Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 46
46 ■ NORÐUR-írar eru mjögóhress- ir með þann aðbúnað sem þeim var boðið upp á er þeir léku geg-n Alban- íu í undankeppni HM í Tirana á miðvikudagskvöld og hafa sent inn mótmæli til FIFA. ■ ÞEGAR N-Irar komu til Alb- aníu og ætluðu að skrá sig inná hótelið sem þeir höfðu pantað gist- ingu á kom í ljós að aðeins var pláss fyrir helminginn af liðinu — hinir urðu að fara á hótel þar sem pappi var notaður í stað glers í gluggum, ekkert rennandi vatn og ófullnægj- andi salemis aðstaða. M DA VID Platt gerði fjögur mörk fyrir England í 6:0 sigri gegn San Marínó í Evrópukeppninni í knatt- spymu á Wembley í fyrrakvöld. ■ PLATT fékk tækifæri til að gerá fimmta markið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu leiksins og jafna þar með markamet Malcoms Mac- donald, sem gerði öll fimm mörkin gegn Kýpur 1975, en Pier Luigi Benedettini, markvörður San Mar- ínó, varði spymuna og met Macdon- alds stendur enn óhaggað. ■ PLATT sagðist myndu minnast þessa leiks allt sitt líf. „Að vera fyrir- iiði landsliðsins í fyrsta sinn, gera fjögur mörk og misnota vítaspymu er eitthvað sem ekki gleymist," sagði Platt. ■ DAVID O’Leary, fyrirliði írska landsliðsins, meiddist á höfði á fyrstu mínútum vináttuleiksins gegn Wales í Dublin í fyrrakvöld eftir samstuð og varð að gista sjúkrahúsi nætur- langt. Meiðslin voru ekki talin alvar- leg. ■ MARK Foster frá Bretlandi setti heimsmet í 50 metra skriðsundi í 25 metra laug á heimsbikarmóti í Sheffield á Englandi á miðvikudag. Hann synti á 21,60 sek. og bætti eins árs gamalt met Steve Crocker frá Bandaríkjunum um 0,04 sek. ■ ALBERTO Tomba, skíðakappi frá Ítalíu, fær 450 millj. ísl. kr. í auglýsingatekjur á ári fyrir utan peningaverðlaun fyrir sigra í heims- bikamum. ■ IVAN Lendl, tennismaðurinn sterki, 33 ára, er farinn að sjá illa og segist þurfa að leika með gler- augu eða þá að fá sér sjónlinsur. MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 19 FEBRÚAR 1993 — HANDKNATTLEIKUR Júlíus í góðan félags- skap Skoraði 500. landsliðs- mark sitt í gærkvöldi Júlíus Jónasson, Iandsliðsmaður í handknattleik, skoraði sitt 500. mark með landsliðinu í leik gegn Tékkóslóvakíu í Besancon í gærkvöldi. Hann er því kominn í góðan félagsskap - með fímm leikmönnum sem hafa náð þessu marki. Geir Hallsteinsson varð fyrstur til að skora yfír 500 mörk í landsleik, en síðan kom Kristján Ara- son, sem er eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfír þúsund mörk - 1.090, Þorgils Óttar Matthies- en, Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson. Sigurð- ur Gunnarsson hefur aftur á móti skorað yfír 500 mörk í a-Ieikjum og leikjum gegn úrvalsliðum. Júlíus, sem hefur leikið með Val, Asnieres, Bida- soa og París St. Germain, lék sinn fyrsta landsleik 1984 gegn Ítalíu í Teie í Noregi - 25:15. Hann hefur þrisvar náð að skora tíu mörk eða meira í landsleik. Það afrekaði Júlíus 1990 er hann skor- aði 12 mörk gegn Tékkum, 20:22, 10 mörk gegn Bandaríkjunum, 30:19, og 11 mörk gegn Dan- mörku, 24:24. Morgunblaðið/RAX Júlíus Jónasson skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið 1984 í Noregi. KNATTSPYRNA Fylkir ekki meistari Fylkir verður að skila Reykja- víkurmeistarabikamum í innanhússknattspymu. Félagið lék með tvo ólöglega leikmenn og var kært. Kæran hefur verið tekin fyrir og leikir Fylkis dæmdir tapaðir. Nú verður að leika annan undanúrslitaleikinn á ný; KR - Leiknir, og það lið sem ber sigur úr býtum mætir Fram í úrslita- leik. | KORFUKNATTLEIKUR / NBA Morgunblaðið/Einar Falur Stund mllll stríða. Patrick Ewing þurrkar af sér svitann í hléi í leik á dögun- um. Ewing átti stórleik með New York Knicks í fyrrinótt. Ewing í miklu stuði CLEVELAND Cavaliers er í mikium ham um þessar mundir og í fyrrakvöld vann liðið níunda leik sinn af síðustu tíu. Indiana Pacers náði loks að vinna leik eftir sjö tapleiki í röð. Patrick Ewing var í miklu stuði og gerði 43 stig fyrir New York Knicks. Cleveland vann Dallas Mavericks 124:97 á heimavelli sínum þar sem Terrell Bandon gerði 15 af 20 stigum sínum í síðari hálfleik fyrir Cavaliers. Gengi Dallas hefur varið afleitt og það versta í deildinni • — hefur tapað 45 leikjum og unnið að- eins fjóra. Reggie Miller var hetja Indiana Pacers er liðið sigraði Sacramento Kings í Indianapolis 125:99 og var þetta fyrsti sigur liðsins í sjö leikjum. Hann gerði 27 stig, þar af 13 í fjórða leikhluta. Detlef Schrempf kom næst- ur með 25 stig og tók 11 fráköst og átti sjö stoðsendingar. Lionel Simm- ons var atkvæðamestur í liði gest- anna með 23 stig og tók 10 fráköst, en liðið hefur tapað níu af síðustu 10 leikjum sínum. Þess má geta að Mitch Richmond lék ekki með Kings vegna meiðsla. Patrick Ewing var í miklu stuði og gerði 43 stig og tók 12 fráköst fyrir New York Knicks er liðið sigr- aði Charlotte Homets á útivelli, 116:124. John Starks var ekki langt undan því hann gerði 3Ö stig fyrir NBA-úrslit Miðvikudagur: Charlotte — New York.....116:124 Cleveland — Dallas.......124: 97 Indiana — Sacramento.....125: 99 Miami Heat — Detroit.....111:107 Orlando — Denver.........111: 99 Chicago —Utah............114: 96 Knicks, sem hefur nú unnið 13 af síðustu 15 ieikjum sínum. Homets hefur ekki sótt gull í greipar New York því liðið hefur tapað í 10 af síðustu 11 leikjum liðanna. Alonzo Mourning var stigahæstur í liði heimamanna með 35 stig og Larry Johnson kom næstur með 31. Shaquille O’Neal gerði 24 stig og tók 18 fráköst er lið hans, Orlando Magic, sigraði Denver Nuggets í Or- lando, 111:99. Nick Anderson gerði 22 stig og Scott Skiles 21. Chris Jackson var bestur í liði Denver með 25 stig og Reggie Williams og Di- kembe Mutombo gerðu 15 stig hvor. Þetta var aðeins fjórða tap Nuggets í síðustu 14 leikjum. Michael Jordan var að venju hetja Chicago og gerði 27 stig er liðið vann Utah Jazz örugglega, 114:96, á heimavelli sínum í Chicago. B.J. Arm- strong gerði 15 stig og Scottie Pipp- en 14. ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.