Morgunblaðið - 01.04.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 01.04.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 23 STJORNARTIÐ REAGANS Einkenndist forseta- tíð Reagans af skefja- lausri eiginhyggju? eftirHannes Hólmstein Gissurarson 4. grein í kvikmyndum, fréttum og leiðurum blaða er Bandaríkjun- um oft lýst sem landi skefjalausr- ar eiginhyggju, þar sem efnafólk lokar sig inni í sérstökum hverf- um á meðan fátæklingar híma húsnæðislausir úti á götum. Hef- ur Ronald Reagan ósjaldan verið talinn fulltrúi bandarísks skeyt- ingarleysis um náungann. Auðveldara varð að koma yf ir sig þaki Staðreyndir leiða allt annað í ljós. Auðveldara varð en áður að útvega sér húsaskjól á meðan Reagan var forseti. Árið 1981 kostaði meðalhúsnæði (hús eða íbúð) 66.400 tali. Þá voru meðal- árstekjur 22.388 dalir, en vextir af húsnæðislánum 15,12%. Árið 1988, síðasta ár Reagans við stjórnvölinn, kostaði meðalhús- næði hins vegar 89.300 dali, meðalárstekjur voru þá 32.191 dalir, en vextir af húsnæðislán- um voru 9,31%. (Tölur eru á verðlagi hvers árs.) Þessar tölur — um meðal- kostnað við húsnæði, meðaltekj- ur og vexti af húsnæðislánum — má nota til að reikna út eins konar vísitölu um það, hversu auðvelt er að eignast húsnæði. Sú vísitala var 120,6 árið 1977, 68,9 árið 1981, komin upp í 122,0 árið 1988 og var 138,3 árið 1992. Hvernig stendur á því, að fleiri húsnæðisleysingjar sjást á göt- um úti en áður, þótt auðveldara hafi orðið að koma yfir sig þaki? Ein meginástæðan er sú, að bandarískir dómstólar kváðu í stjórnartíð Reagans og eftir það upp nokkra úrskurði, sem tryggðu réttindi fólks til þess að hafast við á götum úti. Lögregl- an má því ekki fjarlægja flakk- ara, auðnuleysingja og sérvitr- inga af götum, eins og hún ger- ir víðast í Evrópu. Þetta ógæfu- fólk er sýnilegra en áður, en það felur vitaskuld ekki í sér, að því hafi fjölgað. Fijáls framlög til líknar- og mannúðarmála jukust Þegar sagt er, að forsetatíð Reagans hafi einkennst af kal- drifjaðri eiginhyggju vaknar sú spurning, hvernig meta megi þá fullyrðingu eða mæla. Ekki næg- ir að segja sögur. Einn eðlileg- asti mælikvarðinn hlýtur að vera, hversu mikið fé var þá lagt fram til líknar- og mannúðarmála mið- að _við önnur tímabil. Árin 1955-1980 jukust heild- arframlög Bandaríkjamanna (einstaklinga, fyrirtækja og sam- taka) til mannúðarmála úr 34,5 milljörðum dala í 77,5 milljarði dala. Meðalaukning á ári var þá 3,3%. Árin 1981-1989 jukust heildarframlögin í 121 milljarð dala. (Allar tölur eru á verðlagi ársins 1990.) Meðalaukning á ári var þá 5,1%. Mælanleg mann- úð stóijókst því í stjórnartíð Re- agans. Sama niðurstaða fæst, hvort sem miðað er við framlög einstaklinga, fyrirtækja eða samtaka og hvort sem miðað er við fast verðlag (framlög borin saman á milli ára) eða þjóðar- tekjur (framlög borin saman við þjóðartekjur). Sýnilegur vandi leysanlegastur Auðvitað valda húsnæðislausir fátæklingar og eiginhyggja efna- fólks áhyggjum í Bandaríkjun- um. En þótt slík úrlausnarefni séu sýnilegri þar en víðast ann- ars* staðar merkir það ekki, að þau séu þar meiri eða alvarlegri. Óðru nær. Meiri líkur eru ein- mitt á því, að sýnilegur vandi sé leystur en hinn, sem falinn er inni í stofnunum eða vafinn í fögur orð. Heimildir: National Association of Re- altors; greinar eftir Ed Rubinstein og Carl F. Horowitz í National Review 31. ágúst 1992; GivingUSA: 1990 (AAFRC Trust for Philanthrophy, New York 1990); ritgerð eftir Richard B. McKenzie: Was the Decade of the 1980s a „Decade of Greed"? (Center for the Study of American Business, St. Louis, 1992). Höfundur er lektor. Ida- vélar fyrir nútfma eldhúsið Seppelfricke eldavélarnar eru vandaöar þýskar úrvalsvélar sem metnaður er lagöur í. Útlit og notagildi er haft í huga viö hönnun vélanna. Fallegar eldavélar og þægilegar í alla staöi. Komdu til okkar í heimsókn, sjón er sögu ríkari. Þú finnur örugglega eldavél viö þitt hæfi. maBBar EF14 • Breidd 50 sm. • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verö kr. 40.990.- Stgr.kr. 38.980.- EV64K • Breidd 60 sm • Blástursofn. • Undir-, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki. Verö kr. 58.900.- Stgr.kr. 55.950,- ÖBör EF24K • Breidd 50 sm. • Blástursofn. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki. Verö kr. 48.250.- Stgr.kr. 45.840.- EV67K • Breidd 60 sm. • Blástursofn • Keramikhelluborð • Undir, yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni • Grind og bakki Verö kr. 94.700.- Stgr. kr. 89.960.- EF64 • Breidd 60 sm. • Undir-,yfirhiti og grill. • Geymsla undir ofni. • Grind og bakki Verö kr. 49.950.- Stgr.kr. 47.450.- Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55 eigani Saga úr Kemur kvaRAH UAFSYÍÍN, BKUU I .rcðasi*rUrkolkraM.. HArai* nn 00 SCHRW» sem 4morgun,naðuþer. m
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.