Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR l’- APRÍL 1993 43 Fyrsta starfsár Mið- skólans senn á enda eftir Braga Jósepsson Síðastliðið haust tók til starfa nýr einkaskóli á grunnskólastigi, Miðskólinn í Reykjavík. Skólinn, sem er fyrir 4. til 7. bekk, er til húsa í hinum gamla og virðulega Miðbæjarskóla, sem var reistur fyr- ir rúmri öld til afnota fyrir fyrsta barnaskóla borgarinnar, sem þá nefndist Barnaskóli Reykjavíkur. Miðskólinn var settur við hátíð- lega athöfn 1. september í fyrra og hófst kennsla daginn eftir sam- kvæmt stundaskrá. Nú eru því liðn- ir réttir sjö mánuðir skólaársins og aðeins tveir mánuðir eftir þar til sumarfrí taka við. Af þessu tilefni er viðeigandi að skoða hvernig til hefur tekist þetta íyrsta starfsár Miðskólans. Heilsdagsskóli Miðskólinn er heilsdagsskóli, þar sem daglegur starfstími er 7-8 klukkustundir. Tekið er á móti börnunum kl. 8 að morgni en kennsla hefst kl. 8.30 og lýkur kl. 15.30. Umsjón er með börnunum til kl. 16. í stórum dráttum er skóla- dagurinn skipulagður þannig, að tvær kennslustundir, 40 + 40 mín- útur, eru teknar í einni lotu. Fyrir hádegi eru því fjórar kennslustund- ir, einnig í tveim lotum og eftir hádegi jafn margar kennslustundir, einnig í tveim lotum. Kennslustund- ir eru því alls átta á dag í fjórum lotum. Eftir fyrstu tvær kennslustund- irnar taka við úti-íþróttir, fríminút- ur, nestistími og morgunsöngur, alls 45 mínútur. Þá tekur við önnur kennslulota, 40 + 40 mínútur, fram að hádegi, en matarhlé er 35 mínút- ur. Eftir mat eru svo frímínútur úti á leikvelli eða hvíldartími innan- húss. Eftir hádegi taka svo við tvær kennslulotur, á sama hátt og fyrir hádegi. Eftir fyrri lotuna koma úti- íþróttir aftur og frímínútur. í lok síðasta tíma taka börnin svo upp nesti, sem þau koma með að heim- an. Oft geyma þau ávexti eða jóg- úrt frá hádeginu og borða í seinni nestistímanum. Heitur matur í hádeginu Matmálstími í heilsdagsskóla gegnir mikilvægu hlutverki í skóla- starfinu. í hádeginu fá börnin heit- an mat, sem tilreiddur er á mat- bökkum og sendir eru í skólann fétt fyrir hádegi frá Matstofu Mið- fells. Börnin borða saman, hver bekkur í sinni stofu, ásamt umsjón- arkennara sínum. Börnin skiptast á um að setja bakkana á borðin, dreifa hnífapörum, vatnsglösum og handþurrkum. Matmálstíminn er þýðingarmikill og eykur á vellíðan barnanna. Þá eru börnin búin að vera að störfum í 31/2 til 4 klukkutíma og eiga álíka langan vinnutíma framundan. Að því er hádegismatinn varðar hefur verið lögð mikil áhersla á fjöl- breyttan, næringarríkan og lystug- an mat. í könnun sem nýlega var gerð meðal foreldra barnanna kom fram almenn ánægja með matinn. Verð á hádegismatnum í vetur hef- ur verið 350 krónur á dag, en stærð matarskammta hefur verið sniðin eftir þörfum bamanna. Samkvæmt því var t.d. ákveðið að stækka matarskammtinn fyrir börnin í 7. bekk. Þótt börnin fái þannig heitan mat í hádeginu koma þau einnig með nesti að heiman, ávexti, sam- lokur og drykk, sem þau neyta í tveim nestistímum. Morgunsöngur og tónmennt A hveijum morgni kl. 10 koma allir nemendur skólans saman á efri gangi og syngja undir stjórn Bragi Jósepsson „Matmálstími í heils- dagsskóla gegnir mikil- vægu hlutverki í skóla- starfinu. í hádeginu fá börnin heitan mat, sem tilreiddur er á mat- bökkum og sendir eru í skólann rétt fyrir há- degi frá Matstofu Mið- fells.“ og undirleik Jónasar Þóris, tón- menntakennara. Af og til fá ein- stakir nemendur tækifæri til að koma fram í þessum morguntímum og spila eitt eða fleiri lög á hljóð- færi, sem þeir eru að æfa á. í skól- anum fá þessi börn, sem venjulega eru í tónlistarskóla að auki, sér- staka æfingatíma fyrir hljóðfæra- leik. Flest læra á píanó, en í skólan- um eru nú þijú hljóðfæri til afnota fyrir nemendur. Nokkrir nemendur æfa á önnur hljóðfæri, og má þar nefna, þverflautu, saxófón, básúnu, fiðlu og selló. Auk þess sem hér hefur verið nefnt fá nemendur fasta tónmenntatíma, tvær kennslu- stundir á viku. Úti-íþróttir og íþróttatímar Tvisvar á dag fara allir nemend- ur út í skólaport og taka þátt í úti-íþróttum. Þessar úti-íþróttir eru fastur liður í skólastarfinu og eitt af sérkennum Miðskólans. Þær standa yfir í u.þ.b. 10 mínútur. Að þeim loknum taka við frímínútur og fijáls leikur. Auk úti-íþróttanna eru tveir fastir íþróttatímar á viku í íþróttahúsi skólans. Sundkennsla fer fram í Vesturbæjarlaug. L-tímar (leiðsögn og heimanám á skólatima) L-tímar nefnast sérstakir vinnu- tímar á stundatöflu. í L-tímunum geta nemendur undirbúið sig fýrir næsta dag með aðstoð kennara. í þessum tímum ljúka flestir nemend- ur við allt sitt heimanám. Skólinn hvetur nemendur við allt sitt heim- ■ Á TVEIMUR VINUM verður Fimmtudagskvöldið 1. apríl svo- kallað Radíuskvöld. Þeir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson láta gamminn geysa fyrir gesti og gangandi. Þetta er fjórða Radíuskvöldið sem haldið er. Föstudagskvöldið 2. apríl halda nemendur Verslunarskóla ís- lands skemmtikvöld og verður opnað fyrir almenning á miðnætti. Hljómsveitin Undir tunglinu skemmtir. Laugardagskvöldið 3. apríl leikur svo hljómsveitin Júpít- ers. I samvinnu við Regnbogann, Rás 2 og fleiri aðila ætla Tveir anám. Skólinn hvetur nemendur jafnframt til að lesa heima, bækur eftir eigin vali, til afþreyingar, fróð- leiks og skemmtunar. Þótt L-tímarnir séu að formi til eins og hveijar aðrar kennslustund- ir eru þeir í eðli sínu mjög frá- brugðnir; í L-tímum vinnur hver nemandi út af fýrir sig. Þá eru L-tímar ei'nnig notaðir fyrir ýmis- konar hópvinnu og æfíngar. Kennslugreinar Vikulegur fjöldi kennslustunda og skipting þeirra eftir námsgrein- um er í meginatriðum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. En vegna þess að hér er um rýmri kennsludag að ræða en almennt gerist í grunnskólum gefst kostur á viðbótartíma, sem nýttur er í skólastarfinu. Mest af þessum við- bótartíma hefur farið í móðurmál og stærðfræði. Þá hefur einnig ver- ið lögð sérstök áhersla á listgrein- ar, svo sem leiklist, listdans og myndlist, auk tónlistar sem áður er getið. Greining, próf og ráðgjöf Skólinn leggur mikla áherslu á greiningu á námshæfileikum og námsstöðu hvers og eins nemanda. Einnig er fylgst reglubundið með heilsufari þeirra. Nemendur sem eiga í námserfiðleikum, t.d. í lestri eða reikningi, fá sérkennslu og leið- sögn eftir föngum. Nemendur, sem hafa búið erlend- is um lengri eða skemmri tíma eða eru af erlendu þjóðerni fá sér- kennslu í íslensku, þar sem áhersla er lögð á aukinn orðaforða, myndun setninga, beygingu fallorða og sagnorða, undirstöðuatriði íslenskr- ar hljóðfræði og raddbeitingu. Nemendur taka próf í undir- stöðugreinum þrisvar á skólaárinu, fyrst í lok september, síðan um miðjan janúar og loks í byijun maímánaðar. Þá eru einnig fram- kvæmd svonefnd þrekpróf og al- menn heilsufarspróf, einnig þrisvar á skólaárinu. Óhætt er að fullyrða að náms- árangur barnanna þetta fyrsta skólaár hefur verið mjög góður. Þetta er almennt skoðun þeirra for- eldra sem eiga börn í skólanum og þetta er einnig mat kennaranna, sem hafa fylgst með þroska og framförum barnanna frá því í haust. Starfslið skólans Við skólann starfa í vetur 5 fast- ráðnir kennarar, tveir stundakenn- arar, skólaráðgjafí og ritari auk skólastjóra. Auk þessa starfsfólks nýtur skólinn reglubundinnar þjón- ustu skólalæknis, hjúkrunarfræð- ings, sálfræðings og sérkennara. Skólastjóri Miðskólans er Greta Kaldalóns. Opinber framlög, skólagjöld og matarkostnaður Eins og bent var á í upphafi er Miðskólinn til húsa í gamla Miðbæj- arskólanum, sem er í eigu borgar- innar. Samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg hefur skólinn fengið til afnota umrætt húsnæði, vinir að halda allsheijar Elvi- skeppni fimmtudaginn 15. apríl. Þetta er haldið í beinu framhaldi af páskamynd Regnbogans „Ho- neymoon in Vegas“. Þar birtist margur Elvisinn en enginn þeirra íslenskur. Því skal keppt í Karaoke um besta Elvis-sönginn og einnig hver verður talinn líkastur konung- inum. Eftir páska er von á Snigla- bandinu annan í páskum. Todmo- bile ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og ekki heldur SSSól. Von er á Jet Black Joe og hinum ýmsu uppákomum. (FréUatilkynning) fullbúið til skólahalds og er raf- magns- og hitakostnaður innifalinn. Á fjárlögum þessa árs fékk skólinn framlag úr ríkissjóði að upphæð krónur þijár milljónir. Skólagjöld á yfirstandandi skóla- ári eru kr. 15.000 á mánuði. For- eldrar sem innrita böm sín fyrir næsta skólaár, 1993-94, greiða kr. 10.000 í skráningargjald og síðan fast mánaðargjald fyrir 10. hvers mánaðar. Greiðsla fýrir hádegismat er innt af hendi mánaðarlega, eftir á. Miðskólinn er sjálfs- eignarstofnun Miðskólinn er sjálfseignarstofn- un. Skipulagsskrá skólans var stað- fest af menntamálaráðherra, Ólafi G. Einarssyni, hinn 4. júní 1992. í skólanefnd eiga sæti 7 fastafulltrú- ar, sem upphaflega voru stofnendur skólans og tveir fulltrúar foreldra, sem kjörnir em til eins árs í senn. Þegar fastafulltrúi hverfur úr skóla- nefndinni velja þeir, sem fyrir eru, nýjan fastafulltrúa. Næsta skólaár, 1993-94 Innritun nemenda fýrir næsta haust er nú hafin og má gera ráð fýrir að nemendur verði á bijinu 100 til 120 skólaárið 1993-94. í megin- atriðum er gert ráð fyrir óbreyttri kennsluskipan. Þó má geta þess, að í athugun er, að hefja kennslu í ensku strax í 5. bekk, tvo tíma í viku og svo áfram í 6. og 7. bekk. Þá verða gerðar nokkrar lagfæring- ar í ljósi þeirrar reynslu, sem þetta fyrsta skólaár hefur gefið okkur. Hötundur er prófessor í uppeldisfræði við Kennaraháskóla Islands og skólaráðgjafí við Miðskólann. YDDA F57.2/SlA|

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.