Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 34

Morgunblaðið - 24.03.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1993 félk f fréttum Signrvegararnir glaðbeittir með verðlaunin. Aftari röð f.v.: Vala Hermannsdóttir, Ingólfur Guðmunds- son, Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Ólafur Hansson, Helga Dröfn Óladóttir, Hans Orri Kristjánsson, Brynjar Steinbach og Berglind Helga Jónsdóttir. Neðri röð f.v.: Eva Hermannsdóttir, Ragnar Már Guðmunds- son, Ingibjörg Anna Ingadóttir, Grétar Ali, Dóra Sigfúsdóttir (mótdansari hennar var Pálína Harðar- dóttir) og Kristín Lóa Viðarsdóttir (mótdansari hennar var Kolbrún Helga Jóhannsdóttir). DANS Sigruðu í innanskólakeppni Fyrir nokkru var haldin innan- skólakeppni í latin- og stand- ard-dönsum í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Keppt var í aldurs- flokkunum 7 ára og yngri, 10-11 ára, 12-15 ára og 16 ára og eldri. Keppnin fór fram í íþróttahúsi við Digranesskóla. Jóhann Páll Ingimarsson og Þorbjörg Edda Björgvinsdóttir kepptu í latin-dansi í aldurs- flokknum 12-15 ára. KYIKMYNDIR Jodie Foster sem byrjaði þriggja ára göm- ul að leika í kvikmyndum hefur aldrei látið vaða yfir sig. Með mótleikaranum Richard Gere í nýj- ustu kvikmynd sinni „Summersby". Viljasterk kona ótt leikkonan Jodie Foster sé ekki nema 30 ára gömul, hef- ur hún verið á toppnum í nær 27 ár. Jodie, sem er ein af fimm böm- um einstæðrar móður, byrjaði að- eins þriggja ára gömul að leika í kvikmyndum, og þrettán ára gömul varð hún heimsfræg fyrir hlutverk sitt í myndinni „Bugsy Malone". Hún var aðeins §órtán ára göm- ul þegar hún var útnefnd til Óskars- verðlauna, en Óskarinn hefur hún fengið tvisvar, í fyrra skiptið árið 1989 fyrir hlutverk sitt í myndinni „Hinir ákærðu" og í seinna skiptið árið 1991 sem FBI-lögreglukonan í myndinni „Lömbin þagna“. Þegar Jodie er spurð hver lykilinn að velgengni hennar sé, minnist hún lítið á leikhæfileika sína, en segir -að það sé fyrst og fremst trúin á sjálfa sig sem gildi. „Ég er vilja- sterk og vel upp alin. Ég hef aidrei látið nokkurn mann vaða yfír mig. Því miður láta konur alltof oft þvinga sig í stöðu lítilmagnans og ná aldrei að þroska viljastyrk sinn. Ég hef alltaf farið mínar eigin leið- ir og þakka það uppeldi mínu. Fjölskyldan batt miklar vonir við mig og þegar ég var í háskóla hafði ég miklar áhyggjur af því hvað ég ætti að gera við líf mitt. Lengi vel var ég að hugsa um að verða lög- maður eða dómari, ég hef nefnilega ætíð verið ágætis ræðumaður. Þeg- ar ég hafði pælt nógu lengi í sjálfri mér fann ég út hvað ég vildi og framkvæmdi það síðan." Nýjasta kvikmynd Jodie Foster heitir „Summersby". Þar er mót- leikarinn Richard Gere, og leikur Jodie Suðurrikjakonu sem skeytir engu um siði og íhaldssemi þegar hlutverk kynjanna er annars vegar. ARSHATIÐ Nær allir nemendur skólans komu fram ISandvíkurskóla á Selfossi var haldin árshátíð fyrir skömmu. Nærri því allir nemendur skólans komu þar fram í þeim fjölmörgu atriðum sem sett voru upp. Hátíðin fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi og mátti húsið vart vera minna til þess að rúma öll börnin og þá fjölmörgu foreldra sem komu til að fylgjast með, en hús- fyllir var. Segja má að ekkert annað en úrslitaleikir í handbolt- anum slái út aðsóknina að hátíð- inni á hveiju ári. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt þar sem saman fór leikur og söng- ur. Lykilatriðið í uppfærslu hvers atriðis var þátttakendafjöldinn, til að sem flestir fengju að vera með. Hátíðinni lauk með skemmti- legu fimleikaatriði þar sem krakk- arnir notuðu fallhlífar. Eitt hinna fjölmennu atriða á árshátíðinni. Morgunbiaðið/Sigurður Jðnsson IÞROTTIR Upprennandi stjarna Barcelona er danskur eins og vínarbrauð Thomas Christiansen, ein af upp- rennandi stjörnum spænska liðsins Barcelona, lék nýlega fyrsta leik sinn fyrir liðið í Evrópukeppni. Þótt hann sé ungur að árum leikur hann einnig 1 spænska landsliðinu. Thomas, sem er 19 ára, hefur alla sína tíð búið í Danmörku, en faðir hans er danskur og móðirin spænsk. Danir segja með stolti, að hann sé danskur eins og vínarbrauð. Sumarið 1988 skrapp hann til Madrid og spilaði þar til reynslu með Real Madrid, sem gerði honum tilboð í kjölfarið. „Foreldrar mínir tóku það ekki í mál og vildu að ég kláraði fyrst 10. bekk grunnskól- ans,“ segir Thomas og þar við sat. Það var síðan um sumarið 1991 að Hollendingurinn Johan Cruyff skrifaði undir samning við hann fyrir hönd Barcelona. Thomas seg- ist ennþá vera að klípa sig í hand- legginn til að sannfærast um að þetta sé ekki bara draumur. Þrátt fyrir að eiga spænska móð- ur kunni Thomas ekkert í málinu þegar hann kom til Spánar og dreif sig því á námskeið. Hann fékk líka góða hjálp frá Siw og Michael Laudrup, sem hafa verið honum innanhandar. Stuttu eftir að hann kom til Spánar fór hann að spila með unglingalandsliðinu. Þar stóð hann sig með prýði og var því fljót- lega fluttur í landsliðið. Nú vonar Thomas bara að hann lendi ekki í neinum meiðslum, þannig að hann geti orðið jafn frægur og Allan Sim- onsen var á sínum tíma og Michael Laudrup er núna. Thomas (t.v.) er orðinn þekkt- ur á Spáni eftir tvo leiki með landsliðinu. Hér er hann ásamt Michael Laudrup og Ronnie Ekelund. Eftir eins og hálfs árs veru með Barcelona er Thomas Christiansen nú kominn í innsta hring liðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.