Morgunblaðið - 10.03.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993
Akureyrskir trillukarlar huga að ígulkeraveiðum
Igulkerin beint frá borð-
stokknum til New York
FÉLAGARNIR Sigurður Jóhannsson, sem gerir út smábátinn
Eddu EA, og Erlendur Bogason kafari fóru á ígulkeraveiðar
i gærmorgun, sendu aflann um hádegi suður til Njarðvíkur
og þaðan fór hann beint til neytenda í New York.
342 kíló
Sigurður sagði að ígulkerin hefðu
þeir fengið á fjögurra til átta metra
dýpi skammt utan við Svalbarðs-
eyri, handan Akureyrar, en á þeim
slóðum væri mikið um íguiker innan
um þarann. Þeir félagar byijuðu
að veiða um kl. 9 í gærmorgun og
voru að landa upp úr hádeginu í
gær, en á þessum tíma fengu þeir
342 kíló af ígulkerum, sem send
voru svo til beint frá borðstokknum
áleiðis til New York með viðkomu
hjá Islenskum ígulkerum hf. í
Njarðvík. Á síðustu vikum hafa
nokkrir trillukarlar sem gera út frá
Sandgerðisbót á Akureyri reynt
fyrir sér með ígulkeraveiðar og
hafa þær gengið þokkalega.
Atvinnuskapandi
Á fræðslufundi um ígulker sem
sjávarútvegsdeild Háskólans á Ak-
ureyri efndi til í lok janúar síðastlið-
ins kom m.a. fram að ef rétt er á
haldið er hugsanlegt að hægt sé
að skapa störf fyrir 100 til 200
manns við vinnslu ígulkera hér á
landi og gæti slík vinnsla skilað
Færeyskur
vísnasöng’ur
í Grófargili
VÍSNASÖNGKONAN Annika Ho-
ydal frá Færeyjum kemur fram á
tónleikum í Tilraunasalnum i
Grófargili, Kaupvangsstræti 23,
annað kvöld, fimmtudagskvöldið
11. mars og hefjast þeir kl. 20.30.
Annika er fædd og uppalinn í
Færeyjum, en bjó í Ekvador um tíma
með fjölskyldu sinni og að loknum
námi og störfum á Spáni hóf hún
nám í Leiklistarskóla ríkisins í Kaup-
mannahöfn. Hún hefur sungið inn á
margar hljómplötur, m.a. með Hark-
aliðinu, en á tónleikunum syngur hún
m.a. lög af nýjustu plötu sinni, Dulc-
inea.
Gunnar Hoydal borgararkitekt í
Þórshöfn, sem semur texta við lög
Anniku, og Gaiy Snider bassaleikari
koma fram átónleikunum með henni.
(Fréttatilkynning)
nokkrum hundruðum milljóna
króna í gjaldeyristekjur á ári.
Helsti markaður fyrir unnin ígul-
kerahrogn og svil er í Japan og
einnig í Bandaríkjunum, þangað
sem eyfírsku ígulkerin voru send,
en vænlegasti markaðurinn fýrir
lifandi eða heil ígulker er í Frakk-
landi. Fram kom á ráðstefnunni að
fýrir heil ígulker eru greiddar 160
til 170 krónur fyrir kílóið, en 190
krónur fyrir hrognin.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verðmætur afli á land
ÞEIR fylgdust vandlega með þegar ígulkerin voru hífð frá borði,
Erlendur Bogason kafari og Sigurður Jóhannsson sjómaður, en þeir
voru að veiðum í gærmorgun undan Svalbarðseyri.
Átak í atvinnumálum á Akureyri fer vel af stað
Um 30 manns til starfa
UM 30 manns af atvinnuleysisskrá hafa fengið vinnu timabundið í
átaki í atvinnumálum sem fór af stað á Akureyri í síðustu viku.
Þrátt fyrir það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá frá því um síðustu
mánaðamót.
Sigrún Björnsdóttir forstöðu-
maður Vinnumiðlunarskrifstofunn-
ar sagði að í síðustu viku hefðu um
20 manns fengið störf við átakið
og um 10 manns í þessari. Einkum
er um að ræða störf á söfnum
bæjarins, í skólum og við íþrótta-
mannvirki.
Byijað er að bjóða því fólki störf
sem lengst hefur verið á atvinnu-
leysisskrá og greiðir Atvinnuleysis-
tryggingasjóður sem nemur bóta-
rétti fólks, en hann er misjafn.
„Þetta hefur gengið vel og færri
komast að í vinnu en vilja,“ sagði
Sigrún, en hún vonaðist til að hægt
væri að fá fólk til starfa í næstu
viku í störf á vegum ríkisins. Alls
er um að ræða 70 störf og eru 50
þeirra á vegum bæjarfélagsins og
20 á vegum ríkisins.
Fjölgun á skrá
Þó svo að um 30 manns af at-
vinnuleysisskrá hafi fengið vinnu
við átakið hefur fjölgað á skránni
frá því um mánaðamót. Þá voru
516 manns skráðir atvinnulausir
hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni en
voru á föstudag í síðustu viku 535
talsins.
■
■
■
HI
K
fln
1
fl»
m
■B
H
m
fillGAl
fl
■
fl
fl
fl
m
m
Hfl
■
■
Viljum komast í samband við lyfjafræðinga sem uppfylla skilyrði til þess að fá lyfsöluleyfi
skv. ákvæðum væntanlegra lyfjalaga.
Einnig er leitað eftir samvinnu við starfandi apótekara og lækna um stofnun hlutafélags um
rekstur lyfjabúða.
Áhugasamir, vinsamlegast hafið samband bréflega við Pharmaco hf.
Hörgatúni 2, 210 Garðabœ fyrir 31. mars nk.
Pharmaco
HÖRGATÚNI 2 PÓSTHÓLF 200 210 GARÐABÆ SÍMI 44811 TELEFAX 656485
^fl
<
U) ||||
co ^HÍ
i fl
fl
flfl
m