Morgunblaðið - 03.03.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1993
Verður fyrrverandi forsætisráðherra
Ítalíu sviptur þinghelgi?
Bettino Craxi ber
af sér mútuþægni
Verðum að uppræta maðkapláguna,
segir dómsmálaráðherrann
Róm. Reuter.
BETTINO Craxi, fyrrverandi
forsætisráðherra Ítalíu, sem
sagði af sér formennsku í Sósíal-
istaflokknum í síðasta mánuði,
gaf í gær út 135 blaðsíðna yfir-
lýsingu þar sem hann mótmælir
harðlega ásökunum um mútu-
þægni. Þingnefnd ákveður í vik-
unni hvort Craxi verður sviptur
þinghelgi þannig að hægt verði
að sækja hann tU saka.
Víðtæk rannsókn fer nú fram á
Ítalíu á því með hvaða hætti stjórn-
málaflokkamir fengu mútufé frá
fyrirtækjum. Craxi, sem var leið-
togi sósíalista í tæp seytján ár, er
þar ein aðalpersónan. I yfirlýsing-
unni í gær svarar hann ásökunum
Kófdrukkinn
fornmaður?
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
BANDARÍSKIR fræðimenn telja
líklegt að fornmaðurinn sem
fannst á jökli í Austurríki fyrir
nokkru hafi sofnað svefninum
langa eftir of mikla áfengis-
neyslu. Vinstra eyrað á honum
var beygt fram þegar hann
fannst og hann hafði legið þann-
ig á því í 5.000 ár. Það er al-
gengt að dauðadrukkið fólk sofi
þannig á eyranu.
Austurrískir sérfræðingar könn-
uðu hvort einhver merki um stein-
aldaráfengi leyndust í leifum hans
en fundu ekkert sem benti til þess.
Áfengur bjór var bruggaður í
Mið-Austurlöndum fyrir 8.000
árum og ekki útilokað að félagar
fornmannsins hafi kunnað að búa
til brennivín. Þeir hafa ef til vill
haldið að áfengi væri hitagjafi eins
og sumir jafnvel enn í dag.
Craxi
sem fram hafa
komið og sakar
rannsóknar-
dómara um að
hafa farið út
fyrir valdsvið
sitt. Krafðist
Craxi opinberr-
ar rannsóknar á
ofsóknunum á
hendur sér. Rannsóknarmenn hafa
farið fram á það við þingið að
Craxi verði sviptur þinghelgi. Fyrst
mun þingnefnd fjalla um málið og
fallist hún á málaleitunina verða
greidd atkvæði á þingi.
Á mánudag var frá því skýrt
að Michele de Mita, bróðir Ciriaco
De Mita, fyrrum forsætisráðherra
Ítalíu, hefði verið handtekinn.
Hann er grunaður um fjársvik í
tengslum við neyðaraðstoð sem
skipulögð var eftir landskjálfta
sem reið yfír Suður-Ítalíu árið
1980.
Stefna ríkisstj órnarinnar
Giovanni Conso, dómsmálaráð-
herra Ítalíu, segir að ríkisstjórnin
muni tilkynna á föstudag aðgerðir
til að bregðast við spillingunni í
landinu. „Við verðum uppræta
. þessa maðkaplágu sem heijar á
stoðir lýðræðis vors,“ sagði ráð-
herrann. Hann leggur áherslu á
að hraða verði meðferð þeirra spill-
ingarmála sem risið hafa. Tryggja
verði starfhæfni ríkisins og að
hægt verði að halda áfram opinber-
um framkvæmdum en þær hafa
stöðvast vegna óvissu um réttar-
stöðu aðilja. Augljóslega verður,
að sögn ráðherrans, að horfa fram
hjá smæstu málunum því þau séu
dómskerfmu ofviða. Conso segir
að hugmyndir séu uppi um að bjóða
þeim sem brotið hafa af sér væga
refsingu ef þeir gefa sig fram,
endurgreiða mútuféð og segja af
sér opinberum embættum.
Reuter
Díönu fagnað með blómum
Díana prinsessa við komuna til Nepals. Virtust sljórnvöld í landinu vera í nokkurri óvissu um hver
raunveruleg staða hennar væri en hér er hún að taka við blómakrönsum frá ungum stúlkum í þjóðbúningi.
„Samtar( Díönu og Gilbeys, vinar hennar
Opinberrar rannsókn-
ar krafíst á óhróðríniun
Getgátur um að breska leyniþjónustan
standi að baki upptökunum
London. Reuter, Daily Telegraph.
NÝJUSTU gróusögurnar um Díönu prinsessu, segulbandsupptaka,
sem virðist sýna, að hún hafi haft náið samband við vin sinn, James
Gilbey, hafa leitt til þess, að á þingi hefur verið krafist opinberrar
rannsóknar á óhróðrinum. Díana kom til Nepals í gær í fimm daga
heimsókn og er það fyrsta utanför hennar eftir að þau Karl skildu
að borði og sæng. Talið er, að upptakan hafi verið birt sérstaklega
með þetta ferðalag hennar í huga.
Það var ástralska sjónvarpsstöð-
in ABC, sem birti upptökuna en þar
segir kona, sem hafði ekki ólíka
rödd og Díana, að hún óttist að
verða ólétt. Telja margir, að upp-
takan hafi verið spiluð núna til að
eyðileggja eða varpa skugga á
Rúslan Khasbúlatov svarar yfirlýsingum Jeltsíns í Osló
Telur hann ekki stefna
að beinni forsetastjórn
Osló. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins og einn helzti
keppinautur Borís Jeltsíns Rússlandsforseta úr röðum harðlínu-
manna, hélt blaðamannafund í Osló í gær í tilefni komu sinnar
á þing Norðurlandaráðs. Khasbúlatov ýmist glotti eða hló að
spurningum blaðamanna, sem vildu fá að vita álit hans á yfirlýs-
ingum Borís Jeltsíns Rússlandsforseta þess éfnis að grípa yrði
til róttæka aðgerða gegn „afturhaldsöflunum“. Hann sagðist ekki
telja að Jeltsín gæti haft áform um að koma á beinni forseta-
sljórn, vegna þess að í Rússlandi væri ekkert til sem héti bein
forsetasljórn. „Við höfum stjómarskrá, sem er í gildi, og þar er
ekki reiknað með beinni forsetastjórn,“ sagði þingforsetinn.
Atkvæðagreiðsla gæti
sundrað ríkinu
Khasbúlatov var spurður hvers
vegna hann væri á móti tillögu
Jeltsíns um að haldin verði þjóðar-
atkvæðagreiðsla um það hvort
færa eigi framkvæmdavaldi í
auknum mæli til forsetans eða
hvort stjórn þingsins eigi að-
ríkja.„Ég er ekki hræddur við
þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur af-
leiðingar hennar," sagði Khasbúl-
atov. Hann sagði rannsóknir sýna
fram á að í flestum sjálfstjórnar-
lýðveldum og héruðum Rússlands
væru menn svo niðurdregnir,
áhuga- og kærulausir um stjórn-
mál að raunveruleg hætta væri á
að fáir myndu mæta á kjörstað.
Jafnframt hefðu mörg héruð og
lýðveldi lýst því yfir að þau myndu
ekki taka þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Hann óttaðist því að at-
kvæðagreiðslan gæti ýtt undir
aðskilnaðarstefnu og ógnað rúss-
neska ríkinu.
Aðspurður hvemig hann myndi
bregðast við, ef Jeltsín leysti upp
þingið, sagði Khasbúlatov að ekki
væri hægt að spyija svona spum-
inga. „Þið gætuð eins spurt hvað
ég myndi gera ef ég lenti í slysi
eða ef það kæmi jarðskjálfti eða
eldgos,“ sagði hann. „Áf hvetju
spyijið þið ekki stjórnvöld í lönd-
um ykkar þessarar spurningar?
Það er kominn tími til að hætta
að spá áföllum í Rússlandi."
Persónulegnr stuðningur
fyrir þá veiku
Þingforsetinn var spurður hvort
hann teldi að Norðurlönd ættu að
hætta stuðningi við Borís Jeltsín.
„Nei, ég tel ekki að neinn þurfi
að breyta stefnu sinni," sagði
hann, en bætti við að hann teldi
stuðning frá útlöndum ekki hjálpa
neinum stjórnmálamanni eða
auka völd hans. „Þegar ég var
ungur, var Krúsjeff vinur allra
þjóðarleiðtoga. Stalín var vinur
Bandaríkjaforseta og forsætisráð-
herra Bretlands. Brezhnev og
Kosygin áttu vini erlendis og
•Gorbatsjov bauð öllum dús. En
það sýndi sig að þessir vinir utan
landamæra ríkisins voru einskis
virði.“ Hann sagði að persónuleg-
ur stuðningur væri aðeins fyrir
þá veiku og óöruggu. „Ég þarf
ekki persónulegan stuðning frá
einum eða neinurn," sagði hann.
„Það þarf að styðja lýðræðislegar
stofnanir, en ekki persónur.“
ferðalag prinsessunnar en haft er
eftir heimildum, að mörg, bresk
blöð hafí haft þessa upptöku undir
höndum í marga mánuði án þess
að birta hana.
Piers Merchant, þingmaður
íhaldsflokksins, skoraði í gær á rík-
isstjórnina að efna til opinberrar
rannsóknar á óhróðrinum um Díönu
og undir það er tekið í ýmsum blöð-
um, jafnvel þeim, sem hingað til
hafa keppst um að vera fremst í
slúðrinu.
„Ríkisstjórnin verður tafarlaust
að efna til rannsóknar og komast
til botns í málinu," sagði í leiðara
Evening Standard og forsíðufyrir-
sögnin í Daily Star var „Di ötuð
auri þegar verst gegnir“. „Hver
stendur nú fyrir óhróðrinum um
Díönu?“ spurði Today í fyrirsögn
þvert yfir forsíðu og hélt því fram,
að tilgangurinn væri augljóslega sá
að niðurlægja hana á ferðalaginu.
Talið er, að upptakan, sem ástr-
alska sjónvarpsstöðin birti, geti
reynst Díönu skeinuhætt, ekki síður
en „Camillagate", upptaka, sem á
sanna framhjáld Karls ríkisarfa
með gamalli vinkonu sinni, Camillu
Parker Bowles. Litið var á ferð
Díönu til Nepals sem nokkurs konar
úrslitatilraun til að halsa sér völl
sem sjálfstæður fulltrúi síns lands
en þetta síðasta „hneyksli“ mun
ekki auðvelda það. Var líka tekið
til þess við komuna til Nepals, að
stjórnvöld þar voru í mestu vand-
ræðum með móttökurnar, hvort
þær ættu að miðast við verðandi
drottningu eða unga prinsessu á
einkavegum.
Leyniþjónustan að baki
„Ef það er rétt, sem verður stöð-
ugt líklegra, að þessar upptökur séu
komnar frá bresku leyniþjón-
ustunni, þá er hér um mjög alvar-
legt mál að ræða,“ sagði Evening
Standard í gær og Daily Express
sagði, að undarlegt væri ef æðstu
yfirvöld í landinu hefðu ekki áhuga
á að vita hveijir stæðu að baki hler-
ununum. Daily Mail furðaði sig líka
á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.
„Algert áhugaleysi núverandi
valdhafa verður undarlegra með
hveijum deginum, sem líður,“ sagði
í blaðinu.
Kókaínkóngxirinn einangraður
. ■■ ii.i—J&l I iii I ■— "fc—" ■■
Þrengt að Escobar
Bogota. Reuter.
YFIRVÖLD í Kólombíu eru sann-
færð um, að eiturlyfjakóngurinn
Pablo Escobar gefist upp fljót-
lega og virðist hringurinn um
hann þrengjast stöðugt. Á mánu-
dag gafst upp einn helsti sam-
starfsmaður hans og annar var
skotinn í árás hersins.
„Escobar hefur um tvennt að
velja, að gefast upp eða deyja,“
sagði II Tiempo, stærsta dagblað í
Kólombíu, á sunnudag og önnur
blöð hafa eftir heimildum, að hann
sé einangraður og hræddur enda
er ekki aðeins stjórnarherinn á
hælum hans, heldur einnig útsend-
arar annarra glæpasamtaka.
William Cardenas Calle, hægri
hönd Escobars í Medellin-kókaín-
hringnum, gaf sig lögreglunni á
vald á mánudag og sama dag féll
Hernan Dario Henao, öryggisfor-
ingi Escobars, fyrir kúlum her-
manna.
Að sögn lögreglunnar urðu Esco-
bar á mikil mistök í fyrra þegar
hann lét ráða af dögum suma keppi-
nauta sína i Moncada- og Galeano-
glæpafjölskyldunum. Eru ættingjar
þeirra nú á höttunum eftir honum
og hryðjuverkin hafa orðið til að
breyta almenningsálitinu og svipt
Escobar „Hróa hattar-ímyndinni“,
sem hann hafði meðal margra
Kólombíumanna. Síðast en ekki síst
hefur féð, milljónir dollara, sem
sett hefur verið til höfuð Escobar
og öðrum glæpamönnum valdið
því, að nú keppist hver um annan
þveran við að segja til þeirra.