Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 13

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 13 Um „skipulagsleg og fjárhagsleg rök“ 'A ^ X'A eftir Stefán Sigurkarlsson Á síðum Morgunblaðsins sl. sunnudag stíga tveir riddarar rétt- lætisins fram á sviðið, þeir Jón Sæmundur Siguijónsson og Einar Magnússon. Boðskapur þeirra er sá að dagar hins hörmulega fyrir- komulags í lyfsölumálum íslend- inga séu nú senn taldir. Nú skuli frelsi til lyfsölu aukið svo um muni til þess að allir sem vettlingi valdi eigi þess kost að koma sér upp apóteki. Ekki aðeins lyfjafræðing- amir heldur allar góðar og gildar stofnanir. Og því ekki það? Hvers vegna skyldu Strætisvagnar Reykjavíkur, Stangveiðifélagið eða Karlakórinn Fóstbræður ekki mega opna apótek eins og hver annar? Fyrir þessu eru bæði „skipulags- leg og fjárhagsleg rök“, segja þess- ir menn. Lítum nánar á þau. Samkvæmt þeim skilst manni að í Kringlunni t.a.m. mættu apótekin vera svo mörg sem verða vildi, en um apótekin í Stykkishólmi, Blönduósi, Neskaupstað og Hvera- gerði mætti skeika að sköpuðu. Þetta voru skipulagsrökin. Víkjum nú að ijárhagslegu rök- unum. Inntak þeirra virðist vera það að með fjölgun útsölustaðanna muni lyíjaverðið lækka, „ef að lík- um lætur". Nema náttúrlega úti á landi! Þeir minnast hins vegar ekk- ert á reynslu annarra þjóða af þess- um málum og er það bagalegt. Við reynum að bæta úr því. Grikkir t.a.m. bjuggu til skamms tíma við fyrirkomulag þeirra Jóns Sæmundar og Einars, en gáfust upp á því þegar meðalaskorturinn í sjoppunum var orðinn óþolandi og á bak við hveija þeirra stóðu ekki eftir nema rúmlega þúsund sálir. Nú veit ég ekki betur en að frændur vorir Þjóðveijar séu eina Evrópuþjóðin sem enn býr við óska- fyrirkomulag þeirra tvímenninga, hvað sem sú dýrð stendur lengi, en nýverið bárust þær fregnir hingað til lands að gjaldþrot vofði yfir a.m.k. fjögur þúsund þýskum lyfsöl- um, jafnt fyrir það þótt þeir hafi haldið lyfjabirgðum sínum í slíku lágmarki að teljast hlýtur á mörkum þess sem boðlegt væri og þurftu þeir þá að fá til sín sendibíla með lyf frá heildsölunum minnst fjórum sinnum á degi hveijum. En eru lyfin þá ekki ódýr í Þýska- landi? Ó, nei, því miður; einmitt í því landi eru lyfin dýrust í allri Evrópu! Og það þrátt fyrir mjög mikla lyfjasölu, en Þjóðveijar láta í sig helmingi meira af meðulum en frændur þeirra á Fróni. Þetta voru fjárhagslegu rokin. Fyrir langa löngu fór riddari um héruð ásamt skjaldsveini sínum. í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Riddarinn reið hrossi og var albrynj- aður, en slqaldsveininn sat asna og hafði flókahatt á höfði. Báðir töldu höfuðskyldu sína að beijast gegn ranglæti heimsins, rétt einsog þeir Jón Sæmundur og Einar, og dag einn þegar þeir sáu ijárhóp renna niður hlíð fylltist riddarnn heilagri bræði, mundaði lensuna og réðst gegn óvininum, en skjaldsveinninn dyggi fylgdi fast á eftir. Öðru sinni sáu þeir félagar á hæð nokkurri vængjaðar verur í rökkrinu. Hinn treggáfaði skjaldsveinn hélt að þetta væru vindmyllur, en riddarinn hugumstóri reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væru risar sem þyrfti að jafna um; sté af baki og réðst til atlögu með sverði sínu. En nú tókst ekki betur til en svo að einn vængurinn kræktist í jámar- uslið sem umlukti líkama riddarans góða; hann hófst á loft og kom hart niður. En slqaldsveinninn hljóp þegar til herra síns að stumra yfir honum. Stefán Sigurkarlsson „Samkvæmt þeim skilst manni að í Kringlunni t.a.m. mættu apótekin vera svo mörg sem verða vildi, en um apó- tekin í Stykkishólmi, Blönduósi, Neskaup- stað og Hveragerði mætti skeika að sköp- uðu.“ En hvers vegna voru þessir menn að ráðast á sauðfé, og beijast við vindmyllur? Um það er ekki gott að segja, en ugglaust hafa þeir haft sín rök fyrir því, bæði skipu- lagsleg og fjárhagsleg. Höfundur er lyfsali. AFMÆLIS- TILBOÐ! Við bjóðum bílakaupendum nokkra nýja MAZDA bíla frá fyrra ári á einstökum kjörum. Verðdæmi nr. 1: MAZDA 323 F, 1600 16 ventla GLXi, 5 gíra með eftirtöldum búnaði: Vökvastýri, samlæsingu, loftneti og 4 hátölurum, upphituðum sætum, rafdrifnum rúðum og útispeglum. Bíllinn sem sameinar kosti sportbílsins og fjölskyldubílsins! Fullt verð: Kr. 1.340 þús. Tilboðsverð m.v. stgr. 1.107 þús. Mismunur 233 þús. ARA 1943 1993 Verðdæmi nr. 2: MAZDA 626, 2000 16 ventla GLXi, sjálfskiptur með eftirtöldum búnaði: Vökvastýri, samlæsingu, rafmagnsloftneti og 4 hátölurum, upphituðum sætum, rafdrifnum rúðum, rafdrifnum upphituðum útispeglum, álfelgum. Bíllinn sem var sæmdur „Gullna stýrinu“ í Þýskalandi! Fullt verð: Kr. 1.895 þús. Tilboðsverð m.v. stgr. 1.558 þús. Mismunur 337 þús. Eigum einnig fleiri gerðir á sambærilegum kjörum. Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar og umboðsmenn um land allt. Athugið: Takmarkað magn! Opið laugardaga frá kl. 10-14 SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S. 6195 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.