Morgunblaðið - 22.04.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUÐAGUR 22. APRÍL 1993
Forsætisráðherra um ÍSAL-deiluna
Alverinu verið
lokað hefði ekki
samist um kjör
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir það sitt mat að
eigendur álversins í Straumsvík hefðu látið loka álverinu
1. maí næstkomandi ef kjarasamningar hefðu ekki náðst
í álversdeilunni og verkfallsátök hafist. Davíð segir að sú
lokun hefði getað staðið í að minnsta kosti þrjú ár.
Davíð sagði í samtali við Morg-
unblaðið að staðið hefði tæpt með
að vinnuófriður leiddi til þess að
álverinu hefði verið lokað. „Það
er mitt mat að ef þessi sátt hefði
ekki náðst núna, hefði álverinu
verið lokað,“ sagði hann.
Óvissa um orkugreiðslur
Aðspurður sagði Davíð óvíst
hvort álverið hefði komist hjá því
að greiða fyrir rafmagn eftir lokun
álversins. Það hefði orðið lögfræði-
legt álitamál hvort forráðamenn
álversins væru taldir eiga sök á
verkfallinu vegna stífni við samn-
ingsgerðina því annars hefði álver-
ið komist hjá ábyrgðargreiðslum
vegna rafmagns.
Hættan aldrei meiri
Davíð tók fram að þetta hefði
verið hans mat á stöðunni eftir
viðræður við marga aðila og sagði
að við hefðum aldrei staðið nær
þeirri hættu að álverinu yrði lokað
en nú.
12 mánaða
fangelsi fyrir
mök við barn
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær mann á fertugs-
aldri til 12 mánaða fangelsis-
vistar fyrir að hafa átt kynferð-
ismök við telpu fyrir 7 árum.
Um var að ræða þrjú atvik sem
áttu sér stað á árunum 1986 og
1987 þegar telpan var 10 og 11
ára. Maðurinn var giftur systur
hennar. Við ákvörðun refsingar
var m.a. litið til þess hve langt
var liðið frá brotunum og til þess
að maðurinn kom af sjálfsdáðum
til lögreglu og játaði á sig brotin.
Þau fólust í kynferðismökum öðr-
um en samræði við bamið, í fyrsta
skipti þegar telpan hafði sofnað
í hjónarúmi mannsins og konu
hans, sem svaf og varð einskis
vör og síðar tvívegis næsta ár.
Morgunblaðið/Kristinn
Glímt við stærðfræði
NEMENDUR í Hlíðaskóla voru svo einbeittir í stærðfræðipróf-
inu að þeir litu ekki upp þó ljósmyndari smellti af þeim mynd í
gærmorgun.
Samræmd próf
3.900 grunnskólanemendur í 10. bekk skiluðu af sér samræmdu
prófi í stærðfræði í gær. Á morgun hefjast próf í íslensku og
á mánudag og þriðjudag taka við próf í ensku og dönsku. Þó
taka ekki allir próf í síðastnefndu námsgreininni því 70 nemend-
ur hafa valið að taka frekar próf í sænsku og 40 í norsku.
Einar Guðmundsson, hjá Rann-
sóknastofnun uppeldis- og mennta-
mála, sagði að prófað væri úr svip-
uðu námsefni og í fyrra en próf-
tíminn væri lengri eða þrír tímar í
stað tveggja og hálfs. Sjálf prófín
væru þó ekki lengri.
Hvað samningu og úrvinnslu próf-
anna varðaði sagði Einar að leitað
hefði verið álits mun fleiri grunn-
skólakennara í ár en verið hefði og
allir kennarar 10. bekkjardeilda
væru beðnir að skila áliti á prófunum
eftir að þau hefðu verið lögð fyrir.
Formenn fjárlaganefndar Alþingis um mál Hrafns Gunnlaugssonar
Ríkisendurskoðun fjalli
uiii fjármálalilið málsins
MEIRIHLUTI fjárlaganefndar leggur til að auk þess að
kanna fjármálaleg samskiptí Hrafns Gunnlaugssonar, setts
framkvæmdastjóra Ríkissjónvarpsins, við stofnunina verði
þess óskað að Ríkisendurskoðun athugi fjármálaleg við-
skipti framkvæmdastjórans við ráðuneyti, opinbera sjóði og
stofnanir. Formaður og varaformaður segja að þegar skýrsla
Ríkisendurskoðunar liggi fyrir verði framhaldið ákveðið.
í gær var reynt innan fjárlaga-
nefndar að ná samkomulagi um
hvemig fjallað skyldi um ásakanir í
garð Hrafns Gunnlaugssonar og
fjármálaleg viðskipti hans við opin-
bera aðila. Menntamálaráðherra
hafði óskað eftir því að Ríkisendur-
skoðun kannaði fjármálaleg sam-
skipti Hrafns við sjónvarpið. Stjóm-
arandstaðan vildi hins vegar að fjár-
laganefnd fjallaði um þetta mál sam-
kvæmt 26. grein þingskapalaga og
skilaði áfangaskýrslu fyrir þinglok í
vor.
Á fundi fjárlaganefndar síðdegis
í gær var svohljóðandi tillaga stjórn-
arflokkanna samþykkt: „Olafur G.
Einarsson menntamálaráðherra hef-
ur óskað eftir athugun á fjármála-
legum samskiptum sjónvarpsins og
Hrafns Gunnlaugssonar og hvort
eitthvað bendi til þess að hann hafi
brotið af sér í starfi. Þar sem á Al-
þingi hafa verið bomar fram harka-
Íegar ásakanir í garð sama manns
um aðra þætti, telur fjárlaganefnd
rétt að óska eftir að Ríkisendurskoð-
un geri athugun á öðrum fjármála-
legum -viðskiptum hans við ráðu-
neyti, opinberar stofnanir og sjóði,
er kunna að varða málið. Nauðsyn-
legt er til samanburðar að fram
komi fyrirgreiðsla viðkomandi stofn-
ana og sjóða við aðra sambærilega
aðila. I framhaldi af því verði fjár-
laganefnd gerð grein fyrir rnálinu."
Stjórnarandstaðan mótfallin
Stjómarandstæðingar í fjárlaga-
nefnd gerðu bókun um að þeir
styddu að Ríkisendurskoðun athug-
aði fjármálaleg samskipti nýsetts
framkvæmdastjóra Sjónvarps við
ráðuneyti, opinberar stofnanir og
sjóði. „Undirritaðir mótmæla hins
vegar þeim forsendum sem meiri-
hlutinn byggir beiðni sína á. Ríkis-
endurskoðun mun að sjálfsögðu
vinna í samræmi við ákvæði laga
og fagleg sjónarmið. Undirritaðir
munu taka málið upp að nýju sam-
kvæmt ákvæðum 26. greinar þing-
skapa Alþingis þegar niðurstöður
rikjsendurskoðunar liggja fyrir.“
í samtali við Morgunblaðið sögðu
Karl Steinar Guðnason, formaður
fjárlaganefndar, og Sturla Böðvars-
son, varaformaður nefndarinnar, að
þegar skýrsla Ríkisendurskoðunar
lægi fyrir yrði tímabært að ákveða
framhald málsins.
Hálaunaðir Volvo-stjórar
Gyllenhammar með 135 milljónir á
ári 31
Sendill árið 1913_____________
Rætt við Gunnar Stefánsson, sem
var sendill hjá Morgunblaðinu við
upphaf útgáfu þess 32-33
Höfuðborgarflutningar
Óvissa er um flutninga stjómvalda
frá Bonn til Berlínar 44
Leiðari
Allt sem grær og gróið getur 32
Landgræðsluskógar
► Náttúruarfur okkar - Hlut-
verk Skógræktar ríkisins - Yriqa
- Ilmskógar - Fræframleiðsla -
Heiðarnar sem tóku stakkaskipt-
um - Rannsóknir.
Viðskipti/Atvinnulíf
► Miklar afskriftír Byggða-
stofnunar -106 m.kr. tap Haf-
amarins - Samdráttartímar á
auglýsingamarkaði - Hugmynd-
astuldur og eftirlíkingar
Dagskrd
► Talað við tækin - Norðmenn
fá að taka þátt - Hin ómærðu
brjóst, læri og rassar Hollywood
- f leit að Paradís - Innrás gervi-
hnattarása í Asíu
V eturinn
kaldur og
sóllítill
DRUNGALEGUM og á stund-
um umhleypingasömum vetri
er nú lokið en það sem hefur
einkennt hann m.a. er kuldi,
fáar sólskinsstundir og úr-
koma víðast yfir meðallagi.
Samkvæmt upplýsingum frá
veðurfarsdeild Veðurstof-
unnar var aðeins ein sólskins-
stund í desember í Reykjavík
og í janúar fimm en í meðal-
ári eru 27 sólskinsstundir í
janúar í höfuðborginni. Á
Akureyri mældust ekki sól-
skinsstundir í desember og
janúar.
Hitinn í höfuðborginni mæld-
ist undir meðallagi í desember
og janúar en yfir meðallagi í
febrúar og mars en alla þessa
mánuði mældist úrkoman yfir
meðallagi. Hitinn á Akureyri
þessa mánuði var aðeins undir
meðallagi í desember og janúar
en verulega yfir meðallagi í
febrúar og mars. Hitinn i mars
mældist 0,8 gráður sem er 2,1
gráðu yfir meðallagi. Svipað og
í Reykjavík var úrkoma mikil á
Akureyri í vetur, mest í desem-
ber þegar hún varð tvöföld á
við meðalár.
Bjart nyrðra
Sólskinsstundir voru hins vegar
yfír meðallagi fyrir norðan í
mars eða 84 talsins þann mánuð
á sama tíma og þær mældust
58 í Reykjavík sem er 53 stund-
um undir meðallagi.
Eyjólfur Sveinsson
Ráðinn að-
stoðarmað-
urforsætis-
ráðherra
EYJÓLFUR Sveinsson rekstr-
arverkfræðingur hefur verið
ráðinn aðstoðarmaður Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra
frá 1. maí næstkomandi.
Hreinn Loftsson lögfræðingur
lét af starfi aðstoðarmanns
Davíðs fyrir nokkru.
Eyjólfur, sem er 29 ára gamall,
hefur verið framkvæmdastjóri hjá
VSÓ-Rekstrarráðgjöf hf. Þá hefur
hann jafnframt starfað sem rekstr-
arráðgjafí hjá íslandsbanka síðastlið-
ið ár. Eyjólfur var ráðgjafi og með-
eigandi í Quality Management Enter-
prises í Bandaríkjunum 1990-1993,
en fyrirtækið annast stjómunarráð-
gjöf fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki.
Formaður Vöku
Eyjólfur lauk B.Sc.-prófi í iðnaðar-
og rekstrarverkfræði frá Columbia-
háskóla í New York og M.Sc.-prófi
í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá
sama skóla.
Eyjólfur hefur gegnt fjölmörgum
trúnaðarstörfum í félagsmálum og
var m.a. formaður Vöku og formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands.