Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR í. APRÍL 1993
Hvað er líkt með Lett-
landi og Bosníu?
eftir Ivetu
Geidane
Eftir hrun Berlínarmúrsins og
nokkrar „flauels-byltingar" í Aust-
ur-Evrópu trúði margt fólk og jafn-
vel stjórnmálamenn því að nú væri
loks runninn upp tími friðar og sam-
lyndis í heimshlutanum. Sumarið
1992 flutti Georg Bush ræðu í Kiev
og mæltist vinsamlegast til þess við
Úkraníumenn að þeir stofnuðu ekki
eigið ríki, heldur héldu sig innan
Sovétríkjanna. Á sama tíma flutti
James Baker þjóðum Júgóslavíu
sömu heilræði. Slíkar ráðleggingar
minna mig á gamla sögu um tilraun-
ir góðlyndra gamalla kvenna til að
efla siðgæði í hænsnakofanum sín-
um. Þær reyndu að para saman
hænurnar og hanana þannig að hver
hæna þekkti sinn bónda að haninn
liti ekki aðrar hænur hýru augu. Það
gildir því miður bæði um hænsni og
þjóðir manna að þeim eru vel meint-
ar ráðleggingar einskis nýtar nema
ráðin taki mið af persónuleika þeirra
eða raunverulegri stöðu mála. Kröf-
ur tímans í Austur-Evrópu eru stofn-
un og efling þjóðríkja. Sú þróun
verður hvorki stöðvuð með mál-
skrúði né ofbeldi. Sovétríkin liðuðust
í sundur og nú er blóðbað í Bosníu.
Mikill hluti þess blóðbaðs hvílir á
samvisku stjómmálamanna í hinum
leiðandi stórveldum.
Nú mælast margir stjórnmála-
menn í Vestur-Evrópu og Bandaríkj-
unum til þess að Eystrasaltsþjóðim-
ar, sérstaklega Lettar og Eistlend-
ingar, veiti öllum aðfluttum útlend-
ingum ríkisborgararétt eftir óskum,
og það jafnvel þó þeir hafi nýlega
afklæðst herklæðum sovéska hers-
ins. Þessir góðhjörtuðu vestrænu
stjómmálamenn gera sér að líkind-
um ekki grein fyrir því að væri þeirra
ráðum fylgt myndi það ekki leysa
neinn vanda í þessum löndum, held-
ur aðeins flækja enn frekar stöðu
þjóðernismála sem þegar eru flókin
og erfið viðureignar. Ráðin taka
ekki mið af þróun í samskiptum
þjóða Evrópu. Rétt eins og efni
blandast ekki nema í ákveðnum hlut-
föllum og að í hveiju vistkerfi er að
fínna hið æskilegasta jafnvægi milli
dýrategundar, þá krefst þróunarstig
mannlegs samfélags jafnvægis milli
Qölda í starfsstéttum og ákveðins
hlutfalls milli fjölda fólks af ólíkum
þjóðflokkum. Það eru takmörk fyrir
því hve mikil frávik leyfast frá þessu
hlutfalli án þess að það ógni stjóm-
málalegum stöðugleika. Stjórnmála-
menn í Þýskalandi, sem þó er byggt
fólki sem flest er af sama uppruna,
hafa nýlega gert sér grein fyrir
þessu. Tilveru þýsku þjóðarinnar er
að sjálfsögðu ekki ógnað og flestir
þeir sem beijast gegn innflytjendum
era aðeins óeirðaseggir. En ef slíkt
ofbeldi verður útbreitt ættu menn
ekki aðeins að leita skýringa í sál-
rænum vanda óeirðaseggjanna.
Þjóðríki voru ekki til í Evrópu á
miðöldum og félagslegar aðgreining-
ar fóra oft eftir þjóðerni manna. í
nokkrar aldir eftir innrás Normanna
í England töluðu hástéttirnar
frönsku. í Eistlandi, Lettlandi og
Tékkóslóvakíu töluðu aðalsmenn
þýsku, valdastéttir í Slóvakíu töluðu
ungversku, í Litháen töluðu þær
pólsku og svo framvegis. Viðskipti
voru gjaman í höndum gyðinga og
Langbarða, lífverðir einvaldanna
komu frá Skotlandi eða Sviss og
ýmis óopinber trúnaðarstörf voru
unnin af sígaunum. Svipaðar að-
stæður er enn víða að finna í löndum
Asíu og Afríku. Í Indónesíu, Malasíu
og á Filipseyjum eru viðskipti að
miklu leyti í höndum Kínveija. Milli-
göngu- og samningamenn í Austur-
Afríku eru flestir Indveijar en í
Vestur-Afríku eru þeir arabar.
Á nýöld fóru að myndast þjóðríki
í Vestur-Evrópu og fólk af grunn-
þjóð hvers lands tók í sínar hendur
öll veigameiri hlutverk þjóðlífsins.
Þessi þróun var ekki sársaukalaus.
Blóð flæddi ekki aðeins þegar Frakk-
ar drápu landa sína af ólíkri trú
heldur líka þegar verslunarmenn í
París losuðu sig við hollenska og
flæmska keppinauta sína. Á Spáni
og Portúgal hrakti kaþólski rann-
sóknarrétturinn gyðinga og mára
grimmdarlega úr landi. Á tímum
ótal uppþota og styijalda þjáðust
smáar þjóðir mest. Með aukinni
menntun á öllum stigum þjóðfélags-
ins, meiri útbreiðslu fréttablaða en
sérstaklega með auknu lýðræði á
18du og 19du öld sýndi það sig að
þjóðríki höfðu fjölda kosta umfram
fjölþjóðaveldin. I hefðbundnum sam-
félögum reynir hver stétt eða þjóðar-
brot að leysa úr siðferðilegum og
réttarfarslegum vandamálum innan
síns hóps. I nútímaríki, sem byggt
er á grandvallarreglum um dreifingu
valds, era þessi mál hins vegar leyst
á þingi eða í opinberum dómstólum.
Þá kemur í ljós að til þess að ríki
verði stöðugt er ekki nóg að yfirvöld-
in séu virt heldur þarfnast þau einn-
ig siðferðislegs stuðnings meg-
inþorra íbúanna. Ólíkar þjóðir og
trúarhópar hafa ólíkar siðferðislegar
hugsjónir og mismunandi verðmæta-
mat. Þess vegna voru þau ríki Evr-
ópu, sem að mestu leyti voru byggð
einni þjóð, hæfari til að leysa sín
vandamá! en önnur ríki. Ástandið í
Quebee í Kanada og atburðir síðasta
Iveta Geidáne
„Á þeim tíma sem Lett-
land laut hinum rússn-
esku Sovétríkjum voru
nokkur hundruð þús-
und lettneskir borgarar
drepnir eða sendir í
útlegð. ...í stað hinna
drepnu og útlægu sendi
Sovétríkin meira en
milljón sinna eigin
borgara til Lettlands.
Flestir þeirra voru
Rússar, Hvít-Rússar
eða Ukraníumenn.“
sumars í Los Angeles sýna að nýju
innflytjendaríkin geta heldur ekki
litið fram hjá þessum vanda.
í byijun 20stu aldar voru þijú fjöl-
þjóðaveldi í Evrópu. Þau voru Aust-
urríki-Ungveijaland, Rússland og
Ottomanveldið. Ottomanveldið tap-
aði mestu af evrópska hluta sínum
í Balkanskagastríðinu árið 1912,
Austurríki-Ungveijaland var leyst
upp eftir fyrri heimsstyijöldina og
rússneska stórveldið liðaðist í sundur
árið 1991. Árið 1992 liðuðust Júgó-
slavía og Tékkóslóvakía loks í sund-
ur, en það voru síðustu leifar af stór-
veldi Áusturríki-Ungveijalands.
Nú standa aðeins eftir tvö ríki í
Evrópu sem ekki hafa þjóðernis-
meirihluta sem er meiri en 70% íbúa-
fjöldans. Þau eru Sviss og Belgía.
Sviss er sambandsríki þar sem ein
þjóð er ríkjandi í hverri kantónu.
Þannig helst stöðugleiki í landinu. í
Belgíu er alvarleg togstreita milli
Flæmingja og Vallóna, en miðstöð
Evrópusamstarfs í Brassel hjálpar
til að halda landinu saman. Sé litið
á Norður-írland sem ríki sjáum við
að þar hafa hvorki kaþólskir né
mótmælendur ráðandi meirihluta og
sambúð þeirra er mjög erfið. Á Spáni
eru nokkuð stórir þjóðernisminni-
hlutar og þar era miklar flækjur í
sambúð Spánveija við bæði Baska
og Katalóna. Vera hlutfallslega stórs
minnihluta í landi er sérstök ógn
fyrir sjálfstæði Iandsins ef þessi
minnihluti er af þjóð sem er ríkjandi
í nágrannalandi. Þetta á ekki síst
við ef nágrannalandið Iítur á minni-
hlutann sem framvörð útþenslu-
stefnu sinnar. Dæmi um þetta er
að fínna á Kýpur. í upphafi sjöunda
áratugarins vora um 83% íbúa Kýp-
ur grískir en um 17% vora Tyrkir.
Þegar kreppa ríkti í grískum stjórn-
málum notaði tyrkneski herinn tæki-
færið og lagði undir sig stóran hluta
eyjarinnar, rak burtu gríska íbúa og
sendi þangað Tyrki í þeirra stað.
Á þeim tíma sem Lettland laut
hinum rússnesku Sovétríkjum voru
nokkur hundrað þúsund lettneskir
borgarar drepnir eða sendir í útlegð.
Þar að auki dugði hemám Sovétríkj-
anna árið 1940 ekki til að koma í
veg fyrir að landið væri hernumið
af Þjóðveijum og að um 160.000
manns væra drepnir eða féllu í bar-
dögum með þýska hernum. í stað
hinna drepnu og útlægu sendi Sovét-
ríkin meira en milljón sinna eigin
borgara til Lettlands. Flestir þeirra
voru Rússar, Hvít-Rússar eða Úkra-
níumenn. Þetta innflutta fólk var
fjölbreytilegt að menntun, fjárhag
og þjóðfélagshlutverkum, en flest
átti það þó sameiginlegt að það hag-
aði sér eins og sigurvegarar og ný-
lenduherrar í undirokuðu landi. Það
virti ekki lettneskar sögulegar og
menningarlegar hefðir, hunsaði lett-
neska tungu og þröngvaði sínum
eigin lífsháttum og smekk uppá
Letta. Helstu hópar innflytjenda í
Lettlandi eru flokks- og embættis-
menn, hermenn og KGB-menn, sí-
brotamenn, ófaglært verkafólk og
lítill hópur menntamanna. Flest
þetta fólk, að frátöldum hluta
menntamannanna, getur ekki eða
vill ekki taka þátt í lettnesku lífi,
og flestir flokksmannanna, her-
mannanna og KGB-mannanna era
fjandsamlegir lettneska ríkinu. Með
innflytjendum á ég ekki við þá Rússa
eða fólk af öðrum þjóðum sem hafa
búið í Lettlandi sem minnihlutahópar
í margar kynslóðir. Þegar veitt eru
ríkisborgararéttindi er ekki farið eft-
ir þjóðerni heldur fyrra ríkisfangi,
þ.e. því hvort að fólk hafði lettneskt
ríkisfang eða tilheyrir grónum
minnihlutahópum í Lettlandi.
Þjóðarmorð hinna rússnesku Sov-
étríkja í Lettlandi og innflutningur
þeirra eigin borgara þangað er al-
þjóðlegur glæpur. Afleiðingin er sú
að íbúasamsetning í Lettlandi færð-
ist af nýaldarstigi aftur á miðaldar-
stig, þjóðernisblandan hefur breyst
úr evrópskri í asíska. Þetta leiðir af
sér að hvort samfélag um sig getur
raskað lífi hins, en getur ekki tryggt
stöðugleika í sínu eigin samfélagi.
Sé þetta vandamál ekki leyst í tíma
getur það valdið almennri eymd í
landinu óháð þjóðerni. Land, þar sem
grannþjóðin hefur ekki ríkjandi
meirihluta gengur ekki til lengdar í
Evrópu nútímans.
í þjóðríki þar sem ekki er barist
gegn leiðtogahlutverki grunnþjóð-
arinnar, er samfélaginu öllu annt
um að beina heiðarlegasta og fær-
asta fólkinu í stjórn ríkisins, og horf-
ir þá ekki á þjóðerni þess. í Frakk-
landi eftir stríð hafa ráðherrar og
aðrir ráðamenn verið af ýmsum þjóð-
ernum. í Tékkóslóvakíu hins vegar,
þar sem fjöldi Tékka náði ekki tveim
þriðju hlutum íbúanna, var ávallt
tekið mið af þjóðemi þegar valið var
í leiðtogastöður. { Líbanon var það
sama uppi á teningnum í samskipt-
um við trúarhópa. Land þar sem
stærsta þjóðin eða trúarhópurinn
hefur ekki meirihluta er óstöðugt.
Mikill hluti íbúanna lýtur aðeins
stjórn á formlegan hátt því ekki er
um neina siðferðilega hvöt að ræða.
Þessu er vel lýst í sögu Haseks af
góða dátanum Sveijk og þetta sýndi
sig augljóslega í Sovétríkjunum á
síðustu árum þess.
í Sovétríkjum Stalíns og einkum
þó eftir seinni heimsstyijöld var
rússnesk þjóðremba ríkjandi. Lang-
anir annarra þjóða vora miskunnar-
laust bældar niður. En þrátt fyrir,
að milljónir Úkraníumanna og Kaz-
aka væra á skipulagðan hátt sveltir
til bana á tímum samyrkjubúskapar
og að þjóðarmorð væru framin á
ýmsum öðrum þjóðum, þá náði hluti
herraþjóðarinnar af íbúafjöldanum,
og jafnvel að meðtöldum hinum
fremur auðsveipu Hvít-rússum, aldr-
ei meira en 70 prósentum. Eftirmenn
Stalíns gerðu sér grein fyrir að slíkt
ríki yrði aldrei stöðugt og hófu þess
vegna umfangsmikla rússavæðingu
annarra þjóða. Við það þurrkuðust
út tugir lítilla þjóða og tungumála
og þjóðarvitund hinna stærri þjóða
var stórlega raskað. Minnugir
reynslunnar af því að Austurríki
sameinaðist Ungveijalandi og tókst
þannig að lengja lífdaga sína um
hálfa öld, reyndu leiðtogar Sovétríkj-
anna að mynda úkranískt-rússneskt
stórveldi með því að setja Úkraníu-
menn vinveitta Rússum í valdastöður
Sovétríkjanna. Þegar í ljós kom að
Úkraníumenn vora ekki ginkeyptir
fyrir slíkum sýndarleik, og að músl-
imskar þjóðir Sovétríkjanna fjölguðu
sér hraðar en þær slavnesku varð
ljóst að upplausn Sovétríkjanna var
óumflýjanleg. Það má vel ímynda
sér að önnur sósíalísk ríki í Austur-
Evrópu hafi ekki verið innlimuð í
Sovétríkin vegna þess að þá hefði
samanlagður ijöldi minnihlutaþjóð-
anna orðið meirihluti í stórveldinu
og rússneska þjóðrembustefnan
hefði mætti harðri andstöðu.
Sundurlimun lands, sem byggt er
ólíkum þjóðum og trúflokkum, í
nokkur þjóðríki verður ekki sárs-
aukalaus nema flokkamir búi á skýrt
aðgreindum svæðum. Þá eru hin
ósýnilegu landamæri gerð sýnileg.
Þetta verður erfiðara ef tveir ósam-
rýmanlegir trúar- eða þjóðarhópar
lifa blandaðir á einu svæði og báðir
girnast leiðtogahlutverkið. Slíkar
aðstæður voru í Líbanon og það
leiddi til borgarstríðs með afskiptum
nágrannaríkja. Á Norður-írlandi
hafa mótmælendur og kaþólskir háð
borgarastríð í mörg ár og nú geisar
mannskæð styijöld í Bosníu. Og það
er dapurlegt að Evrópa og allur
heimurinn hefur samþykkt grimmd-
arlegt árásarstríð. Ef afleiðingamar
af þjóðblöndunarstefnu hemá-
msþjóðarinnar era ekki afmáðar
heldur aðeins breitt yfir þær getur
það sama gerst í Lettlandi og þar
með ekki aðeins leitt til hörmungar
yfir íbúa Lettlands heldur ógnað friði
og stöðugleika allrar Evróppu.
Stjórnmálaleg vandamál verða
ekki leyst með óskhyggju. Allar
hugmyndir um að réttlæta glæpi
hernámsliðsins með því að veita ný-
lenduherram og innflytjendum ríkis-
borgararétt geta aðeins aukið hætt-
una og valdið meiri spennu í milli-
ríkjasamskiptum, vegna þess að með
því væri tilvist lettnesku þjóðarinnar
ógnað. Verði nýlenduherrum og inn-
flytjendum, sem ekki tala lettnesku
og þekkja ekki sögu þjóðarinnar
veittur ríkisborgararéttur munu þeii
draga til sín hundruð þúsunda landa
sinna undir yfirskini fjölskyldu-
tengsla og að lokupi stjóma Lett-
landi með meirihlutavaldi. Eina von
lettnesku þjóðarinnar til að lifa af
er að sameinast í baráttu fyrir að
koma aftur á lífvænlegum skilyrðum
í landinu. Þjóðir heims, sem þar til
nýlega horfðu harla skeytingar-
lausar á glæpi hemámsþjóðarinnar
í Eystrasaltsríkjunum, geta margt
gert til hjálpar.
Höfundur er lettneskur
málvísindamaður og stundar
íslenskunám við Háskóla fslands.
{
I
I
I
I
I
l
I
í.
I
I
\
i