Morgunblaðið - 01.04.1993, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1993
RISALILJA
Cardiocrinum giganteum
Blóm vikunnar
Umsjón Ágústa Björnsdóttir
Þáttur nr. 263
Risalilja sem nú verður lítið eitt
sagt frá er heldur ólíkleg til þess
að geta þrifist að nokkru ráði hér
á landi, enda komin langt að, þ.e.
úr skuggsælum skógum í sunnan-
verðum Himalayafjöllum, en þar
vex hún villt.
Þaðan hefur svo þessi stórvaxn-
asta af öllum liljum borist norður
á bóginn og er nú ræktuð í görð-
um í nágrannalöndunum með góð-
um árangri, t.d. í Danmörku, en
þar þykir hún spjara sig vel ef
réttilega er að henni búið.
Allt til síðustu áratuga var risa-
liljan (Cardiorcrinum giganteum)
talin til liljuættar (Liliaceae) en
vísindalega séð þótti hún ekki
bera nógu sterk einkenni ættar-
innar og var því skipað í sjálfstæð-
an ættflokk með örfáum meðlim-
um. Það voru blöð jurtarinnar sem
þar skiptu sköpum, en þau eru
hjartalaga og því frábrugðin blöð-
um annarra liljutegunda. Blöðin
eru stór og gljáandi og þéttust
neðst á stönglinum en stijálli þeg-
ar ofar dregur. Stöngullinn er
gildur og kröftugur og getur orð-
ið á 4. metra á hæð og efsta á
honum eru blómin í klasa, 10-20
að tölu, stór og glæsileg, trekt-
laga, hvít á lit með gulan botn,
lítið eitt drúpandi.
Risaliljan vex upp af lauk sem
deyr að blómgun lokinni, en á
honum myndast hliðarlaukar sem
taka við þannig að blómgun getur
haldið áfram. Jurtin myndar auð-
veldlega og þroskar fræ sem sá
þarf svo fljótt sem auðið er, en
betra er að ögn af þolinmæði sé
til staðar þvi sagt er að það geti
tekið 5-7 ár að rækta blómbærar
plöntur, en heldur skemmri tíma
þó ef hliðarlaukamir eru settir
niður.
Laukar risaliljunnar eru lagðir
í mold á haustin með öðram blóm-
laukum. Hún gerir ekki miklar
kröfur til birtu, en jarðvegur þarf
Risalilja.
að vera laus og léttur, kalksnauð-
ur, lítið eitt blandaður áburði og
laufmold og umfram allt þarf að
velja henni skjólgóðan stað sem
er þurr og ekki hætta á að vatn
setjist að á vetram.
Blómgunartími risaliljunnar er
um mitt sumar og fyrir nokkrum
áram þegar hópur félaga í Garð-
yrkjufélagi íslands var í garða-
skoðunarferð í Skotlandi nokkru
eftir miðjan júnímánuð var hún í
fullu skrúði. Sennilega er hún
mörgum okkar með minnisstæð-
ari skrautjurtum sem við sáum í
þeirri ferð og nú í útmánaðanepj-
unni þegar beðið er með óþreyju
teikna um komandi vor, sem enn
virðist langt undan, er gott að
geta séð fyrir sér í huganum þessa
stórglæsilegu jurt „sólvermda í
hlýjum garði“.
Ekki er mér kunnugt um að
risaliljan hafi verið ræktuð hér á
landi en ef svo kynni að vera
væri fróðlegt að hafa af því spurn-
ir. Á dögunum frétti ég af því
að einn af okkar ágætustu garð-
yrkjumönnum er að rækta risalilju
upp af fræi sem hann fékk frá
erlendum grasagarði. Pöntumar
hafa þegar lifað af tvo vetur í
köldu gróðurhúsi — og nú væntum
við þess að þeim verði áframhald-
andi lífs auðið og muni færa rækt-
andanum gnægð blóma þegar þar
að kemur. Ums
Ljósmynd/Ljósmyndastofan Mynd
HJÓNABAND. Þann 13. mars sl.
voru gefm saman í hjónaband í
Bústaðakirkju af sr. Pálma Matt-
híassyni þau Fanney Ingólfsdóttir
og Birgir Vignisson. Heimili þeirra
er á Kársnesbraut 51a.
SJÁLFVIRKI
OFNHITASTILLIRINN
Kjörhiti í
hverju herbergi.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
Ljósmynd/Ljósmyndastofan Mynd
HJÓNABAND. Þann 13. mars sl.
vora gefin saman í hjónaband í
Veginum af Birni Inga Stefánssyni
þau Sigrún Ögmundsdóttir og As-
geir Sigurðsson. Heimili þeirra er
að Bústaðavegi 83.
HÉR OG NÚ
--------
<L \
o o o o ! i
Baðinnrctt Á «3.343
ing með
hvítum, sprautuðumT'~~~~^-.
hurðum, spegli og ljósakappa...
Gásar
Borgartúni 29, Reykjavfk
S: 627666 og 627667 • Fax: 627668
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Þrj’ótur og þingmaður
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóborgin • Sagabíó
Háttvirtur þingmaður - Dist-
inguished Gentleman
Leikstjóri Jonathan Lynne. Að-
alleikendur Eddie Murphy,
Cheryl Lee Ralf, Victoria Row-
ell, Joe Don Baker, Charles G.
Dutton, James Garner. Banda-
rísk. Hollywood Pictures 1992.
Murphy reynir hvað hann getur
til að komast útúr þeirri tilvistar
kreppu sem þessi bráðflinki gam-
anleikari kom sér í með hroðvirkn-
islegu hlutverkavali um árabil.
Eftir að hafa sigrað heiminn með
stórleik í myndunum Vistaskipti,
48 stundir og Beverly Hills Cop.
En það er auðveldara að hlunkast
niður en að ná toppnum því Murp-
hy kemur sér ekki í umtalsverðar
hæðir hér. Fær þó til liðs við sig
Lynne, prýðisgóðan, breskan gam-
anmyndaleikstjóra (Nunnur á
flótta, Vinny frændi) og er sam-
starf þeirra sæmilega lukkað. Hér
reynir talsvert á gamanleikarann
Murphy, hann breytir um persónur
og raddir einsog að drekka vatn.
En meinið er að handritið hefði
Stykkishólmur
35 manns at-
atvinnulausir
Stykkishólmi.
ÞAÐ MUNU nú vera 35 manns á
atvinnuleysisskrá í Stykkishólmi,
eftir því sem formaður Verkalýðs-
félagsins, Einar Karlsson, segir.
Hann segir þetta aðallega stafa
af því að fiskur hefði verið seldur
beint úr sjónum í stað þess að verka
hann í Stykkishólmi. Hann kveðst
hafa miklar áhyggjur af þessu og
þyrfti að sínu mati að gera allt sem
hugsast gæti til að fiskurinn yrði
ekki seldur beint úr sjónum, en fólk
sem áður hefur haft atvinnu af verk-
un hans væri nú með héndur í skauti.
- Ámi.
7/utancv
Heílsuvörur
nútímafólks
gjarnan mátt vera fyndnara, þetta
er enn ein sagan af skálkinum sem
gerist Hrói höttur.
Það virðist vera ótrúlega löður-
mannlegt verk að komast inná þing
í Bandaríkjunum, ef dæma má af
Háttvirtum þingmanni. Murphy
leikur strætisskelmi sem hefur lifi-
brauð sitt af smáglæpum, einkum
hverskyns svindli og svikabrögðum
Bíóborgin, Saga bíó: Elskan, ég
stækkaði barnið („Honey, I Blew
Up the Kid“). Leikstjóri Randall
Kleiser. Aðalleikendur Rick
Moranis, Marcia Strassman, Llo-
yd Bridges, Robert Oliveri, John
Shea. Bandarísk. Walt Disney
1992.
Fyrir nokkram áram skemmtu
bíógestir sér dátt yfir óföram vís-
indamannsins Moranis sem varð
fyrir því óhappi að minnka krakka-
hópinn sinn niður í örverar er hann
var að gera tilraunir með nýjustu
uppfmninguna, e.k. geislasmækk-
ara. Þetta var bráðfyndin og frum-
leg mynd af lífsbaráttunni úti á
lóðinni þar sem hversdagsleg og
meinlaus dýr og pöddur fengu
heldur betur nýjan og hrollvekjandi
svip. Að maður tali nú ekki um
þarfaþing einsog ryksugur og
garðsláttuvélar.
Þetta var einum of góð hugmynd
fyrir andlitla kvikmyndaframleið-
endur til að láta hana falla í
gleymsku svo hugvitsmaðurinn
Moranis er aftur kominn á stjá og
andagiftin lætur ekki að sér hæða
því nú hefur honum tekist að
klambra saman stækkunarvél og
vitaskuld lendir yngsta barnið á
en hefur símaklám að aukastarfi,-
Kemst að því að þingmennskan
gefi mun betur af sér. og henti
honum betur en smáglæpirnir. Síð-
an kemst pörapilturinn náttúrlega
á þing og breytist í þjóðhetju.
Hvort myndin dugar til að rétta
ímynd Murphys af í augum bíó-
gesta er sjálfsagt á nippinu en það
er ekki við Murphy að sakast, hann
stendur sig vel og reynir að gera
sem mest úr ekkert alltof fyndnu
hlutverkinu. Aukaleikaramir eru
upp og ofan. Joe Don Baker kemur
þægilega á óvart með ábúðamikl-
um gamanleik og Lane Smith er
í fínu formi sem slóttugur þing-
maður og lærimeistari Murphys á
Capitol Hill. Leikstjórn Lynnes er
slétt og felld og hár framleiðslu-
kostnaðurinn sýnir sig að nokkru
leyti í fagmannlegu yfirbragði og
íburðarmikilli leikmynd. Því miður
er það sem vantar, ómissandi í
gamanmyndum - bráðfyndið hand-
rit. Þegar menn einsog Murphy
eiga í hlut dugar ekkert minna.
A.m.k. ekki ef hann á að komast
aftur í upphæðimar.
bænum í maskínunni. Og áfram-
haldið ráða flestir í. Fyrr en varir
er litli kútur orðinn stærri en King
Kong.
Framhaldsmyndin á forvera sín-
um allt að þakka enda skortir hér
bagalega ferskar hugmyndir. í
rauninni er Elskan, ég stækkaði
barnið lítið annað en eins brandara
andhverfa fyrri myndarinnar.
Reynt að burðast við að lífga uppá
þráðinn með nokkram hliðarsögum
sem bæta ekki úr skák, síst ásta-
mál eldri sonarins og barnapíunn-
ar. Hér, líkt og í Ástin, ég minnk-
aði bömin, eru það brellurnar sem
era meginkostur myndarinnar.
Þær eru flestar fantagóðar og
halda þeim fullorðnu af og til við
efnið. Þá er litli guttinn aldeilis
frábær og gefur öðrum leikurum
langt nef.
Astin, ég stækkaði barnið er
vafalaust dágóð skemmtun fyrir
smáfólkið en tæpast aðra. í raun-
inni er hún ósköp klén og ómerki-
leg endurtekning og hversdagsleg
ef undan eru skildar brellurnar.
Og nú er bara að bíða og sjá hvaða
apparat hugmyndasmiðir Holly-
woodborgar setja næst í hendurnar
á honum Moranis. Það skyldi þó
aldrei breyta börnum í bjöllusauði?
Króginn Kong