Morgunblaðið - 13.03.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 13.03.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 Fyrsta skipið legguraðnýja miðbakkanum RANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn lagði fimmtudaginn sl. að ófullgerðum austurhluta miðbakkans í gömlu höfninni í Reykjavík, fyrsta skipið sem það gerir. Á myndinni sjást kennarar ellefu ára nemenda í Grunnskóla Reykjavíkur á leið í sjóferð með rs. Dröfn út á Kolla- §örð til að kynna sér verkefni sem þau vinna að ásamt Náttúruvemd- arfélagi Suðvesturlands og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurum- dæmis standa að og kallast: Könn- unarleiðangur grunnskólanemenda út á Kollafjörð. Nemendaferðimar hefjast á mánudaginn. Auk athug- ana og skráningar á lífríki og vist- kerfí fjarðarins verður tekið inn í verkefnið stutt kynning á sögu og landafræði svæðisins og einnig skipinu og tækjum þess og siglinu. f lok ferðarinnar verður Fiskmark- aðurinn heimsóttur. Hugmyndin er að sömu staðir á firðinum verði árlega heimsóttir og kannaðir á svipaðan hátt og þannig fáist vökt- un á svæðinu. Þessar athuganir verði svo notaðar af nemendum til samanburðar á milli ára. Morgnnblaðið/Þorkell Olíufélagið Skeljungur hf. eykur hlutdeild sína á olíumarkaðnum Hlutur blýlauss bensíns er kominn í 7 6% hér á landi íslenska útvarpsfélagið Ingimundur Sigfússon kosinn stjóm- arformaður INGIMUNDUR Sigfússon, stjórn- arformaður Heklu hf., var kosinn formaður stjórnar íslenska út- varpsfélagsins hf. á aðalfundi félagsins í gær en Jóhann J. Ólafsson lætur af stjórnarfor- mennsku og hverfur úr stjórn félagsins en hann var hins vegar kosinn í varasljórn. Auk Ingi- mundar var Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, kosinn nýr fulltrúi í stjórnina. Breiður hópur hluthafa samein- aðist fyrir nokkru um kjör fímm af sjö stjómarmönnum félagsins í kjölfar þess að eignarhaldsfélagið Aramót, sem keypti hlutabréf Eign- arhaldsfélags Verslunarbankans í íslenska útvarpsfélaginu á síðasta ári var leyst upp fyrir skömmu. Að því stóðu Hagkaup, Vífílfell, Oddi, Hekla og Bíóhöllin. Hin nýja aðalstjóm Útvarpsfé- lagsins er að öðm leyti skipuð sömu mönnum og sátu í fráfarandi stjóm eða þeim Jóhanni Óla Guðmunds- syni, Haraldi Haraldssyni, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, Jóni Ölafssyni og Stefáni Gunnarssyni. 171 millj. hagnaður Á síðasta ári varð 171 milljóna króna hagnaður af rekstri Útvarps- félagsins. Eiginfjárstaða félagsins hefur snúist við frá árinu 1991 og var jákvæð um 51 milljón króna í lok síðasta árs. í rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár er gert ráð yfir um 200 millj. kr. hagnaði. HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskips var kosinn í stjóra oiiufélagsins Skeljungs hf. á aðalfundi félagsins í gær. Kom hann í stjórnina í stað Thors Ó. Thors sem lést í desember síðastliðnum. Félagið hefur aukið hlutdeild sína á olíumark- aðnum. Ný gasbirgðastöð verður reist í Straumsvík á árinu. Aðrir stjómarmenn eru þeir sömu: Indriði Pálsson, stjómarfor- maður, Jónatan Einarsson í Bolung- arvík, Bjöm Hallgrímsson forstjóri og Sigurður Einarsson útgerðar- maður. Skipan varastjómar er óbreytt. Hana skipa. Gunnar Þ. Ólafsson, Gunnar J. Friðriksson og Haraldur Sturlaugsson. Sala blýlauss bensíns eykst Hlutur blýlauss bensíns fer ört Sölustjóri belgísku prentsmiðjunnar Vanskil og fjarlægðir frá markaði ástæðan LUC Mainil, sölustjóri belgísku prentsmiðjunnar United Prints, UP, sem varð til við samruna belgísku prentsmiðj- anna OPDA og OAD, segir að vanskil íslenskra aðila við OPDA og fjarlægðir frá markaði hafí ráðið því að prent- smiðjan sækist ekki eftir verkefnum á íslandi. Við samruna prentsmiðjanna hætti m.a. sölustjóri ÓPDA, Georges Drappier, störfum en hann sá um samskipti við íslenska útgefendur, Þjóðleikhúsið Rættumað hagræða á verkstæði KOMIÐ hefur til tals að segja upp leigu á húsnæði undir smíða- og málningarverkstæði Þjóðleik- hússins og hefja samvinnu um starfsemi verkstæðisins við utan- aðkomandi aðila eða koma á ann- arri hagræðingu. Stefán Baldursson, þjóðleikhús- stjóri, sagði að þessar hugmyndir væru enn á umræðustigi en hefði komið til tals þar sem starfsemi verkstæðisins væri afar kostnaðar- söm, að hluta til vegna hárrar húsa- leigu utan leikúsbyggingarinnar. sem létu prenta ytra. „Við verðum að helga markaði á meginlandi Evrópu krafta okkar. Þess vegna skrifuðum við einum við- skiptamanni á íslandi sem vildi fá tilboð okkar í prentun bréf, þar sem við sögðum að eins og sakir stæðu gætum við ekki starfað á svo fjarlæg- um markaði," sagði Mainil. Vandamál I samskiptum við íslendinga Mainil sagði að f bréfínu hefði einnig komið fram að sökum marg- víslegra vandamála sem hafi komið upp í samskiptum fyrirtækisins við íslenska viðskiptavini, hafi fyrirtækið ákveðið að binda endi á allar samn- ingaviðræður vegna íslenskra prent- verka. Þetta hafí í för með sér að fyrirtækið dragi sig út af íslenskum markaði og muni ekki bjóða í verk fyrir íslendinga né prenta fyrir þá. Mainil sagði að fullnaðargreiðslur hefðu ekki borist frá nokkrum ís- lenskum viðskiptavinum vegna prentunar. Þegar við fáum ekki greitt missum við áhugann á frekari við- skiptum," sagði Mainil, en vildi ekki nafngreina þau fyrirtæki sem hér ættu hlut að máli. vaxandi og komst í tæp 76% af heildarsölu síðasta árs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá aðalfundi Skeljungs. Hjá Skeljungi var hlutfallið 77%. Félagið jók sölu á 95 oktana blýlausu bensíni um rúmlega 44% en sala á 98 oktana bensíni minnkaði um 27%. Sala á 92 oktana bensíni breyttist lítið. Skeljungur hóf fyrst olíufélaganna innflutning á 95 oktana blýlausju bensíní árið 1991 og hefur sala þess vaxið jafnt og þétt frá þeim tíma. Heildarsala íslensku olíufé- laganna nam 628 þúsundum tonna í fyrra og hafði aukist um 7,5%. Hún hefur aldrei verið meiri hér- lendis og skýrist það aðallega af aukinni sókn til loðnuveiða og loðnubræðslu. Skeljungur jók hlut- deild sína í markaðnum. Sala fyrir- tækisins jókst um 11,6% og hlut- deild þess í heildarmarkaðnum var 30% á móti 28% árið áður, sam- kvæmt fréttatilkynningu félagsins. Gasbirgðastöð í Straumsvík Tekist hafa samningar milli Skeljungs og ísals um yfirtöku Skeljungs á gasstöð álversins í Straumsvík. Skeljungur hefur feng- ið úthlutað 16 þúsund fermetra lóð við Straumsvíkurhöfn til að byggja gasbirgðastöð og er verið að hanna hana. Skeljungur annast allan inn- flutning á própangasi til landsins og nam hann 1.300 tonnum í fyrra. Þriðjungurinn fór til álversins. í fréttatilkynningu Skeljungs kemur fram að stefnt er að hefja notkun stöðvarinnar í ár og að á næstu árum muni gasbirgðastöðin flytjast í áföngum úr Skeijafirði í Straumsvík. Reykjavlkurborg hafi áhuga á að kaupa lóðina í Skeija- firði. Mikligarður Mjólkin á heild- söluverði MJÓLK vaF seld á heildsölu- verði í Miklagarði í gær, eða á 58 kr. Utrínn í stað 67 kr., en tilefnið var opnun svokall- aðra „eldhúsdaga“. Að sögn Bjöms Ingimarsson- ar framkvæmdastjóra Mikla- garðs verður næstu daga boðið upp á tilboð á ýmsum algengum eldhúsvörum og veittar leið- beiningar í matargerð. Samgönguráðherra um ferjuflutninga á Eyjafirði Ohjákvæmilegt að at- huga þessi mál áfram HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra segir að það komi sér nyög á óvart ef ferjan Arnes fullnægi ekki skilyrðum sem sett voru í útboði um ferjuflutninga á Eyjafirði. Hrepps- nefnd Hríseyjar hefur hafnað hugmyndum Vegagerðar ríkisins um semja við Eystein Ingvason. „Eg hef ekki rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar um þessi mál og vissi ekki um þennan fund þar sem ég er erlendis, en útboðið og mál- efni eyjanna hafa lengi verið í undir- búningi og verið unnið að því allan tímann í mjög nánu samstarfi við hreppsnefndir Grímseyjar og Hrís- eyjar," sagði Halldór Blöndal í sím- tali við Morgunblaðið, en hann er staddur í Bonn. 120 millj. hvíla á Sæfara Ég hitti fulltrúa eyjaskeggja á Akureyri og ég gat ekki fundið betur en að samkomulag hefði ver- ið um að fara þá leið sem ég síðan fór. Það kemur mér því mjög á óvart ef það á við rök að styðjast að Ámes fullnægi ekki þeim skil- yrðum sem óhjákvæmilegt er að gera í sambandi við þjónustu við eyjaskeggja. Um málið að öðm leyti vil ég segja það að á Sæfara hvfla 120 milljónir kr. sem sýnir í hvaða ólestri þessi mál hafa verið, van- hugsuð frá upphafí, enda hef ég orðið var við óánægju með það skip, miðað við það mikla fjármagn sem í því liggur. Væri út af fyrir sig fróðlegt að fá skýringar á því að hvemig á því geti staðið að það var keypt á margföldu verði miðað við gangverð þess í dag,“ sagði Halldór. Málið athugað áfram „Það er ekki rétt að Sæfari sé sérlega velbúinn undir vöraflutn- inga til eyjanna. Hann getur m.a. ekki tekið gáma. Ég hygg að það sé óhjákvæmilegt að athuga þessi mál áfram. Mér finnst það ekki ein- boðið að festa Sæfara í sessi til þess að þjóna eyjunum til langrar frambúðar skil ekki hvaða hugsun liggur þar að baki. Um Ámes hef ég ekki annað að segja en það skip dugði mjög vel á Eyjafirði, en það er ekki bflfeija eins og nauðsynlegt er að hafa þar vegna ástands vega LBarðastrand- arsýslu. Ég veit ekki betur en ör- yggisútbúnaður þess sé í fyllsta lagi,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.