Morgunblaðið - 10.03.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
ið fram lífið sem sýningargripur á
markaðstorgum og verið álitinn
fáviti vegna þess hversu örðugt
hann átti um mál.
Samskipti Merricks við vel-
gjörðamann sinn, skurðlækninn
Frederick Treves, eru þungamiðja
verksins, en einnig koma mjög við
sögu leikkonan Frú Kendal, stjórn-
arformaður sjúkrahússins Carr
Gomm að nafni og fleiri og fleiri.
Alls eru leikendur um þrjátíu tals-
ins og verður það að teljast vel
unnið hjá leikstjóra að stýra þeim
um lítið leiksvið vandræðalaust.
Sviðsetningin sjálf skapar nokkra
erfiðleika þar sem áhorfendur s'itja
beggja vegna og breidd sviðsins
er lítil og sú hugsun hvarflaði að
mér hvort það myndi ekki henta
þessu verki betur að vera sett upp
í rammasviði eða fyrir enda salar.
Leikmyndahönnuðurinn hefði
a.m.k. notið sín betur í smáatriðum
tímabilsins. Engu að síður hefur
Guðrún Auðunsdóttir unnið mjög
gott verk og sérstaklega voru bún-
ingarnir sannfærandi og vel frá-
gengnir.
Leikhópurinn stendur sig í heild
mjög vel, persónur eru allar skýrar
og textameðferð yfirveguð og
greinileg. Stjama sýningarinnar
er hiklaust Davíð Kristjánsson í
hlutverki Merricks, hann nær satt
að segja ótrúlega góðum tökum á
hlutverki sínu, er fullkomlega
sannfærandi og hefur greinilega
lagt sig mjög fram um að vinna
hlutverk sitt af kostgæfni. Sú
vinna skilar sér. Þau Kristinn
Pálmason (Treves), Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson (Gomm) og
Þóra Grétarsdóttir (frú Kendal)
standa síðan traust við hlið Davíðs
og ásamt öllum hópnum tekst þeim
að gera þetta að eftirminnilegri
sýningu.
netu, og við höfum það ágætt
þótt allt sé af okkur tekið og ekk-
ert komi í staðinn. Vegna alls
þessa hefði kannski mátt svipast
betur um í nútímanum eftir tilvís-
unum, í stað þess að horfa til for-
tíðar og benda á fasisma 3. og
4. áratugarins. Það er túlkun sem
segir við áhorfendur; í dag er ekk-
ert að, en í gamla daga var ýmis-
legt í ólagi.
Sviðsetning Hallmars Sigurðs-
sonar í Tjarnarbæ er áferðarfalleg
og hnökralaus. Leikmyndin er í
anda ævintýrsins og leikhópurinn
stendur sig í heild vel en kemur
ekki á óvart. Elín Lilja Jónasdóttir
og Markús Þór Andrésson gerðu
mjög vel en Markús má gæta þess
á stöku stað, að hraðinn verði
ekki of mikill. Ólafur Darri Ólafs-
son sýndi talsverð tilþrif en hefði
einnig hag af því að flýta sér
hægt. Þá stóðu stúlkurnar þijár
sem skiptu drekanum á milli sín
sig ágætlega og er ekki hægt að
gera upp á milli þeirra þar sem
ógjörningur er að átta sig á hver
var hvað. Skiptir kannski ekki
meginmáli. í heild er þetta falleg
sýning og vel unnin. Það er
kannski stór krafa að heimta full-
komnari skilning á verkinu af svo
ungum og óþjálfuðum flytjendum,
og krafan snýr kannski fremur að
leikstjóranum, þar sem honum
hefði verið í lófa lagið að halda
betur fram „móral“ verksins með
þeirri kunnáttu sem hann býr yfir.
11
ri—
Evrópsk leikskálda-
verðlaun í fyrsta sirni
BÓKAFORLAGIÐ Bernd Bauer í Berlín hefur í samvinnu við Borg-
arleikhúsið í Kassel í Þýskalandi og Alþjóða leikhúsmálastofnunina
(International Theater Institut) ákveðið að efna til evrópskra leik-
skáldaverðlauna. 1. verðlaun eru 20.000 mörk, 2. verðlaun 10.000
mörk, 3.-5. verðlaun eru 5.000 mörk. Gjaldgeng til verðlauna eru
áður óbirt verk, fullskrifuð. Leikgerðir koma þó ekki til grina, né
heldur leikrit sem þegar eru samningsbundin hjá leikhúsi, umboðs-
manni eða forlagi.
Frá sérhveiju aðildarlandi er
hægt að tilnefna þijú verk. Með
því að senda inn verk, veita höf-
undar Bernd Bauer forlaginu for-
gangsrétt til að gera samninga um
uppfærslur á leikritinu. Jafnframt
veita þeir Borgarleikhúsinu í Kass-
el rétt til að kynna og færa upp
verðlaunuð verk, án þess þó að
leikhúsinu beri skylda til að gera
slíkt.
Með leikritasamkeppninni er
ætlunin að efla kynningu á nútíma
leikritun og höfundum í löndum
Evrópu og miðla þeim á milli landa
og menningarsvæða.
í bæklingi um leikskáldaverð-
launin segir: „Markmiðið ineð leik-
ritasamkeppninni er sérstaklega
að ná til ungra höfunda sem nota
mál leikhússins og lifandi verður
leikhúsið því aðeins að leikritunin
sé okkar tíma afsprengi. Leikhúsið
þarfnast verka, sem endurspegla
veruleika dagsins í dag, sem lýsa
okkar eigin sorgum og gleði. Og
leikhúsið þarfnast margbreytileika
evrópskrar menningar - einmitt
núna.“
Leiklistarsamband íslands, sem
aðild á að Alþjóða leikhúsmála-
stofnuninni, sér um framkvæmd
samkeppninnar hér á landi. Kostn-
aður vegna þýðingar á tilnefndum
verkum er borinn uppi af Bernd
Bauer forlaginu. Dómnefnd sem
velur úr íslenskum verkum til til-
nefningar skipa Bríet Héðinsdóttir
leikari og leikstjóri og Hafliði Arn-
grímsson leikhúsfræðingur. Leikrit
í samkeppnina skal senda undir
dulnefni til Leiklistarsambands ís-
lands. „Evrópsk leikskáldaverð-
laun“, Hafnarstræti 9, 2. hæð, 101
Reykjavík, fyrir 31. mars nk. Nafn
og heimilisfang höfundar skal
fylgja með í lokuðu umslagi.
(Fréttatilkynning.)
Bryndís Þórarinsdóttir með eitt verka sinna.
Sýnir vatnslitamyndir
SÝNING á vatnslitamyndum eftir
Bryndísi Þórarinsdóttur er í
kaffistofunni Lóuhreiðri í Kjör-
garði, Laugavegi 59.
Bryndís hefur stundað nám í
Handmenntaskóla íslands og JCS
of Art, Pennsylvaniu, USA. Hún
hefur haldið einkasýningar og sam-
sýningar í Hafnarfírði, Mosfellsbæ,
Garðabæ og á Blönduósi. Síðast á
samsýningu með listamönnum í
Garðabæ í júní 1992.
Sýningin í Lóuhreiðri stendur til
20. mars nk.
■ TVEIR VINIR, Veitingahús-
ið við Bláa lónið, Icelandic mod-
els, Framtíðarferðir og fleiri
aðilar standa að suðrænu
skemmtikvöldi á Tveimur vinum
nk. fimmtudagskvöld undir nafn-
inu Sólarbamba. Icelandic models
verða með sundfatatískuna frá
Aqva Sport, heitur pottur með
nuddi verður í húsinu og gefst
fólki þar tækifæri á að skella sér
í heitt vatn sefn verður flutt úr
Bláa lóninu. Einnig verður boðið
upp á pinnamat og suðræna
drykki. Framtíðarferðir verða með
ferðakynningu og Egill Ólafsson,
Magnús Kjartansson og hljóm-
sveitin Suðursveitin sjá um suð-
ræna sveiflu fyrir dansi til kl. 1
eftir miðnætti. Föstudaginn 12.
mars skemmtir Stjórnin á Tveimur
vinum og laugardaginn 13. mars
eru Vinir Dóra.
FJÖLVÍTAMÍN FRAMTtDARINNAR
FYRIR NÚTÍMAFÓLK.
fl Sherwood
FaUeg og vönduð
hljómflutningstœki
fyrir unga fólkið.
Verð aðeins 52.500
^Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 6915 15 • KRIIMGLUNIMI • SÍMI: 6915 20
ALVEG