Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 12

Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Af grimmd ertu komin Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Gísladóttir og Valdimar Öm Flygenring í hlutverkum sínum. _________Leiklist______________ Súsanna Svavarsdóttir Leikfélag Reykjavíkur: Dauð- inn og stúlkan. Höfundur: Ariel Dorfman. Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þor- grímsdóttir. Lýsing: Láms Björnsson. Hljóðmynd: Baldur Már Arngrímsson. Mannleg örlög í þjóðfélagi sem er grundvallað á valdníðslu, kúg- un, siðblindu, pyntingum; grimmd, er efniviðurinn í Dauðan- um og stúlkunni. Grimmd eins pólitísks litarháttar gagnvart öðr- um, grimmd karlmanns gagnvart konu, grimmd hins sterka gagn- vart þeim veika; vald þess sem vopnið ber. í þessu verki er það konan sem heldur um vopnið. Hún, Pálína, skipar og ógnar, krefur og keflar. Hún er bam samfélags þar sem valdhafamir beita nákvæmlega þessum aðferðum í samskiptum við þegnana. Af grimmd er hún komin. Hún hefur lært lexíuna sína nokkuð vel, enda fengið einkatíma þegar henni, fimmtán ámm áður, var rænt úti á götu, hún flutt í fangabúðir þar sem hún var pyntuð og henni nauðgað — oft. Nótt eina kemur maður hennar seint heim. Bíllinn hans hefur bil- að og læknir nokkur komið honum til hjálpar með því að aka honum heim. Þegar læknirinn kemur inn til að fá drykk telur Pálína sig þekkja aftur rödd kvalara síns. Hún hafði aldrei séð hann — var með bundið fyrir augun — og vissi ekkert hvað hann hét; vissi bara að hann var læknir, sem hlustaði á tónlist eftir Schubert og vitnaði í Nietzsche. Þessi læknir heitir Roberto Miranda, hlustar á tónlist Schuberts og vitnar í Nietzsche. Ýmislegt bendir til þess að hann sé rétti maðurinn, en hún getur ekkert sannað. Eiginmaður Pálínu, Gerardo, er lögfræðingur sem hefur rétt veríð skipaður í nefnd sem á að kanna glæpi sem ollu dauða, eða leiddu til dauða, á tímum fasískrar einræðisstjórnar. En Pálína dó ekki, því á ekki að rannsaka henn- ar mál. Hún ákveður því að rann- saka það sjálf. Það er ákveðið að læknirinn gisti í húsi þeirra hjóna og um nóttina keflar Pálína hann og þegar hann vaknar mætir hon- um gapandi byssukjaftur í hönd- um konu í hefndarhug; konu sem krefst sannleika, réttlætis, hreins- unar á þeirri jörð sem hún gengur á — en auðvitað langar hana mest í blóð. Eiginmaðurinn telur sig vera á heilbrigðisvæng rétt- lætisins. Hann reynir að sýna konu sinni fram á að skynsam- legra sé að draga manninn fyrir dómstóla í þessu nýja lýðræðis- ríki, þar sem ekkert er hægt að sanna, enginn þorir að dæma, vegna þess að nýja stjómin vilí að grimmdarverkum linni, vill engan sajcfella, engan dæma. En eins og oft vill verða eru þetta að einhveiju leyti sömu mennimir og fylktu sér í kringum einræðis- herrann fallna. Þeir hafa bara fengið nýja merkimiða og þeim er engin þægð í að upplýsa eitt né neitt. Það á bara að rannsaka, til að viðurkenna að glæpir hafi verið framdir, en ekki til að af- hjúpa myrkraverk og uppræta þau; það er ekki verið að hugsa um réttlæti til handa þeim sem hafa lifað ógnina af, bara viður- kenningu til handa þeim sem hafa dáið. Við þessi viðhorf og sinn eigin hefndarþorsta þarf Pálína að beijast, og gera upp hug sinn um endalok leiksins. Ætlar hún að drepa lækninn eða ætlar hún að náða hann? Em þessir kostir einhver lausn fyrir hana? Dauðinn og stúlkan er mjög vel skrifað verk, nærgöngult og krefj- andi. Það er auðvelt að skilja Pálínu sem heimtar persónulegt réttlæti. Það er líka auðvelt að skilja eiginmann hennar, sem hef- ur eygt von um betra líf handa þeim eftir að lýðræðisöflin komust til valda, en það er líka auðvelt að trúa lækninum, sem rígheldur fram sakleysi sínu allan tímann á meðan á yfirheyrslum Pálínu stendur. Hins vegar er uppsetningin á verkinu ekki allskostar góð. Þar er fyrst og fremst um að kenna leikmyndinni. Hún myndar þrí- hyrning sem vísar fram og er gríðarlega fyrirferðarmikil. En þótt plássið sé nóg, uppsviðs, heft- ir lögun leikmyndarinnar hreyfi- möguleika leikaranna um sviðið. í fyrsta lagi þurfa þeir gjaman að fara meðfram allri leikmynd- inni til að komast út af sviðinu. í öðru lagi snúa þeir sjaldnast að áhorfendum, nema læknirinn sem situr keflaður í sófa. Þetta er harmleikur sem grundvallast á sárum tilfinningum konu sem hef- ur verið fórnarlamb ótrúlegs of- beldis, en áhorfendur sem sitja hægra megin í salnum (séð frá leiksviði) sjá sjaldnast framan í hana. Það er því fremur erfítt að ná einhveiju sambandi við sárs- auka hennar og reiði. Pálína og maður hennar eru að miklum hluta staðsett framsviðs á litlu homi leikmyndarinnar og þegar þau snúa beint fram snúa þau eiginlega ekki að neinum, bara tröppunum út úr salnum. Þegar þau snúa að áhorfendum leika þau bara fyrir helming þeirra í einu, þegar best lætur, þar sem sæt- araðirnar mynda eins konar skeifu um leikmyndina. Mér finnst leik- myndinni hafa verið troðið upp á verkið og leikarana í stað þess að þjóna þeim og það kemur svo berlega í ljós í lokaatriðinu, þegar þau Pálína og Gerardo hitta lækn- inn á tónleikum. Hjónin sitja öðr- um megin við sviðið, læknirinn hinum megin við hliðina á heijans silfurlitum glitspeglahólk, sem mér datt í hug að ætti að vera reðurtákn og sýna að vald karl- mannsins hafði ekkert breyst. Læknirinn sat sigri hrósandi við hólkinn, Pálína niðurlút hinum megin, í bakgmnni hafði tjald í sama diskóstíl og hólkurinn verið dregið fyrir áður Iítt notaðan efri hluta íbúðar þeirra hjónanna. Hvemig sem ég velti þessari heild- armynd fyrir mér finnst mér hún klén. Með fyrirferð leikmyndarinnar og lögun var komið í veg fyrir að lifandi samband myndaðist milli persóna leikritsins og áhorf- enda og vegna þess hve uppá- þrengjandi hún var í lokaatriðinu dró hún að sér svo mikla athygli að hún fírrti leikarana öllum möguleikum á að tjá spennuna sem ríkti milli Pálínu og læknis- ins, og ógnina og óttann sem ekki hafði tekist að eyða, heldur höfðu magnast. Því miður tekur ljósa- hönnuður þátt í þessari yfírgangs- semi við verkið og persónurnar. Góð lýsing á að vera svo eðlilegur hluti af leiksýningu að maður taki ekki eftir henni fremur en loftinu sem maður andar að sér. En hér eru ýmis ráð notuð til að vekja athygli á lýsingu, og keyrir alveg um þverbak þegar hún er tekin af og læknirinn gerir játningu sína, sanna eða falska, í myrkri. Mestan skaða af þessu leik- myndarklúðri ber Guðrún Gísla- dóttir. Hún hefur unnið hlutverk sitt af mikilli vandvirkni; texta- meðferðin góð og raddbeitingin skilaði sársaukanum, reiðinni og óttanum sem bærast í bjósti þess- arar konu. Þá sjaldan að sást framan í hana var ljóst að hún fylgdi þessum tilfinningum eftir með svipbrigðum og látbragði. Mér fi'nnst Pálína vera aðalper- sónan í þessu verki og það er mest í hana lagt frá höfundarins hendi, en með staðsetningum er verulega dregið úr vægi hennar. Þar kemur einnig tií leikstjórnin. Þótt vissulega sé leikstjóra vandi á höndum að koma þessum per- sónum til skila til allra áhorfend- anna, þar sem þessari þrenningu er þvingað inn í þríhyrndan ramma, er óskiljanlegt að hann skuli láta Pálínu snúa baki í áhorf- endur þegar hún situr uppsviðs hluta af þeim tíma sem Gerardo reynir að fá lækninn til að játa. Sýning sem er leikin út í vegg virkar bara ekki fyrir áhorfendur. Keyrslan á sýningunni er líka of þétt; þagnir ekki nógu vel nýttar til að skapa spennu og of mikið gert af því að fylla þær upp með utanaðkomandi hljóðum eða tón- list sem er of hátt stillt. Valdimar Örn Flygenring leikur hlutverk Gerardos. Hann fer ágætlega með textann sinn en fylgir honum ekki vel eftir. Hann virkar ekki sannfærandi, hvorki þegar hann segist elska Pálínu né þegar hann reynir að fá hana til að láta lækninn lausan og reyn- ir að koma henni í skilning um að hún geti ekki tekið sér vald réttvísinnar. Á móti Guðrúnu var Valdimar fremur máttlaus og því myndast lítil spenna í samspilinu. Gerardo var fremur hneykslaður en óttasleginn yfír þeim atburðum sem áttu sér stað á heimili hans, líkari því að vera í fylu en upp- gjöf og þóknun við konuna með byssuna þegar hann lætur að vilja hennar. Þorsteinn Gunnarsson er í hlut- verki læknisins, sem situr klæða- lítill og keflaður andspænis áhorf- andanum. Leikur Þorsteins er ágætur; honum tekst að halda fram sakleysi læknisins á mjög sannfærandi hátt og bestu sprett- irnir í sýningunni eru milli hans og Pálínu. Mér fínnst þessi umbúnaður fjandans skaði, því verkið er svo gott. Það tekur á stærri málum en við eigum að venjast og það krefst þess að maður velti alvar- lega fyrir sér svörum við spum- ingum sem höfundurinn hefur rit- að í eftirmála við verkið — og birtist í leikskránni: Hvernig geta þeir sem pyntuðu fólk og þeir sem vom pyntaðir búið saman í einu landi? Hvernig er hægt að lækna samfélag, sem hefur búið við kúg- un lengi, ef óttin við að tjá sig er enn þrúgandi allt um kring? Hvemig komumst við að sannleik- anum þegar lygin er orðin öllum töm? Hvernig höldum við fortíð- inni lifandi án þess að verða fang- ar hennar? Hvernig getum við gleymt fortíðinni án þess að atvik hennar endurtaki sig? Er réttlæt- anlegt að fóma sannleikanum til að tryggja frið? Þessar og ótal fleiri eru spum- ingarnar sem koma upp í Dauðinn og stúlkan og ógnaratburðir úti í heimi færast nær manni, fá per- sónulegt samhengi; fórnarlömbin em orðin einhver sem maður þekkir — og hver einasti maður ætti að kynnast Pálínu, Gerardo og Dr. Miranda, jafnvel þótt um- hverfi þeirra sé óþægilegt. Leiklist fyrir teikn- ara 1 Gerðubergi HÉR á landi er staddur danski leikhópurinn Boxiganga Perform- ance Theater, og mun hann sýna verkið „Dramatisk Croquis" þrívegis í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í næstu viku. Frum- sýning er mánudaginn 15. mars kl. 20.00. Boxiganga Performance Theat- er var stofnað_ árið 1987 og er aðsetur þess í Árósum, en hópur- inn hefur sýnt víða í Danmörku. Leikhúsið byggir á sammna marg- víslegra listforma; myndlistar, dans, tónlistar og leiklistar. Hóp- urinn vinnur ekki á hefðbundinn hátt með handrit og úrvinnslu þess, heldur leggur áherslu á hið myndræna. Þrír leikarar taka þátt í sýning- unni „Dramarisk Croquis," sem merkir nánast leikræn módelteikn- ing. Þeir em Karin Söndergaard, Kjell Y. Petersen og Steinunn Knútsdóttir. „Dramatisk Croquis" skiptist í fjóra hluta og stemmn- ingar, sem eru í senn ljóðrænar og fyndnar. í frétt frá Gerðubergi segir að sýningin sé ætluð teikn- andi áhorfendum en það sé þó ekki forsenda fyrir því að leikgest- ir geti notið sýningarinnar. „Hún er sviðsett lifandi listsmiðja þar sem fyrirmyndiii — manneskjan — Svipmynd úr sýningu Boxiganga er ekki kyrralíf, kjöt og blóð, held- ur sýnir hreyfanleika, umbreyting- ar og anda. Áhorfandinn — teikn- arinn — er staddur í miðri atburða- Performance Theater. rásinni.“ Önnur sýning á verkinu er þriðjudaginn 16. mars kl. 13.00 og lokasýning miðvikudaginn 17. mars kl. 20.00. Passía í tali og- tónum PASSÍA i tali og tónum á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju verður flutt í Hallgrímskirkju sunnudaginn 14. mars nk. kl. 17. Heimir Pálsson cand. mag. hefur tekið dagskrána saman og sótt alla texta hennar í sálma Hallgríms Pét- urssonar og Mattheusarguðspjall í þýðingu Odds Gottskálkssonar. Mótettukórinn syngur og félagar úr honum flytja texta ásamt Heimi Pálssyni. Hörður Áskelsson stjórnar tónlistarflutningi og leikur á orgel. í verkum Hallgríms Péturssonar eiga íslendingar þá passíu sem þeir aldrei eignuðust í tónum á liðnum öldum. Hér er dregin fram sú saga, frá síðustu kvöldmáltíðinni til kross- festingarinnar, sem venjulega er sögð i þeim tónverkum sem passíur eru nefndar. (úr fréttatiik.) BILASYNING1DAG KL. 10-14 Komið og skoðið það nýjasta frá MAZDA ! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.