Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 42

Morgunblaðið - 10.03.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ Hræðilega óstyrkir - sagði Bengt Johansson, þjálfari Svía Bengt Johansson, þjálfari Svía, var óánægður með Sveinn Agnarsson skrifar frá Svíþjóð byijun sinna manna. „Við vor- um hræðilega taugaóstyrkir fyrstu mínúturn- ar og til að bæta gráu ofan á svart varði markmaður ís- lands [Sigmar Þröstur Óskars- son] afar vel,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir leik. „Að vissu leyti minnti þessi leikur á fyrsta leik okkar á HM í Tékkóslóvakíu 1990. Þá rétt mörðum við sigur á Alsír, 20:19, _en síðan gekk okkur betur. íslendingar héldu hrað- anum niðri fyrir hlé og við spil- uðum ekki jafn góðan vamar- leik og við getum. Samspil milli vamar og markmanns var ekki nógu gott fyrsta fjórðung leiks- ins og Héðinn Gilsson gerði þrjú mörk með skotum í „rangt“ hom, það er homið, sem vömin átti að taka.“ Bengt var ánægður með Seinni hálfleikinn. „Þá jukum við hraðann og tókum okkur á í vörninni. Fyrir bragðið feng- um við nokkur hraðaupphlaup, sem við nýttum okkur. Mér fannst Ola Lindgren leika best af mínum leikmönnum. Hann gerði að vísu ekki jafn mörg mörk og Magnus Anderson, en gerði færri mistök." Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Góður stuðningur í Gautaborg íslendingar fjölmenntu i höllina í Gautaborg í gærkvöldi og létu vel í sér heyra undir kunnugum trumbuslætti að heiman. ■ TÍU af tólf leikmönnum sænska landsliðsins, spáðu sjálfum _sér heimsmeistaratitli fyrir leikinn Segn Islendingum. I MARGIR blaðamenn sem fylgj- ast með HM í Gautaborg eru undr- andi á blaðamannamiðstöðinni. Hún er í næsta húsi við íþróttahöllina og þar er bannað að reykja. Það finnst mörgum furðulegt þar sem margir blaðamenn reykja og sér- staklega þegar þeir eru að vinna. ■ ÞAÐ sem ef til vill vekur enn meiri furðu er að í miðstöðinni er ekkert salerni og því þurfa menn að fara á milli húsa, bæði til að reykja og til að fara á salernið. ■ ÞJÓÐVERJAR hafa flest stig ef allir leikir þjóða í HM í hand- knattleik frá árinu 1938 til dagsins í dag eru taldir. Þjóðveijar hafa ISkið 62 leiki, unnið 42, tapað 16 og fjórum sinnum gert jafntefli. Þeir hafa hlotið 88 stig. ■ NÆSTIR eru Rúmenar með 87 stig og Svíar með jafn mörg stig. Rúmenar hafa leikið 60 leiki en Svíar 69. ■ ÍSLAND er í 12. sæti af þeim þijátíu þjóðum sem tekið hafa þátt. Island er með 25 stig eftir 38 leiki. Tólf sigrar hafa unnist, 25_ leikir tapast og eitt jafntefli orðið. Á und- an okkur eru Spánverjar með 35 stig eftir 33 leiki og á eftir okkur Japanir með 22 stig eftir 38 leiki. ■ CURT Wadmark var þjálfari Svía þegar þeir urðu heimsmeistar- ar 1954 og 1958 og hann var einn- ig þjálfari þegar Svíar urðu í öðru sæti árið 1964 og fengu bronsið árið 1961. H ÞAÐ hafa verið 16 lið í HM í handknattleik alveg frá árinu 1964, en í keppninni þar á undan, 1961 voru 12 lið en 16 árið 1958. Flest mörk í einni keppni gerði Jae-Won Kang frá Suður- Kóreu i keppn- inni 1986 í Sviss, 67 talsins. ■ VASILE Stinga, rúmenski snillingurinn, gerði 65 mörk í HM 1982 og Peter Kovacs frá Ung- w*ijalandi gerði þá 58 mörk. í keppninni 1978 voru Kovacs og Jerzy Klempel frá Póllandi markahæstir með 47 mörk hvor. í síðustu keppni varð Julian Duran- ona frá Kúbu markahæstur með 55 mörk. Meðal þekktra marka- skorara fyrri ára má nefna Petre Ivanescu frá Rúmeníu, en hann varð markakóngur keppninnar 1961. Undrandi að sjá Sig- mar Þröst í markinu - sagði Ola Lindgren, stórskyttan í liði Svía. „Við þekktum hann ekki neitt“ „VIÐ áttum von á að Guðmund- ur Hrafnkelsson myndi byrja í íslenska markinu og urðum því mjög undrandi þegar Sigmar Þröstur byrjaði — hann þekkt- um við ekki neitt," sagði Ola Lindgren, stórskytta Svía sem gerði 5 mörk. Lindgren hældi íslensku vöminni og sagði að Sigmar Þröstur hefði varið vel framan af leiknum. „Svo brenndum við af úr mörgum mjög góðum færum. íslendingar náðu einnig að halda hraðanum niðri Sveinn Agnarsson skrifar frá Sviþjóð í fyrri hálfleik. Eftir hlé náðum við að keyra upp hraðann og bæta skotin og þegar við komumst almennilega yfir urð- um við heldur ekki jafn hræddir við að skjóta og áður. Mikil taugaspenna var í liðinu fyrstu mínútumar og þess vegna náðum við ekki að sýna okkar rétta andlit. Þessi sigur gefur sjálfstraust- inu hins vegar byr undir báða vængi og er einmitt sú byijun á mótinu sem við óskuðum okkur,“ sagði Lindgren. Per Carlén „Þetta var erfður leikur eins og við reiknuðum með og við vomm stressaðir í byijun," sagði línumað- urinn Per Carlén. „En við emm sterk- ari og eftir að við komumst yfir í síðari hálfleik var aldrei spuming hvomm megin sigurinn myndi lenda. Þetta er óskabyrjun og ég held að við eigum eftir að leika enn betur. Það er alltaf erfítt að leika fyrsta leikinn á stórmóti, og ísland er eng- inn óska andstæðingur í opnunar- leik.“ LEIKIR I DAG A-RIÐILL: Tékkóslóvakía - Egyptaland...l7 Spánn - Austurríki.......19 ■Stefán Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson dæma leikinn. B-RIÐILL: Frakkland - Sviss........17 Rúmenía - Noregur........19 D-RIÐILL: Rússland - S-Kórea.......17 Danmörk - Þýskaland......19 Aldrei verið eins taugaveiklaður - sagði Magnús Andersson, sem skoraði níu mörk lyrir Svía „EG hef aldrei áður skorað jafn mörg mörk f mikilvægum landsleik og er þetta sennilega besti landsleikurinn sem ég hef leikið," sagði Magnús Anders- son, sem skoraði níu mörk gegn íslendingum. „Ef ég á að komast almennilega inn í leiki verð ég að fá að vera með frá byrjun. Ég hef rætt þetta við Bengt Johansson og bent hon- um á að það sé afar erfitt fyrir mig að koma seint inn í leik- ina.“ Eg er ekki vanur að leika á vinstri vængnum. Hjá Schutterwald leik ég alltaf í stöðu leikstjórnanda, en það er staða sem ég nýt mín best í. Það skiptir í raun litlu máli fyrir okkur hvor okkar Magnús- ar Wieslander leiki á miðjunni og ég held að landslið okkar sé mun betra nú en þegar við urðum heimsmeistar- ar í Tékkóslóvakíu fyrir þremur árum. Þá treystum við alltof mikið á Per Carlén og Wieslander, en nú erum við með breiðari hóp. Það var ótrúleg tilfinning að koma inná völlinn í upphafi leiks, stemmn- ingin á áhorfendapöllunum var raf- mögnuð og við vorum sjálfir aiveg að fara á taugum. Ég aldrei áður verið eins taugaveiklaður fyrir nokk- um leik og mér fannst allir vera uppspenntir á hótelinu fyrir leikinn. Taugaspennan setti mark sitt á leik okkar í fyrri hálfleik og við náðum ekki að leika vel - þorðum ekki að taka neina áhættu. Við vorum samt afar rólegir í Ieikhléi, því að þó við hefðum brennt af fjölda dauðafæra, var staðan jögn og við enn með í leiknum. Við ræddum um það að breyta ekki um leikkerfi, heldur að spila meira út á kantana," sagði Andreson. Hvað viltu segja um varnarleik ykkar? „Hann var ekki nægilega góður í byijun leiksins og Héðinn Gilsson fékk næði til að skora með þremur skotum í fjærhomið. Þegar á leið skánaði vömin og þegar við vorum komnir yfir eftir hlé, hvarf öll tauga- spennan og við fórum að leika af eðlilegri getu.“ Þú náðir að skora með fjölbreyti- legum skotum? „Já, ég á nokkur leynivopn í handraðanum - þar á meðal að stökkva jafnfætis upp og skjóta. Yfirleitt reyndi ég að skjóta meðfram vamarmönnunum þar sem mark- verðirnir eiga erfitt með að sjá þau skot út - því að oft sér markvörður- inn knöttinn mjög seint og hefur ekki tíma til að komast fyrir skotið.“ Ahorf- endamet í Svíþjóð Aðsóknarmet var sett á leik Sví- þjóðar og íslands í gærkvöldi, er heimsmeistarakeppnin hófst í Gauta- borg. Alls greiddu 10.017 manns aðgangseyri að leiknum. „Það hafa aldrei verið fleiri áhorfendur á hand- boltaleik í Svíþjóð," sagði kynnirinn í Scandinavium íþróttahöllinni í gær- kvöldi — en það var enginn annar en sænski dómarinn Bromann. Öruggt má telja að metið verði slegið á ný þegar Svíarnir verða komnir til Stokkhólms og fara að leika í Globen höllinni glæsilegu í milliriðli og um sæti, en sú höll tek- ur mun fleiri áhorfendur. 1961 í Essen: ísland - Svíþjóð ........... 10:18 Gunnlaugur Hjálmarsson var markahæstur með fjögur mörk og Krist- ján Stefánsson skoraði þijú. 1964 i'Bratislava: ísland - Svíþjóð...................12:10 Ingólfur Óskarsson var markahæstur með fimm mörk. 1986 í Bern: ísland - Sviþjóð ..23:27 Alfreð Gíslason var markahæstur með sex mörk og Atli Hilmarsson og Bjarni Guðmundsson skoruðu fímm. 1993 í Gautaborg: ísland • Svíþjóð....................16:21 Héðinn Giisson var markahæstur með fímm mörk. Sveinn Agnarsson skrifar frá Sviþjóö

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.