Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 19 Hjólreiðar - happa- þrenna Reykvíkinga! eftir Guðrúnu Þórsdóttur Hjólreiðar í Reykjavík Fæstir fullorðnir sem eiga hjól nota það sem farartæki, þ.e. farar- tæki til að fara á í og úr vinnu, til verslunarferða eða til að sinna öðr- um erindum. Flestir nota hjólið sitt til hjól- reiðaferða í þeim tilgangi einum að njóta útivistar og þá oft með öðrum. Það er meira litið á hjólið sem leik- tæki en farartæki. Hvorki hinn al- menni borgari né borgaryfirvöld líta á hjólið sem raunhæft úrræði í ferðamáta borgarbúans. í aðalskipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir göngustígum um alla borgina. Fyrir um tíu árum var samþykkt í borgarráði að heimila hjólreiðar á gangstéttum. Síðan hefur lítið gerst í öryggismálum hjólreiðamannsins. Stíga og gang- stéttir má nú sem þá nota áfram fyrir hjólreiðar. Nauðsynlegar aðgerðir Til að tryggja öruggari hjólreiðar eru merkingar hjólreiðastíga nauð- synlegar rétt eins og á akbrautum. Vel merktir hjólreiðastígar greiða fyrir öllum hjólreiðamönnum og leiðir til þess að fleiri ferðast á hjóli en ella og að umferð akandi eykst ef til vill hægar en nú er. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að setja upp vegvísunarmerki og boð- merki fyrir hjólreiðastíga. I öðru lagi þarf að lagfæra allar tengingar milli borgarhverfa og milli stíga og gangstétta. Hjólið er fyrsta farartækið sem flestir eignast. Aftur á móti læra ungir sem eldri hjólreiðaeigendur aldrei að þekkja nein umferðar- merki fyrir hjólreiðar því þau sjást hvefgi. Það er hins vegar afar brýnt að ala upp nýjar kynslóðir til betri hjól- reiðamenningar en þeirrar sem nú ríkir. Happaþrenna Reykvíkinga Reykjavíkurborg hefur kostað miklu í vegi og vegamannvirki. Enda mun ekki af veita þar sem bílaeign borgarbúa er með því mesta sem þekkist í heiminum mið- að við íbúafjölda. Rysjótt veðurfar og lífsstíll borgarbúa eru þar sterk- ir áhrifaþættir. En hvaða möguleika viljum við hafa í framtíðinni til að ferðast um á hjóli? Til að fjölga ferðamöguleikum í borginni þarf að leggja alveg nýja áherslu á að bæta allt aðgengi fyr- ir hjólreiðar. Verulegar úrbætur á þessu sviði gera Reykjavík meira aðlaðandi sem alhliða útivistar- svæði og fjölbreytni eykst í ferða- máta borgarbúa. Bílaleigur gætu boðið ferða- mönnum að leigja sér hjól rétt eins og að leigja sér bíl. Slíkur valkostur er einnig atvinnuskapandi. Vitaskuld munu margir benda á aukna slysahættu með ijölgun hjól- reiðamanna. En með bættu umferð- arneti fyrir hjólreiðar þar sem merkingar og tengingar eru í lagi og aðgengi að stofnunum og fyrir- tækjum er stórlega bætt er hættum Cterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! bægt frá svo sem verða má. Hjólreiðar eiga ekki heima á ak- brautum en þó þurfa menn að gera ráð fyrir hjólinu sem ferðavalkosti framtíðarinnar með nauðsynlegu rými. Auknar hjólreiðar með bættu öryggi fela í sér happaþrennu borg- arbúans: Betri heilsu, meira fjár- magn, minni mengun. Samþykki borgarráðs Undanfama áratugi hefur upp- gangur Reykjavíkur verið mjög hraður og menn hafa vart haft undan að koma þaki yfir jafnt inn- fædda sem aðflutta Reykvíkinga. Það er eðlilegt að bygging íbúðar- húsa og annarra mannvirkja hafi fengið forgang hjá borgaryfirvöld- um. Til viðbótar hefur ótrúleg bíla- eign borgarbúa krafíst umfangs- mikilla og rándýrra framkvæmda bæði hvað varðar vegi og bílastæði. Nú liggur fyrir tillaga frá sam- starfshópnum „Hjólreiðar í önd- vegi“ til borgarráðs um að sam- þykkja nýja áherslu í fjárstreymi til umferðarmála. Með öðrum orðum að samþykkja framkvæmdir til að lagfæra hjól- reiðaleiðir og koma á samræmdum merkingum. Börn sem alast upp við öruggar og merktar hjólaleiðir læra að nota hjólið sem hentugt farartæki. En eins og aðstæður eru í dag er mjög vafasamt að hvetja unga hjólreiða- menn til að hjóla lengra en sem nemur gangstéttinni heima hjá þeim. „Börn sem alast upp við öruggar og merktar hjólaleiðir læra að nota hjólið sem hentugt far- artæki. En eins og að- stæður eru í dag er mjög vafasamt að hvetja unga hjólreiða- menn til að hjóla lengra en sem nemur gang- stéttinni heima hjá þeim.“ Sú afgreiðsla sem málið fær hjá borgarráði hefur varanleg áhrif á borgarlífið um næstu framtíð. Því fyrr sem tekið er á þessu máli því ódýrara og hættuminna verður það. Þær raddir sem telja að hjólreið- ar eigi ekki heima í úmferð borgar- innar eru bæði holar af skammsýni og rammfalskar hjá röddum þeirra sem sjá fyrir sér fjölbreytt ferðanet borgarinnar, þar sem borgarbúum Guðrún Þórsdóttir gefst einnig kostur á að ferðast um á eigin orku. Höfundur er kennslufulltrúi á Fræðsluskrifstofu Rcykjuvíkur og í samstarfshópnum „Hjólreiðar í öndvegi". BESTU KAUPIN í fjallahjólum og öðrum hjólum eru sjaldnast gerð í ódýrustu hjólunum á markaðnum. Þetta vitum við hjá Erninum eftir 68 ára reynslu. Þess vegna bjóðum við aðeins vönduðustu og vinsælustu merkin sem völ er á hverju sinni á besta fáanlega verði, miðað við gæði. Öll hjólin eru með langri ábyrgð og fullri fagmannsþjónustu. TREK 800 18 gíra, í mörgum stellstærðum (líka kvenhjól) Kr. 29.907,- stgr. TREK 820 21 gíra, í mörgum stellstærðum (líka kvenhjól) Kr. 33.231,- stgr. JAZZ/TREK VOLTAGE 18 gíra, í mörgum stellstærðum (líka kvenhjól) Kr. 25.947,- stgr. Lítið sýnishorn af fylgi- og varahlutaúrvalinu: A: Hjálmar (viðurkenndir) frá kr. 1.990,- B: Hjóla-/gönguskór frá kr. 4.476,- C: Hjólahanskar/grifflur frá kr. 850,- D: Bandarískir hjólabolir frá kr.1.360,- E: Stelltöskur frá kr. 995,-, F: Sætistöskur frá kr. 688,- G: Spírallásar m/sætisfestingu frá kr. 777,- H: Lásar (venjulegir) frá kr. 349,- I: Brúsar frá kr. 194,- J: Brúsafestingar frá kr. 339,- K: Smellibrettti á fjallahjól kr. 984,- L: Bretti (full lengd) á fjallahjól frá kr. 1.692,- M: Stýrisendar frá kr. 1.589,- N: Standarar á fjallahjól frá kr. 891,- 0: Fjallahjóladekk frá kr. 996,- P: Gfrhlífar frá kr. 296,- Q: Keðjuhjólshlífar frá kr. 320,- R: Ál-bögglaberar á fjallahjól frá kr. 2.235,- S: Tölvuhraðamælar (vatnsþéttir) frá kr. 2.969,-. OPIÐ LAUGARDAGA 10-14 PÓSTSENDUM UM LAND ALLT _ _ fíeiðhjó/avers/unin orn/nnW* ■■■■■ RADGREIÐSLUR SKEIFUNNI V V VERSLUN SÍMI 679890 VERKSTÆÐI SÍMI 679891

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.