Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.03.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993 Reykiavíkurfélagið Hættvið aðhætta REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ sam- þykkti fyrir ári síðan að slíta félaginu og síðasta ár starfaði eingöngu starfsstjórn félagsins. Aðalfundur félagsins, þar sem fyrirhugað var að slíta félaginu formlega, var síðan haldinn 25. febrúar síðastliðinn. Þá kom upp sú tillaga að halda starfseminni áfram og samþykkt var að hætta við að hætta. Ólafur Þorsteinsson er formaður Reykvíkingafélagsins. Hann var spurður hvers vegna hefði átt að leggja félagið niður, og hvers vegna var samþykkt að hætta við að hætta. Reykjavíkurborg tekin við „Reykvíkingafélagið er fyrsta menningar- og þjóðræknisfélag Reykvíkinga og hefur um árabil þurft að sinna mörgum umhverfis- og menningarmálum í borginni," segir Ólafur. „Nú er Reykjavíkur- borg að mestu tekin við þessum verkefnum og í framhaldi af því hefur starfssvið Reykvíkingafé- lagsins dregist mjög saman. Stofnendur félagsins voru miklir húmanistar, eins og séra Bjarni Jónsson sem var fyrsti formaður og gegndi því staifi í 25 ár, frá 1. maí 1940, og Vilhjálmur Þ. Gíslason sem síðan tók við. í lögum félagsins er lögð áhersla á mjög víðfeðmt svið í umhverfís- og menningarmálum. Félagið starfaði með miklum blóma á sjötta ára- tugnum og félagsmenn voru þá um 800, en 1980 voru þeir um 80 talsins." Ný stjórn með afmarkaðra verksvið Síðasti aðalfundur var haldinn, á Hótel Borg, þar sem aðalfundir félagsins hafa yfírleitt verið haldn- ir. Þijátíu manns mættu á fundinn. Ólafur segir að félagsmenn hafí notið þess að sitja í endurnýjaðri Borginni og kannski hafi andrúmið orðið til að blása nýju lífí í félags- skapinn, því þegar átti að slíta félaginu, kom upp tillaga um að halda því gangandi. Tillagan var samþykkt og ný stjóm var kosin. Ákveðið var að félagið setti sér afmarkaðra og markvissara verk- svið og tæki upp samstarf við að- ila í Reykjavík sem sinna umhverf- is- og menningarmálum. Á síðasta ári veitti Reykvíkingafélagið styrk til Árbæjarsafns og saga félagsins var skráð í afmælisrit Árbæjar- safns, Söguspegli. „Saga Reykvík- ingafélagsins er komin á blað og vonandi hefur saga þess ekki enn verið endanlega skráð,“ segir Ólaf- ur. -----» ♦ » .. Talið hjá KÍ á morgun ATKVÆÐI verða talin í at- kvæðagreiðslu Kennarsam- bands Islands um verkfallsboð- un 22. mars á morgun. Talið verður í húsakynnum KÍ í gamla Kennaraskólanum við Laufás- veg. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk á skrifstofu KÍ verður tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar að lokinni talningu á morgun. Ef verkfall verður samþykkt verður það boðað á föstudag, en það þarf að boða með 15 daga fyrirvara hið minnsta. Rúmlega 3.500 manns voru á kjörskrá hjá KÍ. Til að verk- fallsboðun sé samþykkt þarf helm- ingur félagsmanna að taka þátt í atkvæðagreiðslu og helmingur þeirra að samþykkja hana. íslenskur prestur aðstoðar Eistlendinga við endurreisn kirkjunnar Samvinna um safnaðarstarf Örn Bárður Jónsson og Kuno Pajula erkibiskup yfir lútersku kirlgunni í Eistlandi. Jarðarför í Eistlandi Djákni sér um jarðarfararathöfn undir berum himni í hörkufrosti. Ekkert kistulok, en breitt yfir andlit liksins í lok athafnar. Flytur út hugmyndir um íslenskt safnaðarstarf SÉRA Örn Bárður Jónsson er nýkominn frá Eistlandi, þar sem hann heimsótti þrjá lúterska söfnuði, predikaði og kynnti ís- lenskt safnaðarstarf. Erkibiskup lútersku kirkjunnar í Eistlandi, Kuno Pajula, lýsti yfir áhuga á frekara samstarfi við íslensku kirkjuna, til dæmis i formi vináttusafnaða. Örn var beðinn um að koma aftur og standa fyrir vikunámskeiði fyrir leiðtoga í söfnuðum. „Til gamans má segja, að ég sé farinn að flytja út íslenskar hugmyndir um safnaðaruppbyggingu,“ segir Öm. Örn er verkefnisstjóri í sérstöku átaki um 'safnaðaruppbyggingu, sem íslenska þjóðkirkj- an stendur fyrir og er liður í undirbúningi hennar fyrir árið 2000. „Ég kynntist séra Leevi Reinaru frá Eistlandi á ráðstefnu fyrir ári. Hann bauð mér síðan í heimsókn til að kynna íslenska safnaðaruppbyggingu," sagði hann. Kirkja í sárum Öm segir merkilegt að koma inn í „eftir- kristið“ land eins og Eistland. „Landið á að minnsta kosti 800 ára kristna sögu að baki, en kommúnistastjóm síðastliðin 40 ár hefur leikið það illa. Kirkjan mátti starfa að nafninu til, en með ýmsu móti var reynt að bijóta hana niður. Samyrkjubú var til dæmis reist á móti sveitakirkju sem ég heimsótti. Þar vom fundir haldnir á messutíma." í Eistlandi býr ein og hálf milljón manns, þar af um sexhundruð þúsund Rússar. Meiri hluti þjóðarinnar tilheyrði lútersku kirkjunni fyrir stríð, en nú er um 10% Eistlendinga í henni. Örn segist hafa mætt einlægum trúará- huga hvar sem hann fór, kirkjan sé í örum vexti og margir fullorðnir hafí látið skírast. íslenska kirkjan læri að fórna sér Öm dreymir um að hægt sé að örva ís- lenska söfnuði til hjálparstarfs við þessa syst- urkirkju. „Okkar kirkja þarf að læra að fóma sér fyrir aðra í ríkari mæli. Við eigum af nógu að taka bæði í mannafla og fjármunum. Hópar gætu farið héðan til að vinna með þeim. Við gætum líka lært mikið af þessu einlæga fólki, sem hefur þraukað lengi við erfiðar aðstæður. „Þarna vantar fjármagn, presta og þjálfun leikmanna. Nýlega er búið að opna guðfræði- stofnun í höfuðborginni Tallin, en guðfræði- deild er við háskólann í Tartu. Að sögn erk- ibiskupsins vantar húsnæði, kennara og pró- fessora." Opnun landsins fylgir ákveðin breyting á gildismati, samfara hættu á spillingu. Enn- fremur sækja þangað fjársterkir öfgatrúar- hópar. Framtíð kristinnar evrópskrar menn- ingar er í veði. Við þurfum að hjálpa þessari systurkirkju í mikilvægu uppbyggingar- starfí." Þýðir úr Morgunblaðinu „íslendingar njóta virðingar í Eistlandi og ég var beðinn um að kynna Island fyrir hveija predikun. í Taebla hitti ég ungan mann, Andres Sepp, sem var að læra ísiensku og búinn að þýða hugvekju eftir Jónas Gíslason vígslubiskup upp úr Morgunblaðinu, sem hann fær gefíns á norrænni skrifstofu í Tallin. Hann bað mig um að lesa faðir voríð og trúar- játninguna inn á band fyrir sig. Andres ætlar að skrifa Morgunblaðinu og biðja um penna- vini. Finnar hjálpa mikið Eistlendingar leita mikið til Finna, enda tungumál þjóðanna mjög lík. Notuð föt frá Finnlandi eru seld á vægu verði og peningam- ir síðan notaðir í uppbyggingarstarfið. Á þess- um flóamörkuðum er alltaf örtröð, launin eru svo lág. Leevi Reinaru, sem þjónar þremur söfnuðum, er með samsvarandi 2.000 íslensk- um krónum í mánaðarlaun. Finnska kirkjan styður eistnesku kirkjuna dyggilega. Sem dæmi um hjálpsemi Finnanna má nefna, að 20 fmnskir karlar komu til Taebla eina helgi og settu up vatnssalerni og baðherbergi með heitu og köldu vatni á heim- ili prestshjónanna. Þá tekur fínnskur söfnuður þátt í að koma hitalögn í kirkjuna. Ennfrem- ur hafa Finnar útvegað bækur, fermingarkver og önnur kennslugögn." Skoðanakönnun ÍM Gallup fyrir Strætisvagna Reykjavíkur 83% jákvæðir í garð SVR Hálfur annar farþegi er að meðaltali um hvert grænt kort hjá vögnunum meirihluti íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða tæp 83%, hefur jákvætt viðhorf til Strætisvagna Reykjavíkur. Þetta kemur fram í skoðana- könnun, sem ÍM Gallup hefur gert fyrir fyrirtækið. Þar kemur jafn- framt fram að 67% notenda eru ánægðir með mánaðarkort SVR, græna kortið. Um það bil einn og hálfur farþegi er um hvert grænt kort að meðaltali. Skoðanakönnun Gallups náði til úrtaks 800 manna á höfuðborgarsvæðinu. Úrtakið var valið úr þjóðskrá af handahófi. Nettósvarhlutfall var 72,8%. V atnsley sustr önd 30 kindum slátr- að vegna vanhalda Vogum. UM ÞRJÁTlU kindum var nýlega slátrað á vegum Vatnsleysu- strandarhrepps eftir dómsúr- skurð vegna vanhalda eigandans sem býr í Hafnarfirði. Málið á sér nokkurn aðdraganda, þar sem fjáreigandinn sinnti ekki tilmælum búíjáreftirlitsmanns um að fóðra féð. Var þá gripið til þess ráðs að féð var fóðrað á vegum Vatnsleysustrandarhrepps og eftir að kveðinn var upp úrskurður dóm- ara var fénu slátrað. Þá hafði fjáreigandinn ekki leyfí hreppsins fyrir búfjárhaldi. - E.G. Svipuð afstaða og fyrir tveimur árum Tæplega 49% íbúa á höfðuborgar- svæðinu sögðust vera frekar mjög jákvæðir í garð SVR og 34% frekar jákvæðir. Frekar neikvæðir voru hins vegar 33,9% og mjög neikvæðir 7,5%. Flestir sögðust hafa svipað viðhorf til fyrirtækisins og fyrir tveimur árum. Er menn voru spurðir hvort þeir teldu að þjónusta SVR væri betri, verri eða svipuð og fyrir tveim- ur árum, sögðust 20,6% telja hana frekar hafa batnað og 3% að hún hefði batnað mikið. Um 54% töldu þjónustuna svipaða, 17,1% sögðu hana frekar verri og 5,1% miklu verri en fyrir tveimur árum. 8,6% í strætó daglega Nærri 62% sögðust ánægðir eða frekar ánægðir með viðmót starfs- fólks SVR en 14,6% voru frekar óánægðir og 2,3% mjög óánægðir. Af þeim, sem afstöðu tóku í könn- uninni, sögðust um 35% aldrei nota strætisvagna, en 8,6% nota þá dag- lega. Að meðaltali fara menn með strætisvagni 8,28 sinnum á mánuði. Um 24% aðspurðra sögðust nota græna kortið. Af þeim voru 67% ánægðir með reynsluna af notkun kortsins. Ánægjulegar niðurstöður Sveinn Andri Sveinsson, stjómar- formaður SVR, sagði að stjóm fyrir- tækisins væri mjög ánægð með nið- urstöður könnunarinnar. Viðtökur við græna kortinu væru góðar og einnig væri stjóm fyrirtækisins ánægð með að áætlanir hennar um notkun og samnýtingu á kortinu hefðu gengið eftir. Sveinn Andri sagði að niðurstöðumar sýndu að almenningur væri almennt ánægður með þjónustu strætisvagnanna. „Þetta er sérlega athyglisvert í ljósi ýmissa ummæla, sem minnihlutinn í borgarstóm hefur viðhaft. Það er ekki sjáanleg nein viðhorfsbreyting hjá borgarbúum gagnvart fyrirtæk- inu undanfarin ár. Það er vottur um að borgarbúar sýni málefnum SVR meiri skilning en minnihlutinn í borg- arstjórn," sagði Sveinn Andri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.