Morgunblaðið - 10.03.1993, Page 19

Morgunblaðið - 10.03.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 19 Geysilegur lestraráhugi í Hallormsstaðarskóla á Fljótsdalshéraði Lesið í skóginum NEMENDUR í Hallormsstaðarskóla nutu veðurblíðunnar við bóklesturinn. Lestrar- verkefni sótt ót í skóginn í FRIÐSÆLD og fögru um- hverfi er gott að einbeita sér við lestur. Hvorugt ætti að skorta í Hallormsstaðar- skóla, sem er staðsettur í stærsta skógi landsins. Ekki spillir veðurblíðan, en sól og blíða hafa ríkt á Héraði í samfleytt í 5 vikur. Sigfús Grétarson skólastjóri segir að geysilegur metnaður hafi skapast hjá mörgum nem- endum sem leggi ekki frá sér bækurnar. „Við höfum áhyggjur af því að þau nýti sér ekki útivistartímana, því var brugðið á það ráð að leyfa þeim að lesa úti í skógi.“ Sigfús segist vera ánægður með þá hvatningu til aukins lestr- ar sem felst í Lestrarkeppninni miklu. „Einnig hér í sveitinni hefur bóklestur dregist saman, en þó ekki eins mikið og víða annarsstaðar. Hér eru ekki kvik- myndahús eða myndbandaleigur á hveiju götuhorni. Þjálfun í ræðumennsku og frásagnarlist Lestrarátak hefur verið í gangi í vetur hjá 9-12 ára krökkunum, en Sigfús segir, að hið talaða orð sé ekki síður mikilvægt og skól- inn sé með átak í frásagnarlist og ræðumennsku áfangabundið. „Eg tel það skerðingu á almenn- um mannréttindum, ef- nemendur fá ekki þjálfun í að tjá skoðanir sínar. Hér var starfandi ræðu- klúbbur í fyrra og vel má hugsa sér að krakkarnir stofni lestrar- klúbb í haust eftir þetta lestrar- átak.“ Fámennu skólarnir betri Hallormsstaðarskóli er heima- vistarskóli sem þjónar þremur sveitahreppum. Sextíu nemendur eru í skólanum og kennt að mestu samkvæmt opnu kerfi, sem býður upp á mikinn sveigjanleika í námi og kennslu. „Við höfum þá bjarg- föstu trú að fámennir skólar geti í flestum tilfellum verið betri. Rætt hefur verið um faglega ein- angrun kennara, en fámennir skólar á Héraði og í Borgarfirði bæta sér það upp með öflugu samstarfi." Unnu bækling um tijásafnið fyrir ferðamenn Skógurinn er allsstaðar nálæg- ur og heillar ferðamenn til sín á sumrin, enda sumarhótel í Hall- ormsstaðarskóla. „Við reynum að nýta umhverfið sem best í kennslunni, tökum mið af skógin- um í líffræði og erum með gott samstarf við skógræktina," segir Sigfús. Skógurinn kemur inn á fleiri lesgreinar. I samfélagsfræði, íslensku og myndmennt var unnið rit um tijá- safnið í mörkinni, sem er eitt hið stærsta á norðlægum slóðum. Krakkarnir útbjuggu líka tölusett skilti við gönguleiðir í skóginum, merktu aldur og tegund við ein- stök tré og unnu kort af svæð- inu. Þetta var heilmikil vinna, sem þau fengu greitt fýrir frá skógræktinni og var liður í söfn- unarátaki þeirra til utanlands- ferðar. Tónlistarskóli er starfandi inn- an skólans og um 80% nemenda stunda hljóðfæranám. „Skólinn þarf líka að sinna verkefnum sem íþrótta- og æskulýðsfélög eru með annarsstaðar. Við erum of fámenn til að taka þátt í íþrótta- mótum stærri skóla, höldum þess vegna eigin íþróttamót.“ Semja leikrít og frumsýna um páskana „Litlu krakkarnir sjá um jóla- skemmtun, en eldri nemendur eru að undirbúa páskaskemmtun. Þau eru búin að semja leikrit með aðstoð kennaranna, sem á að frumsýna um páskana og ber hið dularfulla heiti EF.“ Stefnt að sameiningu sýslumanna í Keflavík og á Vellinum Á VEGUM utanríkisráðuneyt- isins er unnið að undirbúningi þess að rekstur embættis sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli verði sameinaður rekstri sýslumannsins í Kefla- vík. Með þessu er stefnt að því að spara 30-50 milljónir króna af rúmlega 300 milljóna króna útgjöldum embættanna tveggja. Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli annast tollgæslu og útlendingaeftir- lit í flugstöðinni og á varnarsvæðinu auk löggæslu og heyrir embættið undir utanríkisráðuneytið en önnur lögregluembætti heyra undir dóms- málaráðuneyti en tollgæsla annars staðar undir fjármálaráðuneyti. Embættið á Keflavíkurflugvelli hef- ur 60-70 stöðugildi, þar af um 30 við tollgæslu og um 30 við lög- gæslu. 63 stöðugildi eru við emb- ætti sýslumannsins í Keflavík sem annast löggæslu á öllum Suðurnesj- um, að flugvallarsvæðinu frátöldu. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fela hagsýslu fjármálaráðuneytisins að undirbúa sameiningu embætt- anna tveggja í lok yfirstandandi árs og er talið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að með því megi spara allt að 50 milljónir króna en rekstur beggja embættanna er áætlað að kosti í ár 323 milljónir króna. Þesar fyrirætlanir voru kynntar fyrirsvarsmönnum embættanna og starfsmanna með bréfi í síðustu viku og munu fulltrúar þeirra á næstunni eiga fundi með forsvars- mönnum Varnarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins, sem annast undirbúning málsins fyrir ríkisins hönd en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er talið að ef til uppsagna komi vegna sameiningar- innar muni þær helst bitna á lög- reglumönnum á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Valgeirs- son fulltrúi látinn Guðjón Valgeirsson, fulltrúi hjá Hlutafélagaskrá, er látinn 63 ára að aldri. Guðjón fæddist 13. maí 1929 í Reykjavík, sonur Valgeirs Guðjóns- sonar múrarameistara og Sigríðar Arnbjargar Sveinsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1955 og varð héraðsdómslögmaður árið 1958. Guðjón var fulltrúi hjá lögreglu- stjóra á Keflavíkurflugvelli á árun- um 1955 til 1959 og fulltrúi hjá borgarfógeta í Reykjavík árið 1959 til 1972. Hann var framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Hólaness hf. á Skagaströnd frá 1972 til 1974 er hann tók að sér verkefni fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur og varð síðar fulltrúi þar til ársins 1977 er hann varð fulltrúi á Skatt- stofu Reykjavíkur. Hann var fulltrúi hjá Hlutafélagaskrá frá 1989 til dánardags. Guðjón starfaði að félagsmálum, meðal annars fyrir Flugbjörgunar- sveitina, Skíðadeild Armanns og Sjálfstæðisflokkinn. Fyrri kona Guðjóns var Margrét Guðjón Valgeirsson Árnadóttir og eignuðust þau þijú börn, Valgeir, Guðrúnu Órnu og Sigríði Önnu. Eftirlifandi kona Guð- jóns er Hallveig Halldórsdóttir. pitírgmirilílalitli Metsölublaðá hverjum degi! Nýjar vorvörur Öáunto. fataverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Opið daglega frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. Frá GARDEUR Dragtir Stakir jakkar Frá DIVINA Ýmiss samstæðufatnaður Plíseruð pils Blússur Jakkar Peysur Dömubuxur Pils, margar síddir Stakir jakkar Hnébuxur Stuttbuxur Bómullarbolir Frá GEISSLER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.