Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR Í. APRÍL 1993
Hugleikur frum-
sýnir Stútungasögu
íslandssagan endurskoðuð og hulunni
svipt af því hver var höfundur Njálu
Laugardaginn 3. apríl nk. frum-
sýnir leikfélagið Hugleikur leikritið
Stútungasögu í Tjarnarbíói. Stút-
ungasaga gerist á 13. öld og er
stríðsleikur með gamansömu ívafi
þar sem menn beijast hart um ást-
ir og völd, brenna bæi, höggva
mann og annan og hnupla kálfum
til að skrifa söguna á skinn. Undir
léttu yfirborði liggja myrk sannindi
um hrun íslenska þjóðveldsins og
hulunni er svipt af jeyndardómum
sögunnar sem hafa áhrif á líf okkar
íslendinga enn í dag.
Stútungasaga er ástarsaga, lof-
söngur til hinnar hreinu ástar sem
er teflt gegn vélráðum vondra
manna. Hún er líka átakasaga með
raunsönnum lýsingum á lífi fyrir-
manna á að fornu. Þá er Stútunga-
saga skemmtisaga, full af þjóðleg-
um fróðleik um gamansemi, mat
og vopnaburð og upphaf Hvera-
gerðis sem ferðamannastaðar. Á
vissan hátt er hér um átakanlega
heimildasögu að ræða sem birtir
nýjar staðreyndir um endalok þjóð-
veldisins og hafa hingað til verið
vanmetnar af sagnfræðingum. (Var
það með vilja?) Síðast en ekki síst
er hulunni svipt af dýpstu leyndar-
dómum íslandssögunnar — höfundi
gullaldarbókmenntanna.
í Stútungasögu ættu því allir að
finna eitthvað við sitt hæfí.
Kveðskapur, söngur og dans
skipar að venju veglegan sess hjá
Hugleikurum sem ævinlega halda
áhorfendum föngnum með fögrum,
liprum hreyfingum og þýðum rómi.
Höfundar þessa söguspils fyrir
alþýðu eru Hjördís Hjartardóttir,
Þorgeir Tryggvason, Ármann Guð-
mundsson og Sævar Sigurgeirsson.
Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir.
Hugleikur er félag áhugaleikara
í Reykjavík og hefur þá algjöru
sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga
að semja ætíð leikverk sín og frum-
flytja.
Sýningar á Stútungasögu verða
laugardaginn 3. apríl, þriðjudaginn
6. apríl, miðvikudaginn 7. apríl,
þriðjudaginn 13. apríl, föstudaginn
16. apríl, laugardaginn 17. apríl,
miðvikudaginn 21. apríl, föstudag-
inn 23. apríl, laugardaginn 24. apríl
og föstudaginn 30. apríl.
Birtulítil tungl
Bókmenntir
Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir
Sigurður Sólmundarson við nokkur verka sinna.
Signrður Sólmund-
arson sýnir í Eden
SIGURÐUR Sólmundarson
myndlistarmaður opnar sýningu
í Eden 2. apríl og mun hún standa
fram yfir páska.
Á sýningunni, sem er 16. einka-
sýning Sigurðar, eru 42 verk unnin
með margskonar tækni og mörg í
harla óvenjuleg efni svo sem timb-
ur, sjávarbarið gijót og jarðefni
ýmiskonar. Þarna má líta myndir
frá einfaldasta formi til flókinna
þrívíddarmynda. Myndirnar eru all-
ar til sölu.
Jón Stefánsson
Tíu tungl á lofti: Ljóð tíu sænskra
skálda
Þýðandi: Pjetur Hafstein Lárus-
son. Fjölvi 1992
Fyrir þrettán árum lenti sænska
skáldið Tomas Tranströmer í ís-
lenskum vetrarstormi._ Tranströ-
mer var í heimsókn á íslandi, bjó
í Norræna húsinu og í blíðskapar-
veðri lagði skáldið af stað í göngu-
ferð. Áður en Tranströmer vissi
af var komið ofsaveður, hann
þurfti að taka á öllu sínu til að
ná aftur inn í Norræna húsið -
og hafði varla kynnst öðrum eins
látum. En norðan ofsinn blés ljóði
í bijóst skáldsins; það settist niður
og orti ljóðið Islándsk orkan. Jó-
hann Hjálmarsson þýddi það sem
Islenskur vetur og birti í Menning-
arblaði Morgunblaðsins fyrir
þremúr árum. Sama ár komu út
þýðingar Njarðar P. Njarðvík á
Ijóðum Tranströmer og þar heitir
ljóðið íslenskur stormur. Á síðasta
ári komu út bókin Tíu tungl á lofti;
Fjetur Hafstein Lárusson þýðir
Leikfélag Hólmavíkur
Leikrit Erskine Caldwells
æft á Laugarhóli í Bjarnarfirði
Laugarhóli.
LEIKFÉLAG Hólmavíkur settist að norður á Laugarhóli í Bjarnar-
firði helgina 26.-28. mars og dvaldi þar við æfingar á leikriti
Erskine Caldwells, Tobacco Road, í þýðingu Jökuls Jakobssonar.
Leikstjóri er Skúli Gautason og leikur Sigurður Atlason aðalhlut-
verkið, Jeeter Lester. Ellefu leikendur eru í verkinu og er ætlun-
in að frumsýna það á Hólmavík 10. apríl nk. í nýju félagsheimili
á staðnum.
Leikfélag Hólmavíkur er ekki
nema rúmlega tíu ára gamalt þó
leikmennt hafi verið stunduð á
staðnum mun lengur. Hin form-
lega félagsstofnun var látin bíða.
Það var svo mikið að gera við að
leika. En svo var farið að stofna
félag með kjörinni stjórn og öllu
sem því fylgir og meira að segja
heiðursfélögum. Einn þeirra,
Kristján Jónsson, lést í vetur.
Núverandi formaður félagsins er
svo Sigurður Atlason á Hólmavík.
Hann leikur jafnframt aðalhlut-
verkið í verkefni ársins, sem er
leikritið Tobacco Road eftir Ersk-
ine Caldwell, en höfundurinn sem
er fæddur 1903 sló einmitt í gegn
með því verki árið 1932 en árið
eftir skrifaði hann Dagsláttu
Drottins. Bæði þessi verk eru vei
þekkt hér á Iandi. Tobacco Road
er' í þýðingu Jökuls Jakobssónar.
Nú er að ljúka smíði fyrsta hluta
nýs félagsheimilis á Hólmavík.
Verður það mikill munur frá því
að vera með skemmtanir í gamla
bragganum niðri í bænum eða í
félagsheimilum í næstu sveitarfé-
lögum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Leik-
félag Hólmavíkur tekur sér helg-
ardvöl við æfingar og vinnslu leik-
rits og fer norður í Bjamarfjörð
að Laugarhóli, en þar er félags-
heimili með sviði og öllu því sem
þarf til slíkra hluta í íþróttasal
Klúkuskóla.
- S.H.Þ.
ljóð eftir tíu sænsk skáld. Og þar
er Islándsk orkan einnig undir
heitinu Islenskur stormur.
Skáldin tíu eru misþekkt. Marg-
ir kannast til dæmis við Olof
Lagercrantz, Artur Lundkvist,
Harry Martinson, en ég er ekki
viss um að Islendingar séu svo
ýkja kunnugir Ijóðum Lukas Mo-
odysson eða Gabrielu Melinescu.
Ekki veit ég út frá hveiju Pjetur
gekk er hann valdi ljóðin í bókina.
Höfundarnir eru ólíkir innbyrðis
og eiga mismörg ljóð í bókinni.
Harry Martinson á til dæmis ein-
ungis tvö en þrettán eru eftir
Moodysson. Ég hefði nú frekar
kosið að Pjetur hefði þýtt fleiri
ljóð eftir færri höfunda. En snúum
okkur að Transtömer og íslenska
storminum. Pjetur getur þess í
örstuttri höfundakynningu, að
ljóðið hafi birst í bók Njarðar, Tré
og himinn. Njörður er virtur þýð-
andi og Pjetur sýnir því vissa
dirfsku að keppa við framlag hans;
verður að þýða að minnstakosti
jafn vel til að réttlæta framlag
sitt. En svona er útgáfá Pjeturs.
Ekki jarðskjálfti heldur nötrandi himnar.
Tumer hefði getað
málað þetta, njörfaður. Einmana vettlingur
þyrlast fram hjá
í þessu, dagleiðum fjarri hönd sinni. Með
vindinn í fangið verð
ég að komast til hússins atama handan slétt-
unnar. Ég flaksast
í illviðrinu. Ég er röntgenmyndaður, beina-
grindin leggur fram
afsöp sína. Skelfingin eykst meðan ég
bola mér fram, ég sekk,
ég sekk, - drakkna á þurru landi. Hversu
þungt það er, allt
sem ég skyndilega á við að stríða, hve þungt
fiðrildi að
draga pramma! Loksins kominn. Glíman við
hurðina að lokum.
Og nú innan dyra. Bakvið stóra glerrúðuna.
Hversu kynleg og
stórkostleg uppfinning er ekki glerið - að
vera nærri án þess
að saka. Úti þýtur krökkt gapsærra sprett-
hlaupara jötnum
líkir yfir hraunbreiðuna. En ég flaska ekki
lenpr. Ég
sit bak við glerið, mín eigin mynd.
Ég verð að segja eins og er að
útgáfa Njarðar er mun betri. Hann
kemur kímninni betur til skila, til
dæmis er; „Einmana vettlingur
þyrlaðist fram hjá rétt í þessu,
marga kílómetra frá hendi sinni“,
bæði snjallri þýðing og nær frum-
Morgunblaðið/Hanna S. Hjartardóttir
Einar Kárason og Vigdís Gríms-
dóttir lesa úr verkum sínum.
Kirkiubæjarklaustur
Menning með
hækkandi sól
Kirkjubæjarklaustri.
FYRIR skömmu komu tveir góðir
gestir á vegum menningarmála-
nefndar Skaftárhrepps að Kirkju-
bæjarklaustri. Það voru rithöf-
undarnir Einar Kárason og Vigdís
Grímsdóttir.
Þau lásu upp úr verkum sínum í
Héraðsbókasafninu á Klaustri. Var
góður rómur gerður að lestrinum og
miðað við fólksfjölda á staðnum var
vel mætt því um 30 manns komu.
Menningarmálanefndin stendur
fyrir ýmsum slíkum viðburðum og
m.a. stendur hún íyrir árlegum kam-
mertónleikum í ágústlok.
- H.S.H.
Pjetur Hafstein Lárusson
málinu („En ensam vante virvlade
förbi nyss, flere kilometer frá sin
hand“). Ein sterkasta mynd kvæð-
isins er af fiðrildinu sem dregur
pramma („vad det ár tungt for
fjárilen att bogsera en prám!“).
Myndin glatast alveg í meðförum
Pjeturs, en er skýr og góð hjá
Nirði: „hvað það er þungt fyrir
fiðrildi að draga pramma!“ Og
máttugri er þýðing Njarðar á ofs-
anum: „Úti geysist hjörð risavax-
inna gagnsærra spretthlaup-
ara.. . .“.
Ég á yfirhöfuð erfitt með að
hrósa Pjetri Hafsteini sem þýð-
anda. Eins og íslenskur vetur sýn-
ir, nær hann ekki almennilega
utan um sterkar myndir. Svo á
ég of auðvelt með að finna dæmi
um illa þýddar setningar. „Ég
þekki bijóst/ í brynjunnar helsi
njörfað" segir í ljóði eftir Meli-
nescu og „stærri sársaukanum/
af nöglum reknum gegnum hend-
ur“ hjá Moodysson. Sem betur fer
er Tíu tungl á lofti ekki alslæm.
Ágætlega þýðir Pjetur „kín-
verska“ Svíann LI Li og einnig
Halldóru Briem - en Halldóra er
íslendingur sem hefur búið í Sví-
þjóð frá 1936. Og spakmælin eftir
Lundkvist eru þokkaleg hjá Pjetri
- þó hann geri sig sekan um óná-
kvæmni í sumum þeirra. Á einum
stað er talað um þá sem geta
„fundið rétta leið“, en á sænsk-
unni fínna þeir „nýja leið“. Og
„Japani“ hjá Lundkvist breytist í
„Japanir” í meðförum Pjeturs.
í stuttu máli sagt vantar því
miður kraftinn og tilþrifin í flestar
þýðingar Pjeturs. Hann á langt í
land með að ná mönnum á borð
við Njörð og Hannes Sigfússon -
svo ég nefni tvö nöfn sem þýtt
hafa úr sænsku.