Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 46

Morgunblaðið - 13.03.1993, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ IÞROTTAMANNVIRKI UPPAVIÐ ÍSLENDINGAR eiga góða möguleika á að leika um fimmta sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð. Strák- arnir virðast tilbúnir til þess, andinn íliðinu erekki ósvipaður og hann var i B-keppninni í Frakklandi þar sem ísland sigraði eins og frægt er orðið. Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Skipstjórabúningurínn mátaður Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, var fær í allan sjð eftir að hafa stýrt liði sínu til glæsilegs sigurs gegn Ungveijum í fyrrakvöld. Hann fékk skipstjóra- búninginn lánaðan í Bakkafossi og eins og sjá má, var honum ekkert að vanbún- aði. Með honum á myndinni er Kjartan Jónsson, ræðismaður íslands í Gauta- borg og yfirmaður Eimskips í sænsku borginni. Það er létt yfir mönnum og ef léttleikinn og hæfilegt „kæruleysi“ helst það sem eftir er mótsins er alls ekki ólíklegt að AF liðinu takist að ná INNLENDUM VETTVANGI Skúli Unnar Sveinsson skrífar frá Sviþjóð því marki að leika um fimmta sætið. Ef til þess kemur er spuming hvort íslenskt handknatt- leikslandslið er búið að vinna sig útúr þeim leiða ávana að tapa alltaf leik um sæti. íslendingar hafa ansi oft orðið í sæti með sléttri tölu. Undantekningin er auðvitað B- keppnin í Frakklandi. Tvívegis höfum við náð sjötta sæti á HM en nú ætla strákamir að sigra í leik um sæti, eins og U-21 árs lið- ið gerði á HM í Grikklandi fyrir tveimur árum. Það er mikilvægt _að sigra í svona leikjum, menn mega ekki sætta sig við að tapa þó svo þokkalegt sæti náist. Það er svo miklu skemmtilegra að vera í fimmta sæti en því sjötta. Ef það tekst þá er það besti árangur okk- ar í HM og leiðin virðist vera uppávið þrátt fyrir þá skoðun margra að við séum ekki með nærri eins sterkt lið og við vorum með fyrir nokkrum árum. Við sjáum hvað setur. Þrlðja sætlð sennllegt Þegar þetta er ritað er nokkuð ljóst hvaða lið komast í milliriðil- inn, en ekki með hvað mörg stig. Danir, Þjóðverjar og Rússar koma væntanlega úr D-riðli og gera má ráð fyrir að Rússar verði með fyög- ur stig, eins og Svíar úr C-riðli, en Þjóðveijar og Danir fara væntanlega með eitt stig hvor þjóð. ísland verður því í 3. sæti í milliriðlinum með tvö stig. Liðið verður þá líklega að sigra Dani og tjóðverja til að leika um fímmta sætið, en þó er það alls ekki víst því aðrir leikir geta end- að þannig að við mættum tapa fyrir annarri hvorri þjóðinni. Ann- ars er fyrirkomulag heimsmeist- aramótsins dálítið skondið. Við gætum talist tíunda besta þjóð í heimi með því að vinna aðeins einn leik! En „strákamir okkar" ætla sér ekki tíunda sætið, þeir ætla sér það fimmta. íslenska liðið hefur leikið ágæt- lega það sem af er mótinu. Leikur- inn gegn Svíum var skynsamlega leikinn í 48 mínútur en eftir það brotnaði liðið enda við sjálfa heimsmeistarana að eiga og að auki á þeirra eigin heimavelli. Það var einkum eitt atriði sem réði úrslitum. Sigurður Sveinsson, okk- ar aðalskytta, lék sinn lélegasta leik í áraraðir og hafði það að sjálf- sögðu slæm áhrif á sóknarleikinn. Menn höfðu alls ekki búist við að Sigurður myndi bregðast, en hins vegar var mikið rætt um það fyrir keppnina hvað ætti að gera ef Sigurður yrði tekinn úr umferð. Það hvarflaði ekki að nokkrum manni að Sigga gætu verið mis- lagðar hendur. Svona eru nú kröf- umar miklar. Leiklð með hjartanu Sigurinn gegn Ungverjum var frækinn. Eftir að hafa haft yfir- höndina lenti liðið í pólskum vand- ræðum, dómaramir voru landar Bogdans Kowalczyks fyrram landsliðsþjálfara okkar, en náði að rífa sig upp úr lægðinni með mikilli baráttu og sigurvilja. Ein- hvem tíma hefði það verið kallað að leika með hjartanu. Ótti sumra um að erfíðlega gæti gengið að koma strákunum í stuð eftir tapið gegn Svíum reyndist sem betur fer ástæðulaus. Sjálfstraustið var í góðu lagi og þeir menn sem hing- að til hafa ekki þurft að bera hit- ann og þungann af leik liðsins komu sterkir inná á örlagastundu og stóðust eldraunina með miklum sóma. Sigurður var tekinn úr umferð, eins og búast mátti við, en það leystu strákamir vel, eða Ungveijamir illa. Þeir létu mann- inn elta Sigurð niður í homið í — _ _ m m m • Morgunblaðið/Helena Stefánsdóttir Stynmenn i brunni íslenska landsliðshópnum var boðið í hádegismat um borð í Bakkafossi í gær. Það var ánægjuleg tilbreyting og eins og sjá má kunnu Guðmundur Hrafnkelsson, Gunnar Gunnarsson og Júlíus Jónasson vel við sig í brúnni. stað þess að skipta og taka Bjarka úr umferð í staðinn en láta Sigurð vera í hominu. „Þetta vora mikil mistök hjá þjálfaranum," sagði Þorbergur Aðalsteinsson. Hægra hornlð vandamál Það sem hefur komið mér einna mest á óvart í leik íslenska liðsins er hversu lítið kemur út úr hægra hominu þar sem tveir af burðarás- um landsliðsins undanfarin ár leika. Valdimar hefur ekki náð sér á strik. Hann missti af undirbún- ingum vegna meiðsla og sjálfstraustið virðist ekki enn nægilega mikið til að leika mikil- væga leiki. Hann fær þó tækifæri í dag gegn Bandaríkjamönnum og vonandi smellur þetta þá saman hjá honum. Bjarki hefur ekki heldur sýnt hvað hann getur. Þorbergur Aðal- steinsson þjálfari segir að þetta sé ekki herbragð hjá sér, þetta hafi bara spilast svona í leikjunum. Á undirbúningstímabilinu gekk þetta mun betur og við höfum oft skorað mikið úr hornunum, en ekki núna. Enn ein ástæða fyrir fáum mörkum úr hominu er að Valdimar og Bjarki era þekkt nöfn í heimi handknattleiksins og því hafa mótheijamir ávallt góðar gætur á þeim. Það er ánægjulegt til þess að vita hve markvarslan hjá íslenska liðinu er orðin góð og stöðug. Þar á Einar Þorvarðarson, aðstoðar- þjálfari, mikinn þátt. Guðmundur Hrafnkelsson hefur skipað sér á bekk með bestu markvörðum heims. Það era ekki mörg ár síðan rætt var um markvörsluna sem veikasta hlekkinn í íslenska liðinu. Þær raddir era nú þagnaðar. Geir í heimsklassa Það væri hægt að ræða hér enn- frekar um framgang einstakra leik- manna en það verður ekki gert. Varla er þó hægt að tala um lands- liðið án þess að nefna fyrirliða þess. Línumaðurinn Geir Sveinsson hefur leikið frábærlega hér og það era ekki margir sem hafa leikið betur. Geir er baráttuhundur sem er mjög hvetjandi fyrir liðið. Hann er með betri vamarmönnum í handknatt- leiknum í heiminum og á línunni tekur hann stöðugum framforam. Það telst orðið til tíðinda ef hann nýtir ekki færin sem hann fær. Ef Geir heldur áfram að leika eins og hann hefur gert kæmi það mér ekki á óvart þó hann yrði valinn besti maður mótsins. \ þessarl telknlngu sést útlit hins nýja íþróttahúss Fram, séð frá Safamýri. Borgarstjórinn í Reykjavíktekurfyrstu skóflustungu á morgun íþróttahús Fram við Safamýri „ÞAÐ verður mikil lyftistöng fyrir félagið að fá nýtt íþrótta- hús á félagssvæðið," sagði Alfreð Þorsteinsson, formaður Knattspyrnufélagsins Fram, en á morgun kl. 15 tekur borgar- stjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, fyrstu skóflu- stunguna að nýju iþróttahúsi félagsins við Safamýri. Þetta er stór stund fyrir okkur. Bygging hússins mun heíjast nú þegar og er ráðgert að afhenta húsið tilbúið til notkunar 17. júní 1994, þannig að byggingartími hússins verður um fímmtán mánuð- ir,“ sagði Alfreð. Kaffíveitingar verða í félagsheimili Fram við Safa- mýri að athöfn lokinni. „Ég vil hvetja Framara til að láta sjá sig og þiggja veitingar í tilefni dags- ins,“ sagði Alfreð Þorsteinsson. Að undangengnu alútboði var samið við Byggðaverk hf. um bygg- ingu íþróttahússins. íþróttahúsið verður samtals 2.551 fermetrar brúttó að stærð. íþróttasalurinn sjálfur verður 45,8x32,2 metrar eða rúmlega 1.473 fermetrar brúttó. Mesta hæð salarins verður 8,9 m, en hæð undir loftbita verður 7,1 m. Húsið mun rúma u.þ.b. 1.000 manns í sætum og stæðum. í hliðarbyggingu, sem verður samtals um 1.076 fermetrar brúttó á tveimur hæðum, verða búnings- herbergi, salemi og anddyri á neðri hæð, en félagsaðstaða og veitinga- sala á efri hæð. Úr veitingasal má horfa út yfír íþróttasalinn. Heildarrúmmál hússins verður um það bil 15.790 rúmmetrar. Hönnuðir hússins era eftirfarandi aðilar. Arkitekt: Teiknistofan Ár- múla 6. Burðarþol, lagnir og loft- ræsting: Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar. Raflagnir: Raftækni- stofan hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.