Morgunblaðið - 01.04.1993, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 01.04.1993, Qupperneq 64
TVÖF/\LDUR |. vinningur HEWLETT PACKARD ---------------UMBOÐIÐ HPA ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mögaleika til vcruleika MOHGUNBLADIÐ, ADALSTK-ETI C, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Bráðabirgðaniðurstöður togararallsins í mars Litlar líkur á auknum þorskafla á næsta ári SAMKVÆMT bráðabirgðaniðurstöðum úr togararalli Haf- rannsóknastofnunar í mars eru litlar líkur á að hægt verði að auka þorskaflann á næsta fiskveiðiári. Stofnmæling á þorski nú gefur sömu niðurstöðu og mælingin í fyrra en sú mæling var m.a. notuð til grundvallar ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar um þorskafla yfirstandandi fiskveiðiárs. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að mæl- ingin gefi vísbendingu um að litlar breytingar hafi orðið á stofnstærðum frá síðasta ári. Samanburður við mælingar fyrri ára bendir til að þorskárgangurinn 1992 sé enn ein viðbótin í röð lélegra eða mjög lélegra árganga allt frá og með árgangi 1985. * Togararallið, eða árleg stofn- mæling botnfiska, fór fram dagana 2.-18. mars og að venju voru leigð- ir fímm togarar til verkefnisins. Togað var á tæplega 600 stöðum umhverfis allt landið þar með 31 stöð á grunnslóð til viðbótar við „fastar“ stöðvar. Veður var með besta móti á rannsóknartímanum og aðstæður til rannsókna því góð- ar. Þorsk- og ýsuafli var með svip- uðu móti og í fyrra en karfaaflinn heldur minni. Stendur í stað Aðspurður um hvort einhverjar jákvæðar niðurstöður hefðu fengist nú segir Jakob það helst að stofn- mælingin sýni að þorskstofninn standi í stað en fari ekki niður á við miðað við síðasta ár. Raunar hafi hann mælst örlítið stærri nú en í fyrra en það sé innan skekkju- marka. Lengdardreifing þorsks ein- kenndist af fiski 30-60 cm að lengd og ætla má að þar sé um 3-4 ára fisk að ræða. í togararallinu 1992 var mest af þorskinum 25-40 cm að lengd og áætlar Hafrannsókn að hér sé að líkindum um sömu árganga að ræða og mest ber á nú. Meira varð vart eins árs þorsks nú en í fyrra en fyrsta mat á styrk hans bendir ekki til annars en að um lélegan árgang sé að ræða, eða um 100 milljónir fiska framreiknað til þriggja ára aldurs. Á síðasta áratug náði þessi tala hámarki 1983 er stofninn mældist tæplega 340 milljónir fiska. Kjörgripur á kirkjulofti BIBLÍA á hebresku sem útgefin var í Hamborg árið 1578 og var í eigu Guðbrands Þorlákssonar biskups hefur upp á síðkastið verið geymd á kirkjuloftinu á Hólum í Hjaltadal, en nú í vikunni var upplýst að þarna er um að ræða mjög fágæta bók og að öllum lík- indum afar verðmætan kjörgrip. Sigurður Orn Steingrímsson prófess- or var staddúr á Hólastað í vikunni ásamt Dr. Georg Braulik prófess- or, sem er stjórnandi deildar gamlatestamentisfræða við Háskólann í Vín. Bolli Gústavsson vígslubiskup sýndi þeim þá ýmsar bækur sem geymdar eru á kirkjuloftinu, og staðnæmdist Dr. Braulik þá við hebresku biblíuna og varð hann mjög hissa á að svo fágætur gripur væri þarna niðurkominn. Á myndinni heldur Bolli Gústafsson á dýrgripnum af kirkjuloftinu, sem er ívið stærri bók en Guð- brandsbiblía. Sjá bls. 29: „Fágæt og verðmæt...“ Veitingahús með misháa álagningu á áfenginu ALGENGT er að álagning veitingahúsa á bjór sé ná- lægt 250% samkvæmt nið- urstöðum úr skyndikönn- un sem Morgunblaðið gerði í vikunni. Nokkur munur reyndist á álagningu drykkja á 17 stöðum þar sem verð var kannað. Rauðvínsflaska sem kostar 920 kr. hjá ÁTVR kostaði 1.800- 2.458 kr. á veitingastöðum í úrtaki Morgunblaðsins. Var lægsta álagning 95% og sú hæsta 167%. Hvítvínsflaska sem hjá ÁTVR kostar 1.300 kr. kostaði 2.230-3.420 krón- ur. Var lægsta álagning þar 71% og sú hæsta 163%. Dý- rasti gosdrykkurinn var 30% dýrari en sá ódýrasti. Einnig var nokkur munur á verði kaffibolla og koníaksstaups. Sjá bls. 38: „Dropinn dýr . . .“ Um 1.5001 á mánuði LANDANIR rússneskra fiski- skipa hér á landi hafa verið um 1.500 tonn á mánuði á árinu. Verð á Rússaþorski hefur haldist tiltölulega stöð- ugt frá áramótum og greiddar um 95 krónur fyrir kílóið. „Vegna mikils framboðs af físki í febrúar og mars dró heldur úr lönd- unum rússneskra fískiskipa," sagði Eyþór Ólafsson hjá E. Ólafsson, ein- um innflytjanda Rússafísks. Hann sagði að landanir rússneskra fiski- skipa væru um 7% af þorskafla sem hér berst á land. Meistar- ar fagna KEFLVÍKIN GAR tryggðu sér í gær íslandsmeistaratit- ilinn í körfuknattleik annað árið í röð er þeir lögðu Hauka að velli, 108:89, í þriðja sinn í jafnmörgum leikjum. Keflvíkingar höfðu mikla yfir- burði í tveimur fyrstu leikjunum en í gær var viðureignin jöfn og skemmtileg. Karlalið IBK er einn- ig bikarmeistari og kvennalið fé- lagsins vann líka tvöfalt þannig að segja má að það hafí veri fjór- falt í Keflavík í vetur. Á myndinni fagna Jonathan Bow, Jón Kristinn Gíslason, Sigurður Ingimundarson og Albert Oskarsson. Sjá bls. 62: „Fjórfalt" Kröfuhafar í þrotabú EG í Bolungarvík samþykkja ekki tilboð Ósvarar Vinnslustöðin óskar við- Morgunblaðið/Sverrir ræðna um kaup á Dagrúnu VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyj- um hefur lýst áhuga á viðræðum við bústjóra þrotabús Einars Guðfinnsson- ar hf. í Bolungarvík um kaup á togaran- um Dagrúnu og tæplega 2.000 tonna kvóta hennar. I bréfinu voru settar fram hugmyndir um verð og fleira. Hugsanlegt kaupverð er talið vera 450 milljónir kr. að frádregnum 30 milljón- um kr. vegna þess kvóta sem skipið hefur þegar veitt á árinu. Bústjórar kynntu þetta bréf fyrir veðkröfu- höfum á fundi á þriðjudag ásamt 660 milljóna kr. tilboði útgerðarfélagsins Ósvarar hf. í Bol- ungarvík í báða togarana og kvóta þeirra. Kröfu- hafarnir tóku ekki afstöðu til tilboðanna en fólu bústjórum að setja skipin í sölu og verða þau auglýst á næstunni ásamt frystihúsi þrotabús- ins. Stefán Pálsson bústjóri staðfesti að Vinnslu- stöðin hf. hefði skrifað þrotabúinu bréf með ósk um viðræður um kaup á Dagrúnu en neitaði að skýra frá innihaldi þess að öðru leyti. Þar sem skipin hefðu ekki verið auglýst til sölu hefði ekki verið tekin afstaða til bréfsins á fundi kröfuhafanna. Sighvatur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, vildi í gær ekki segja neitt um þetta erindi til þrotabúsins né upplýsa um áform fyrirtækisins. Heimamenn í Bolungarvík sem stofnuðu Út- gerðarfélagið Ósvör til að reyna að fá eignir þrotabús Einars Guðfínnssonar leigðar eða keyptar buðu 660 milljónir í togarana Dagrúnu og Heiðrúnu og kvóta þeirra sem er 3.440 þorskígildistonn. Á skipunum hvíla veðskuldir að fjárhæð um 860 milljónir kr. Kröfur í uppnámi Ef skipin yrðu seld á 660 milljónir myndi bærinn væntanlega tapa 86_milljónum sem eru á aftasta veðrétti skipanna. I uppnámi eru einn- ig kröfur Atvinnutryggingasjóðs, ríkissjóðs, Landsbankans og Skeljungs. Stefán sagði tilboð Ósvarar með ýmsum fyrirvörum, t.d. væri tekið fram að eftir væri að afla hlutafjár og samþykk- is veðhafa fyrir skuldbreytingum og nýju greiðslufyrirkomulagi skulda. Hann sagði að tilboð Ósvarar væri í lægri kantinum. Niður- staða fundarins hefði verið að samþykkja ekki tilboðið en slíta heldur ekki viðræðum og aug- lýsa skipin til sölu. Frystihús þrotabúsins yrði jafnframt auglýst til sölu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.