Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 27 ‘■r-'r— 1 T T j 7—f yr^ ■■ r-r:\—-------------------------------------------------------------------f-H ‘ Bent Scheving Thorsteinsson Bis-reglur veita Islandsbanka nægilegt adhald Orri Vigfússon vill breyta stjórnskipun STAÐA íslandsbanka kallar á aðhald og festu í útlánastýringu og hörkuátak í innheimtum, að mati Bents Schevings Thorsteins- sonar, hluthafa í íslandsbanka. „Hvort tveggja er óvinsælt, en afar nauðsynlegt eins og nú er ljóst. Hinar svonefndu Bis-regl- ur, er tóku gildi um síðustu áramót, herða mjög áhættumat útlána og munu trúlega veita nægilegt aðhald í þeim efnum,“ sagði Bent í ræðu sinni á aðalfundi bankans á mánudag. Bent sagði að Bis-reglurnar gerðu jafnframt strangar kröfur um eig- infjárstöðu banka. „Hins vegar er vandi íslandsbanka fyrst og fremst uppsöfnuð vanskil og lánatöp, því eiginfjárstaða bankans er sterk og langt umfram þær kröfur sem Bis- reglurnar krefjast. Þótt afskrift- arreikningur útlána hafi allt frá stofnun Islandsbanka verið hlutfalls- lega miklu hærri en hjá öllum öðrum bönkum landsins telur stjórn bank- ans, sennilega að kröfum endurskoð- enda, nú nauðsyn á gífurlegri aukn- ingu til þess að allra hugsanlegra varúðarsjónarmiða í afskriftum lána sé gætt, vísast er ætlunin að vera einnig í þessu efni langt ofan við ströngustu kröfur Bis-reglna. En í þessu efni sem öðrum er meðalhófið ■best,“ sagði Bent. Hann vék einnig að arðgreiðslum og sagði: „í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er að sjálfsögðu tilhlýði- legt, að bankaráðið endurskoði og breyti arðstillögu sinni með einu pennastriki í 7%, til þessa hefur bankinn fulla burði, jafnvel fremur en Flugleiðir, og það er ekki vansa- laust til þess að vita að bankinn sé lakari kostur en Flugleiðir." 2,5% vart viðunandi í ræðu sinni á fundinum vék Orri Vigfússon, forstjóri Sprota, einnig að arðgreiðslum og sagði að 2,5% arðgreiðsla væri vart viðunandi fyrir hluthafana, þar sem hún nægði tæp- ast til að standa undir eignarskatti af hlutabréfunum. „Ég hefði talið að 5-7% arðgreiðslur hefðu verið nauðsynlegar, þ.e. að hluthafarnir fengju greiddan arð sem væri svipað- ur og almennir innlánsvextir á spari- fé og tel að fyrir þvi séu margvísleg rök, m.a. sterk eiginfjárstaða bank- ans.“ Orri ræddi um nauðsyn á breytingum í stjómskipun bankans og sagði að hann teldi heppilegra að hafa aðeins einn aðalbankastjóra, sem þá beri jafnframt mestu ábyrgðina. „Slíkt stjórnskipulag hefur reynst hvað best hjá öðrum fyrirtækjum sem eru með sambærilega veltu og Islandsbanki og nefni ég_ þar sem dæmi Eimskipafélag íslands hf., Flugleiðir hf. og Olíufélagið hf. en fleiri dæmi mætti vitanlega nefna,“ sagði hann. Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna 744 með 3 millj. og yfír ALLS fengu 744 ríkisstarfsmenn þrjár milljónir eða meira í laun á síðasta ári. Þar af voru 685 karlar eða 92,1% og 59 konur eða 7,9%. Þessir einstaklingar eru allir í fullu starfi hjá ríkinu en um er að ræða samanlögð grunnlaun, yfir- vinnu, þóknanir, bílastyrki, nefndarlaun og aðrar launatengd- ar greiðslur. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristínar Astgeirsdóttur á Alþingi. Alls var um að ræða 2.679 þúsund kr. laun til þessara 744 starfsmanna. Þar af námu grunnlaun 1.430 þúsund kr. Meðalárslaun karlanna voru 3.617.978 krónur og þar af voru grunnlaun 1.928.319 kr. Meðallaun kvennanna voru 3.402.115 kr. og þar af voru grunnlaun 1.849.213 kr. Flestir starfsmannanna störfuðu hjá stofnunum sem heyra undir heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið, eða 157, samgönguráðuneytið 146, og menntamálaráðuneytið, 116. NISSAIM DDIMCD /v HHImtKA HEFUR VIIMIMINGININI Verö á bílunum komnir á götuna: Nissan Primera SLX 2000 Sedan 1.457.000.- kr. Toyota Carina E Sedan GLI 1.630.000.- kr. Mitsubishi Galant 4 d. GLSI 1.848.000.- kr. PRIMERA -BETRI BÍLL Á BETRA VERÐI ■ Nissan Primera er stórglæsilegur og þægilegur lúxusbíll sem unnið hefur til fjölda verðlauna. ■ Primera er hlaðinn aukabúnaði. ■ Eigum einnig Primera skutbíla með bensín eða díselvél. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfði 2,112 Reykjavík P.O. Box 12260, Sími674000 MÁ _BJ ÓLÐA TÉIÍ AiÐ PM DTA þennan ódýra, góða og heimilislega mat? Lifur er ódýrt hráefni sem fæst allt árið um kring. Það er tilvalið að lækka matarreikninginn með því að hafa rétti úr lifur á borðum minnst einu sinni í viku. Hér eru tvær góðar og einfaldar uppskriftir að ljúffengum og fljótlegum réttum úr lifur. Gerið svo vel og verði ykkur að góðu. 1 lifur, um 450 g 2 msk hveiíi eda heilhveiti salt ogpipar 1-11/2 dl mjólk 2 laukar, í sneiðum smjörliki éða olía Hreinsið lifrina og hakkið. Blandið saman við hana hveiti, kryddi og mjólk. Athugið að deigið er mjög þunnt. I það er líka ágætt að bæta 1/2-1 dl af haframjöli. Brúnið laukinn létt í smjörlíki eða olíu og geymið hann. Bætið við feiti og setjið lifrardeigið á pönnuna með skeið. Steikið buffin fallega brún í 2-3 mín. hvorum megin. Leggið laukinn ofan á buffin og berið þau fram heit með kartöflum og soðnu grænmeti, og ef til vill með bræddu smjöri. Lifrarbuff er þægilegt að eiga í frysti og fljótlegt að hita það upp á pönnu eða í ofni. 1 lambalifur, um 450 g 2 tsk hveiti 2 tsk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 eggjahvíta 1- 2 laukar, í sneiðum 2- 3 msk olía salt ogpipar 2 dl kjötsoð (af teningi) 3 hvítlauksrif söxuð smátt fint maísmjöl (maisena) Blandið saman í skál hveiti, sítrónusafa, sojasósu og eggjahvítu. Hreinsið lifrina og skerið hana í þunnar sneiðar. Veltið þeim upp úr blöndunni og látið þær liggja í henni í 20 mínútur. Brúnið laukinn og hvít- laukinn létt á pönnu og geymið síðan. Steikið lifrina í 2-3 mín. hvorum megin, kryddið hana með salti og pipar og takið hana af pönnunni. Hellið soðinu á pönnuna, bætið lauknum við og sjóðið í 3 mín. Þykkið soðið hæfilega með fínu maísmjöli hrærðu saman við kalt vatn og látið sjóða í 1-2 mín. Setjið lifrina út í sósuna og látið hana sjóða með, en alls ekki lengur en nauðsynlegt er því að lifrin á að vera mjúk og safarík. Berið réttinn fram með hrísgijónum og grænu salati. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.