Morgunblaðið - 24.03.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.03.1993, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 Gagnrýnandi The New York Times hrósar Kristjáni Jóhannssyni „Orkaði mjög sterkt á mig“ Boston. Frá Karli Biöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. Alex Ross, gagnrýnandi bandaríska dagblaðsins The New York Times, kvaðst í viðtali við Morgun- blaðið í gær hafa þótt mikið til söngs Kristjáns Jóhannssonar koma, er hann hlýddi á hann í óper- unni Cavalleria Rusticana í Metropolitan-óperunni í New York fyrir viku. „Flutningur Kristjáns vakti hrifningu mína,“ sagði Ross, sem er einn fjögurra óperugagmýnenda blaðsins. „Hann hefur sterka rödd, vítt raddsvið, gott jafnvægi í röddinni og persónu- sköpun hans var góð. Hann orkaði mjög sterkt á mig.“ Ross sagði að það væri „stórkostlegur árangur“ að koma fram í Metropolitan-óperunni. „Það er ekki hægt að ná mikið hærra,“ sagði Ross og bætti því við að Kristján hefði náð „vel til áhorfenda" og fengið „frábærar viðtökur". Sama kvöld og Kristján söng í Cavalleria Rusticana kom Placido Domingo fram í Pagliacci. „Kristján hefur ekki náð því að standa jafnfætis Domingo og það er ekki hægt að búast við því,“ sagði Ross. „En ég vænti þess að hann eigi gifturíka framtíð fyrir sér. Þótt ekki sé hægt að dæma af því að hafa aðeins séð hann í Cavalleria Rusticana, er víst að hann er fjölhæfur.“ Tenórinn Kristján Jóhannsson í hlutverki sínu í II Trovatore í uppfærslu Metropolitan. VEÐURHORFUR I DAG, 24. MARS YFIRLIT: Nálægt Jan Mayen er 970 mb. lægð sem hreyfist suður i kvöld en fer síðan allhratt norðaustur. Skammt vestur af landinu er hæðarhrygg- ur sem þokast austur. Á sunnanverðu Grænlandshafí er lægöardrag sem hreyfist norðaustur en milli Grænlandshafs og Nýfundalands er vaxandi 995 mb. lægðarsvæði sem hreyfist norðnorðaustur. SPÁ: Vestanlands þykknar upp með vaxandi suðaustanátt, og síðdegis verður allhvasst og rigning sunnantil, en stinningskaldi eða allhvast og slydda eða snjókoma norðantil. Norðvestanlands verður norðvestan stinn- ingskaldi og él í fyramálið, en síðan hæg breytileg átt og léttskýjað. Suð- austanlands verður léttskýjað um morguninn en síðdegis þykknar upp með vaxandi suðaustanátt. Veður fer hlýnandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðlæg átt og hlýtt um mest- allt land. Rigning sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustanlands. HORFUR A LAUGARDAG: Suðvestlæg átt og heldur kólnandi. Slydda eða rigning suðaustanlands en él um vestanvert landið. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veöurstofu Islands — Veöurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður ef 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka riig.. 0 FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 igær) Ágæt færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur og fært með suðurströnd- inni austur á firði og góð færð er eystra, nema Breiðdalsheiði er þungfær og Fjarðarheiöi er ófær. Á Vesturlandi er fært um aðalleiðir og fært allt vestur í Reykhólasveit. Brattabrekka er ófær. Á sunnanverðum Vestfjörð- um er fært milli Brjánslækjar og Patreksfjarðar og Bíldudals. Fært er um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur og þaðan til ísafjarðar. Botns- og Breiða- dalsheiðar eru færar. Fært er um flesta vegi á Noröur- og Norðaustur- landi nema þungfært er til Siglufjaröar. Möðrudalsöræfi eru ófær. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti i síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti ■i-3 veður úrkomaígr. heiðskírt Bergen 4 skýjað Helsinki 2 rlgning Kaupmannahöfn 7 skúr Narssarssuaq vantar Nuuk +16 skúr Ósló vantar Stokkhólmur 8 léttskýjað Þórshöfn +1 snjóél Algarve 19 skúr Amsterdam 8 léttskýjað Barceiona 16 þokumóða Berlín 9 hálfskýjað Chicago 3 súld Feneyjer 14 þokumóða Frankfurt 11 skýjað Glasgow 6 skúr Hamborg 8 hálfskýjað London 10 léttskýjað LosAngeles 16 þokumóða Lúxemborg 8 hálfskýjað Madríd 14 rigning Malaga 19 skýjað Mallorca 17 skýjað Montreal +10 heiðskírt NewYork 2 léttskýjað Orlando 18 skýjað París 10 skýjað Madeira 19 hálfskýjað Róm 16 heiðrkírt Vín 16 skýjað Washington 7 mistur Wlnnipeg +4 léttskýjað Viðskiptaráðherra útilokar ekki einn bankastjóra Seðlabanka Olafur Ragnar stingnr upp á Jónasi Haralz JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra útilokar ekki að Seðlabankastjóri verði einungis einn í framtíðinni. Ólafur Ragnar Grímsson vill gjarnan að sá maður verði Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbank- ans, næstu þrjú árin. Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, gagnrýndi harðlega í umræðum í gær á Alþingi frumvarp til iaga um Seðlabanka Islands; stjórnákvæði frumvarpsins sérstaklega. Ólafur Ragnar vildi að í stað þriggja yrði einungis einn bankastjóri. Þingmaðurinn taidi þtjá möguleika koma til greina. í fyrsta lagi að Birg- ir ísleifur Gunnarsson núverandi Seðlabankastjóri skipaði áfram sína stöðu einsamall en ekki yrði skipað í stöðu Jóhannesar Nordal eða Tóm- asar Ámasonar þegar þeir létu af störfum. í öðru lagi að velja hæfí- leikaríka og vel mehntaða unga menn í stöðuna. Olafur Ragnar nefndi nafn Ingimundar Friðrikssonar sem væri nú fulltrúi Norðurlanda hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum í Washington, einnig nefndi ræðumaður Má Guð- mundsson forstöðumann hagrann- sóknadeildar Seðlabankans. Til að skapa festu Í þriðja lagi greindi Ólafur Ragnar frá þeirri hugmynd að til þess að skapa festu um Seðlabankann, a.m.k. á meðan ákveðnar breytingar ættu sér stað, yrði þess farið á leit við Jónas Haralz, fyrrum bankastjóra Landsbankans, að hann gegndi bankastjórastöðu næstu þrjú ár. Ólafur taldi Jónas vel til þess fallinn að hafa forystu fyrir bankanum á breytingarskeiði; festa bankann í sessi sem faglega sjálfstæða stofnun. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi Ólaf leggja heidur mikið upp úr stjómákvæðum framvarpsins og mannaskipan í stöður. En ráðherra taldi fyllilega til umræðu vert að Seðlabankastjóri yrði aðeins einn. Brimborg vill fá Bíldshöfða 1 BRIMBORG hf., hefur boðið 17.150.000 krónur í hús og lóð slökkviliðs- ins við Bíldshöfða 1, en eigning var auglýst til sölu fyrir rúmu ári síð- an. Lóðin henti vel starfsemi Brimborgar hf., þar sem Veltir hf., hefur aðstöðu handan götunnar en það fyrirtæki sér um alla þjónustu fyrir Brimborg hf. Erindið var lagt fram í borgarráði í gær og var af- greiðslu þess frestað. I erindi Brimborgar til borgarritara kemur fram að fyrirtækið hafí ætlað að byggja yfír starfsemi sína á lóð- inni við Suðurlandsbraut 56 og að sú lóð hafí aldrei verið boðin til sölu af fyrirtækinu eða hafí verið ætlunin að falla frá starfsemi þar. Síðan segir að, „Af viðræðum okkar hefur mátt ráða að Brimborg hf. hefur ekki get- að sætt sig við aðgerðir Reykjavíkur- borgar vegna Suðurlandsbrautar. 56 og telur sig þurfa að leita til dóm- stóla vegna þess máls fínnist ekki önnur viðunandi lausn.“ Lögbann á framkvæmdir í erindi borgarritara til borgarráðs segir, að eftir að ákveðið var að aft- urkalla úthlutun Brimborgar hf., á byggingarrétti á lóðinni Suðurlands- braut 56 hafi komið fram af hálfu fyrirtækisins að það teldi afturköll- unina ólögmæta og myndi setja lög- bann á byggingarframkvæmdir ann- ars aðila á lóðinni. Þá segir, „Afleið- ing lögbanns verða þær, 'að fram- kvæmdir stöðvast, væntanlega ekki skemur en í 3-4 ár, meðan staðfest- ingarmál er rekið í dómskerfínu. Eft- ir að niðurstaða liggur fyrir í staðfest- ingarmáli, og á hvern veg sem hún verður, má ætla að kröfur um skaða- bætur hefjist og að málaferli geti staðið yfir í nokkur ár til viðbótar." Síðar segir að fyrirtækið óski eftir að kaúpa húsið og lóðina á grund- velli tilboðs og muni þá falla frá öll- um aðgerðum eða málaferlum vegna afturköllunar á lóðinni að Suður- landsbraut. Morgunblaðið/Kristinn Klippt fyrir skattinn LÖGREGLUMENN og tollverðir fara nú tveir og tveir saman um höfuðborgarsvæðið og leita að bílum sem bifreiðagjöld og þungaskatt- ur hafa ekki verið greidd af. Númeraplötur hafa verið klipptar af tugum bíla vegna þessa undanfarna daga. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru þúsundir bíla á listunum og er stefnt að þvi að leita þá uppi á næstu dögum. Að sögn Óm- ars munu löggæslumennirnir í fyrstu einbeita sér að því að hafa upp á hinum skuldseigustu, en nokkrir munu skulda allt að milljón króna í þungaskatt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.