Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 3

Morgunblaðið - 03.03.1993, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 3 Feeney dæmdur í 2 ára fangelsi og Grayson í 12 mánaða fyrir „barnsránið“ Faðirinn fékk skilorðsbundinn dóm en atvinnu- maðurinn ekki HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Donald M. Feeney í 2 ára fangelsi og James Brian Grayson í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að nema á brott dætur Ernu Eyjólfsdóttur, þar á meðal dóttur Graysons. Báðir eru mennirnir sakfelldir fyrir barnsrán og frelsissviptingu, eins og þeim hafði verið gefið að sök. Donald M. Feeney lýsti strax yfir áfrýjun dómsins en James B. Grayson tók sér fjögurra vikna frest til að íhuga áfrýjun. í Héraðsdómi var gæsluvarðhald Feeneys í gær framlengt til 1. júní eða uns endanlegur dómur liggur fyrir. Far- bann yfir James Brian Grayson var framiengt til 30. mars. Morgunblaðið/Júlíus Dómsins beðið DONALD M. Feeney ræðir við James Brian Grayson og eiginkonu hans, Ginger, í Dómhúsi Reykjavíkur í gærmorgun, skömmu áður en dómsniðurstaðan var kynnt. Eins og margsinnis hefur verið rakið í Morgunblaðinu voru menn- imir ákærðir fyrir að hafa að morgni 27. janúar numið hálfsyst- umar Anne Nicole Grayson og El- isabeth Jeanne Pittman á brott frá móður þeirra á Hótel Holti með það fyrir augum að koma telpunum í umsjá hinna bandarísku feðra sinna en þeir höfðu leigt Feeney og fyrir- tæki hans, CTU til þess starfa. Feeney og Grayson vom handtekn- ir á Keflavíkurflugvelli en starfs- fólk Feeneys komst undan til Lúxemborgar með eldri telpuna, Elísabetu, sem yfírvöld þar sendu svo aftur til íslands. Starfsfólk Feeneys, sem er for- stjóri fyrirtækisins CTU, hafði unn- ið sér traust móður telpnanna með því að segjast vinna að undirbún- ingi kvikmyndagerðar hér á landi. Feeney kvaðst fyrir dórni ekki hafa haft vitneskju um einstök atriði málsins þar sem kona hans, ein þeirra sem komst undan til Lúxem- borgar, hafí skipulagt aðgerðina. Grayson og Feeney bar saman um að föðurnum hafí ekki verið greint frá því hvað til stæði að öðru leyti en því að verið væri að reyna að semja um það að- Ema léti dætur sínar af hendi gegn greiðslu. Fráleitt að Erna hafi verið með í ráðum í dómi Hjartar 0. Aðalsteinsson- ar héraðsdómara segir m.a.: „Þegar litið er til þess að Erna ferðast til Sviss með umræddu fólki og tekur einungis aðra dóttir sína með sér vegna óljóss grunar um að taka eigi börn hennar frá henni, þess að skilin eru eftir skilaboð til Ernu um morguninn að Hótel Holti um að Lawrence [starfsmaður Fee- neys] hafí farið með bömin til að gefa þeim að borða og viðbragða Emu er hún uppgötvaði að böm hennar vom horfín af hótelherberg- inu og þá höfð hliðsjón af framburð- um vitna um geðshræringu hennar, verður að telja fráleitt að Ema hafí verið með í ráðum um ætlað brottnám barnanna." Þá segir að þrátt fyrir að Gray- son hafí ráðið sér til aðstoðar ís- lenskan lögmann hafi hannog fjöl- skylda hans leitað til fyrirtækis Feeneys, CTU, sem Grayson hafi verið íjóst að sérhæfði sig í að ná aftur börnum sem flutt hafi verið ólöglega frá Bandaríkjunum. „Ákærði Feeney hefur borið að hann sé stjómarformnaður og framkvæmdastjóri CTU. Hlaut Auður leikur í Japan og Kína AUÐUR Hafsteinsdóttir, fiðluleikari, heldur á morgun í hljómleika- ferð til Japans og Kína. Ferðin stendur til 28. mars og leikur hún á einum tónleikum í Peking og fjórum til sex i Tókýó. „Ég verð með blandaða efnisskrá, en held þeim vana að flylja alltaf einhver íslensk verk, enda vil ég nota tækifærið á hljómleikum erlendis og kynna íslenska menningu," sagði Auður í samtali við Morgunblaðið. Auður eyðir fyrstu dögum ferð- arinnar við æfíngar í Japan, ásamt píanóleikaranum Aki Gifford, en þær hafa leikið saman áður. Þá taka við hljómleikar í tónlistarskól- anum í Peking þann 13. mars, en undirleikari Auðar þar verður kín- verskur píanóleikari. 17. mars verða fyrstu tónleikarnir í Tókýó. „Kínverski sendiherrann hér á landi heyrði mig leika á tónleikum hér og bauð mér að halda tónleika í Kína,“ sagði Auður um tildrög ferð- arinnar. „Aki Gifford stendur fyrir tónleikunum í Japan, en ég fékk styrk til ferðarinnar frá Scandinav- ian Japan Sasakawa Foundation.“ Auður sagði að hún teldi nauð- synlegt að tónlistarmenn færu stundum út fyrir landsteinana. „Það er gott að hitta aðra tónlistar- menn og auka þannig víðsýni sína sem listamaður," sagði hún. ,,Þá finnst mér ekki síður mikilvægt að fá tækifæri til að kynna íslenska tónlist og íslenska menningu. Það skiptir mig miklu máli að fólk viti að ég er Islendingur og ég gæti þess að leika ávallt íslensk verk á Auður Hafsteinsdóttir tónleikum erlendis.“ Á efnisskrá Auðar í austurferð- inni verða m.a. sónötur eftir Brahms og Grieg, verk eftir Atla Heimi Sveinsson og eldri íslensk verk. honum sem slíkum að vera ljóst í hverju aðgerðir samverkamanna hans hér á landi voru fólgnar enda ferðaðist hann bæði til Sviss og íslands í tengslum við mál þetta. Samkvæmt framansögðu bera ákærðu því báðir fulla og sameigin- lega ábyrgð á aðgerðum starfs- manna CTU, sem miðuðu að ætluðu brottnámi barnanna." Létu ekki reyna á gildi forræðisdómanna Þá er rakið að í dómum Hæsta- réttar um gæsluvarðahaldsvist mannanna hafí því verið slegið föstu að Ema Eyjólfsdóttir hafí -umsjá dætra sinna hér á landi meðan yfjrvöld geri ekki á því aðra skipan. „Aðgerðir ákærðu leiddu til þess að móðirin var svipt þess- ari umsjá án þess að atbeina ís- lenskra yfirvalda væri leitað og án þess að látið yrði reyna á gildi bandarísku forræðisdómanna hér á landi með formlegum hætti. Þá segir að með hliðsjón af því að Grayson hafi verið dæmt for- ræði dóttur sinnar í Bandaríkjunum og því að hann tengdist eldri telp- unni fjölskylduböndum um tíma þyki mega fresta fullnustu 9 mán- aða af þeirri refsivist sem hann var dæmdur til og fella hana niður haldi hann skilorð í þijú ár. Hins vegar sé refsing Feeneys, sem ein- ungis hafí átt íjárhagslegra hags- muna að gæta, hæfíleg 2 ára fang- elsi. Auk þess hvor mannanna dæmdur til að greiða lögmanni sín- um 300 þúsund króna málsvamar- laun og sameiginlega 200 þúsund krónur í saksóknarlaun í ríkissjóð og annan sakarkostnað. MF.NNINGARVERÐLAUN DV T P'T'K’T T^iT* IVliU M. • eftir ÓlafHauk Símonarson. ÚR UMMÆLUM DÓMNEFNDAR: „Höfundur sem kann að skrifa fyrir leikhús!“ „Undiraldan í Hafinu er þung og átökin hatrömm. Ólafur kemur beint að kjarna málsins og í textanum togast á galsi og dýpsta alvara. Hann' leggur net sín af kunnáttu, þróar persónurnar innan verksins og flettir yfirborðinu af þeim lag fyrir lag uns þær standa berskjaldaðar eítir.“ ... „Það dottar enginn á meðan öldurótið gengur yfir á sviðinu.“ ...„úrvinnslan er sterk og einkum verður minnisstæð framganga leikarana“ ... „Hafið er þróttmikið og dramatískt verk, memaðarfullt og ninnið upp úr rammíslenskum veruleika.“ — Látið þessa frábæru sýningu ekki lfam hjá ykkur fara. — NÆSTU SÝNINGAR: Sunnudaginn 7. mars, laugardaginn 13. mars, sunnudaginn 21. mars. Við óskum Ólafi Hauki Símonarsyni innilega til hamingju meðþessi verðskulduðu verðlaun. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Miðasala í síma 11200. Við minnum einnig á Gjafakort Þjóðleikliússins sem fást í bókaverslunum Eymundssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.