Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 33
var svo falleg, há og grönn með mikið sítt dökkrautt hár. Við vor- um stoltar af okkar tilvonandi mágkonu. Þau voru líka ung þegar þau giftu sig, hún 18 ára og Kalli bróðir okkar 19 ára. Þá voru þau búin að stofna heimili, og eignast fyrsta soninn af þremur, en þeir eru: Karvel Lindberg, fæddur 22. mars 1971; Ólafur Lindberg, fædd- ur 31. mars 1975; Andri Lindberg, fæddur 8. janúar 1979. Unnusta Karvels er Linda Björk Pálsdóttir. Lóa náði ekki að lifa það að sjá fyrsta barnabamið sitt sem í vænd- um er. Hún var myndarleg hús- móðir hún Lóa, með allt í röð og reglu og alltaf með eitthvað á milli handanna, ptjóna eða útsaum. Það var líka oft glatt á hjalla á heimili þeirra á Grenigrund 33. Þau áttu stóran vinahóp sem alla tíð hefur haldið saman. Fyrir 10 árarp varð hún fyrst vör við sjúkdóminn, sem smá ágerðist með áranum, og síðastliðið ár hefur hún dvalið á Sjúkrahúsi Akraness, þar sem hún naut umhyggju og hlýju starfs- fólksins. Við þökkum elsku Lóu allar samverastundirnar og biðjum góð- an Guð að geyma hana og leiða í nýjum heimkynnum. Við sendum öllum ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Jónína, Hafdis og Júlíana. Systir okkar hún Lóa er dáin. Þrátt fyrir að við systumar vissum í hvað stefndi er þetta andlát okk- ur þungbært. Við systumar þijár kölluðum dauðann oft „að fara á fund feðranna“ og okkur fínnst Lóa systir hafa verið kölluð of snemma á þennan fund því að hún var rétt rúmlega fertug þegar kall- ið kom. Þessum fundi hefði því mátt fresta í a.m.k. önnur 40 ár. Alltaf hélt Lóa í batavonina og við systumar óskuðum þess að hún yrði heilbrigð á ný. Þetta var eitt- hvað svo miskunnarlaust og ósann- krónu. Þá átti frændi stundum bágt með að halda andlitinu til að móðga ekki listamanninn sem í hlut átti, því að þessum „konsertum" fylgdi djúp alvara. Ög það var spilað víðar. Á dans- leikjum í Bolungarvík að sjálfsögðu og í nágrannasveitum. Þannig man undirrituð eftir sínu fyrsta balli. Sex ára gömul í heimsókn hjá frænd- fólkinu í Bolungarvík. Fékk að fara með Huldu í samkomuhúsið að sjá Geira spila. Það var stór stund sem ávallt geymist í minningunni. Já, hann Geiri frændi minn náði í stúlkuna sína í Víkinni. Ung bundust þau tryggðabönd- um hann og Hulda Bertel Magnús- dóttir. Stóðu þau þétt saman að uppbyggingu heimilis og umönnun bama og saman eignuðust þau tvo gjörvilega syni. Þeir era Finnbogi Steinar, f. 1949, hans synir eru Sigurgeir Steinar, Ingólfur Snævar. Orri Freyr og Ýmir Öm; Magnús Líndal, f. 1953 kvæntur Mahdja Mohamed frá Kaíró í Egyptalandi, þeirra synir era Ómar Líndal og Nils Líndal. í byijun sjötta áratugarins flutt- ust þau Hulda og Geiri suður. Settu saman bú sitt í Laugarnesi úti við sjóinn. Stundaði Sigurgeir verzlunar- rekstur lengst af og starfaði Hulda jafnan við hlið hans. Slík lífsbarátta er flestum eðlileg og telst ekki til tíðinda, en þegar sjúkdóma ber að höndum og þeir erfiðleikar og sárs- auki sem þeim fylgja koma eigin- leikar mannanna bezt í ljós. Öll þau löngu og erfiðu ár sem hinn ljúfi frændi minn barðist við - illvígan sjúkdóm skírðist tryggðabandið og Hulda létti honum lífið svo sem hún mátti. Hin síðari ár dvaldi Sigurgeir í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12, naut hann þar einstakrar hjúkrunar og umhyggju. Var Hulda þar löng- um hjá honum. Þau bönd sem bundu systkinin úr Bolungarvík í æsku röknuðu ekki heldur styrktust með árunum, voru aldrei sterkari en þegar eitt- seer AAUflaaa .er flLíOAauTgöa aiaAuatduoflOM S8 ---- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19; FEBRÚAR1993------------------------------------------------'33 gjamt og svo erfitt að trúa því að þessi sjúkdómur fengi slíkan endi. Lóa systir hét fullu nafni Ólafía Ólafsdóttir og var fædd á Akra- nesi. Hún var miðbarn foreldra okkar. Lóa var alltaf dálítið ör og vildi flýta sér að öllu. Skap hennar fylgdi líka þessu mynstri, hún æsti sig stundum upp en jafnaði sig fljótlega á æsingnum. Við syst- umar gátum því stundum æst hver aðra upp eins og systrum er einum lagið. En það var alltaf stutt í logn- ið og málin afgreidd. Lóa var góð sínu fólki og blíð. Hún naut þess að vera á meðal fólks hvort sem það var í saumaklúbbnum eða í heimsóknum til ættingja og vina. Lóa systir gifti sig 30. desember 1971 þá 18 ára gömul. Við systurn- ar sögðum stundum við hana að hún hefði trúlofað sig upp úr ferm- ingu og gift sig fljótlega eftir það. Eftirlifandi maður hennar er Kar- vel L. Karvelsson, þau áttu saman þrjá myndarlega syni: Karvel, Óla og Andra. Þessa syni var hún búin að eignast aðeins 26 ára gömul þannig að barneignir dreif hún af eins og svo margt annað. Lóa var mjög dugleg og myndar- leg við allt sem hún gerði. Hún vildi hafa^ allt hreint og fínt í kring- um sig. Á meðan að hún gat unn- ið vann hún í Bókaverslun Andrés- ar Níelssonar og átti það starf vel við hana. Lóa pijónaði mjög mikið og var ekki lengi með eins og eina peysu. Naut ég (Lella) þess því að hún prjónaði á mig nokkrar peys- ur, henni fannst ég ekki vera nógu „hraðvirk“ við pijónaskapinn. Upp úr þrítugu fór að bera á þeim sjúkdómi sem Iagði hana síð- an að velli nú 10 áram síðar. Þessi sjúkdómur hagaði sér á ýmsan hátt, m.a. nú sl. 2-3 ár fór skamm- tímaminnið að gefa sig og hún mundi ekki mikið frá degi til dags. Okkur langar að minnast á eitt sem Lóu var alltaf ferskt í minni þrátt fyrir þetta minnistap. Ef við syst- umar hittumst sagði hún gjaman: „Lella systir, þú ert nú meiri aum- hvað bjátaði á. Þau fylgdust grannt með veikindunum, ætíð nálæg. Ótalin eru spor Sigurvins bróður hans og Steinunni systur sína átti hann að í Sjálfsbjargarhúsinu. Atvik frá þessum áram stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Eg var þá starfandi hjá Sjálfs- björgu. Geiri var með Parkinsons- sjúkdóm sem gat fyrirvaralaust stöðvað hann í spori. Og dag einn á leið minni um húsið mæti ég frænda. Hann var alveg „stopp“. Við biðum um stund. Fóram hægt af stað. Þá segir þessi vinur. „Sigga mín, mér gengur miklu betur ef ég syng.“ Og inn ganginn í Sjálfsbjarg- arhúsinu rauluðum við okkur í „takt“. Það var „Svensk Mask- erade“. Sigurgeir Finnbogason var mað- ur glaðsinna að upplagi. Hvers manns hugljúfi, næmur á tilfinning- ar annarra og leysti mál hljóðlega er til hans var leitað. Seinna er veikindi heijuðu á hann af því afli að erfitt var á að horfa, átti hann enn til glampa í auga, hafði ævin- lega jafn gaman af góðri list og að njóta hennar með sínum nán- ustu. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt hann að frænda. Huldu og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Nú er Sigurgeir móðurbróðir minn horfinn til fegri heima, laus við fjötur sjúkdóms og þrauta. Veri hann kært kvaddur. Nú er hann og harpan ein sál, sem túlkar alheims tónamál. Svo þýtur í strengjum, jiögnin er rofin og himinn og jðrð inn í hljómana ofin. Hörpuna knýr hann, hendumar þjóta - hraðar og hraðar upp hljómsveiflum róta. (G. Geirdal.) Sigríður Gunnlaugsdóttir inginn, orðin þetta gömul og ekki enn búin að ná þér í mann. Það er annað en við Gulla.“ Þessi orð systur okkar minna okkur á þann léttleika sem hjálpaði henni þessa síðustu mánuði. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt lát- inn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt lát- inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífínu. “ (Óþ. höf.) Um leið og við kveðjum og þökk- um Lóu systur samfylgdina og all- ar þær góðu minningar sem við eigum í hjörtum okkar vottum við eiginmanni, sonum, móður og tengdadóttur okkar dýpstu samúð. Guðlaug (Gulla) og Lilja Sesselja (Lella). Kallið er komið, komiu er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Mig langar til að minnast með örfáum orðum elskulegrar móður- systur minnar, Ólafíu Ólafsdóttur. Lóa, eins og hún var kölluð hafði nú í tæp tíu ár barist við þann sjúk- dóm sem að lokum hafði betur, en það var MS. Ég minnist þess, að þegar ég var 14 eða 15 ára réðst ég til henn- ar og Kalla til að þrífa hjá þeim. Þá fylgdist Lóa alltaf vel með mér, því að henni var mikið í mun að hafa allt hreint og fínt hjá sér og þótti einnig gott að hafa ein- hvern til að spjalla við þegar Kalli var að vinna og strákarnir í skólan- um. Nú síðasta árið hafði Lóu hrakað mikið og var hún búin að liggja á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness í tæpt ár. Vil ég færa starfs- fólkinu þar bestu þakkir fyrir umönnun hennar. Skammtímaminnið fór einnig að bregðast henni undir lokin, en allt- af sló hún á létta strengi og var hress og kát. Hún gat setið allan daginn og sungið (en hún hafði mjög gaman af allri músík) og söng hún þá oftast sama lagið. Og ef maður setti út á það við hana lyfti hún bara hendi og sagði: Slappið þið af, stelpur, og hélt áfram að syngja. Þetta lýsir Lóu vel, alltaf svo afslöppuð og ánægð. Þær era margar spumingamar sem koma upp í hugann á svona stundu. Hvers vegna Lóa, hún sem var svo ung, rétt nýorðin fertug og átti von á sínu fyrsta barna- bami nú á næstu dögum? En við slíkum spumingum fást aldrei svör. Um leið og ég kveð elsku Lóu vil ég þakka fyrir að hafa fengið að annast hana í veikindum henn- ar. Elsku Kalli, Karvel, Óli, Andri, amma og Linda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Lóu. Jóhanna Sigurvinsdóttir. KÍÐAFÓLK! RENNA í! ]: SKIÐIN ÉKKI VEL? voodann nneð mw 3 1 *'• Skíðaþjálfararnir Egill Ingi og Kristján Hauksson sýna og gefa góö ráö um val og notkun skíSaáburSar í KRINGLUSPORTI í Borgarkringlunni föstudaginn 19. febrúar kl. 17-19 og laugardaginn 20. febrúar kl. 12-14. Tilboðsverð á öllum skíðavörum þessa fvo daga. 'afch/e Útsölunni lýkur á laugardag. KRINGLU BorgarkTÍnglunni, sími 6799SS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.