Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ PAGLEGT LIF . FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993
Lítið mál
að fela rispur
ÞÓ heimiliskötturinn hafi rispað
viðarhúsgögnin, þarf tjónið ekki
að vera óbætanlegt.
Hægt er að fylla upp í rispur
með innsiglingarlakki, en það er
víða fáanlegt og í nokkrum litum.
Éinnig má nota vaxlit í sama lit
og húsgagnið. Athugið að nudda
alltaf í sömu átt og æðar viðarins.
Hlynur:B\and\ð til helminga joði
og spritti. Berið á með eymapinna,
þurrkið og bónið á eftir. Tekk:
Nuddið varlega með fínni stálull.
Nuddið með blöndu af linolíu og
terpentínu, blandað til helminga.
Hnota: Takið kjarna úr ferskri
ósaltaöri valhnetu og brjótið í
tvennt. Nuddið rispuna með sári
hnetunnar. íbeinholt: Notið svart-
an skóáburð, augnabrúnalit eða
vaxlit til að nudda rispur. ■
'Edik gott
til margra nota
Edik er nytsamlegt til margra
hluta og gömul ráð segja að fiskur
haldist lengur ferskur ef hann er
vafinn í klút sem hefur verið und-
inn upp úr borðediki.
Þá mun edik duga vel til að eyða
fisklykt af höndum. Gott að nota
edik í suðuvatn fyrir egg, þá sýgur
hvítan síður úr egginu ef þ'að spring-
ur í suðunni.
Einnig glansa kristalsglös fagur-
lega ef þau eru skoluð úr heitu vatni
sem borðediki hefur verið bætt f.
VIKUNNAR
Hvað kosta veigar J veitingahúsanna? Santa Cristina, ein flaska rauðvín, Riesling Hugel, ein flaska hvítvín, Eigils silfur, ein flaska bjór, ákr. 130ÍÁTVR Gos, Kaffi Remy Martin V.S.O.P. koníak einfaldur (3cl.) Verð
á kr. 920 í ÁTVR Umfram Verð ÁTVR ákr. 1.300 ÍÁTVR Umfram Verð ÁTVR {' Lövenbrau, kr. 147) Umfram Verð ÁTVR eitt glas (* ein flaska) Verð (■ konfekt fylgir) Verð
Argentína, Barónsstíg 11a, R. - - - - 470 261% 170 170 440
Asía, Laugarvegi 10, R. 1.990 116% 2.560 97% 450 246% 130 130 470
Skólabrú, Skólabrú 1, R. 2.340 154% 2.960 127% 500 284% 150 150* 500
Óðinsvé við Óðinstorg, R. 2.420 163% 3.390 160% 450 246% 160 140 485
Hornið, Hafnarstræti 15, R. 1.800 95% 2.340 80% 420 220% 140 140 390
Taj Mahal, Hverfisgötu 56, R. 2.100 128% 2.450 88% 470 261% 160 150 500
Ítalía, Laugarvegi 11, R. 2.080 126% - - 500* 241% 160 160 470
Jónatan Livingston mávur, Tryggvagötu 4-6, R. - - - - 500 284% 165* 160* 470
Lauga-ás, Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2, R. - - 2.460 89% 380 192% 140* 120 480
Lækjarbrekka, Bankastræti 2, R. - - 2.995 130% 500 284% 155 155 460
Perlan, Öskljuhlíð, R. - - 3.420 163% 450 246% 170 160 510
Þrfr frakkar hjá Úlfari, Baldursgötu 14, R. - - 2.800 115% 450 246% 150 160* 450
Grill, Hótel Saga við Hagatorg, R. 2.340 154% 3.260 150% 480 269% 150 160* 500
Skrúður, Hótel Saga við Hagatorg, R. - - 3.260 150% 390 200% 150 140 500
Listasafnið, Hótel Holti, Bergstaðastræti 37, R. 2.458 167% - - 430 230% 170 170* 495
Smiðjan, Hafnarstræti 92, Akureyri - - 2.230 71% 390 200% 150 150* 410
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum - - 2.980 129% 450 246% 150 150* 490
Dropinn dýr á veitingahúsum
ÞEIR sem hafa gaman af að smakka áfengi
eru væntanlega sammála um að veigarnar
séu í dýrari kantinum hér á landi. Er þá
miðað við útsöluverð úr einkaverslun
ÁTVR.
Þegar álagning veitingahúsa bætist ofan á
álögur ríkisins, verður illmögulegt fyrir sauð-
svartan almúgann að drekka vín með matnum,
nema endrum og eins.
Daglegt líf gerði skyndikönnun á verðlagi
hjá nokkrum veitingahúsum í vikunni. Meðal
annars var spurt um verð á íslenskúm bjór í
flösku en engin tegund .tilgreind. Verð í töfl-
unni er það sem starfsfólk gaf upp en í út-
reikningum á álagningu er miðað við Egils
silfur-bjór sem kostar 130 kr. flaskan úr
ÁTVR-verslunum, nema annað sé tilgreint í
töflunni.
Ákveðið var að reikna ekki út álagningu á
koníak, þar sem um er að ræða lítið magn
úr flösku, en til gamans má geta þess að
koníaksstaup kostar um 190 kr. sé það drukk-
ið annars staðar en á veitingahúsi. Það er því
um 150% dýrara að fá sér koníak á veitinga-
stað en í heimahúsi. Gosdrykkir eru ýmist úr
flöskum eða þar til gerðum vélum og var ekki
gerður greinarmunur þar á í könnuninni. Al-
gengt er að innihald úr gosflösku kosti um
65 kr. og því er álagning á gos oft um 150%
á veitingahúsum.
Af gefnu tilefni skal tekið fram að veitinga-
staðir voru valdir af handahófi og ekki er tek-
ið tillit til þjónustu sem staðimir bjóða, heldur
einblínt á verð og álagningu. ■
BT
Því ekki að borða reykta
folaldatungu eða humarsúpu með laxagellum?
MEÐAL rétta á matseðlinum í Perlunni í gærkvöldi voru
laxa- og steinbítskinnar, folaldatunga, ungnautalifur og
grafin grásleppa. Tilefnið var að kynna ráðamönnum
þjóðarinnar góðan mat úr hráefnum sem við yfirleitt
hendum.
^ Frumkvæðið eiga forsvars-
menn Perlunnar og Meistar-
* ans sem segjast ekki hafa
55 efnt til veislunnar til að slá
OC um sig eða auglýsa heldur til
!■■ að vekja athygli á því að búa
má til herramannsmat úr því
“ sem við hendum og borgum
fé fyrir að láta urða eða losna
við á annan hátt.
Þeir varpa fram þeirri
spumingu til ráðamanna og lands-
irianna hvort ekki sé hægt að nýta
betur það hráefni'sem við höfum
úr að spila og þannig skapað ný
störf. „Við getum líka lagt okkar
af mörkum til hjálpar við sveltandi
þjóðir með því að henda ekki mat
og þannig komast nær því að
standa við skuldbindingar okkar í
hjálparstarfi."
Gísli Thoroddsen matreiðslu-
meistari hjá Perlunni og Þórarinn
Guðlaugsson matreiðslumeistari
hjá Meistaranum segja að eflaust
mætti mikið spara ef hætt væri
að henda mat með öllum þeim
kostnaði sem það felur í sér. „Síð-
ustu fimm ár fluttum við inn tæp-
lega 179 tonn af kjöt-, grænmet-
is- og fiskikrafti fyrir alls 58,7
milljónir króna. Á sama tíma hend-
um við beinum sláturdýra og fiski-
beinum með talsverðum tilkostn-
aði.“ Þeir segja að margir kaupi
t.d. dýrum dómum humarkraft en
benda á að stórum hluta humars-
ins sé hent áður en hann kemst
til neytenda. Þann hluta gætu ein-
hverjir nýtt í kraft.
Gísli og Þórarinn telja að við
eigum að stefna á sælkeramarkaði
og gera hráefnið eftirsótt og sér-
stakt. Þessu til stuðnings benda
þeir á að þegar þeir fari utan
sækist þeir eftir að kaupa sér
kálfalifur. Það sé mesta lostæti.
Hér heima hendum við í stórum
stíl ungnautalifur.
Sama er uppi á teningnum með
físk eins og lax. Það er tilvalið að
nýta gellurnar og bjóða þær góð-
um veitingahúsum hér og erlendis.
„Möguleikarnir eru óteljandi og
óhugsandi annað en borgi sig að
nýta þessi hráefni betur en við
gerum. Þetta er herramannsmat-
ur.“
Við báðum Gísla og Þórarinn
um uppskrift en eftir að hafa far-
ið í gegnum hráefnalistann kom í
ljós að það er afskaplega erfitt
fyrir neytendur að nálgast það sem
þarf í flesta réttina í Perlunni í
gær. Hér kemur samt uppskrift
að reyktum og söltuðum lamba-
nýrum. Það mun vera hægt að
láta reykja og salta nýru fyrir sig
hjá sumum kjötkaupmönnum.
Viö getum líka
lagtokkar af
mörkum til
hjólpar við
sveltandi
þjóöir með því
aö henda ekki
mat og þannig
komast nær
því aö standa
við skuldbind-
ingarokkar í
hjólparstarfi.
Reykt lambanýru með
karamellu og ananas
Lambanýru
sykur
_____________rjómi___________
gnanasbitar
Nýrun eru skorin í tvennt og
hreinsuð vel. Soðin í tíu mínútur
og síðan sett í eldfast mót.
Sykur er settur í pott og hann
brúnaður, ijómi settur út í og þetta
soðið saman í karamellu.
Ananasbitar eru settir út í kara-
melluna og síðan er öllu hellt yfír
nýrun og þau bökuð í ofni í tíu
mínútur.
Rétturinn er borinn fram með
eplasalati, rauðkáli og ijóma-
sveppasósu ■
Ýmislegt
um avokado
Avokado þroskast fyrr ef það er
geymt í pappírspoka ásamt eplum.
Kanna má hvort ávöxtur er þrosk-
aður með því að taka hann í lófann
og þrýsta létt. Ekki borgar sig að
þrýsta aðeins á einn stað á ávextin-
um. Avokado ætti að ekki að geyma
við minna en 5°C. Sé hann ekki al-
veg þroskaður geymist hann a.m.k.
í viku í ískáp. Þegar ávöxturinn hef-
ur verið skorinn er gott að setja sítr-
ónudropa yfir aldinkjötið til að koma
í veg fyrir að það dökkni. Ekki skal
mauka avokado í rafmagnsblandara,
því þá myndast loftbólur í maukinu.
Bónus-
ís í Bónus
Bónus-verslanirnar eru nú að
hefja sölu á sérstökum Bónus-ís,
sem framleiddur er af Kjörís, en
undir Bónus-merkinu.
Tvær ístegundir verða fáanlegar,
með vanillu- og súkkulaðibragði, og
aðeins í 1,1 lítra pakkningum. Pakk-
inn kostar 159 krónur sem er sér-
stakt kynningarverð fyrstu vikumar
að minnsta kosti. ■