Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 23

Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 23 STJORNARTIÐ REAGANS Einkenndist forseta- tíð Reagans af skefja- lausri eiginhyggju? eftirHannes Hólmstein Gissurarson 4. grein í kvikmyndum, fréttum og leiðurum blaða er Bandaríkjun- um oft lýst sem landi skefjalausr- ar eiginhyggju, þar sem efnafólk lokar sig inni í sérstökum hverf- um á meðan fátæklingar híma húsnæðislausir úti á götum. Hef- ur Ronald Reagan ósjaldan verið talinn fulltrúi bandarísks skeyt- ingarleysis um náungann. Auðveldara varð að koma yf ir sig þaki Staðreyndir leiða allt annað í ljós. Auðveldara varð en áður að útvega sér húsaskjól á meðan Reagan var forseti. Árið 1981 kostaði meðalhúsnæði (hús eða íbúð) 66.400 tali. Þá voru meðal- árstekjur 22.388 dalir, en vextir af húsnæðislánum 15,12%. Árið 1988, síðasta ár Reagans við stjórnvölinn, kostaði meðalhús- næði hins vegar 89.300 dali, meðalárstekjur voru þá 32.191 dalir, en vextir af húsnæðislán- um voru 9,31%. (Tölur eru á verðlagi hvers árs.) Þessar tölur — um meðal- kostnað við húsnæði, meðaltekj- ur og vexti af húsnæðislánum — má nota til að reikna út eins konar vísitölu um það, hversu auðvelt er að eignast húsnæði. Sú vísitala var 120,6 árið 1977, 68,9 árið 1981, komin upp í 122,0 árið 1988 og var 138,3 árið 1992. Hvernig stendur á því, að fleiri húsnæðisleysingjar sjást á göt- um úti en áður, þótt auðveldara hafi orðið að koma yfir sig þaki? Ein meginástæðan er sú, að bandarískir dómstólar kváðu í stjórnartíð Reagans og eftir það upp nokkra úrskurði, sem tryggðu réttindi fólks til þess að hafast við á götum úti. Lögregl- an má því ekki fjarlægja flakk- ara, auðnuleysingja og sérvitr- inga af götum, eins og hún ger- ir víðast í Evrópu. Þetta ógæfu- fólk er sýnilegra en áður, en það felur vitaskuld ekki í sér, að því hafi fjölgað. Fijáls framlög til líknar- og mannúðarmála jukust Þegar sagt er, að forsetatíð Reagans hafi einkennst af kal- drifjaðri eiginhyggju vaknar sú spurning, hvernig meta megi þá fullyrðingu eða mæla. Ekki næg- ir að segja sögur. Einn eðlileg- asti mælikvarðinn hlýtur að vera, hversu mikið fé var þá lagt fram til líknar- og mannúðarmála mið- að _við önnur tímabil. Árin 1955-1980 jukust heild- arframlög Bandaríkjamanna (einstaklinga, fyrirtækja og sam- taka) til mannúðarmála úr 34,5 milljörðum dala í 77,5 milljarði dala. Meðalaukning á ári var þá 3,3%. Árin 1981-1989 jukust heildarframlögin í 121 milljarð dala. (Allar tölur eru á verðlagi ársins 1990.) Meðalaukning á ári var þá 5,1%. Mælanleg mann- úð stóijókst því í stjórnartíð Re- agans. Sama niðurstaða fæst, hvort sem miðað er við framlög einstaklinga, fyrirtækja eða samtaka og hvort sem miðað er við fast verðlag (framlög borin saman á milli ára) eða þjóðar- tekjur (framlög borin saman við þjóðartekjur). Sýnilegur vandi leysanlegastur Auðvitað valda húsnæðislausir fátæklingar og eiginhyggja efna- fólks áhyggjum í Bandaríkjun- um. En þótt slík úrlausnarefni séu sýnilegri þar en víðast ann- ars* staðar merkir það ekki, að þau séu þar meiri eða alvarlegri. Óðru nær. Meiri líkur eru ein- mitt á því, að sýnilegur vandi sé leystur en hinn, sem falinn er inni í stofnunum eða vafinn í fögur orð. Heimildir: National Association of Re- altors; greinar eftir Ed Rubinstein og Carl F. Horowitz í National Review 31. ágúst 1992; GivingUSA: 1990 (AAFRC Trust for Philanthrophy, New York 1990); ritgerð eftir Richard B. McKenzie: Was the Decade of the 1980s a „Decade of Greed"? (Center for the Study of American Business, St. Louis, 1992). Höfundur er lektor. Ida- vélar fyrir nútfma eldhúsið Seppelfricke eldavélarnar eru vandaöar þýskar úrvalsvélar sem metnaður er lagöur í. Útlit og notagildi er haft í huga viö hönnun vélanna. Fallegar eldavélar og þægilegar í alla staöi. Komdu til okkar í heimsókn, sjón er sögu ríkari. Þú finnur örugglega eldavél viö þitt hæfi. maBBar EF14 • Breidd 50 sm. • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verö kr. 40.990.- Stgr.kr. 38.980.- EV64K • Breidd 60 sm • Blástursofn. • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki. Verö kr. 58.900.- Stgr.kr. 55.950,- ÖBör EF24K • Breidd 50 sm. • Blástursofn. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verö kr. 48.250.- Stgr.kr. 45.840.- EV67K • Breidd 60 sm. • Blástursofn • Keramikhelluborð • Undir, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki Verö kr. 94.700.- Stgr. kr. 89.960.- EF64 • Breidd 60 sm. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki Verö kr. 49.950.- Stgr.kr. 47.450.- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 eigani Saga úr Kemur kvaRAH UAFSYÍÍN, BKUU I .rcðasi*rUrkolkraM.. HArai* nn 00 SCHRW» sem 4morgun,naðuþer. m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.