja vel að fé- lagsmálráðherra vildi standa við það að byggja 500 félagslegar íbúð- ir árlega. Fyrst ekki hefði fengist fjármagn hjá ríkisstjóm reyndi hún leið vaxtahækkunar. Pétur taldi að athuga ætti þá leið betur að skoða á nýjan leik tekjur þeirra sem byggju í verkamannabústöðunum og ákvarða vextina eftir því og gera það með styttri viðmiðun en þeirri 5 ára viðmiðun sem nú væri. Pétur sagði útlokað að tala um vaxtahækkun í félagslega kerfinu. Það væri einmitt þetta fólk sem hefði orðið fyrir mestu tekjurýmun- inni á síðustu áram. Skattahækkan- imar hefðu komið hlutfallslega verst við þennan hóp. Og margir úr þessum hópi hefðu nú misst at- vinnu. Pétur Sigurðsson sagði að bregðast yrði við fyrirsjáanlegu gjaldþroti Byggingarsjóðs verka- manna með öðru en vaxtahækkun. Leita yrði annarra ijármögnunar- leiða. Pétur benti sérstaklega á hert skattaeftirlit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.