Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1993 >>H JTUUA'"'TT'~0'.' " M— Mynd Byggðarverndar. Nýja myndin leiðrétt. Hver býr til skrípamyndir og hver ekki? eftir Sigurð Einarsson Fyrir skömmu hóf félagið Byggð- arvemd í Hafnarfirði undirskrifta- söfnun meðal bæjarbúa þar sem skorað er á bæjaryfirvöld „að beita sér fyrir því að fyrirhuguð stór- bygging við Fjarðargötu falli sem best að umhverfi sínu og verði ekki hærri en þau hús sem fyrir eru á miðbæjarsvæðinu". Undirtektir bæjarbúa hafa verið með eindæm- um góðar og það heyrir til undan- tekninga ef viðmælendur óska ekki eftir að skrifa undir. Til þess að gera fólki grein fyrir hæð fyrirhugaðs háhýsis hafa verið gerðar ljósmyndir af bænum, þar sem byggingin hefur verið felld inn. Þeir uppdrættir sem stuðst var við í gerð þessara mynda voru sam- þykkt miðbæjarskipulag og útlits- mynd að Fjarðargötu, sem fengin er hjá skipulagsyfirvöldum og birt- ist í Fjarðarpóstinum 12. nóvember og Alþýðublaðinu 13. nóvember síð- astliðinn. Þær myndir eru því unnar út frá gögnum sem bæjaryfirvöld hafa látið frá sér og eru í fullu samræmi við þau. Byggðarvemd er grasrótarhreyfing sem ekki býr yfír miklum fjármunum, þannig að við gerð þessara mynda var notast við einfalda og hefðbundna aðferð. Til að vekja athygli fólks á undir- skriftasöfnuninni lét svo Byggðar- vernd prenta dreifibréf með einni af fyrrnefndum myndum á forsíðu. Bæjaryfírvöld hafa hinsvegar einbeitt sér að því að kynna bæj- arbúum fyrirhuguð háhýsi með teikningum úr lofti sem þau hafa látið auglýsingastofu gera. Þessar „aðflugsmyndir“ eins og skipulagshöfundurinn orðaði það svo fínt, eru vægast sagt til þess að blekkja fólk, því hvenær upplifír fólk skipulagið frá þessum sjónar- hornum? Það þarf engan fagmann til að segja sér, að áhrif hæða bygg- inga verða mun minni þegar horft er á þær úr lofti, ég nefni ekki þegar verið er nánast beint fyrir ofan þær. Bæjarstjóri hefur látið það frá sér í fjölmiðlum að mynd sú sem notuð var í dreifibréfinu sé „skrípa- mynd“ og beinlínis ýjað að því að „Byggðarvernd fagnar því að þeir aðilar sem standa að skipulagn- ingu og framkvæmdum séu loksins búnir að birta mynd sem stað- festir fyrir almenningi hvað sé í vændum. Ef einhveijar myndir eru skrípamyndir í þessu máli, þá eru það að- flugsmyndimar og mis- takamyndin.“ þama sé um rangfærslur að ræða. Fleiri af aðstandendum skipulags- ins hafa tekið í sama streng en án þess að sýna fram á slíkt. Síðastlið- inn laugardag birtist í Morgunblað- inu mynd, þar sem tölvumynd af byggingunni eftir „útlitssnyrtingu", er sett inn í ljósmynd sem tekin er á svipuðum stað og fyrrnefnd for- síðumynd Byggðarvemdar. Þar gerðust þau hrapallegu mistök í þessu viðkvæma máli, að bygging- arnar em sýndar ca. 3 m lægri en þær em í raun fyrirhugaðar. Því verður ekki trúað að um ásetning hafí verið að ræða. Bæjarstjóri kallar þetta „milli- stigshönnun“ í útvarpsviðtali sama dag. Með þessari grein birtist nýja myndin leiðrétt, og þar með jafn- sönn þeirri mynd sem bæjarstjóri kallar skrípamynd. Efsta hæðin er að vísu inndregin nú en þess í stað hefur hóteltúrninn breikkað um 80 sm á annan veginn og byggingam- ar litaðar til skrauts, ef það skyldi geta villt um fyrir lesendum. Ofangreind mistök em sögð hafa átt sér stað í tímapressu, enda gekk á ýmsu síðustu daga. Skyndilega mun hafa verið ákveðið að taka fyrstu skóflustungu að umræddri byggingu kl. 16, föstudaginn 11. febrúar, þrátt fyrir að ljóst væri á þeirri stundu að stór hluti bæjarbúa hafí mótmælt og skrifað undir ofan- greinda áskomn. Boðaður var auka byggingarnefndarfundur þann sama dag, þar sem eina málið á dagskrá var kjallari og fram- kvæmdasvæði umræddrar bygging- ar. Meðal gagna sem lágu frammi á fundinum var ofangreind mis- takamynd. Það vekur spurningu hvort ekki eigi að ógilda afgreiðslu nefndarinnar á málinu, þar sem hluti fundargagna var mjög misvís- andi. Þegar svo fyrsta skóflustungan var tekin, risu veðurguðirnir upp og skelltu á versta þrumuveðri sem komið hefur á íslandi sem elstu menn muna. Byggðarvemd fagnar því að þeir aðilar sem standa að skipulagningu og framkvæmdum séu loksins bún- ir að birta mynd sem staðfestir fyr- ir almenningi hvað sé í vændum. Ef einhveijar myndir eru skrípa- myndir í þessu máli, þá era það aðflugsmyndirnar og mistaka- myndin. Þær staðfesta allt það sem aðilar Byggðarvemdar og aðrir þeir sem koma vilja í veg fyrir skipulags- slys í miðbæ Hafnarfjarðar, hafa sagt. Hðfundur er arkitekt og aitur í atjórn Byggðarvemdar í Hafnarfirði. miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA • LADA • LADA SAFÍR Frá 418.000,- kr. 104.500,- kr. út og 10.051,- kr. í 36 mánuði SKUTBÍLL Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði SAMARA Frá 523.000,- kr. 131.000,- kr. út og 12.568,- kr. í 36 mánuði SPORT Frá 798.000,- 200.000,- kr. út og 19.172,- kr. í 36 mánuði Tökum notaða bíla sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið heíur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaðargreiðslum. AI AI! KAI .MI.IA I U KOSTIJR! BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMl: 68 12 00 BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.