Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Viðræður um kjarasátt halda áfram
Forseti ASI segir
þörf sértækra fjár-
mögnunaraðgerða
FULLTRÚAR ASÍ og VSÍ hitta ráðherra ríkisstjórnarinnar
kl. 14 í dag. ASÍ leggur m.a. áherslu á að komið verði á fjár-
magnstekjuskátti til að fjármagna aðgerðir sem lagðar hafa
verið til. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, segir að ráðherrar
hafi hvorki afskrifað né samþykkt þá tillögu. Aðspurður hvort
ráðherrar vildu að slík skattheimta næði líka til lífeyrissjóða
sagði Benedikt að þessu fylgdu engin skilyrði en ASÍ telji
nauðsynlegt að fjármögnun aðgerða verði ekki með þeim
hætti að fjármagn verði flutt á milli vasa á sömu aðilum. „Við
teljum að það þurfi sértækar fjármögnunaraðgerðir."
Á fundi forystumanna sjávarút-
vegs með ráðherrum á þriðjudag var
farið yfir stöðu atvinnugreinarinnar
og að sögn Amars Sigurmundsson-
ar, formanns Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, eru skiptar skoðanir um leið-
ir. „Það virðist vera borin von að
farið verði í niðurfærslu launa og
verðlags. Sú leið virðist ekki eiga
miklu fylgi að fagna, hvorki meðal
launþega né atvinnurekenda," sagði
hann. Arnar sagði að menn væru
aftur á móti að fara rækilega yfir
svokallaða kostnaðarlækkunarleið,
en í henni fælist að samhliða vaxta-
lækkun muni ríkið standa að lækkun
útgjaldaliða útflutningsatvinnu-
gTeina, m.a. tryggingagjalds. Gallinn
við þá leið sé þó sá að sjávarútvegur-
inn yrði áfram rekinn með verulegum
halla, auk þess sem hún valdi tekjus-
amdrætti hjá ríkinu. Sagði Amar að
lítið hefði verið fjallað um gengis-
breytingar á fundinum en litið væri
á þá leið sem neyðarúrræði.
Eiga von á útspili
Benedikt Davíðsson kveðst vænta
viðbragða frá ráðhermm á næstu
fundum aðila. „Það hefur komið fram
opinberlega hjá ráðherrunum að þeir
telja mikilvægt að samningar komist.
á og rennt verði frekari stoðum und-
ir atvinnulífið. Með tilliti til þeirra
viðhorfa verður maður að ætla að
það verði einhveiju spilað út í sömu
átt,“ sagði hann.
Stóra samninganefnd ASí verður
væntanlega boðuð til fundar síðdegis
í dag.
Morgunblaðið/Sverrir
Kaupsamningur undirritaður
í GÆR var undirritaður í Ráðhúsi Reykjavíkur kaup- framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, Hallgrímur
samningur milli Árvakurs hf., útgáfufélags Morgun- Geirsson, stjórnarformaður Árvakurs hf., Markús
blaðsins, og Reykjavíkurborgar um kaup borgarinn- Örn Antonsson borgarstjóri, Hulda Valtýsdóttir,
ar á eignarhluta Árvakurs hf. í Aðalstræti 6, fyrir varaformaður stjórnar Árvakurs hf., Ólafur 0. John-
Borgarbókasafn Reykjavíkur. Myndin var tekin við son og Stefán Eggertsson, sem báðir eiga sæti í
undirritun kaupsamnings. Við borðið sitja frá vinstri: stjóm Árvakurs hf. Að baki þeim standa frá vinstri:
Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lögfræði- og Matthías Johannessen ritstjóri, Styrmir Gunnarsson
stjómsýslusviðs borgarinnar, Haraldur Sveinsson, ritstjóri og Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavörður.
Utlit fyrir hækkun
bensíns á næstunni
ÚTLIT er fyrir að bensínverð muni hækka á næstunni hér
á landi í kjölfar hækkana á heimsmarkaðsverði bensíns að
undanförnu. Skráð verð í Rotterdam á 98 oktana bensíni
var að meðaltali 196 dollarar tonnið í febrúar en var í fyrra-
dag skráð 204 dollarar. Hins vegar miðaðist síðasta verð-
ákvörðun olíufélaganna þann 20. febrúar við 193 dollara
fyrir hvert tonn. Þá var verð á 92 oktana bensíni 187 dollar-
ar tonnið að meðaltali í febrúar en var í fyrradag skráð
201 dollari. Síðasta verðákvörðun miðaðist við 184 dollara.
Geir Magnússon forstjóri Olíufé-
lagsins hf. sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þrátt fyrir hækkanir á
heimsmarkaðsverðinu ætlaði félag-
ið ekki að breyta verðinu nú um
mánaðamótin. Að öðru óbreyttu
þjufti hins'vegar að endurskoða
verðið þegar birgðaverð í landinu
gæfi tilefni til þess. Olíufélagið
ætti von á bensínfarmi frá Noregi
á næstunni og kvaðst hann eiga
von á að verð þess farms yrði í
takt við núgildandi heimsmarkaðs-
verð.
Kristinn Björnsson forstjóri
Skeljungs segir að þeir eigi von á
nýjum farmi eftir 13 daga og ef
heldur sem horfír á heimsmarkaði
megi eiga von á verðbreytingum
innan tveggja vikna eða jafnvel
fyrr.
Óvíst hve mikil hækkunin
verður
„Það er alveg ljóst að við verðum
að taka tillit til heimsmarkaðsverðs
við verðlagningu okkar en það er
ekki hægt að segja til um það nú
hve hækkanir verða miklar,“ segir
Kristinn. „Við eins og aðrir kaupum
okkar olíuvörur á meðalverði sem
reiknað er yfir ákveðið tímabil, 60
daga, en kaupum ekki á verði dags-
ins. Því geta forsendur breyst, verð
á heimsmarkaði lækkað eða gengi
dollars breyst. Taka verður tillit til
þessara þátta við verðákvörðun."
Kristján Ólafsson fjármálastjóri
Olís segir að engar verðbreytingar
verði hjá Olís nú um mánaðamótin
en þeir muni fylgjast grannt með
þróun mála á heimsmarkaði á næst-
unni og taka sínar ákvarðanir í
samræmi við þá þróun. Til umræðu
hafi verið meiri markaðstenging á
verði en nú séu verðsveiflur á
heimsmarkaði jafnaðar út með
kaupum á verði sem sé meðaltals-
verð yfir nokkum tíma.
Á morgun rennur út það reynslu-
tímabil sem gefið var á frjálsa
álagningu á olíuvörum hérlendis en
það gilti frá 1. apríl 1992. Kristján
segir að þeir hafí ekkert heyrt frá
Verðlagsráði enn og reikni með að
fijáls álagning gildi áfram þar til
annað er ákveðið enda hafi reynslan
af fijálsri álagningu verið góð að
hans mati.
í dag
Verkfallsheimild_______________
Félagsfundur Dagsbrúnar í gær
samþykkti verkfallsheimild 26
Vaxtalækkun____________________
Vextir óverðtryggðra útlána lækka
í dag. Seðlabankastjóri á von á
lækkun aftur síðar í mánuðinum 28
Sjónvarp
Umsóknir hafa borist um leyfi til
að endurvarpa óþýddu erlendu
sjónvarpsefni 32
Leiðari_________________________
Ítalía nálgast hættumörkin 32
Dagskrá
► Sonur minn, kvikmyndastjarn-
an - Bamaefni á Stöð 2 á skírdag
- Lék keðjusagarmorðingja - Fær
hálfan miHjarð fyrir hlutverk -
Saga Amlóða kvikmynduð
Viðskipti/Atvinnulíf
► NIB fjármagnar nýja Ijósleið-
arastrenginn - Jarðboranir með
viðbótarverkefni á Azoreyjum -
Burt með bölmóðinn - Útlit fyrir
stöðnun í ferðaþjónustu hérlendis
113 Áfengi
12 Tóbak
I DRYKKJARV. 0G TÓB.
II Drykkjarvörur
02 Fiskur og fiskvörur
III Gosdrykkirogöl
09 Aððrar matvörur
01 Kjöt og kjötvörur
00 Mjöl, grjón og bakaðarv.
0 MATVÖRUR
04 Feitmeti og olíur ■■ 3,1 %
08 Kaffi, te, kakó og súkkul. ■|2,2% Breyting á matvöruliðum
05 Grænmeti, ávextir og ber |o,9% framfærsiuvísitölunnar
03 Mjólk, ijómi, ostarog egg |o,5% ffá jan. 1990 til mars 1993
Hækkun umfram
rramfærsluvisrtölu
Framfærsluvísitalan var 141,5
stig í febrúar 1990 en er nú 165,4
stig. Þetta er hækkun um 16,9%.
06 Kartöflur og vörur úr þeim
07 Sykur
Matvöruverð frá 1990 til 1993
Mjólkurvörur hafa
hækkað um 0,5%
VERÐ á flestum tegundum
matvöru hefur hækkað mun
minna en sem nemur heildar-
hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar frá I febrúar árið
1990, þegar þjóðarsáttar-
samningarnir voru undirrit-
aðir, til mars á þessu ári.
Af einstökum matvöruliðum hef-
ur verð á sykri lækkað um 24,5%
og kartöflur og vörur unnar úr þeim
hafa lækkað um 3% á tímabilinu.
Mjólkurverð, ijómi, ostar og egg
hafa hækkað um 0,5% á sama tíma
og framfærsluvísitalan hefur hækk-
að um tæp 17% og vísitala vöru og
þjónustu um tæp 19%.
Verð grænmetis, ávaxta og beija
hefur hækkað um tæpt 1% á sama
tímabili. Afengi og tóbak hefur aft-
ur á móti hækkað talsvert umfram
meðalhækkun liða framfærsluvísi-
tölunnar. Á þessu þriggja ára tíma-
bili hefur áfengi hækkað um 25,3%
og tóbak um 23,5%.
Meðal annarra matvörutegunda
sem hafa lítið hækkað í verði á tíma-
bilinu eru kaffi, te, kakó og súkkul-
aði sem hafa hækkað um 2,2% og
feitmeti og olíur hækkuðu um 3,1%.
Kjöt og fisk-
ur kaupir
Kaupstað
MIKLIGARÐUR selur að lík-
indum verzlunina Kaupstað í
Mjódd í dag til Björns Sveins-
sonar kaupmanns og fjöl-
skyldu en þau reka verzlun-
ina Kjöt og fisk við Selja-
braut. Björn staðfesti þetta í
gærkvöldi og sagði að samn-
ingar yrðu væntanlega undir-
ritaðir í dag.
Að sögn Inga Más Aðalsteins-
sonar, framkvæmdastjóra Mikla-
garðs, er söluverðið yfir bók-
færðu verði eignarinnar og sagði
hann forráðamenn Miklagarðs
sætta sig ágætlega við það. Gert
er ráð fyrir að nýi eigandinn
taki við rekstrinum á föstudag.
Tilboð hafa borizt í aðrar Kaup-
staðarverzlanir, en Ingi Már vildi
ekkert tjá sig um það hvemig
sölumál gengju.