Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. FEBRUAR 1993 s'Hi; aAuaaari ,ei huo/.uutsot aiQAja'/uoflOM Minning Ragnar Ragnars- son skipstjóri Fæddur 19. febrúar 1960 Dáinn 23. janúar 1993 í dag lést í La Uniónborg okkar ástkæri, virti og dáði skipstjóri Ragnar Ragnarsson. Mér er mikil raun að bera ykkur þessi tíðindi því mér finnst að einhver mér afar nákominn sé horfínn. Milli okkar Ragnars ríkti góð vinátta og at- burður þessi hefur snortið mig djúpt. Við höfum ekki aðeins misst frá- bæran skipstjóra heldur einnig vin. Hann var okkur gott fordæmi um dugnað og trúmennsku. Hann var maður sem ekki óttaðist hið óþekkta og gaf sig óskiptur að því að lifa. Hann var maður sem aldrei fór í manngreinarálit þegar um var að ræða að veita vináttu eða miðla af reynslu sinni og kunnáttu. Nóg var að vilja þiggja og þá var hann fús að gefa. Hann var frábær skip- stjóri. Nokkuð er síðan hann kom frá íslandi og var hann búinn að sækja um chíleskt ríkisfang því að í raun- inni var Ragnar orðinn einn af okk- ur. Honum þótti vænt um Chile og íbúa landsins og hafði eignast fjöl- skyldu hér. Sonur hans, Ragnar, fæddist fyrir aðeins 6 mánuðum. í dag er mér ekki ljóst hvemig dauða hans bar að höndum, en það skiptir ekki höfuðmáli. Dauðinn er alltaf sorglegur og þegar hann sækir ungt fólk er hann alltaf óskiljanlegur og að því er manni fínnst hefði mátt forðast hann. Og ég vil alls ekki að hin fagra minn- ing sem eftir lifír verði flekkuð. Friosur hefur misst einn besta starfsmann sinn. Hann var ekki bara mikill fískimaður, heldur einn- ig mikill baráttumaður, fullur af framtaki og baráttuvilja. Dugnaður hans og styrkur sýndu að allt var hægt, það var bara undir okkur komið; maðurinn og viljinn til að taka framfömm og gera betur voru voldugri en vandamái við fískveiðar. Þegar engan físk var að fá fór Ragnar og leitaði uns hann fann fiskinn, hann tók versta bátinn, þann sem enginn kærði sig um því að allir héldu að hann væri orðinn of garnall til að koma að gagni, og svo veiddi Ragnar meira en nokkur annar. Vissulega var báturinn ekki mjög góður, en Ragnar var engu að síður bestur. Bara að við værum allir eins og hann. Þegar ekki gekk nógu vel og honum fannst að bæta þyrfti um betur átti hann ekki í neinum erfíð- leikum með að segja það hreinskiln- islega, banka á allar dyr og benda ákveðinn á það sem betur mátti fara og aðrir höfðu þagað yfír. Og þannig, með því að skipta sér af hlutunum og leggja allt að veði, tókst honum að bæta um betur. Þótt endurbætur gengju hægt voru þær þó alltaf skref fram á við. Aldr- ei gafst hann upp og aldrei þagði hann þegar hann varð að taka til máls. Og þessi minning er starfsmönn- um Friosur gott fordæmi, nú vil ég biðja alla og sérhvert ykkar að minnast í þögn allra þeirra stunda sem okkur hlotnaðist að vera sam- vistum við Ragnar. Ég hygg að við höfum öll lært ýmislegt. Bæði gott og vont. Og ég bið þess einnig að við ásetj- um okkur að fylgja hans góða for- dæmi. Þannig tryggjum við að líf hans hafí ekki verið til einskis og að minning hans skipi ávallt háan sess á meðal okkar. Loks bið ég ykkur öll að samein- ast í bæn til Drottins um að hann taki á móti Ragnari í ríki sitt og hann gæti fjölskyldu hans hér á jörð og vemdi hana, ekki síst Ragn- ar, litla drenginn hans, Maríu, eigin- konu hans, og föður hans, Ragnar eldri, sem vafalaust beinir sjónum sínum hingað frá fjarlægum Ís- landsströndum, felmtri sleginn og án þess að skilja hvað kom fyrir hann Ragga hans. Og þig, Ragnar, sem nú horfír á okkur ofan af himnum, bið ég að liðsinna okkur af og til eins og þú gerðir svo vel í jarðnesku lífí. Við erum þér öll þakklát. Vertu sæll. Ritað 23. janúar 1993 Carlos Vial, framkvæmda- stjóri Friosur. Að morgni 23. janúar sl. lést frændi minn og vinur Ragnar Ragn- arsson á sviplegan hátt í Suður- Ameríku, langt í burtu frá foreldr- um, systkinum og íslenskum vinum. Mér verður tregt um tungu er ég hugsa til allra þeirra óteljandi samverustunda sem við áttum sam- an báeði til sjós og lands. Ragnar var aðeins 32 ára, nýgiftur, ham- ingjusamur og hafði loksins eignast frumburðinn sem hann var svo stoltur af. Hann kom til Islands í desember sl. með ijölskyldu sína ogg var hér yfír jólin. Þá blasi við glæstur tími framundan. Vonir hans voru -svo miklar sem hann batt við þetta land langt suður í höfum. Þótt hann t Móðir okkar, INGVELDUR EIRÍKSDÓTTIR, Ránargötu 24, lést á heimili sfnu að morgni 18. febrúar. Eyjólfur Jónsson, Verna Jónsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR frá Saltabergi, Vestmannaeyjum, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 17. febrúar. Hlöðver Johnsen, Ágústa Guðmundsdóttir, Guðni Pálsson, Margrét Johnsen, Sigríður Johnsen, Anna Svala Johnsen, Haraldur Geir Johnsen, Svava Björk Johnsen, barnabörn og barnabarnabörn. Hrafn Steindórsson, Garðar Jónsson, Guðjón Þ. Jónsson, Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir, Eggert Garðarsson, ' hafi ekki veríð lengi í Chile hafði hann komið sér vel fyrir og átti glæsilegan feril að baki sem skip- stjóri. Hann lýsti Chile á þann hátt að ekki var neinn vafí á að þarna ætlaði hann að setjast að til fram- búðar. Náttúruperla þar sem runnu saman í eitt mýkt skógarins og harðneskja himinhárra, stórbrot- inna fjalla. Þessi lýsing passaði vel við Ragnar sjálfan. Hann var mik- ill vexti og hafði djúpa rödd. Hann var einlægur og ávallt tilbúinn að rétta fram hönd ef hann varð þess áskynja að hjálp vantaði. Ragnar var góður vinur vina sinna, duglegur, ákveðinn, bjart- sýnn og svo sannarlega sjómaður fram í fingurgóma. Hann byijaði sex ára að sækja sjóinn að sumar- lagi með föður áinum, Ragnari Franssyni, á síðutogaranum Jóni Þorlákssyni, og vann aldrei við ann- að en sjómennsku. Hann útskrifað- ist frá Stýrimannaskólanum vorið 1982 og starfaði upp frá því annað- hvort sem stýrimaður eða skipstjóri á togurum eða bátum. Síðustu árin starfaði hann hjá Friosur sem er stærsta útgerðarfyr- irtækið í Chile. Þar vann hann brautryðjendastarf við að koma ís- lenskum veiðifærum um borð í alla togara fyrirtækisins. Hann kenndi þeim ný vinnubrögð við veiðar og veiðarfæri sem gjörbreyttu afla- brögðum togaranna. Forstjóri Fri- osur segir í bréfí til foreldra Ragn- ars að við fráfall hans hafí fyrirtæk- ið og þarlendur sjávarútvegur tapað dýrmætum fjársjóði svo mikils mat hann Ragnar. Hann var kvæntur Maríu Ragn- arsson Vargas og áttu þau tvo syni, Ragnar 7 mánaða og Fabion 12 ára sem Ragnar ættleiddi er þau hófu sambúð. Heimili þeirra var í Porto Mont í Suður-Chile þar sem hann var jarðsettur hinn 26. janúar sl. Ragnar var sonur hjónanna Ragnars Franssonar skipstjóra og Lofthildar Loftsdóttur húsmóður í Reykjavík. Hann var næstyngstur sex systkina. Þau eru: Hannes, Bergþór, Eiríkur og tvíburamir Rannveig og Helga sem eru yngst- ar. Foreldrum Ragnars, eiginkonu, börnum ög systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Með Ragnari hvarf á braut góður drengur, frændi og vinur sem ég sakna sárt. Blessuð sé minning hans. Einar Gunnarsson. Það var eins og eitthvað hefði brostið innra með okkur, þegar við fengum þær fréttir sunnan frá Chile að hann Raggi bróðir væri dáinn. Hver hefði trúað því, þegar við vor- um öll saman komin í jólaboði heima hjá foreldrum okkar, að það yrði í síðasta sinn sem fjölskyldan kæmi öll saman á þeim stað. En vegir guðs eru órannsakanlegir. Ragnar, eða Raggi eins og hann var líka kallaður, hefði orðið 33 ára í dag hefði hann fengið að lifa. Þrátt fyrir að aldurinn væri ekki hár hafði hann notið viðburðaríks lífs, sem einkenndist af miklum krafti og lífsorku og hversu auðvelt honum var að gefa af sjálfum sér. Ragnar var borinn og bamfædd- ur Reykvíkingur og snemma sást hvert krókurinn beygðist, því að hann var ekki nema 7 ára gamall þegar hann fór fyrst á sjó á tog- ara, reyndar þá sem farþegi með föður okkar sem var togaraskip- stjóri, og bara yfír sumartímann. Ragnar var ekki nema 13 ára gam- all þegar hann fór fyrst sem háseti á togara, og hann var fljótur að nema vinnubrögð sjómannsins, og varð fljótt afburða sjómaður, enda bar hann af öðram mönnum um líkamlegt atgervi og hreysti. Árið 1980 ákvað Ragnar að fara í Stýrimannaskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hann um vorið 1982. Eftir skólann var hann svo stýrimaður á togurum, þar af lengst á Ásbimi RE 50 hjá föður sínum. Á ámnum 1985-1989 var Ragnar fyrir norðan, mest sem skipstjóri, lengst af skipstjóri á togbátnum Eyborgu frá Hrísey. Á þessum ámm var Ragnar í sambúð með Guðríði Bjömsdóttur. Þau gengu í hjónaband sumarið 1987, en slitu samvistir. Vorið 1989 bauðst Ragnari að fara suður til Chile með föður sínum sem átti að taka við skipstjóm á togaranum Karlsefni, en Islending- ar höfðu þá nýlega selt hann til Chile. Saman áttu þeir að kenna Chilebúum þá tækni við togveiðar sem íslendingar nota. Þeir störfuðu fyrir fyrirtækið Friosur. Hjá því fyrirtæki störfuðu þeir feðgar í tæpt ár. Svo góður árangur varð af sam- starfínu að ákveðið var að Ragnar bróðir okkar kæmi aftur og héldi áfram þessu samstarfí við Friosur, sem hann gerði. Eftir að hann hafði starfað um tíma við ráðgjöf hjá Friosur ákváðu stjómendur fyrir- tækisins að bjóða Ragnari skip- stjómarstarf, fyrst sem afleysinga- skipstjóri á Karlsefni, sem nú bar heitið Friosur IV, og seinna sem aðalskipstjóri á Friosur I. Þrátt fyr- ir að Friosur I væri elsta og slitn- asta skip útgerðarinnar og að tveir skipstjórar væm búnir að gefa út yfirlýsingu um að ekki væri hægt að físka á skipið, var það bara hvatning fyrir Ragnar, sem sýnir kannski best hversu hann var óhræddur að takast á við verkefnin þótt þau litu ekki glæsilega út í fyrstu. Minning Mikael Calatayud Mig langar að minnast mágs míns, Mikaels Calatayud, sem and- aðist 7. febrúar síðastliðinn. Mikael var fæddur 16. september 1928 í appelsínuhéraðinu Onteníente skammt frá þeirri frægu borg Valencía, þar sem hann ólst upp í skugga borgarastríðs sem mótaði mjög skoðanir hans. Hann upplifði harðræði Francos og Hitlers. Hann fluttist 25 ára gamall yfír til Frakk- lands þar sem hann vann við iðn sína sem vefari í tvö ár. Ævintýra- þrá hans var óbeisluð og leið hans lá til Þýskalands í kolanámur þar' sem hann vann nokkur misseri. Þaðan lá leiðin til Noregs þar sem hann vann í fimm ár á fraktskipum sem smyijari í vél. Er hann fletti tímaritum á einni frívaktinni las hann auglýsingu þar sem auglýst var eftir vefara sem vildi flytjast til íslands, en það land var ekki til í hans landafræði. Hann skrifaði til þessa fyrirtækis, sem var Álafoss, meira í gríni en alvöru. Eftir fáar vikur barst bréf frá Ásbimi Sigur- jónssyni og var Mikael ráðinn til starfa. Til íslands kom Mikael árið 1965 og hóf störf í teppadeild Álafoss og gegndi ýmsum störfum tengdum og ótengdum vefnaði. Þar kynntist hann Helgu systur minni er rak þar mötuneyti. Helga átti tvö böm fyr- ir, Guðrúnu Magnúsdóttur, þá sjö Á Friosur 1 varð Ragnar svo strax aflahæsti skipstjóri útgerðar- innar, og sá skipstjóri sem var í mestum metum hjá fyrirtækinu. Ragnar hafði kynnst chileskri konu, Maríu Vargas, og þau höfðu verið gift síðan í sumar, en verið í sambúð lengur. Þau bjuggu sér heimili í borginni Puerto Montt, en þar hafði Ragnar keypt myndarlegt hús. María átti fyrir dreng sem nú er 11 ára og gekk Ragnar honum í föður stað og ættleiddi hann. 14. ágúst fæddist þeim svo fallegur lít- ill drengur. Það var stoltur faðir sem hringdi heim til íslands og til- kynnti um fæðingu sonar síns. Ákveðið var að bamið yrði skírt á íslandi. Ragnar ákvað að taka sér gott frí yfír jólin og vera heima á Islandi yfír hátíðimar og láta skíra drenginn í leiðinni. Hann hiakkaði mikið til að koma heim til íslands, enda var liðið á þriðja ár frá því að hann kom síðast. Þegar líða fór að því að hann kæmi hringdi hann í hverri viku til að athuga hvemig fólkið hefði það heima á íslandi. Við hlökkuðum líka mikið til að fá að sjá Ragga okkar aftur og fjöl- skyldu hans. Sérstaklega var mikil tilhlökkun að fá að sjá hinn ný- fædda frænda okkar. Það var gam- an að sjá hvað Ragnari leið vel þessi jól, sem hann eyddi heima hjá foreldmm okkar. Hann geislaði eins og lítið barn. Þegar litið er til baka erum við öll þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann heima síðustu jólin sem hann lifði. Hinn 6. janúar var litli frændi okkar skírður. Hann hlaut nafnið Ragnar Estefan. 10. janúar fór Ragnar aftur til Chile. Það er minn- isstætt að þennan dag gekk yfír landið eitt versta veður sem komið hefur í manna minnum, og það munaði engu að þau kæmust ekki frá landinu. Kannski var það fyrir- boði um þann ógnaratburð sem átti eftir að henda, kannski var landið að reyna að halda ögn lengur í þennan son sinn sem elskaði það heitt. Iðja mín í heimi hér er hugpn þess er grætur. Þetta sagði sólin mér , og sorgin stóð á fætur. (R. Gröndal.) Minningin um góðan dreng gleymist aldrei. Við söknum hans sárt og biðjum algóðan guð að halda vemdarhendi yfír fjölskyldu hans í Chile, Maríu, Fabian og Ragnari litla, og leiða þau í gegnum þeirra miklu sorg. Eins biðjum við guð að hjálpa foreldrum okkar að komast yfír þetta mikla áfall að hafa misst drenginn sinn. Fyrir hönd systkina, Eiríkur Ragnarsson. Í dag minnumst við elskulegs frænda míns og mágs, hann hefði orðið 33 ára í dag. Líf hans varð því stutt en viðburðaríkt. Undir hijúfu yfírborði var ljúfur drengur sem varðveitti bamið í sálu sinni. * Því meiri gleði, þeim mun meiri sorg. Við skulum ekki gráta vin okkar, því að það sem okkur þótti vænst um verður okkur ljós og gleði í fjarveru hans. Það er erfítt að trúa því að eftir vetur þjáninganna ára gamla, og Siguijón Magnússon, fímm ára. Átti Mikael eftir að reyn- ast þeim sem besti faðir. Böm Mika- els og Helgu eru Brynjar Mikael, fæddur 1967, og Birkir Rafael, fæddur 1979.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.