Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 53

Morgunblaðið - 01.04.1993, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ KIMMTUDAGUR L APRÍL 1993 53 ARSHATIÐ Nemendur MK sýndu atriði úr Hárinu Ljósm./Kjartan Einarsson Sýndur var söngleikurinn Hárið undir stjórn Jóns Ólafssonar. Hér má sjá nokkra þátttakendur, m.a. Hrafnhildi Þórhallsdóttur, sem lifir sig vel inn í hlutverkið, enda samdi hún alla dansana. Við hlið hennar eru Ragnheiður Kolviðs- dóttir og lengst til hægri Alda Björg Breiðfjörð. KOMNIR * Arshátíð Menntaskólans í Kópa- vogi var haldin 25. mars sið- astliðinn í Súlnasal Hótels Sögu. Skemmtunin hófst með sýningu skólakórsins á söngleiknum Hárinu undir stjórn Jóns Ólafssonar, sem jafnframt er kórstjóri. Auk kórsins tóku dansarar þátt í uppfærslunni. í kjölfarið var fluttur leikinn annáll og fengu bæði kennarar og nem- endastjóm á baukinn við mikinn fögnuð gesta. Því næst sýndu nem- endur föt frá versluninni Kúmen og að skemmtuninni lokinni hófst kvöldverður. Síðar um kvöldið upp- hófst síðan dansleikur, þar sem hljómsveitin Todmobile sá um tón- listina. Stúdentsefnin, allt prúðbúið fólk, stillir sér upp fyrir myndatöku. BANDARIKIN Chelsea Clinton skotmark grínista Amy Carter er hrein fegurð samanborið við Chelseu Clinton hefur bandarískur grín- isti látið út úr sér. Og hann er ekki einn um slíkar athugasemd- ir, því ijöldi bandarískra grínista hafa látið háð sitt bylja á Chelsea, sem er rétt nýlega orð- in 13 ára. Skopið kemur fram í sjónvarpi, teiknimyndum og víð- ar. Chelsea er gagnrýnd fyrir að hafa of stórt nef, of breiðar varir og að hárið sé ömurlegt. Jafnvel fegrunarfræðingar hafa látið hafa eftir sér að vel mætti laga nefið með fegrunaraðgerð. Þeir gleyma hins vegar að geta þess, að langflestir unglingar fá uppblásið nef á unglingsárunum. Foreldrarnir, Hillary og Bill Clinton, hafa fengið nóg af áganginum og hafa farið fram á að látið verði af einelti við barnið. Hillary segist ekki geta skilið að fólk hafi ekki annað að gera en að bijóta niður 13 ára barn. Þá hafa einhveijir Banda- ríkjamenn tekið upp hanskann fyrir forsetadótturina og stofnað samtökin „Látið Chelseu í friði“. Chelsea hefur ekki látið í jjós hvað henni finnist um lífið og tilveruna eftir að hún fór að verða fyrir aðkasti grínista. Hafa þeir að sjálfsögðu látið prenta boli með áletruninni, sem seljast eins og heitar lummur. S3113 Gengi ítöfsku Urunnar er okkur ihag og viÖgerum betur 20/AFSLÁTTUR 771PÁSKA K RISTALL Knnglan,Sími689955 iSTALL Faxafeni v/Suöurlandsbraut Sími 68^020 Líttuinníspeglasalokkar við Faxafen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.