Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 16
16 eer HAuna'í'i .er ííuoaciutro'-i gigaj8hudhom MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19: FEBRÚAR 1993 Hver stal hveriu? fiHHBMMHl Rangfærslum bæjarstjórans í Stykkishólmi svarað eftir Ellert Vigfússon ogHilmar Viktorsson í fjölmiðlum að undanfömu hefur ígulkeravinnslu verið líkt við lax- eldi, loðdýrarækt og ímyndað ævin- týri sem allir ætla út í. Skal það útskýrt hér á eftir svo og fullyrðing- ar bæjarstjórans í Stykkishólmi, Ólafs H. Sverrissonar, að ígulkera- vinnslu hafi verið stolið frá Stykkis- hólmi til Njarðvíkur. Hið rétta er: 1. Allt frá árinu 1989 hafa til- raunaveiðar- og vinnsla verið í Stykkishólmi á ígulkerum. Stuðn- ingur Stykkishólmsbæjar við verk- efnið hefur einungis verið 100.000 kr. síðastliðið haust, áður var bær- inn beðinn um ráðgefandi aðstoð, en engin viðbrögð komu. 2. Bæjarstjóranum var kunngert að vinnslan myndi líklega flytjast til Njarðvíkur/Keflavíkur á bæjar- ráðsfundi 14. janúar 1993. Á þeim fundi hafði engin ákvörðun verið tekin um flutning starfseminnar. 3. Það er skiljanlegt að bæjar- stjórinn skilji ekki af hveiju 200 km vegalengd milli Stykkishólms og Keflavíkurflugvallar skiptir máli, því bæjarstjórann skortir þekkingu. Við verðum að hafa gæðin í fýrir- rúmi og sendingar hafa skemmst vegna flutnings á ígulkerahrognum til Keflavíkurflugvallar, þrátt fyrir að ekið hafi verið hægt og ferðir tekið 6-9 klst. nefnda 200 km leið. 4. Við emm með afurðir sem þola ekki hnjask, þess vegna er vinnslan nauðsynleg í námunda við Keflavíkurflugvöll. 5. Kaupandinn í Japan, sem hef- ur unnið að undanfömu við vinnsl- una á íslandi, taldi flutning vinnsl- unnar forsendu fyrir áframhaldi á tilraunaveiðum og vinnslu á ígul- kerum. Japanski kaupandinn hefur nú þegar lagt mikla fjármuni í verk- efnið, en þess era fá dæmi að út- lendingar leggi fjármuni í atvinnu- uppbyggingu hérlendis. Reynslan frá því í nóvember sýnir að stað- „Miklir hagsmunir eru í húfi og því nauðsyn- legt að stjórnvöld styrki veiðarnar, þannig að hægt verði að grisja miðin og finna ný veiði- svæði.“ setning vinnslunnar er mjög mikil- væg nálægt Keflavíkurflugvelli. 6. Hér er ekki um neinn stuld að ræða, eða hverju var stolið? Kannski á bæjarstjórinn við að . 100.000 kr. hafí verið stolið? Engin ævintýramennska Tilraunaveiðar og vinnsla á ígul- keram krefst ekki neinnar viðbót- arfjárfestingar, nóg er til af bátum til veiðanna og húsum til vinnslunn- ar. Umræða um ígulker hefur verið sl. 10 ár, og því er nauðsynlegt að leggja fjármuni í þróun veiða á ígul- kerum til að fá úr því skorið hvort ígulker geti bæði skapað atvinnu og gjaldeyri. Ef nægjanlegt magn fæst úr sjó, verður hægt að byggja upp atvinnugrein sem skapar eftir- farandi: 1. Vinnslu í landi sem veitir 50-100 manns atvinnu. 2. Ný störf á sjó yrðu 30-40 á helstu veiðisvæðum. 3. Gjaldeyristekjur yrðu 100-200 milljónir kr. 4. Atvinnugrein sem útheimtir enga nýfjárfestingu, enda nóg til af arðlitlum fjárfestingum í landinu. Stuðningur sfjórnvalda og skynsamleg uppbygging Miklir hagsmunir eru í húfí og því nauðsynlegt að stjómvöld styrki veiðamar, þannig að hægt verði að grisja miðin og fínna ný veiði- svæði. Varla er hægt að ætlast til að einstaklingar fómi aleigunni við uppbyggingu á gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem skapar fjölda fólks atvinnu á tímum bölmóðs og svartsýni. Nú þegar hafa margir sjómenn víða um land fórnað miklum fjár- munum og tíma við að fínna ný mið. Ef ekki kemur áhættufé við ■ uppbygginguna svo hægt verði að grisja veiðisvæðin er hætt við að sjómenn missi móðinn, þurfi þeir að bera kostnað af leit og grisjun veiðisvæða. íslenskum sjómönnum er best treystandi til að gera þetta að öflugri útflutningsgrein, eins og þeir hafa sýnt í okkar afkastamiklu fískveiðum. Það er von okkar að hægt verði að vinna að uppbyggingunni af skynsemi, þannig að veiðar og vinnsla á ígulkeram verði mikilvæg- Ellert Vigfússon ur þáttur í atvinnulífí okkar eins . og t.d. humarveiðar, rækjuveiðar og hörpudiskveiðar. Flest bendir til þess að veiðanlegt magn sé nægjan- legt og að því gefnu gætu ígulker orðið arðsöm atvinnugrein. Með víð- tækri samstöðu fjárfestingarsjóða, hagsmunaaðila og stjórnvalda verð- Hilmar Viktorsson ur örugglega hægt að tryggja fjár- muni til uppbyggingar á veiðunum. Allt sem þarf er vilji. Ellert Vigfússon er frnmkvæmclnstjóri íslenskra ígulkera hf. ogHiImar Viktorsson er rekstrarráðgjafi. Borgarendurskoðandi á morgunfundum borgarstjóra eftir Alfreð Þorsteinsson Telja menn, að borgarendurskoð- andi, sem situr reglulega svokallaða morgunfundi borgarstjóra ásamt öðram æðstu embættismönnum Reylq'avíkurborgar — tvisvar í viku — sé í þægilegri stöðu til að fram- kvæma stjórnsýslulega endurskoð- un á störfum félaga sinna? Að sjálfsögðu ekki. Það er svo augljóst. Engu að síður er það fyrir- komulag við lýði hjá Reykjavíkur- borg, að bæði borgarendurskoðandi og sú deild, sem annast innri endur- skoðun hjá stofnunum og fyrirtækj- um Reykjavíkurborgar, era nánast inni á gafli í Ráðhúsinu og hluti af hinu formlega stjómkerfi. Þann- ig er borgarendurskoðunin í sama Laugavegi 95, sími 25260 Laugardagurinii 20. febrúar Fyrst var það útsalan en nú er það ÚTSALAN! Kl. 07.00-08.00 Kl. 08.00-09.00 Kl. 09.00-14.00 Allar dragtir 9.000 kr. 12.000 kr. 15.000 kr. Allar buxur 3.000 kr. 4.000 kr. 5.000 kr. Allar skyrtur 1.700 kr. 2.300 kr. 3.000 kr. Allir kjólar 6.000 kr. 9.000 kr. 12.000 kr. Oll pils 2.000 kr. 3.000 kr. 4.000 kr. Allar yfirhafnir 8.000 kr. 10.000 kr. 12.500 kr. farinu og ríkisendurskoðun, þegar hún heyrði undir fjármálaráðuneyt- ið, en sú tíð er löngu liðin sem kunnugt er, og starfar Ríkisendur- skoðun nú alveg sjálfstætt og án afskipta framkvæmdavaldsins. Fulltrúar Framsóknarflokksins í borgarstjóm hafa ítrekað flutt til- lögur þess efnis, að klippt yrði á tengsl borgarendurskoðunar og framkvæmdavaldsins með því að gera hana sjálfstæðari en nú er. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins hafa hins vegar þráast við að samþykkja breytingar á núverandi fyrirkomulagi. í framhaldi af tillöguflutningi framsóknarmanna var þremur af æðstu embættismönnum borgar- innar falið að gera greinargerð um hvernig mætti efla almennt stjóm- sýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg. Niðurstaða þeirra varð sú, að núver- andi fyrirkomulag væri í megin- atriðum gott og ekki ástæða til að gera breytingu á því. Greinargerð þessara embættismanna kom síðan til umfjöllunar í stjórn borgarendur- skoðunar, en hana skipa borgarend- urskoðandi ásamt tveimur kjörnum skoðunarmönnum. Er skemmst frá því að segja, að borgarendurskoðun komst að allt annarri niðurstöðu en þremenning- arnir. Telur hún að efla eigi sjálf- stæði borgarendurskoðunar. En af einhveijum ástæðum hefur þessu áliti verið stungið undir stól, þó að það hafi verið tilbúið í byijun júní 1992, eða fyrir 8 mánuðum. Hafa fulltrúar Framsóknarflokksins nú óskað eftir því skriflega, að þessi greinargerð verði lögð fýrir borgar- ráð. Þegar litið er til þess, að borgar- sjóður og fyrirtæki borgarinnar Alfreð Þorsteinsson „Þegar litið er til þess, að borgarsjóður og fyr- irtæki borgarinnar velta yfir 20 milljörðum króna á ári er mjög brýnt að stjórnsýslueft- irlit sé virkt.“ velta yfir 20 milljörðum króna á ári, er mjög brýnt að stjómsýslueft- irlit sé virkt. Ekki sízt þegar litið er til þess, að einn og sami flokkur- inn hefur farið lengi með völdin og æðstu embættismenn borgarinnar eru viðriðnir sama flokk. Höfundur er varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. RÝMINGARSALA Verslunin hættir í Borgarkringlunni Allt á aó seljast RODIER BORGARKRINGLUNNI • SIMI: 67 80 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.