Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 48
Gæfan fylgi þér í umferðinni SJÓVáI^LMENNAR MORGUNBLAÐJÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SIMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/Ólafur Rögnvaldsson Þá tók steininn úr... Á LÓRANSTÖÐINNI á Gufuskálum, rétt vestan við Hellissand, hafa menn ekki farið varhluta af vondum veðrum sem hrellt hafa landsmenn frá ára- mótum. Þó ekki hafí verið mikill jafnfallinn snjór hefur hann þess heldur safnast í skafla, sem hafa oft og tíðum náð upp á þakbrúnir. Miklir vindar og sjógangur hafa svo þeytt ýmsu lauslegu til í ijöruborðinu. En fyrir skömmu þótti Lilju Guðmundsdóttur, umboðsmanni Morgunblaðsins, þó steininn taka úr þegar hún tók eftir heljarmiklum grjóthnullungi inni á túni Lóranstöðvarinnar. Við nánari athugun kom í ljós að hnullungurinn er um 115 sm langur, 56 sm breiður og 50 sm hár. Er áætlað að hann geti vegið vel yfir hálft tonn. Þessum hnullungi hefur verið velt og kastað tugi metra frá fjörunni, gegnum girðingu, sem staðið hefur allt af sér áratugum saman og hann skilinn eftir, ásamt þara og sandi, um sex metra inni á túni. Ohætt er að segja að hafið býr yfir miklum krafti. Tillögrir tvíhöfðanefndarinnar um krókaleyfisbáta Kvóti ekki framselj- anlegur tíl stæni báta TVÍHÖFÐANEFND ríkisstjórnarinnar leggur til að afla- kvóti sá, sem settur verður á krókaleyfisbáta undir sex tonn- um, verði ekki framseljanlegur til stærri báta eða skipa. Villyálmur Egilsson, annar af tveimur formönnum nefndar- innar, segir að með þessu sé smábátaútgerðin fest í sessi. „Þetta er gert til að bregðast við þeim ótta, sem margir hafa látið í ljós, um að útgerð þessara báta myndi leggjast af,“ sagði Vilhjálmur. Er kvóti var settur á hluta smábátaflotans, þ.e. 6-10 tonna báta, í upphafi árs 1991, voru þess- ir bátar, að meðtöldum bátum undir 6 tonnum sem völdu kvóta fremur en krókaleyfi, 901 talsins. Að sögn Arnar Pálssonar hjá Landssambandi smábátaeigenda hefur á fjórða hundrað bátar síðan selt kvóta sinn til annarra útgerða. Hlutur þessara báta í þorskafla hefur á sama tíma minnkað úr 12,3% í 7,8%. Lokað vegna línuveiða í umræðum á Alþingi í gær, sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra, að þegar til lengdar léti væri farsælast að búa við stjórnskipulag þar sem allir sætu við sama borð og þegar sambærilegar leikreglur hefðu verið tryggðar myndu kostir smábátaútgerðar njóta sín. Hann sagði þó áhyggjuefni, að undirmáls- fiskur hefði verið mjög stór hluti afla línubáta að undanförnu og af 31 skyndilokun í janúar vegna undir- málsfisks hefðu 25 verið vegna línu- veiða. Guðmundur Karlsson, forstöðu- maður veiðieftirlits, sagði að óvenju- mikið hefði verið um skyndilokanir. Þeim hefði verið beitt 49 sinnum og reglugerðarlokunum 11 sinnum í vetur, sem væri nokkuð oftar en veturinn áður. Hann sagði ástæðu þessara lokana þá að óvenjumikið hefði verið af smáfíski á grunninu. Sjá einnig þingsíðu bls. 29. „Franska pillan“ notuð við fóstur- eyðingar hér? Á KVENNADEILD Landspítalans er nú verið að kanna hvort ástæða sé til að nota lyf sem eyðir fóstri, svokallaða fóstureyðingarpillu. Lyfið gæti í sumum tilfellum komið í stað hefðbundinnar aðgerðar. Jón Hilmar Alfreðsson, lækn- ir á kvennadeild, segir að enn sé alls óvíst hvort lyfið verði notað hér. Um umrætt lyf hefur verið tölu- vert fjallað í fjölmiðlum víða um heim og það stundum kallað „franska pillan". Þungaðar konur taka lyfíð ákveðinn tíma og missa við það fóstur. Nú fara konur til fóstureyðingar á sjúkrahús, gang- ast undir aðgerð á skurðstofu og dvelja daglangt á sjúkrahúsinu. Hér á landi munu hugmyndir manna bundnar við að lyfið verði gefið á sjúkrahúsi með sérstakri undan- þágu, en verði ekki afgreitt í lyfja- búðum eftir lyfseðlum. Jón Hilmar Alfreðsson sagði að víða erlendis væri farið að reyna notkun lyfsins, en á kvennadeild Landspítalans væri byijað að kanna hvort notkun lyfsins væri til bóta, en sú könnun væri mjög skammt á veg komin. Rannsóknir erlendis bentu til að lyfið gæti hentað sum- um konum. „Þetta lyf kæmi ekki í stað hefðbundinna aðgerða, því það hefur reynst best á allra fyrstu vik- um meðgöngu," sagði hann. „Þá kemur upp vandamál, því ef þungun er greind of snemma, þá er ekki ljóst strax hvar fósturvísirinn situr, til dæmis hvort um utanlegsfóstur er að ræða. Það geta liðið ein til tvær vikur þar til það skýrist." Morgunblaðið/Þorkell Depill sér um fiskmatið KÖTTURINN Depill sér um fiskmatið hjá honum Þórarni Björnssyni sem býr á Laugamestanganum, en hann notar rólustaurana á lóðinni hjá sér sem fískhjalla á veturna. Fiskinn segir Þórarinn vera til eigin nota og í þvottahúsinu hjá honum leynast auk þess súrtunnur með 130 bringukollum og öðru góðgæti sem hann hefur aflað til að auðvelda sér lífsbaráttuna. Munur á verðmati eldri bíla ÞÓ NOKKUR munur getur verið á verðmati notaðra bif- reiða lyá bílaumboðum og bílasölum. í skyndikönnun sem Morgun- blaðið gerði í vikunni kom í ljós að hæsta tilboð í notaða bifreið var tæplega 29% hærra en hið lægsta. Farið var með notaðan bíl á nokkra staði og hann boð- inn ásamt staðgreiddri 200 þús- und króna milligjöf í stað dýrari bíls. Lægsta tilboð hljóðaði upp á 350 þúsund krónur en hið hæsta 450 þúsund. Bílar sem boðnir voru í staðinn voru mis- jafnir. Sjá bls. 12 C: „Kona kaupir bll“. Lögreg’luskýrsla frá Lúxemborg lögð fram í máli Graysons og Feeneys Myndir af telpunum voru í Leifsstöð vegna ótta um rán ÚTLENDINGAEFTIRLIT og tollgæsla á Keflavíkurflugvelli höfðu verið fyrir- fram vöruð við því að dætrum Ernu Eyjólfsdóttur kynni að verða rænt. Myndir af þeim voru til staðar hjá vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Þetta kom fram við réttarhöld í máli ákæru- valdsins gegn James Brian Grayson, föður annarrar telpunnar, og Donald M. Feeney, forstjóra fyrirtækisins CTU, sem tók að sér að koma telpunum í hendur feðra þeirra. Við réttarhaldið í gær lagði Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri og sækjandi, fram skýrslu frá lögreglu í Lúxemborg þar sem haft er eftir Judy, eiginkonu Donald Feeney, að starfsfólk fyrirtækisins hafi komið hingað með það að ásetningi að nema telpurnar á brott frá móður þeirra. Don Feeney hefur sagt að Erna hafi verið reiðubúin að afhenda telpumar fyrir 5 þúsund dali eða sem nemur um 325 þús. króna. Einnig kemur fram í skýrslunni frá Lúxem- borg að eldri telpan, Elísabet, en henni var snú- ið til baka í Lúxemborg og send til landsins að nýju, hafi talið að hún væri á leið til London þar sem móður hennar hefði boðist starf. Móðir hennar væri væntanleg með næstu flugvél en þangað til mundu vinir hennar annast hana. Þýðingarmikil skýrsla Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri og sækjandi málsins, lagði þessa skýrslu fram í réttinum í gær og sagði að hún væri afar þýð- ingarmikil í málinu þegar haft væri í huga hve- nær hún væri tekin; skömmu eftir að barnsrán- ið var kært og vitneskja yfirvalda hér á landi, hvað þá lögreglu í Lúxemborg, um atvik og for- sögu málsins hefði verið lítil sem engin. Sjá nánari frásögn í miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.